Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1996, Side 15
FÖSTUDAGUR 29. MARS 1996
15
Pólitískur forseti
Nú, þegar forsetakosningar eru
í nánd, er rétt að staldra við og
velta fyrir sér stöðu forsetaemb-
ættisins. Spyrja spurninga eins og
hvers er forsetinn í rauninni
megnugur vilji hann hafa áhrif á
stjórn landsins?
Síðustu forsetar
Þótt forseti sé samkvæmt stjórn-
arskrá höfuð framkvæmdavalds,
og sem slíkum falin umtalsverð
völd, hefur það þó farið svo að for-
setinn hefur lítið beitt sér opin-
berlega. í tíð tveggja fyrstu forset-
anna var embættið til muna
virkara og reyndu forsetarnir að
hafa áhrif á athafnir þingsins þótt
það færi oft ekki hátt. Það hefur
meðal annars komið í ljós að án
atbeina Ásgeirs Ásgeirsson hefði
Viðreisnarstjórnin ekki orðið að
veruleika.
Ásgeir lét hins vegar lítið á
þessum afskiptum sínum bera og
reyndi ávallt að koma fram út á
við sem leiðtogi allrar þjóðarinn-
ar. Þetta gat Ásgeir vegna þess að
meirihluti þings tók tillit til hans
og skoðana hans.
Þegar hins vegar Kristján Eld-
járn tók við forsetaembættinu við-
hélt hann hinni ytri umgjörð emb-
ættisins án þess að takast á við hið
pólitíska eðli þess. Stafaði þetta að
mestu leyti af þeirri staðreynd að
Kristján hafði ekki til að bera póli-
tíska reynslu Ásgeirs til þess að
geta beitt sér gagnvart þinginu.
Þetta varð einnig raunin þegar
Vigdís Finnbogadóttir tók við for-
setaembættinu. Henni hefur þó
tekist að skapa sér og embættinu
nýja stöðu með því að koma fram
sem gestgjafí íslendinga. Er hún í
augum almennings hin fagra fjall-
kona sem landinu er til sóma.
Þessi móðurímynd hennar hefur
farið vel við hið vinsæla sjónar-
mið að forsetinn eigi að vera haf-
inn yfir flokkapólitík.
Pólitískur forseti
í kosningum nú í sumar er ljóst
að okkur býðst að velja aðra fjall-
konu. Ekkert er því hins vegar til
fyrirstöðu að fram komi frambjóð-
andi með skýra pólitíska stefnu og
með þann ásetning að deila fram-
kvæmdavaldi með ríkisstjórn.
Fengi sá frambjóðandi helming
kjörfylgis eða meira hefði hann
mjög sterka stöðu gagnvart þingi
og sitjandi ríkisstjórn.
Það má jafnvel hugsa sér svip-
Kjallarinn
Guðmundur S. Johnsen
stjórnmálafræðingur
aða atburðarás og varð við stofn-
un fimmta lýðveldisins í Frakk-
landi þegar forsetinn þvingaði
þingið til þess að taka tillit til sín
með því að neita að staðfesta laga-
setningu. Það er erfitt að hugsa
sér að ríkisstjórn myndi beita sér
fyrir lagasetningu sem hún vissi
að forseti myndi ekki styðja.
Gerði hún slíkt væri hún að
biðja um þjóðaratkvæðagreiðslu
þar sem ríkisstjórn getur ekki
gengið að því sem vísu að forseti
skrifi upp á lagasetningu sem er
andstæð sannfæringu hans. Á
jennan hátt getur forseti haft um-
talsverð áhrif, líkt og var ætlun
þeirra sem mæltu fyrir stjórnar-
skrárbreytingum 1944 þegar for-
setaembættið var stofnsett.
Alþingi gengur sjálfala
Svo lengi sem forseti hefur þær
heimildir sem stjórnarskrá veitir
honum verður Álþingi að sætta
sig við að það er undir hverjum og
einum forseta komið hvernig
hann framkvæmir vald sitt.
