Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Qupperneq 6
6
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996
Viðskipti
Afkomubati stærstu fyrirtækjanna
1994 og 1995 í milljónum króna -
700
600
500
400
300
200
100
656
1994
1995
202
153 145
J . 106 |J
■ Mril
Elmskip Flugleiöir Grandi ísiandsbanki Olís Skeljungur Hampiðjan Þormóður
* Á VeröbréfabinBi fslands sem tilkvnnt hafa afkomn '95 rammi
........ - ■ POTM
Aíkoma 8 af stærstu fyrirtækjunum á Verðbréfaþingi:
Græddu alls 2,4
milljarða króna
- hagnaður jókst um hálfan milljarð milli ára
Þriggja prósenta
verðbólga
Ef marka má hækkun vísitölu
neysluverðs undanfama þrjá
mánuði um 0,7% þá ríkir 3%
verðbólga á ársgrundvelli. Breyt-
ing-á vísitölunni án húsnæðis á
sama tíma jafngildir 4,3% verð-
bólgu á ári. Þetta kemur ffam í
tilkynningu ffá Hagstofu íslands
um nýjasta útreikning á neyslu-
vísitölunni. Miöaö við verðlag í
byrjun mars reyndist hún vera
175,5 stig og hækkaði um 0,2% frá
febrúarmánuði. Án húsnæöis er
vísitalan nú 180,1 stig.
Hækkun neysluvísitölunnar
má einkum rekja til verðhækk-
ana á mjólkurvörum og dilka-
kjöti. Á móti varð lækkun á
grænmeti og ávöxtum. Ef hækk-
un neysluvísitölunnar frá janúar
í fyrra til janúar í ár er skoðuð
kemur í ljós að verðbólgan á ís-
landi á þeim tíma var 1,6%. Á
sama tima var verðþólgan í ríkj-
um Evrópusambandsins að með-
altali um 2,8%, lægst í Finnlandi,
0,5%, en hæst í Grikklandi eða
8,4%.
Sæplast græddi
36 milljónir
Sæplast á Dalvík hagnaðist um
36 milljónir króna af rekstri síð-
asta árs. Heildartekjur námu 380
milljónum sem er ríflega 5%
aukning ffá árinu 1994. Heildar-
eignir í árslok voru bókfærðar á
tæpar 400 milljónir en heildar-
skuldir námu 107 milljónum. Eig-
ið fé var því um 290 milljónir.
Eiginfjárhlutfall í árslok var 73%
en var 64% í byrjun árs í fyrra.
Arðsemi eigin fjár á árinu var
14% í samanburði við 4,2% árið
1994.
Sæplast seldi á innanlands-
markaði fyrir 183,5 milljónir en
útflutningur nam 196 milljónum
eöa 52% af heildarsölu. Útflutn-
ingsverðmæti jókst um 12% milli
ára og vegur þar þyngst aukning
á sölu fiskikera. í fyrra var flutt
út til 29 landa í öllum heimsálf-
um. Frá því fyrirtækið hóf rekst-
ur árið 1984 hafa vörur þess ver-
ið seldar í 70 þjóðlöndum.
Gengi bréfa hækkaði um
63 prósent
Meðalgengi hlutabréfa Sæ-
plasts var 3,13 á árinu. Lægsta
gengið var 2,70 en 4,15 það hæsta.
Hækkunin á gengi bréfanna var
63% árið 1995 en á sama tíma
hækkaöi þingvísitala hlutabréfa
um 35%. -bjb
Fundir og ráðstefimur
Höfum
sali sem
henta
fyrir alla
fundi og ráðstefnur
HÓTEL LgnND
5687111
Fyrirtækin í landinu, hver á fæt-
ur öðru, tilkynna þessa dagana af-
komu sína fyrir síðasta ár. í lang-
flestum tilfeúum er um hagnað að
ræða, talsvert meiri en árið áður.
