Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 Fréttir_______________________________________________pv Tuttugu og eins milljarös króna tap banka og opinberra sjóða 1990 til 1994: Stjórnendur bera ábyrgðina - segir Birgir ísleifur Gunnarsson seölabankastjori Landsbanki Framkvæmda- Byggöa- Búnabarbanki Ibnlána- Atvlnnutr. Flskveibasj. Abrir íslands sjóbur stofnun islands sjóbur sjóbur útflgreina íslands Fátt hefur vakiö meiri athygli þessa dagana en þaö svar Finns Ing- ólfssonar viðskiptaráðherra við fyr- irspurn Magnúsar Stefánssonar á Alþingi að útlánatap ríkisbanka og opinberra sjóða hafi numið 21,7 milljörðum króna á árunum 1990 til 1994. Þetta samsvarar andvirði 3.000 venjulegra fjögurra herbergja íbúða í fjölbýlishúsum eða húsnæði 12 þúsund manns miðað viö fjögurra manna fjölskyldur. Þess' vegna hljóta að vakna spurningar eins og hvers vegna þetta sé og hverjir beri ábyrgð á þessu. Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri „Auðvitað eru það stjórnendur hverrar stofnun- ar sem bera ábyrgð á sinni stofnun. Þaö er alveg augljóst mál og að sú ábyrgð verður ekki af mönnum tekin. Við höfum talsvert skrifað um þetta tap banka og sjóða og bor- ið saman við það sem hefur verið að gerast erlendis. Þaö liggur ljóst fyr- ir að þetta hefur fylgt efnahagslægð þessara ára. Þetta hefst annars staðar á Norð- urlöndum en færist svo yfir til okk- ar. Mér sýnist að það sem hefur gerst hér sé í minna mæli en gerðist annars staðar á Norðurlöndunum. Þar urðu bankar gjaldþrota og ríkis- sjóðir urðu að grípa inn í, sem sagt að skattborgaramir urðu að koma til hjálpar og taka yfir bankana. Það hefur ekki gerst hér. Bankarnir hafa að mestu bjargað sér án opin- berrar aðstoðar. Að vísu varð einn bankinn að taka víkjandi lán hjá Tryggingasjóöi viðskiptabankanna fyrir nokkrum árum. Hann er nú byrjaður að endurgreiða það og tek- ur það því á sig,“ sagði Birgir ísleif- ur Gunnarsson seðlabankastjóri. Hann sagði að bankaeftirlitið kæmi hér ekki að. Grundvallarhlut- verk þess væri að sjá til þess að lög- um og reglum væri fylgt innan bankakerfisins og að bankarnir störfuðu á heilbrigðum og eðlileg- um grundvelli. Hann sagði að eftir- litið hefði stundum bent á eitt og annað sem þvi hefði þótt athyglis- vert þannig að afskriftum lána væri hagað með eðlilegum hætti. Birgir ísleifur var spurður hvort honum þætti eðlilegt að stjómendur banka og sjóða, sem tapa slíku fé sem hér um ræðir, sætu áfram eins og ekkert hefði ískorist. „Ég vil ekki kveða upp slíkan dóm að það sé ástæða til þess að láta menn fara gagngert út af svona. Þetta gerist á löngum tíma. Þama er um vissa efnahagserfiðleika að ræða á því tímabili sem þetta á sér stað. Það virðist líka eins og ftjáls- ræðið eigi sinn þátt í því, alla vega sem gerðist á Norðurlöndum. Vext- ir em allt í einu orðnir ftjálsir. Stórir skuldarar, sem ekki hafa van- ist því að þurfa að borga af sínum skuldum, standa frammi fyrir breyttu efhahagsástandi. Það em alls konar svona hlutir sem koma inn í þetta,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson. Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra „Það er sjálfsagt hægt að draga einhveija til ábyrgöar vegna þessa máls. Ég er hins vegar þeirrar skoð- unar að það þjóni ekki tilgangi einmitt núna að segja til um hveijir beri ábyrgðina. Það sem hefúr verið að gerast á síðustu 5 til 7 ámm er að við höfum verið að ganga í gegn- um mikla kreppu í efhahagslífinu og í atvinnumál- um. Þessar miklu afskriftir era til komnar vegna þess. Mest er tap- ið á árunum 1993 og 1994 en menn vora ef til vill að bíða næstu ár á undan eftir því að það rofaði til í efhahagslífinu. Það sem skiptir mestu máli nú er að það er að rofa til í efnahagslífinu. Þar á ég bæði við efnhags- og atvinnumál- in og efnahag heimilanna," sagöi Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra um þetta mál. Hann sagði það koma í ljós á ár- inu 1995 að þörf banka og sjóða til afskrifta var minni en næstu ár á undan. Finnur var spurður hvað hann teldi að gert yrði við stjórnendur þessara banka og sjóða eftir þetta ef þeir væra einkafyrirtæki? „Ég ætla ekkert að segja um það. Það getur hver og einn velt því fyr- ir sér hvaö yrði gert við stjórnend- umar ef um einkafyrirtæki væri að ræða. En ég vil benda á aö við erum að hefjast handa við að breyta ríkis- bönkunum yfir í hlutafélög. Þá held ég að geti orðið einhver breyting á. Hins vegar held ég að þessi útlána- töp sé ekki hægt að rekja bara til stjómendanna, maður verður að skoða allar aðstæður," sagði Finnur Ingólfsson. Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins „Ábyrgðin hlýtur að liggja hjá stjómendum bankanna og um- ræddra sjóða. Þetta vekur upp þá spumingu hvort ekki þurfi aö breyta lögum á þann veg að það séu ekki margir bankastjórar sem bera ábyrgðina, heldur sé bara um einn bankastjóra að ræða, sem ber ábyrgð á rekstri bankans gagn- vart ríkisstjóm og Alþingi þar sem um ríkisbanka er að ræða. Það sama gOdi um sjóðina,“ sagði Margrét Frí- mannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins. Hún sagðist telja að það væri góð- ur kostur í stöðunni að fara að þeim ráðum Björgvins Vilmundarsonar bankastjóra, sem hann lagði tU á aö- alfundi Landsbankans, að sameina ríkisbankana. Margrét var spurð hvort ábyrgð þingmanna, sem kjósa stjórnendur bankaráöa og opinberra sjóða, væri ekki allmikU. Hvort þeir hefðu fylgst nógu vel með? „Auðvitað höfum við bragðist eft- irlitsskyldu okkar. Þótt við séum að kjósa í stjómir banka og sjóða á veg- um ríkisins er það mjög sjaldan sem það gerist að þessir aðUar þurfi að skUa okkur skýrslum ,um hvemig reksturinn gengur. Ársskýrslur segja í raun mjög takmarkaða hluti. Það er því eðlUegt þegar stefnir í óefni, og menn sjá það með nokkurra mánaða fyrirvara, að Alþingi væri gerð grein fyrir því hvert stefndi og gerðar ráðstafanir um hvemig ætti að bregðast við,“ sagði Margrét Frí- mannsdóttir. Ámi M. Mathiesen, alþingis- maður og bankaráðsmaður „Þetta svar viðskiptaráð- herra er athyglis- vert. Áður en menn fara að meta það verða menn að gera sér grein fyrir hveiju við gerum ráð fyrir að bankarn- ir tapi af útlánum í sínum rekstri. Bankamir taka vexti fyrir þá peninga sem þeir eru að lána og hluti af vaxtagreiðslunni er vegna áhættunnar. Ég hef það frá virtum er- lendum banka að menn verði aUtaf að gera ráð fýrir eðlUegu tapi ef hægt er að kaUa tap eðlUegt. Þar er enn frem- ur talað um að eins prósents tap af út- lánastofrii banka sé eðhlegt,“ sagði Ámi M. Mathiesen, alþingismaður og bankaráðsmaður í Búnaðarbankan- um. Hann var spurður hvað hann teldi að gert yrði við stjómendur þessara banka og sjóða ef um einkafyrirtæki væri að ræða. „Ég spyr á móti. Hvað hefúr verið gert við stjómendur íslandsbanka, sem er einkafyrirtæki? Enda þótt ég hafi ekki tölur hér handbærar er tap íslandsbanka meira en tap Lands- bankans þegar tekið er tUlit tU heUd- arútlánastofiis hvors banka,“ sagði Ámi Mathiesen. Hann benti líka á að svona töp, eins og kemur fram í svari ráðherra, eigi sér langan aðdraganda þannig að þau hafi byrjað áður en sumir núverandi stjómendur, tU að mynda ríkisban- kanna, tóku