Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Síða 7
MANUDAGUR 19. FEBRUAR 1996 Sandkorn Fréttir Hjálpsemi Séra Birgir Snæbjömsson, prestur á Akur- eyri, segir nokkrar góðar prestasögur i bókinni Þeim varð á í mess- unni. Ein þeirra segir frá því að hann var að gifta í Akureyrar- kirkju. „Ég bað alla að syngja með mér brúökaupssálminn en að- eins einn tók undir, lítill drengur, kannski svona tveggja ára. Þegar ég söng hástöfum, Heyr böm þín, guð faðir, þá söng hann það sem hann kunni best en það var Atti katti nóva. Hann var nú stoppaður til- tölulega fljótt en um kvöldið hitti ég drenginn og þakkaði honum inni- lega fyrir meö handabandi, hann hefði verið sá eini er vildi hjálpa mér eitthvaö.“ Gömul húsráð í blaðinu ísflrð- ingi, sem var að koma út, eru talin upp nokk- ur gömul hús- ráö en margir hafa tröllatrú á húsráðunum. Þar segir að við ókyrrð í fótum sé gott að binda uliarband laust um mjóalegg- inn. Við kvefi og hósta sé gott að setja gráan ullarflóka á bert brjóstið og hafa hann þar. Við gigt er gott að bera steinolíu á svæðið og nudda vel inn í húðina. Allir kannast við hvað það er vont að fá bólu á tunguna. Eina ráðið við því er að tauta fyrir munni sér nokkrum sinnum. „Ein bóla á tung- unni, engin á morgun,“ og þá er eins og viö manninn mælt, bólan er horfin á morgun. Tóbaksvarnir Mikið er nú rætt um tóbak- svamarfrum- varpið sem lagt hefur verið fram á Alþingi og þykir strangt, næst- um ofstækis- fullt, í tilefni þess er ekki úr vegi að rif ja upp Tóbaksvís- ur séra Hall- gríms Péturs- sonar. Vísan um reyktóbak er svona. Tóbak róm ræmir remmu framkvæmir, tungu vel tæmir tár af augum flæmir, háls meö hósta væmir, heilan fordæmir og andlit afskræmir. Vísan um neftóbakið er á þessa leið. Tóbak nef neyðir, náttúru eyðir, upp augun breiðir, út hrákann leiðir, minnisafl meiðir máttleysi greiðir og yfirleitt eyðir. „No thank you" í Vestmanna- eyjablaðinu Fréttum er ný- lega saga af því þegar bankað var upp á hjá Sigríði Magnús- dóttur í Vest- mannaeyjum. Fyrir utan stóö maður frá Heyrnleysin- gjafélaginu í Eyjum og var að selja varning til styrktar félaginu. Sigríður keypti sitt lítið af hverju af manninum, ánægð með að hafa styrkt gott mál- efiii. Svo leið vika. Þá er aftur bankað upp á og enn er kominn maður frá Heyrnleysingjafélaginu og nú að selja happdrættismiða. Sig- ríði fannst þetta of langt gengið, að- eins vika síðan hún styrkti félagið verulega. Henni gekk afar illa að gera sölumanni happdrættismið- anna þetta skiljanlegt þar sem hann var heyrnarlaus. Á endanum fékk hún prýðishugmynd; hún hristi hausinn og sagöi: „No thank you“. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson Viljum vera í friði — eins og norskir trillukarlar „Mér fmnst kominn tími til að gera eins og Norðmenn gera. Þeir láta alia báta undir 15 metrum í friði með öll gjöld. Það var það fyrsta sem gert var þegar kvótinn minnkaði," segir Jósep Valgeirsson, trillukarl í Njarðvík. Hann er ósáttur við aö þurfa að greiða sama grunngjald fyrir aö fá að veiða á sinni triliu og þeir sem eiga frystitog- ara. Grunngjaldið er 12.930 krónur á ári og er veiðieftirlitsgjald sem á að halda uppi rekstri á veiðieftirliti Fiskistofú, að því er Jón B. Jónasson, skrifstofú- stjóri hjá sjávarútvegsráðuneytinu, greinir frá. „í Noregi þurfa menn ekki heldur að sitja með hendur í skauti og horfa út um gluggann á blíðuna af því aö það er veiðibann. Þar fá menn aö ráða því hvenær þeir taka það magn sem þeim er úthlutað. Við búum á íslandi og hér er allra veöra von. Heilbrigð skynsemi segir manni að hér eigi menn að fá að veiða þegar veður leyfir,“ leggur Jósep áherslu á. Hann segir smábátaeigendur hafa Jósep Valgeirsson við trilluna sína í Keflavíkurhöfn. DV-mynd Ægir Már Nýr bátur íEyja- flotann DV, Vestmannaeyjum: Nú í vikunni bættist nýr bátur í Eyjaflotann þegar Sjöfn II. lagðist við bryggju í Vestmannaeyjum. Eig- endur eru Ástþór Jónsson og Elmar Guðmmundsson og keyptu þeir báti inn frá Bakkaflrði. Þetta er eikarbátur, 63 tonn, smíð- aður í Danmörku 1963 og lítur mjög vel út. Með í kaupunum fylgdu 50 tonna þorskígildi. Lagt verður upp hjá Vinnslustööinni. Elmar verður skipstjóri á bátn- um, Ástþór stýrimaður og Magnús Sigurðsson vélstjóri. Árneshreppur: Fiskirí gott í bliðunni DV, Selfossi: Að sögn Gunnsteins Gíslasonar, oddvita í Árneshreppi á Ströndum og flskmóttökumanns, hefur fiskirí bara verið sæmilegt frá Norðurfirði að undanfórnu. Róðrar hófust mun fyrr en verið hefur undanfarin ár enda hefrn- einstök veðurblíða verið allt frá því í haust. Brottfluttir Ámeshreppsbúar sækja sjóinn mikið, einkúm yfir sumartímann, frá stöðum í hreppn- um. Þeir Guðmundur Elíasson og Sigfús Kristinsson eru þar nú og halda til í verbúð kaupfélagsins sál- uga á Norðurfirði. Hafa þeir aflað vel og leggja upp hjá Gunnsteini. Hann hefur reynst sjómönnum vel gegnum árin - aldrei klígjað við fiski og aldrei hefur verið saltlaust hjá honum eins og oft kom fyrir hjá stjórunum fyrr á öldinni. Regína verið svikna. „Þegar við kusum til Al- ar kosningaskrifstofurnar hér og óbreytt. Allsstaðarvarsvaraðjáensvo þingis gengum við nokkrir saman á all- spurðum hvort krókaleyfið yrði gengu menn á bak orða sinna.“ -IBS 28" LITASJÓNVARP Kolster litasjónvarp með Black Line myndlampa, fjarstýríngu, 2x20 W Nicam Stereo með Surround hát. tengimögul., aðgerðirá skjá, textavarp með ísl. stöfum, 2x Scart tengi, Pal möttaka. ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS 69.900 STGR. SátnEWgWBSTOBIN SIÐUMULA 2, SIMI 568 9090 - OPIÐ LAUGARDAGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.