Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Qupperneq 15
MIÐVTKUDAGUR 13. MARS 1996
15
Baráttan um
)
lífsstundirnar
Þingmenn Alþýðubandalags
hafa lagt fram beiöni á Alþingi urrt
að gerð verði skýrsla sem feli í sér
samanburð á launum og lífskjör-
um í Danmörku og á íslandi. Er
sérstaklega óskað eftir upplýsing-
um um mun á dagvinnulaunum í
löndunum.
Þetta er þörf beiðni og eðlileg.
Eðlilegast hefði þó verið að þessi
beiðni hefði komið fram á Alþingi
fyrir löngu. EðlOegast hefði líka
verið að verkalýðshreyfingin hefði
látið gera slíka skýrslu fyrir löngu
og hagað baráttu sinni í samræmi
við útkomuna. Eðlilegast ef allt
hefði verið eðlOegt. En það hefur
ekkert verið eðlOegt á íslandi- á
undanfórnum áratugum. Hér hef-
ur verið rekið eitthvert óeðlOeg-
asta þjóðfélag á vesturhveli jarðar.
Gegndarlaust vinnuframboð, lág
laun, óðaverðbólga, vinnusýki og
hlutagræðgi gerðu Island að einu
mesta okur- og þrældómslandi
Vesturheims.
Markleysa
Verkalýðsbarátta við þessar að-
stæður varð mestan part mark-
leysa. Lausnarorðið var í raun:
Bara vinna meira, þá kemur það.
AUt tal um að launafólk ætti að
geta lifað mannsæmandi lífi af
dagvinnulaunum var út í hött.
Enginn tók mark á slíku hjali. En
aUan þennan tíma lifði launafólk í
nágrannalöndunum mannsæm-
andi lífi af dagvinnulaununum
einum, til dæmis í Danmörku.
ÞjóðvOjinn sálugi birti öðru
hverju fréttir um þetta og menn
bölvuðu svolítið hver í sínu horni
yfir löngum vinnutíma en héldu
svo áfram yfirvinnustritinu.
Kjallarinn
Birgir Sigurðsson
rithöfundur
En á undanfornum kreppuárum
hefur yfirvinnan hrunið niður í
svo tO ekki neitt. í fyrsta skipti í
áratugi á millistéttarfólk erfitt
með að framfleyta sér. Þetta fólk
situr í góðum íbúðum - sem það
eignaðist með taumlausri yfir-
vinnu - og hefur sumt varla að
borða. Og það er ráðgáta hvernig
láglaunafólki tekst að draga fram
lífið. Lái hver sem viU þessu fólki
þótt það sakni þeirrar „gósentíð-
ar“ þegar það gat „bætt“ kjör sín
með því að þræla sér út. En það er
hætt við að von um endurkomu
fyrri tíma rætist ekki í bráð. Sam-
kvæmt samningi ESB má vinnu-
timi ekki vera lengri en 48 stundir
á viku að meðaltali. Á meginlandi
Evrópu vita menn nefnUega að
lengri vinnutími er ómannsæm-
andi.
Ópíum
Það er bláköld staðreynd að
kjarni verkalýðsbaráttu snýst ekki
um krónur og aura heldur um lífs-
stundirnar sjálfar, þ.e. hve margar
lífsstundir við þurfum að nota til
þess að vinna fyrir nauðþurftum.
Því færri sem þessar stundir eru
því fleiri lífsstundir höfum við fyr-
ir okkur sjálf og þá sem okkur
þykir vænt um.
Undanfarin þrjátíu ár eða svo
hefúr danskur verkamaður varla
þurft meira en 40 lífsstundir á
viku tO þess að framfleyta sér, ís-
lenskur verkamaður varla færri
en 55. Það munar 780 lífsstundum
á einu áru. Á þrjátíu árum er
munurinn 23400 lífsstundir! Þess-
ar 23400 lífsstundir hefur Daninn
getað notað sjálfum sér og sínum
tO ánægju meðan íslendingurinn
hefur mátt hamast í brauðstritinu.
