Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1996, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1996, Page 26
34 FÖSTUDAGUR 29. MARS 1996 Afmæli Aðalsteinn Geirsson Aðalsteinn Geirsson örveru- fræðingur, Skallagrímsgötu 1, Bogarnesi, er fimmtugur i dag. Starfsferill Aðalsteinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp 1 Hlíðunum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1966 og cand. real.-prófi frá Háskólanum í Björgvin 1978. Aðalsteinn starfaði hjá Matvæl- arannsóknum ríkisins 1978-80, hjá Hollustuvernd ríkisins 1980-84, var kennari við Bændaskólann á Hvanneyri 1984-94 og hefur starf- að hjá Rannsóknarstofu mjólkur- iðnaðarins frá 1994. Aðalsteinn var stundakennari við Hótel- og veitingaskóla íslands 1978-84. Hann hefur þýtt og samið kennsluefni um matvælaörveru- fræði. Aðalsteinn er formaður Kirkjukórs Hvanneyrarsóknar frá 1988. Fjölskylda Systkini AðalsteinS: Helga Geirsdóttir, f. 16.2. 1938, d. 11.1. 1939; Ólafur Geirsson, f. 29.11. 1941, viðskiptafræðingur í Reykja- vík; Gunnar Jóakim Geirsson, f. 13.10. 1944, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Aðalsteins: Geir Ólafsson, f. 4.10. 1905, d. 3.4. 1976, loftskeytamaður og deildarstjóri hjá Veðurstofu íslands, og Aðal- björg Jóakimsdóttir, f. 22.1.1912, húsmóðir. Ætt Geir var sonur Ólafs, sjómanns í Hafnarfirði, Sigvaldasonar, út- vegsb. í Ásbúð i Hafnarfirði, Ólafssonar, útvegsb. í Nýjabæ á Álftanesi, Símonarsonar frá Hvassahrauni Ásgrímssonar í Hvassahrauni Þorleifssonar í Hvassahrauni Símonarsonar í Hvassahrauni ívarssonar. Móðir Sigvalda Ólafssonar var Þorkatla Jakobsdóttir í Tjarnarkoti í Njarð- víkursókn Halldórssonar og Ingi- bjargar Tómasdóttur. Móðir Ólafs í Hafnarfirði var Guðbjörg Guð- mundsdóttir í Hafnarfirði Sigurðs- sonar, b. i Vestra-iragerði, Guð- mundssonar, b. í Arabæ, Ás- mundssonar, í Sviðnisgörðum, Ás- mundssonar, í Fljótshólahjáleigu, Guðmundssonar. Móðir Geirs var Steinunn Hall- dórsdóttir frá Einholti Jónssonar, b. í Einholti, ívarssonar, b. á Efri- Velli, Þórðarsonar. Móðir ívars var Sigríður Þórðardóttir, af ætt Magnúsar í Bræðratungu. Móðir Halldórs var Rannveig Ólafsdóttir frá Helludal Tómasdóttir, b. i Tortu. Móðir Rannveigar var Halla Narfadóttir, hreppstjóra í Útey, Bjarnasonar. Aðalbjörg er dóttir Jóakims, út- vegsb. í Hnífsdal, Pálssonar, út- vegsb. í Hnífsdal, Halldórssonar, hreppstjóra í Gili í Bolungarvík, Bjarnasonar, b. á Svarfhóli í Álftafirði, Jónssonar, b. á Blámýr- um, Þorlákssonar. Móðir Páls Halldórssonar var Margrét Hall- dórsdóttir. Móðir Jóakims Páls- sonar var Helga Jóakimsdóttir, b. í Árbít, Jóakimssonar á Mýrlaugs- stöðum Ketilssonar. Móðir Helgu var Guðný Magnúsdóttir, b. á Reykjum í Reykjahverfi, Halldórs- sonar frá Efri-Gautlöndum. Móðir Guðnýjar var María Kristjana Buch, dóttir Nikulásar Buch, ætt- foður Buchættarinnar. Móðir Aðalbjargar var Margrét Þorsteinsdóttir, verkmanns á ísa- firði, Jóakimssonar, að Búðum á Snæfellsnesi Budenhoff, járnsmiðs á ísafirði, Vigfússonar, beykis á Búðum, Jónssonar, b. í Tjaldanesi í Saurbæ, Sveinssonar, Þorleifs- sonar, b. á Hrafnagili í Laxárdal i Skagafirði, Illugasonar. Móðir Aðalsteinn Geirsson. Margrétar var Guðrún Þórðardótt- ir Þorsteinssonar Þorsteinssonar. Móðir Guðrúnar var Margrét Friðriksdóttir Halldórssonar á Látrum Eiríkssonar. Aðalsteinn verður að heiman á afmælisdaginn. Birgir Guðmundsson Birgir Guðmundsson, tækni- fræðingur, Lambhaga 16, Bessa- staðahreppi, er sextugur í dag. Starfsferill Birgir fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann tók gagnfræða- Tll hamingju með afmælið 29. mars 85 ára Helga Skaftfeld, Seljavegi 5, Reykjavík. 