Þó svo að síðustu tveir forsetar
hafi látið Alþingi ganga sjálfala
þýðir það ekki að sá sem kosinn
verður í sumar verði að vera því
eins eftirlátur. Vilji Alþingi halda
óbreyttri stöðu sinni sýnist mér að
það verið að taka stjórnarskrána
til endurskoðunar.
Guðmundur S. Johnsen.
„Vilji Alþingi halda óbreyttri stöðu sinni sýnist mér að það verði að taka stjórnarskrána til endurskoðunar," seg-
ir Guðmundur m.a. í greininni.
„Þó svo að síðustu tveir forsetar hafi lát-
ið Alþingi ganga sjálfala þýðir það ekki
að sá sem kosinn verður í sumar verði að
vera því eins eftirlátur.“
Þjóðfélagslegt áreiti
Samkvæmt orðabók Háskólans
kom orðið áreiti fyrst á prenti árið
1956 í bókinni Við uppspretturnar
eftir próf. Einar Ól. Sveinsson. Það
er dregið af so. að reita eða áreita.
Sama gildir um fleiri nýyrði eins
og elti af so. að elta, sbr. einelti.
Þetta sýnir frjósemi tungunnar og
er gott svo framarlega sem menn
vita hvaö orðin merkja. Kvenrétt-
indakonur hafa að mestu einokað
orðið áreiti og þá í merkingunni
kynferðislegt áreiti.
„Landhelgi" annarra
Áhugi kvenna á þessari tegund
áreitis hefur vakið athygli á
vandamáli sem áður var falið og
eiga þær þakkir skildar. Eins og
oft er um brautryðjendur hafa þær
átt undir högg að sækja og skiptir
miklu að ekki sé farið offari í
nornaveiðum eins og gerðist í
„biskupsmálinu“. Slíkt athæfi
kann að valda trúnaðarbresti og
getur rýrt álit og þar með gildi
hinnar ágætu stofnunar.
Orðið kynferðislegt áreiti virð-
ist notað um allt sviðið frá leiðin-
legri framkomu til nauðgunar.
Þetta hlýtur að draga úr ákæru-
Kjallarinn
Jón Kjartansson
frá Pálmholti, form. Leigjendasam-
takanna
gildinu. Ég kalla ekki nauðgun
áreiti, heldur afbrot eða glæp.
Sama á við um nauðgunartilraun.
Hins vegar veit ég ekki til að það
sé refsivert að vera leiðinlegur.
Áreiti er að mínum skilningi
það sem kemur róti á tilfinningar
fólks, sbr. aö reita til reiði. Víst
getur stöðugt áreiti verið refsivert
og vitaskuld ef það flæmir fólk úr
vinnu eða skóla eða truflar það við
störf, áhugamál eða raskar heimil-
isfriði.
Enginn hefur leyfi til að vaða
yfir „landhelgi" annarra og síst að
tflefnislausu og hver maður hefur
rétt tfl að vera hann sjálfur eins og
hann er.
Siðlaus húsnæðisstefna
AOir verða fyrir áreiti í lífinu
og af ýmsu tagi. Þeess vegna er
hægt að tala um t.d. efnahagslegt,
félagslegt eða þjóðfélagslegt áreiti.
T.d. hafa ákvarðanir stjórnvalda
áhrif á fólk, m.a. með skerðingu
kjara og réttinda og rangri stefnu
í nauðsynjamálum. Trúlega hefur
ekkert áreitt alþýðuheimilin í
landinu meira sl. áratug en sið-
laus húsnæðisstefna samfara mik-
Oli kjararýrnun. Ég tel að konur
eigi mikið erindi í stjórnmál og
hef stundum greitt þeim atkvæði.