Og íslendingurinn er jafn fjarri
því að geta lifað af dagvinnulaun-
um og fyrir þijátíu árum. Þessu
hefur yfirvinnu-velmegimar-
glópskan skOað okkur. Og hún
hefur hálflamað verkalýðsbarátt-
una.
En nú hefur ESB séð fyrir því
að menn geta ekki horfið aftur inn
i ópíum yfirvinnustritsins þótt
það byðist. Þar með neyðist verka-
lýðshreyfingin tO þess að hefja
skOvirka baráttu fyrir þvi að unnt
sé að lifa af dagvinnulaunum. í
fyrsta sinn í áratugi býðst tæki-
færi til þess að fá í það minnsta
jafn margar lífsstundir tO eigin
ráðstöfunar og Danskurinn hefur.
Birgir Sigurðsson.
„í fyrsta skipti í áratugi á millistéttarfólk
erfitt með að framfleyta sér. Þetta fólk sit-
ur í góðum íbúðum - sem það eignaðist
með taumlausri yfirvinnu - og hefur sumt
varla að borða.“
„íslendingurinn er jafn fjarri því að geta lifað af dagvinnulaununum og fyr-
ir þrjátíuu árum,“ segir m.a. í grein Birgis.
Kirkja hvers?
Síðustu vikur hefur mikið verið
fjallað um ásakanir á hendur bisk-
upi íslands fyrir kynferðislega
áreitni/ofbeldi gagnvart hópi
kvenna.
Ýmislegt er reynt að draga fram
til að reyna að skýra ósamræmi i
frásögn kvennanna og biskupsins.
Ein skýring, m.a. frá kirkjunnar
mönnum, er að sálusorgunin og
huggunin sé svo vandasöm, snerti-
þörfin verði svo mikO í huggunar-
starfinu að hætta geti orðið á þeim
misskilningi að um kynferðislega
áreitni sé að ræða.
AOt venjulegt fólk veit vel að
þetta tvennt er af aUsendis ólíkum
toga spunnið. Annað er að gefa, en
hitt er að hrifsa tO sín án þess að
hafa leyfi. Þeir sem ekki gera sér
muninn alveg ljósan eru í hættu
að fara yfir mörkin og ættu alfar-
ið að halda sig frá því að leggja
hendur yfir eða á fólk.
Halda að sér höndum
Það telst ekki tO tíðinda að fórn-
arlömb séu að rifja upp og vinna
með kynferðislegt ofbeldi sem átti
sér stað fyrir áratugum. Svo
skammt er síðan við fórum yfir-
leitt að horfast í augu við þessa
Kjallarinn
Hjördís Hjartardóttir
félagsráðgjafi, Hvammstanga
tegund ofbeldis og svo mikil
skömm og sektarkennd fylgir
fórnalambinu að enn þá er tO hóp-
ur fólks sem burðast eitt með af-
leiðingar kynferðislegs ofbeldis,
hefur ekki enn þá sagt neinum frá
því og hefur engrar aðstoðar notið
tO að reyna að taka á verstu afleið-
ingunum.
Þegar maður rifjar upp hvað
rannsóknir segja um tíðni kyn-
ferðisafbrota, sem segir líka heil-
mikið um fjölda kynferðisbrota-
manna, er ekki frítt við að mann
gruni að nú sé ýmsum ógnað þeg-
ar verið er að draga gömul mál
fram í dagsljósið. Margur íslensk-
ur karlmaðurinn, leikur sem lærð-
ur, er kannski ekki alveg fuOviss
um sakleysi sitt.
Hvernig hafa valdastofnanir
samfélagsins þar með talin kirkj-
an tekið á þessu máli? Á engan
hátt. Málið er fymt, ríkissaksókn-
ari getirn ekkert gert, siðanefnd
kirkjunnar getur ekkert gert, aðr-
ar stofnanir kirkjunnar, þar með
talið samtök presta, ýmist halda
að sér höndum eða fela málið mis-
kunn og náð guðs og biskupsins.
Einkastofnun prelátanna
Snýst málið aðeins um einstak-
linginn eða snýst það einnig um
æru og vammleysi kirkjunnnar?
Getur kirkjan látið þetta viðgang-
ast þó að það kosti að hluti þjóðar-
innar mun alfarið glata trausti á
kirkjunni og þjónum hennar?