Er þá fyrst og fremst átt við fyrir-
tæki sem skráð eru á Verðbréfa-
þingi íslands eða Opna tilboðsmark-
aðnum. Sem dæmi þá jókst saman-
lagður hagnaður 8 af stærstu fyrir-
tækjunum á Verðbréfaþingi, sem
tilkynnt hafa afkomu síðasta árs,
um tæpan hálfan milljarð króna eða
nákvæmlega 456 milljónir. Fyrir-
tækin sem hér um ræðir eru Eim-
skip, Flugleiðir, Grandi, íslands-
banki, Olís, Skeljungur, Hampiðjan
og Þormóður rammi. Samanlagt
högnuðust þau um 2,4 milljarða
króna á síðasta ári en 1,9 milljarða
árið 1994. Afkomubati þessara fyrir-
Hlutabréfaviðskipti um kerfi
Verðbréfaþings íslands og Opna til-
boðsmarkaðarins í síðustu viku
námu um 112 milljónum króna. Þar
af var langmest keypt af bréfum
Flugleiða eða fyrir 36 milljónir.
Næst komu bréf íslenskra sjávaraf-
urða með 13,8 milljóna viðskipti og
höndlað var í Hlutabréfasjóðnum
fyrir 10,8 milljónir.
tækja milli ára sést nánar á með-
fylgjandi grafi.
Eimskip jók sinn hagnað milli ár-
anna 1994 og 1995 um 45 milljónir
króna, Flugleiðir um 32 milljónir,
Grandi um 70 milljónir, Islands-
banki um 146 milljónir, Olís um 51
milljón, Skeljungur um 20 miUjónir,
Hampiðjan um 16 miUjónir og Þor-
móður rammi um 76 milljónir.
Fleiri fyrirtæki á hlutabréfamark-
aði hafa að sjálfsögðu tUkynnt af-
komu síðasta árs en ofangreind
hlutafélög eru tekin sem dæmi um
betri tíð.
HaUdór Friörik Þorsteinsson, við-
skiptafræðingur og verðbréfamiðl-
ari hjá Kaupþingi, sagði í samtali
við DV að batnandi afkoma fyrir-
tækja sýndi að góðærið margumtal-
aða væri gengið í garð á þessu sviði.
Almennt voru hlutabréfaviðskipti
mjög lífleg og bréf í langflestum fé-
lögum skiptu um eigendur. Hluta-
bréfaverð skaust upp ef marka má
þingvísitölu hlutabréfa. Á nokkrum
dögum hækkaði vísitalan um 5% og
mældist 1670 stig sl. mánudag.
Álverð á heimsmarkaði lækkaði
lítiUega fyrir helgi en náði sama
verði í gær og fyrir viku siðan, eða
„Rétt er þó að benda á að hagnað-
ur af reglulegum rekstri er ekki
mikið betri en árið áður. Það eru
frekar fjármagnsliðirnir sem hafa
batnað. Þar koma einkum tU lægri
vextir erlendis. Þetta er í sjálfu sér
gott en maður hefði viljað sjá hagn-
aðinn koma annars staðar frá
einnig. Framleiðni fyrirtækjanna
þarf að auka enn meir. Almennt séð
eru þetta góðar tölur og styrkja þá
gengisþróun sem hefur verið á
markaðnum. Vissulega eru þó ýmis
félög orðin þanin, þ.e. gengi bréf-
anna kannski fullhátt í sumum tU-
vikum. Annars fer árið vel af stað
og ekki ástæða tU að vera með úrtöl-
ur. Það er orðið erfiðara fyrir mína
stétt að mæla með einhverjum
hlutafélögum öðrum fremur,“ sagði
HaUdór Friðrik. -bjb
um 1590 dollurum fyrir tonnið í
staðgreiðslu. Lágt verð á kopar hef-
ur þrýst álverði niður um leið og
birgðir á heimsmarkaði og í London
hafa aukist undanfarnar vikur.
Engin skipasala var í erlendum
höfnum í síðustu viku, samkvæmt
upplýsingum frá Aflamiölun LÍÚ. í
gámasölu í Englandi seldust 290
tonn fyrir 38,2 milljónir króna. -bjb
Skipasölur
200
Kg D J F M
Gámaþorskur
Kg D J F M
Eimskip 1 Flugieiðir 1 Olís Olíufélagið ■ Skeljungur ■ ÞingvísiL hlutabr. 1
6,5
D J F M
4,00
D J F M
D J F M
D J F M
2000
1500
D J F M
Þingvísít. húsbr.