80 ára Guðni Ólafsson, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. verður áttræöur á mánudaginn. Kona hans er Finney Árnadóttir. Guðni og Finney taka á móti gest- um í húsi Slysavamafélagsins að Hjallahrauni 9, Hafharfirði, laug- ardagiim 30.3. kl. 15.00-18.00. Guðmunda Þorbjörg Jónsdóttir frá Kjörvogií Strandasýslu, verður áttræð á þriðjudaginn. Hún tekur á móti gestum í Akogessalnum, Sigtúni 3, laugar- daginn 30.3. kl. 15.00. 75 ára Guðmundur Valur Sigurðsson, Neshaga 5, Reykjavík. Sigurður S. Guðmundsson, Flyðrugranda 16, Reykjavík. Sigfús Áma son, Hamrahlíð 4, Egilsstöðum. Hann er að heiman. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Bólstaðarhlíð 46, Reykjavík. Steinunn Steinþórsdóttir, Austurvegi 12, Þórshöfn. 70 ára Ásta Jónsdóttir, Uppsalavegi 4, Húsavík. Jóhann F. Baldursson, Urðarbraut 9, Kópavogi. Áróra Pálsdóttir, Bárugötu 31, Reykjavík. Sigurvin Snæbjömsson, Laufvangi 6, Hafnarfirði. Ragna Aðalsteinsdóttir, Smárahlíð 11, Akureyri. 50 ára Tryggvi Jónsson, Sunnuhlíð 9, Akureyri. Marteinn Valdemarsson, sveitasfjóri Dala- byggðar, Sunnubraut 2, Búðardal. Eiginkona Mart- eins er Maria Ragnhildur Ey- þórsdóttir skrifstofustjóri. Þau eru aö heiman. Rúnar V. Sigurðsson, Bergstaðastræti 38, Reykjavik. Kristin Snorradóttir, Suöurhúsum 10, Reykjavík. Jóhanna A. Valdimarsdóttir, Dúfnahóium 2, Reykjavík. Guðrún Gunnarsdóttir, Neðstaleiti 4, Reykjavík. 40 ára Jóhanna Skúladóttir, Borgarbraut 37, Borgamesi. Sigrfður Ólafsdóttir, Hraunbæ 33, Reykjavík. Vinir hennar og vandamenn em velkomnir að heimili hennar eftir kl. 20.00 í kvöld. Bjamveig Sigríður Bjamadóttir, Viðarrima 38, Reykjavík. María Elin Frímannsdóttir, Furugrund 40, Kópavogi. Ingibjörg Halldóra Bjaraadóttir, Ljósabergi 6, Hafnarfirði. Úlfar Gunnarsson, Helgamagrastræti 10, Akureyri. Hraln Ásgeirsson, Bjamarvöllum 2, Keflavík. Aldís Rögnvaldsdóttir, Hjallastræti 24, Bolungarvík. próf frá Flensborgarskóla og síðan próf I rennismíði í Vélsmiðjunni Kletti. Hann stundaði síðan tæknifræðinám við Stockholm Teknisk Institut og lauk prófi það- an 1962. Birgir starfaði um tíma á verk- fræðistofunni Ferrator í Stokk- hólmi en fljótlega eftir heimkom- una vann Birgir hjá Innkaupa- stofhun ríkisins og síðan hjá Vél- um hf. Hann réðst til Kísiliðjunn- ar við Mývatn í ársbyrjun 1966 og vann að uppbyggingu hennar og var þar síðan framleiðslustjóri. Frá árinu 1973 rak hann ásamt þremur öðram rekstarráðgjafar- stofuna Hannarr hf. til ársins 1986 er hann stofhsetti plastverksmiðj- una K-Plast hf. ásamt eiginkonu og börnum sínum sem þau hafa starfrækt síðan. Birgir hefur tekið virkan þátt í ýmiss konar félagsstörfum. Hann var fyrr á árum félagi í skáta- starfi og Flugbjörgunarsveitinni. Síðar gerðist hann félagi í Oddfell- owreglunni. Hann hefur setið í sveitarstjórn Bessastaðahrepps og er í sóknamefnd Bessastaðasókn- ar. Fjölskylda: Birgir kvænist 25.7 1959, Helgu Snæbjörnsdóttur f. 2.8. 1937, hús- móður. Hún er dóttir Snæbjarnar Tr. Ólafssonar skipstjóra og k.h., Sigríðar Jóakimsdóttur húsmóð- ur. Böm Birgis og Helgu eru Sig- ríður f. 1.4. 1960, húsmóðir á Álftanesi, gift Snorra Finnlaugs- syni, framkvæmdastjóra KSÍ, og eiga þau dæturnar Lindu Björk og Helgu Dögg; Ágúst Björn f. 20.12. 