Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 Útlönd Sameinuðu þjóðirnar í far- arbroddi gegn hryðjuverkum Boutros Boutros- Ghali, fram- kvæmda- stjóri Sam- einuðu þjóð- anna, lagði til í morgun að SÞ yrðu í fararbroddi í baráttunni gegn hryðjuverkum um heim allan. Þetta gerði hann á fundi leiðtoga þjóða heims sem saman eru komnir í Egyptalandi til að ræða hvemig stemma megi stigu við hryðjuverkum á borð við þau sem hafa orðið tugum manna að bana í ísrael að undanfomu. „SÞ eru reiðubúnar að þjóna þessum málstað, þær bíða eftir fyrirmælum frá ykkur,“ sagði Boutros-Ghali. Reuter Bob Dole, oddviti öldungadeildar Bandaríkjaþings, fagnar sigri í sjö forkosningum repúblikana í gærkvöldi ásamt Newt Gingrich, forseta fulltrúadeildarinnar. .Símamynd Reuter Bob Dole nær öruggur um að verða forsetaefni repúblikana: HiFi myndbandstæki HD600 Nicam HiFi stereo, 4 hausa Long Play, Super Drive, Clear view control, fjarstýríngu, 2x Scart tengi ásamt þvi að sýna allar aðgerðir i skji. HD600 fékk 10 fyrir myndgæði, og var valið besta fjölskyldu- og heimabiómyndbandstækið Tækið endurgreitt! Einn hepplnn vlðskiptavinur fær tæklð endurgreittl Malaði keppinautana í sjö stórum ríkjum - nefnir Colin Powell sem mögulegt varaforsetaefni BRAUTARHOITI OG KRINGLUNNt Bob Dole, oddviti öldungadeildar bandaríska þingsins, sigraði í for- kosningum repúblikana í sjö stór- um ríkjum í gær, 4 svokölluðum súper þriðjudegi. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir að hann fái útnefningu sem forsetaefni á lands- fundi Repúblikanaflokksins síðsum- ars. Dole hafði afgerandi sigur í Texas, Flórída, Oklahóma, Tenn- essee, Missisippi, Louisiana og Or- egon, fékk hreinan meirihluta at- kvæða í öllum ríkjunum og var með allt að 30 prósentustiga forskot á næsta mann. Útgönguspár sýndu að Málþing um umferðarmál hann náði verulegu fylgi frá kristi- legum kjósendum sem annars voru taldir á bandi Pats Buchanans. Sam- kvæmt síðustu tölum hefur Dole tryggt sér 717 kjörmenn af þeim 990 sem nauðsynlegir eru til að hljóta útnefningu í sumar. Auðkýfingur- inn Steve Forbes hefur einungis tryggt sér 73 kjörmenn og Buchanan 64. Samkvæmt könnunum er Dole sigurstranglegur í fernum forkosn- ingum í miðvesturríkjum Banda- ríkjanna eftir viku. Dole var sigurrreifur þegar úrslit- in lágu fyrir. Sagði hann útnefningu sína vera sæmilega vel tryggða eftir sigur í 18 ríkjum á 10 dögum. Sigur- ganga Doles hefur vakið vangavelt- ur um mögulegt varaforsetaefni en hann fullyrti að ekki væri á dagskrá að semja vopnahlé við helstu keppi- nauta sína, þá Forbes og Buchanan. Athygli vakti að Dole nefndi Colin Powell, fyrrum hershöfðingja, sem mögulegt varaforsetaefni. „Þessi maður hefur verið hermaður alla sína ævi og hefur alltaf svarað kall- inu þegar fóðurlandið hefur þarfn- ast hans,“ sagði Dole og kvaðst full- viss um að Powell tæki vel í hug- myndina. Pat Buchanan boðaði að hann mundi berjast áfram fyrir tilnefn- ingu en Steve Forbes sagðist þurfa mjög góða kosningu á þriðjudaginn kemur til að hafa nokkra mögu- leika. Að öðrum kosti drægi hann sig í hlé. í sigurgleði í herbúðum Doles kann að gleymast að Bill Clinton hefur þegar tryggt sér útnefningu demókrata, jafnvel þó hann hafi ekki formlega boðið sig fram. Og að auki hefur Clinton verulet forskot á Dole í skoðanakönnunum, með 56 prósenta fylgi á móti 39 prósentum Doles. Óttast repúblikanar að Dole eyði dýrmætum tíma í að verjast árásum Buchanans og Forbes, geti ekki grætt þau sár sem mynduðust í upphafl kosningabairáttunnar og takist ekki að sameina flokksmenn fyrir forsetakosningamar í nóvem- ber. Dole sjálfur viröist meðvitaður um stöðuna þvi hann sagði að menn yrðu nú að einbeita sér að hinum eina sanna keppinaut, Bill Clinton forseta. Reuter Hvað er umferðarofbeldi? Rokkarastríðið á Norðurlöndum: Hvemig er umferðarmenningu íslendinga háttað? Getum við verið sátt við núverandi ástand eða er hugsanlegt að ofbeldi sé beitt í umferðinni? Ökukennarafélag íslands og Sjóvá-Almennar bjóða til málþings á GrandHótel Reykjavik fimmtudaginn 14. mars kl. 13 -17. Þar verða þessi mál rædd og hvetjum við þig til að koma. Dagskrá Kl. 13.00 Skráning og afhcnding gagna. kl. 13.15 Setning. kl. 13.30 Tryggingasiðferði: Sigmar Ármannsson, framkv.stj. Sambands fsl. tryggingafélaga. kl.13.50 Agi - agaleysi í umfcrðinni: Gunnar Ingi Gunnarsson læknir. kl. 14.20 Hvað er ofbeldi i umferðinni? ;. i / Hvemig er hægt að draga úr þvi? Dr. Gabríela