Meðan ástandið er óbreytt, bisk-
up situr með stuðningi eða að-
gerðaleysi stofnana kirkjunnar, er
ekki hægt að treysta kirkjunni,
kirkjan er ekki fólksins í landinu,
ekki þeirra sem eru huggunar eða
sálusorgunar þurfi, heldur einka-
stofnun prelátanna sem þar þjóna.
Hjördís Hjartardóttir
„Meöan ástandið er óbreytt, biskup situr
meö stuðningi eða aðgerðarleysi
stofnana kirkjunnar, er ekki hægt að
treysta kirkjunni, kirkjan er ekki fólksins
í landinu ..
Með og á
móti
Má selja brauð á bensín-
stöðvum?
Óskir við-
skiptavina
„Að undan-
förnu hefur
vöruval versl-
ana okkar tek-
ið miklum
breytingum á
þann veg að
hlutur neyslu-
vöru hefur
stóraukist.
Viðskiptavinir
okkar hafa
kaOað eftir
ákveðnu vöru-
vali og að sjálf-
sögðu reynum
þær óskir. Smábrauð og annað
ljúífengt kafflmeðlæti er hluti af
þessu breytta vöruvali og er það
engin spurning að slíka vöru á
að selja á þjónustustöðvum. Rétt
er þó að vekja athygli á því aö
vegna þeirrar fjölbreyttu starf-
semi sem fram fer á stöðvunum
er nauösynlegt að fyllsta hrein-
lætis sé gætt. Þetta höfum við
haft að leiðarljósi á þjónustu-
stöðvum Olís. Brauðin og kök-
urnar eru í lokuðum plastköss-
um sem bakarinn sér um að fylla
á og viðskiptavinurinn afgreiðir
sig sjálfur. ÖU áhöld, sem notuð
eru við afgreiðsluna, eru þvegin
i sérvöskum sem settir voru upp
í tengslum við þessa sölu. Það er
þvi einungis bakarinn og við-
skiptavinurinn sem meðhöndla
vöruna. í nágrannalöndum okk-
ar er þetta sjálfsagður hluti af
vöruvali þjónustustöðva og ekki
langt að bíða þess að við furðum
okkur á að nokkrum skuli hafa
dottið í hug að spyrja þessarar
spurningar."
Ragnhelður Björk
Guðmundsdóttlr,
lorstöðumaður
kynnlngardelldar
Olís.
við að uppfyOa
Hætt við
sýkingu
„Bensín-
stöðvar eru
ágætar til síns
brúks en þeg-
ar farið er að
selja þar
brauð finnst
mér menn
vera komnir
út á hálan ís.
Það sér hver
maður að mat-
væli og olíu-
vörur eiga
enga samleið.
Ég hugsa að
Stefán Sandholt,
formaður Lands-
sambands bakara-
melstara.
fólk yrði lítt
hrifið af því ef bakaríin tækju
upp á því að bjóða smurolíu og
frostvara í hOlunni við hliöina á
heilhveitibrauöinu. Þetta er ná-
kvæmlega sami hlutur og út frá
hreinlætissjónarmiðinu finnst
mér það ekki koma tíl greina.
Menn eru meira að segja að tala
um aö hafa brauðin óvarin á
bensínstöðvunum og það er vita-
skuld hálfú verra.
Sums staðar í Evrópu er þetta
bannað og mér finnst menn
verða að setja sér skýrar leik-
reglur hér á landi. Það sem gjld-
ir fyrir mig verður líka að gilda
fyrir manninn við hliðina á mér.
Nýlega lentu menn í slysi í sam:.
bandi við sýkingu og vísasta
leiðin tO þess að svoleiðis lagað
komi fyrir aftur er ef fariö verð-
ur að selja matvöruna hvar sem
er. Opnir brauðbarir í stórmörk-
uöum eru eins, aOir geta snert
brauðin og þannig getur sýking
borist á mOli. Bakarar vita að
það er neytandinn sem hefur
lokaorðið um það hvar menn
selja hvaða vöru. Við treystum
neytendum til þess að velja og
hafna á réttan hátt í þessu tO-
viki.“ -sv