við sínu embætti. -S.dór Dagfari To be or not to be Þeir í Borgarleikhúsinu eru aUtaf að skemmta. Líka þegar þeir era ekki að skemmta. Þetta á eink- um við um leikarana sem börðust svo lengi fyrir nýju húsnæði undir LeUrfélág Reykjavíkur. Þeir höfðu ekki nægUegt athafnarými í gamla Iðnó og fengu að lokum stærri og glæsUegri húsakynni og aUt frá því þeir fluttu inn í nýja leikhúsið hef- ur verið samfeUdur glaumur og gleði. SpreU eins og það gerist skemmtUegast. Nýjasta skemmtiatriöið snýst um stjóm leikhússins og ráðningar leikara. Leikurinn gengur út á það að segja fólki upp, ráða það aftur, reka aðra, segja sjálfur upp, halda mótmælafundi og endurráða svo aftur þá sem hafa sagt upp. AUt er þetta gert tU að lífga upp á and- rúmsloftið og skapa rétta stemn- ingu. Með þessu móti ríkir fuU- komin óvissa um það hver stýrir leikhúsinu frá einum mánuði tU annars og hvaða leikarar starfa við leikhúsið. Enda væri ekkert gaman ef allir vissu hver væri ráöinn og hver ætti að leika. Þá hættu leikararnir að koma í leikhúsið og efiaust áhorfendur líka því hvaö er gaman að leikhúsi þar sem aUt er í fostum skorðum og aUir vita löngu fyrir fram hverjir leika og hverjir stjóma. Þetta hófst með því að leikhúsið réð nýjan leikhússtjóra sem byrj- aði á því að segja upp nokkrum leikurum sem hann var orðinn leiður á. Leikararnir sættu sig auð- vitað ekki við þá uppsögn einn, tveir og þrír og ákváðu að mót- mæla uppsögninni. Og þá var eins og við manninn mælt að leikhús- stjórinn dró uppsagnirnar tU baka en gerði starfslokasamninga við þá sem vora næstleiðinlegastir. Þeir ætluðu hvort eð var að fara. Ekki voru aUir ánægðir með þessar ráðstafanir hjá nýja leik- hússtjóranum og formaður leik- húsráðsins sagöi af sér tU að skapa meiri óvissu og nýi leikhússtjórinn íhugar nú að segja af sér tU að mót- mæla því að hann geti ekki ráðið þá sem hann sagði upp tU að geta sagt öðrum upp sem hann hafði áður vUjað að lékju áfram við leik- húsið. Þeir sem fengu uppsögnina á sín- um tíma vilja hins vegar að leik- hússtjórinn fari en formaður verði og þeir sem fengu reisupassann eft- ir að hinir höfðu ekki fengið reisupassann sem áður hafði verið sagt upp taka nú þátt í þessum mótmælum, án þess endilega að vita hverju þeir eru að mótmæla. Enda er leikurinn ekki tU þess gerður, heldur tU að skapa líf og umræðu í kringum leikhúsið áöur en leiksýningarnar hefjast vegna þess að það er svo ofsalega gaman í nýja leikhúsinu miðað við hvað það var rosalega leiðinlegt í gamla Iðnó. Eða það fannst þeim sem hafa leikiö i gamla Iðnó frá síðustu alda- mótum og era enn að störfum í Borgarleikhúsinu af því að það gleymdist að skUja þá eftir í Iðnó. Það fattar nefiiUega enginn að það var ekki Iðnó sem var leiðin- legt heldur fólkið sem slarfar í leik- húsinu og verið er að reyna að segja upp en tekst ekki vegna þeirrar lýðræðislegu reglu í leik- húsinu að fólkið sem sagt er upp.hefur síðasta orðið um það hveijum er sagt upp. Það er þetta sem gerir leikhúsið svo skemmtUegt þrátt fyrir hvað þar er leiðinlegt, af því að það er leiðinlegt í vinnunni en skemmti- legt í leikhúsráðinu og það skemmtUega við að vera ráðinn er að koma í veg fyrir að vera rekinn. Já, það er líf og fjör á þessum vinnustað og ef leikararnir hætta ekki þá hættir leikhússtjórinn og ef leikhússtjórinn hættir ekki þá hættir formaður leikhúsráðs og þeir hætta ekki nema ef hinir hætta líka við að hætta. Enda ætl- ar Borgarleikhúsið næst að setja upp Hamlet eftir Shakespeare; to be or not to be. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.