Z. Sigurðardóttir kl. 14.45 Hlé. kl. 15.00 Hvað er siðferði og hvemig birtist það í umferðinni? Hvernig byggjum við upp umferðarsiðferði? Jón Kalmansson, Siðfræðistofnun Háskóla íslands. kl. 16.00 Umræður. kl. 16.30 Lok málþings. Ráðstefnustjóri: Sigurður Helgason upplýsingafulltrúi Umferðarráðs. Skráning á staðnum. Ökukennarafélag íslands sjóváSIIalmennar □□□ Fjórir Vítisenglar í gæsluvarðhaldi Pálmi Jónasson, DV, Kaupmannahöfn: Þrír meðlimir mótorhjólagengis- ins Vítisengla eða Hells Angels í Danmörku voru dæmdir í 13 daga gæsluvaröhald í gær, grunaðir um morðið á einum meðlima úr Band- itos-genginu við Kastrup-flugvöll á sunnudagskvöld. Lögreglan leitar enn fjórða mansins og er talið að hann hafi orðið fyrir skoti í upp- gjöri gengjanna. Banditos höfðu nýverið opnað klúbb í Helsinki í Finnlandi en Vít- isenglar höfðu eignað sér húðflúrs- messu í sömu borg. Komið hafði til átaka og voru stríðandi aðilar á leið til Kaupmannahafnar í sömu flug- vél. En það var móttökunefndunum á Kastrup-flugvelli sem laust saman. Vítisenglar náðu að myrða einn og særa þrjá Banditos-félaga alvarlega áður en Finnlandsfaramir komust út úr flughöfninni. Á sama tíma drap Vítisengill einn félaga í Banditos á flugvellinum í Ósló og hefur hinn grunaði veriö settur í gæsluvarðhald. Um 50 meðlimir beggja gengja hafa verið handteknir í Danmörku og hefur lögregla lagt hald á talsvert magn vopna. Tveir félagar í Banditos voru handteknir fyrir utan sjúkrahús þar sem þeir voru að verja einn hinna særðu félaga sinna. Lögreglan segir vopn gengj- anna eingöngu vera ætluð „til mannaveiða". Vítisenglar hafa verið einir á svo- kölluðum rokkaramarkaði í Dan- mörku síðan þeir úti’ýmdu Bullshit- genginu á seinni hluta níunda ára- tugarins. Síðustu tvö árin hafa Banditos hins vgar haslað sér völl á Norðurlöndum og ógna veldi Vít- isengla. Hafa margir af fyrrum með- limum Vítisengla þannig gengið til liðs við Banditos. Stríð gengjanna hefur stigmagnast síðustu misserin og er óttast að það eigi enn eftir aö magnast. Hefnd og æra skipta miklu í gengjasamfélaginu auk þess sem miklir peningar eru í spilinu. Stuttar fréttir i>v Skjálfti í Kína Jarðskjálfti sem mældist 6,1 stig á Richter skók fjallahérað á landamærum Mongólíu og Kína í morgun, að sögn kínverskrar fréttastofu. Clinton forsetaefni Þótt Bill Clinton Bandaríkja- forseti hafi enn ekki lýst yfir framboöi sínu til for- setakosning- anna í nóv- ember hefur hann þegar tryggt sér þann lágmarksfjölda fulltrúa á landsfund demókrata sem þarf til útnefningar sem forsetaefni. Mismunandi áherslur Þátttakendur í leiðtogafund- inum gegn hryðjuverkum hafa mismunandi skoðanir á því hvernig best sé að berjast gegn þessum vágesti, hvort auka beri eftirlit eða ráðast að efnahags- legum rótum meinsins. Ekki klofið Kosningabandalagi Berlus- conis, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, tókst að koma í veg fyrir yfirvofandi klofning í gær. Aukin geislun Mikil aukning í geislun frá sólinni sem hefur mælst í Bret- landi að undanförnu er senni- lega til komin vegna gata á ósonlaginu sem verndar jörðina fyrir útfjólubláum geislum sól- ar. Ekki ill meðferö Tvær evrópskar konur sem mannræningjar í Kostaríku létu lausar í gær sögðu að þær hefðu ekki hlotið illa meðferð í 72 daga vist sinni. Enn á niðurleið Vinsældir Alains Jupp- és, forsætis- ráðherra Frakklands, fara enn dalandi með- al þjóðarinn- ar, ef marka má nýjar skoðanakannanir, og nýtur hann nú mun minna fylg- is en þrír hugsanlegir keppi- nautar hans um forsætisráö- herrastólinn meðal íhalds- manna. Slakað á klónni ísraelsmenn hafa aðeins slak- að á klónni varöandi lokun Gaza-svæðisins til að hægt sé að flytja matvæli þangað. Kapallinn fundinn Skinandi hlutur sem hefur sést á himni yfir Suður-Afríku reyndist vera kapall sem týndist í misheppnaðri tilraun amer- ískra geimfara. Hertar refsingar Bill Clinton Bandarikjaforseti hefur undirritað lög sem kveða á um hertar refsiaðgerðir gegn Kúbu. Harðir Evrópusinnar Malcolm Rifkind, ut- anríkisráð- herra Bret- lands, sagði í breska þing- inu í gær að stjómvöld væru ein- dregið fylgjandi aðild að Evr- ópusambandinu en þau væru andvíg stofnun evrópsks sam- bandsríkis og myndu berjast gegn því að neitunarvald aðild- arlandanna yrði skert. Fordæma refsingar Sendimenn ríkja sem eru að reyna að byggja upp viðskipta- sambönd á Kúbu fordæmdu nýju bandarísku lögin um refsi- aögerðir harðlega. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.