Hlutabréfaverð skýst upp
Námsstefna um
markaðsrannsóknir
íslenski markaðsdagurinn fer
fram í Borgarleikhúsinu á fóstu-
daginn á vegum íslenska mark-
aðsklúbbsins, ÍMARK. Haldin
verður námsstefna um markaðs-
rannsóknir með yfirskriftinni
„Hvað veistu um markaðinn?"
Fyrirlesarar verða Skúli Gunn-
steinsson frá ÍM-Gallup, Hallur
A. Baldursson frá Yddu, Stefán
Ólafsson frá Félagsvísindastofn-
un, Jón Björnsson frá Hagvangi,
Hafsteinn Már Einarsson frá ÍM-
Gallup, Ásta G. Harðardóttir frá
Ráðgarði, Birna Einarsdóttir frá
íslandsbanka og Emil Grímsson
frá Toyota-umboðinu. Að náms-
stefnu lokinni verða afhent verð-
laun fyrir athyglisverðustu aug-
lýsingar síðasta árs. Á íslenska
markaðsdeginum fer einnig fram
sýning í anddyri Borgarleikhúss-
ins með þátttöku fyrirtækja sem
bjóða upp á ýmsar vörur og þjón-
ustu fyrir þá sem starfa að mark-
aðs- og auglýsingamálum.
Árnes tapaði
47 milljónum
í ársreikningi útgerðarfyrir-
tækisins Ámess í Þorlákshöfn
fyrir árið 1995 kemur fram að tap
á rekstri félagsins var 47 milljón-
ir króna en var 35 milljónir árið
áður. Tekjur félagsins í fyrra
námu 1.285 milljónum og drógust
saman um 214 milljónir, eða um
14% á milli ára. Samdrátturinn
skýrist fyrst og fremst af áhrifum
sjómannaverkfalls á veiðar og
vinnslu humars og annarra fisk-
tegunda.
Aðalfundur Árness verður
haldinn 23. mars nk. Þar mun
liggja fyrir tillaga stjórnar um að
henni verði heimilað að auka
hlutafé um allt að 50% eða úr 260
í 390 milljónir með útgáfu nýrra
hlutabréfa.
Flugleiðir kaupa
26 Daihatsu bíla
Bílaleiga Flugleiða og Brim-
borg hafa skrifað undir samning
um kaup á 26 bílum af gerðinni
Daihatsu Feroza. Þetta er í þriðja
sinn sem Flugleiðir kaupa Feroza
til nota fyrir bílaleiguna. Bílam-
ir verða afhentir 1 vor og sumar.
Að sögn Egils Jóhannssonar hjá
Brimborg reiknar fyrirtækið með
að auka verulega sölu á Daihatsu
bílum á þessu ári miöað við árið í
fyrra. „Enda getur fyrirtækið boð-
ið Daihatsu á mjög góðu verði nú
þegar dregið hefur úr styrk jap-
anska jensins," segir EgiO.
Orkumenn ná
samkomulagi
Fyrirtækið Orka hf. og olíufé-
lagið Orkan hf. hafa náð sáttum í
ágreiningsmáli þeirra sem lýtur
að flrmaheitinu Orkan hf. Hefur
Orkan hf. fallist á einkarétt Orku
hf. á firmaheiti sínu og mun
breyta nafni félagsins í Bensínork-
an hf. Dómsmál fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur verður fellt niður.
8,8 milljaröa
hagnaður NIB
Hagnaður af starfsemi Nor-
ræna fjárfestingabankans, NIB, á
síðasta ári nam 8,8 milljörðum
króna sem er svipuð afkoma og
árið 1994. Útborganir lána námu
92,6 milljöröum en ný samnings-
bundin lán voru upp á 125,5 millj-
arða. Útistandandi lán í árslok
námu 427 milljörðum en enginn
útlán töpuðust á árinu.
Á síðasta ári lánaöi NIB til 11
íslenskra aðila fyrir um 6 millj-
arða. Langmest fór til ríkissjóðs,
eða 3 milfjarðar, en aðrir lántak-
endur voru RARIK, 450 milljónir,
Útgerðarfélag Akureyringa, 150
milljónir, Grandi, 600 milljónir,
Eimskip, 200 milljónir, Fiskveiða-
sjóður, 900 milljónir, Iðnlánasjóð-
ur, 300 milljónir, Myllan-Brauð, 63
milljónir, Brimborg, 100 milljónir,
og Byggðastofnun, 300 milljónir.
-bjb
DVl