Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1996, Qupperneq 14
14
FÖSTUDAGUR 29. MARS 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Löglegt en siðlaust
Lög um atvinnuleysisbætur gera ekki ráð fyrir því að
starfsstéttir geti verið komnar á eftirlaun áður en sjö-
tugsaldri er náð. Þessa smugu í lögunum nýta nokkrar
hátt launaðar stéttir sér. í þeim hópi fá menn greiddar at-
vinnuleysisbætur ofan á full eftirlaun.
Deildarstjóri vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneyt-
isins hefur staðfest að þetta eigi einkum við um sérhæfð-
ar stéttir eins og flugmenn og hátt launaða ríkisstarfs-
menn svo sem flugumferðarstjóra og lækna.
Þessir menn fara gjarnan á atvinnuleysisbætur eftir að
þeim hefur verið sagt upp störfum meðan þeir eru enn á
aldri sem er skilgreindur sem vinnumarkaðsaldur, þ.e. und-
ir 70 ára, samkvæmt lögum um atvinnuleysisbætur. Þótt við-
komandi menn komist strax á eftirlaun geta þeir skráð sig
atvinnulausa og fengið bætur- til viðbótar við eftirlaunin.
Forsendan er sú að mönnum sé sagt upp störfum. Svo
dæmi sé tekið af flugmönnum þá fara þeir á eftirlaun 63
ára gamlir. Lífeyrissjóður þeirra greiðir eftirlaun frá
þeim tíma. Til þess að brúa bilið hjá þessum mönnum til
sjötugs og tryggja þeim betri afkomu hefur náðst sam-
komulag við vinnuveitandann um að flugmenn fái upp-
sagnarbréf þegar starfsævinni lýkur.
Ekki er vafi á því að hér eiga við hin fleygu orð Vil-
mundar heitins Gylfasonar, löglegt en siðlaust. Með þess-
ari smugu í lögunum tryggja menn á góðum eftirlaunum
sér atvinnuleysisbætur til viðbótar. Engin heimild er til
þess að meina þeim að taka bæturnar en tilgangur at-
vinnuleysisbóta er annar en þessi. Forsenda þess að
menn fái bætur er sú að þeir séu að leita sér að vinnu.
Draga verður í efa að menn á góðum eftirlaunum leggi
hart að sér við þá leit.
Nú er fyrirhugað að starfsmenn Landsbankans hætti
störfum við 65 ára aldur. Sú þróun verður að fólk fer fyrr
á eftirlaun en nú er. Varla er það ætlunin að stór hluti
eftirlaunaþega, misjafnlega hátt á sjötugsaldri, fái um
leið atvinnuleysisbætur.
En fleiri hafa komið ár sinni vel fyrir borð gagnvart
Atvinnuleysistryggingarsjóði en ofangreindar stéttir.
Frá því er greint í DV í dag að vinnuveitendur í fisk-
vinnslu geta sett allt sitt fólk á kaup hjá ríkinu með stutt-
um fyrirvara. Sé fyrirsjáanlegur hráefnisskortur í
vinnslunni í viku eða meira er hægt að segja fiskvinnslu-
fólkinu upp með þriggja daga fyrirvara og tilkynna það
til vinnumiðlunarskrifstofunnar og félagsmálaráðuneyt-
isins. Geri vinnuveitendur þetta telst fólkið vera á laun-
um hjá þeim en þeir fá það aftur bætt úr Atvinnuleysis-
tryggingarsjóði.
Viðurkennt er að þetta kerfi býður upp á misnotkun.
Dæmi eru sögð um það að fólk sé skráð atvinnulaust og
sjóðurinn borgi laun þess en það sé engu að síður í vinnu.
Einnig er bent á að vinnuveitendur í fiskvinnslu geti
við mánaðamót tilkynnt að það verði hráefnisskortur á
þessum eða hinum tímanum. Þá sé hægt að senda fólk
heim og vinnuveitandinn sé laus allra mála. Beri eitt-
hvað út af við hráefnisöflun séu þeir búnir að tryggja sig.