1962, verkstjóri á Álfanesi; Elísa- bet f. 1.7.1966, húsmóðir á Álfta- nesi, gift Jóhanni Þór Kolbeins pípulagningameistara og eiga þau eina dóttur, Alexöndru Ýr; Einar Ólafur f. 18.10. 1968, rafeindavirki á Áiftanesi, kvæntur Gunnhildi Björk Jónasdóttur húsmóður og eiga þau soninn Jónas Birgi en Gunnhildur á fyrir soninn Stefán Örn; Berglind f. 10.11.1971, stund- ar nám í ferðaskóla Flugleiða. Systkini Birgis eru Einar, fyrrv. flugvélstjóri í Garðabæ, kvæntur Jóhönnu Pétursdóttur; Hrefna, húsmóðir í Reykjavík, gift Pétri Péturssyni, fyrrv. alþm. og Birgir Guðmundsson. forstjóra; Sigríður, húsmóðir í Reykjavík, gift Ingvari Helgasyni forstjóra; Jóhann, deildarstjóri í Hafnarfirði, kvæntur Mörtu Svav- arsdóttur; Guðjón, framkvæmda- stjóri í Reykjavík, kvæntur Elín- borgu Heike Jóakimsdóttur hús- móður. Foreldrar Birgis voru Guð- mundur Ágúst Jónsson vörubíl- sjóri, f. 1896, d. 1982 og k.h., Elísa- bet Einarsdóttir húsmóðir f. 1898, d. 1989. Birgir og Helga dveljast erlend- is um þessar mundir. Jón Þór Eyjólfsson Jón Þór Eyjólfsson, rafvirki og forstöðumaður Klettsins, kristins samfélags, til heimilis að Háholti 14, Hafnarfirði, er fertugur í dag. Starfsferill Jón Þór fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann lauk sveins- prófi í rafvirkjun haustið 1977 og hefur lengst af starfað hjá varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli. Jón Þór átti heima í Keflavík til 1984 er hann flutti til Reykjavík- ur. Hann flutti til Englands 1989 þar sem hann var forstöðumaður við fríkirkju í Maidstone í Kent. Jón Þór var um skeið formaður Félags ungra sjáifstæðismanna í Keflavík og sinnti ýmsum trúnað- arstörfum fyrir Félag rafiðnaðar- manna á Suðumesjum. Þá starfaði hann með félagsskapnum Ungt fólk með hlutverk og sótti biblíu- skóla í Noregi 1978. Fjölskylda Jón Þór kvæntist 1.10. 1977 Kol- brúnu Ögmundsdóttur, f. 21.3. 1957, félagsráðgjafa. Hún er dóttir Ögmundar Guðmundssonar, sem lést 1990, og Emilíu Guðjónsdóttur hjúkranarfræðings. Böm Jóns Þórs og Kolbrúnar era Eyjólfur Örn, f. 22.8. 1978, nemi við Flensborg; Emil Örvar, f. 3.12. 1981, grannskólanemi; Berg- lind Ösp, f. 1.11. 1988, grannskóla- nemi. Systkini Jóns Þórs: Guðfinna Eyjólfsdóttir, f. 7.11. 1954, ritari í Keflavík; Emil Þór Eyjólfsson, f. 4.3. 1957, flugvirki í Hafnarfirði; Erla Eyjólfsdóttir, f. 14.2. 1958, snyrtifræðingur í Hafnarfirði; Ey- dís Eyjólfsdóttir, f. 5.5. 1960, hús- móðir í Keflavík; Ómar Þór Eyj- ólfsson, f. 10.4. 1962, gleraugna- fræðingur í Bandarikjunum; Guð- mundur Unnarsson, f. 27.5.149, bifreiðastjóri í Kópavogi. Foreldrar Jóns Þórs eru Eyjólf- ur Þór Jónsson, f. 15.5. 1933, kenn- ari í Kaupmannahöfn, og Dagbjört Guðmundsdóttir, f. 14.10.1931, saumakona í Reykjavík. Ætt Eyjólfur Þór er bróðir Guðrún- ar, móður Þorsteins Eggertssonar textahöfundar. Eyjólfur Þór er sonur Jóns, útgerðarmanns í Garðshorni í Keflavík, Eyjólfsson- ar, í Vestra-Garðshornshúsi, Þór- arinssonar. Móðir Eyjólfs var Jón Þór Eyjólfsson. Guðrún Þórðardóttir frá Hjá- leigusöndum. Móðir Jóns útgerð- armanns var Guðrún Egilsdóttir, b. í Bakkakoti á Álftanesi, Símon- arsonar og Halldóru Hannesdótt- ur, systur Hafliða, hreppstjóra í Gufunesi. Móðir Eyjólfs Þórs var Guðfinna Benediktsdóttir frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd, syst- ir Elínrósar, ömmu Þórarins Ey- fjörð leikara. Dagbjört er dóttir Guðmundar, b. á Efri-Steinsmýri í Meðallandi, Bjamasonar og Emilíu Pálsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.