En ég er ekki einn um að hafa orð-
ið fyrir vonbrigðum með þær eins
og kosningaúrslit og kannanir
sýna. Ég skora á stjórnmálakon-
urnar að skera upp herör gegn því
grimmilega áreiti sem alþýðu-
heimilin búa við vegna skulda-
þrælkunar, nauðungarsölu og
annarra vandræða af völdum sið-
lausrar húsnæðisstefnu.
Jón Kjartansson
„Ég tel aö konur eigi mikið erindi í
stjórnmál og hef stundum greitt þeim at-
kvæði. En ég er ekki einn um að hafa
orðið fyrir vonbrigðum með þær eins og
kosningaúrslit og kannanir sýna.“
Með og á
móti
Tekst Valsmönnum að
verja titil sinn í handbolt-
anum?
Betri menn í
öllum stöðum
„Ég held að
það sé ekki
spurning að
Valsmönnum
tekst að verja
titOinn í ár. Ef
við skoðum
liðin og ber-
um saman þá
hefur Valur á
aö skipa Öfl- Stuðningsmaður
ugri leik- Vals'
mönnum í öO-
um stöðum og
þar að auki miklu meiri breidd.
Þá eru Valsmenn þekktir fyrir
það að toppa á réttum tíma. í leið
sinni í úrslitaleikinn lentu KA-
menn í miklu basli með Selfyss-
inga og þurfti raunar dygga að-
stoð dómara í öðrum leiknum til
að klára hann. Segja má að lukk-
an hafi bjargað þeim frá tapi í
síðari leiknum gegn FH. Aftur á
móti hafa Valsmenn komist mun
léttar í gegnum leiki sína á leið
sinni í úrslitaleikinn ef undan er
skOinn fyrsti leikurinn gegn Aft-
ureldingu. Það sem ég vona hins
vegar í þessum úrslitaleik er að
dómararnir taki harkalega á
bolabrögðum og kýlingum sem
allt of mikið var um í leikjum
KA og Selfoss. Ég á von á spenn-
andi leikjum á mifli Vals og KA,
léttleikinn og skemmtilegur
handbolti verði í fyrirrúmi. Tek-
ið verði á grófum brotum syo
handboltinn fái að njóta sín. Ég
spái því að Valsmenn taki þetta
dæmi, 3-0. Þá spá byggi ég á að
Valsmenn hafa öflugra liði á að
skipa. Þegar liðin eru borin sam-
an hafa Valsmenn ótvírætt vinn-
inginn. Undanfarin ár hafa Vals-
menn komið upp á réttum tíma.
Toppleikmenn hjá okkur eru að
leika sitt síðasta tímabil í bili
með liðinu og ég veit að þeir
ætla að klára það með sóma.“
Liðsheild KA
er sterkari
„Það þarf
flóra leiki tO
að klára þessa
úrslitakeppni.
Þarna eru á
ferð tvö góð lið
en það er sann-
færing mín að
mínir menn í
KA vinni
þetta, 3-1. Það
er engin
spurning um
að frarn undan
eru bráð-
skemmtilegir leikir og mikOl
fjöldi áhorfenda mun fylgjast
með af spenningi. Auðvitað
munu liðin takast á, bæði leika
fast, en ég á ekki von á grófum
handbolta. Ég byggi spá mína á
tveimur atriðum. í fyrsta lagi er
liðshedd KA sterkari og í öðru
lagi er stuöningsmannahópur
KA engum líkur og hann mun
vega þungt þegar upp verður
staðið. Enn fremur er mikið
hungur í leikmannahópi KA eft-
ir að titillinn komi hingað norð-
ur. Bæði liðin eiga á að skipa
góðum einstaklingum en dags-
formið á eftir að spOa nokkuð
inn í þetta dæmi. Liðin hafa ver-
ið í svolítdli lægð en eru aö
koma upp aftur. Það eru
skemmtilegir dagar fram undan
og það verðum við sem stöndum
uppi sem sigurvegarar.“
-JKS
Þorstelnn Már
Baldvinsson,
stuöningsmaður
KA.