Sjóðurinn borgar.
Hér er um augljósa mismunun milli vinnuveitenda að
ræða. Aðrir geta ekki hegðað sér svona þótt erfiðleikar
komi upp í rekstri eða verkefni skorti. Margir þæðu það
eflaust í vanda sínum að geta skráð starfsmenn atvinnu-
lausa og um leið á framfærslu hins opinbera.
Dæmin sýna að menn nýta sér smugur í lögunum um
atvinnuleysisbætur með siðlausum hætti. Það er löggjaf-
ans að koma í veg fyrir það siðleysi.
Jónas Haraldsson
Síst er ástæða til að kalla vel unnið frumvarp Páls Péturssonar „þrælalagafrumvarp", segir Ingvar m.a. í grein
sinni. - Pál Pétursson kynnir frumvarp sitt.
Frumvarp Páls Pét-
urssonar og sagan
Gildandi lög um stéttarfélög og
vinnudeilur voru samþykkt á Al-
þingi vorið 1938 (1. nr. 80 1938).
Þau hafa því enst u.þ.b. 58 ár.
Menn hafa verið að rifja það upp
að á sinni tíð hafi einhverjir kall-
að lög þessi „þrælalög". Þá er þess
að geta að uppnefni þetta var búið
til af fámennum hópi andstöðu-
manna laganna. Lög þessi sættu
ekki almennri andstöðu innan
verkalýðshreyfingarinnar. Þáver-
andi meginforusta Alþýðusam-
bands íslands studdi lögin. Yfir-
gnæfandi meirihluti alþingis-
manna stóð að samþykkt laganna.
Enda vert að geta þess að lög þessi
voru ávöxtur af stjórnarsamstarfi
Framsóknarflokks og Alþýðu-
flokks 1934-1938.
Áður en lögin um stéttarfélög og
vinnudeilur voru sett 1938 höfðu
gilt lög frá 1925 um sáttatilraunir í
vinnudeilum en frumkvæðismenn
þess máls voru Tryggvi Þórhalls-
son (þá ritstjóri Tímans) og Ásgeir
Ásgeirsson, síðar forseti fslands.
Réttarbót 1938
Lögin um stéttarfélög og vinnu-
deilur frá 1938, lög sem enn gilda,
hafa aldrei átt skilið þrælalaga-
uppnefnið. Þótt ekki væri annað
en langlífi þeirra (nærri 60 ár) er
augljóst að með þeim var ekki
tjaldað til einnar nætur. Sagan
sannar að hér var um tímamóta-
löggjöf að ræða. Hún hefur staðið
af sér þessar „hraðfleygu þjóðfé-
lagsbreytingar" sem ræðumönn-
um er svo gjarnt að tala um þegar
þeir horfa um öxl til liðinna ára-
tuga og halda að ekkert hafi verið
gert af viti á fyrri hluta aldarinn-
ar.
Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri
og alþingismaður, segir í bók
sinni Sókn og sigrar, 2. bindi bls.
31: „Lögin um stéttarfélög . . .
tryggðu verkalýðsfélögunum rétt-
Kjallarinn
Ingvar Gíslason
fyrrv. ráðherra
arstöðu og verkfallsrétt, en laga-
lega nutu þau ekki slíks réttar
áður. Hér var því um mikinn
ávinning fyrir þau að ræða . . .
Hér var að mestu leyti stuðst við
það fyrirkomulag, sem skapast
hafði annars staðar á Norðurlönd-
um . . . Lögin voru ótvírætt mikil
réttarbót og trygging fyrir verka-
lýðsfélögin . ..“
Þórarinn ritstjóri skrifaði þetta
á hók fyrir 10 árum en orð hans
eru í fullu gildi sem dómur um
sögulegt mikilvægi laga nr. 80 1938
sem reynst hafa svo lífseig sem
raun ber vitni enda byggð á rétt-
læti gagnvart verkalýðshreyfing-
unni og engin þrælalög.
Tímabær endurskoðun
En hvað sem því líður: Er ekki
hugsanlegt að tímabært sé að end-
urskoða eitt og annað í þessum
gömlu lögum eins og Páll Péturs-
son félagsmálaráðherra leggur til?
Mig furðar á því, og er ekki einn
um það, hversu heiftarleg við-
brögð stjórnarandstöðunnar eru
gagnvart frumvarpi Páls. Nær
væri sundurþykku Alþingi, sem
þjóðin virðist í vafa um trúnaðar-
samband sitt við, að fjalla um
þetta frumvarp án stóryrða og
strákslegra upphlaupa. Síst er
ástæða tO þess að minnihlutinn á
Alþingi fari að upphefja sig með
því að kalla vel unnið frumvarp
Páls Péturssonar þrælalagafrum-
varp. Hins vegar mætti Alþingi, ef
það vill láta að sér kveða, samein-
ast um að hafa varann á um frum-
varp Friðriks Sophussonar um
réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna. Ekki liggur lífið á að
samþykkja það nema síður sé.
Ingvar Gíslason
„Mig furðar á því, og er ekki einn um það,
hversu heiftarleg viðbrögð stjórnarand-
stöðunnar eru gagnvart frumvarpi Páls.
Nær væri sundurþykku Alþingi, sem þjóð-
in virðist í vafa um trúnaðarsamband sitt
við, að Qalla um þetta frumvarp án stór-
yrða og strákslegra upphlaupa.“
Skoðanir annarra
Réttarkerfið
„Á íslandi á réttarkerfið að vera eins og best verð-
ur á kosið samkvæmt samanburðarfræðum kennd-
um við OECD. En embættismenn á þeim vettvangi
virðast á stundum eiga erfitt með að greina hið rétta
frá hinu ranga ... Löngu er kominn tími á að menn
sem verður á í messunni játi sín afglöp og taki af-
leiðingunum."
Grímur Atlason í Mbl. 28. mars.
Molnar úr múrnum
„Við íslendingar höfum upplifað sannkallaða bylt-
ingu í fjármálaviðskiptum og getum loksins tekið
þátt í alþjóðlegu samfélagi. . . Ein stærsta breyting-
in er á samskiptum ríkissjóðs við Seðlabanka ís-
lands . . . Þessi breyting ásamt vaxtafrelsi og frjáls-
um fjármagnsflutningum milli landa er einhver mik-
ilvægasta trygging okkar íslendinga fyrir þvi að
sæmilegur stöðugleiki verði i efnahagslífmu á næstu
árum og áratugum. Það eina sem er eftir er er að
leyfa óhindraða fjárfestingu útlendinga hér á landi
ekki síst í sjávarútvegi. Sá múr mun brotna á næstu
árum.“
Úr forystugreinum Viðskiptablaðsins 27. mars.
Samstaða rekkjunautanna
„Það er í raun synd að verkalýðsforingjarnir skuli
ekki fyrr hafa fundið sér eitthvað að sameinast um
. .. En það verður ekki á allt kosið og Garri huggar
sig við það að nú muni Björn Grétar, Benedikt og
hinir stjórnmála- og verkalýðsforingjarnir, sem
standa í forsvari fyrir breiðfylkingar láglaunafólks,
eiga mun auðveldara um vik að ná fram langþráðum
launajöfnuði og kjarabótum til handa sínu fólki,
vegna þess að nú hefur myndast hin nýja samstaða
rekkjunautanna ólíklegu. Ef bara frumvarpinu verð-
ur hent, mun allt lagast, af því að öll dýrin í skógin-
um eru jú orðnir vinir.“
Garri í Tímanum 28. mars.