Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1996, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 29. MARS 1996
Sónata leikur meðal annars lög af plötunni Hugarflugur á Sóloni Islandusi
í kvöld.
Ástand vega
m Hálka og snjór s Vegavinna-aðgðt @ Öxulþungatakmarkanir
C^) Lokað^100^ ® Þungfært 0 Fært fjallabílum
Dóttir Onnu Rósu
og Sindra
Þessi fallega stúlka sem er á
myndinni fæddist á fæðingardeild
Landspítalans 16. mars klukkan
Barn dagsins
23.18. Þegar hún var vigtuð reynd-
ist hún vera 4.275 grömm og 5
sentímetrar að lengd. Foreldrar
hennar eru Anna Rósa Pálmars-
dóttir og Sindri Ögmundsson og er
hún fyrsta barn þeirra.
Gengið
Almennt,
29. mars 191
"T9U15
Eininq Kaup Sala Tollnengi
Dollar 66,020 66,360 65,900
Pund 100,730 101,250 101,370
Kan. dollar 48,380 48,680 47,990
Dönsk kr. 11,5890 11,6510 11,7210
Norsk kr. 10,2990 10,3560 10,3910
Sænsk kr. 9,8870 9,9410 9,9070
Fi. mark 14,2450 14,3290 14,6760 "
Fra. franki 13,1150 13,1890 13,2110
Belg. franki 2,1769 2,1900 2,2035
Sviss. franki 55,4700 55,7800 55,6300
Holl. gyllini 39,9600 40,1900 40,470þ
Þýskt mark 44,7500 44,9800 45,3000
ít. líra 0,04210 0,04236 0,04275
Aust. sch. 6,3580 6,3980 6,4450
Port. escudo 0,4325 0,4351 0,4364
Spá. peseti 0,5312 0,5345 0,5384
Jap. yen 0,62010 0,62380 0,63330
írskt pund 103,760 104,410 104,520
SDR 96,39000 96,97000 97,18000
ECU 82,9600 83,4600
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Krossgátan
1 X 3 r r *
£ 1
10 J
TT W J 11 n
ig TT 1 W
J 4,
Lárétt: 1 skortur, 8 #Blm/Set= #= Lárétt:
1 skortur, 8 fjöldi, 9 askur, 10 bálið, 11
krap, 12 mæli, 14 teningaspil, 17 óðagot, 18
fisk, 20 grip, 21 gráta.
Lóðrétt: 1 byrjaði, 2 iðin, 3 skakkt, 4 ljóm-
ar, 5 elska, 6 uppistaða, 7 dáinn, 11 keyrir,
13 frjáls, 15 margsinnis, 16 angra, 19 dreifa.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 gjörn, 6 óm, 8 ráf, 9 enda, 11 æru-
laus, 13 án, 14 glufa, 15 kotið, 17 te, 19 örir,
22 nit, 22 glaumi.
Lóðrétt: 1 græ, 2 jám, 3 öfugt, 4 rellir, 5
nn, 7 masa, 10 dufti, 12 auðnu, 13 áköf, 16
org, 18 eti, 20 il.
Þrenning er þrjú dansverk. Hér
sjást tveir dansaranna í einu
verkinu.
Þrenning
íslenski dansflokkurinn sýnir
i kvöld í síðasta sinn Þrenningu
í íslensku óperunni. Sýning
þessi átti að vera síðastliðinn
fostudag en fresta varð henni
þegar tveir dansarar slösuðu
sig. Þrenning skiptist í þrjá
hluta: Tilbrigði er eftir David
Greenall, William Boyce semur
tónlist; Af mönnum er eftir Hiíf
Svavarsdóttur en tónlistina
samdi Þorkell Sigurbjörnsson
og Hjartsláttur er eftir Láru
Stefánsdóttur en höfundur tón-
listar við það verk er hljóm-
sveitin Dead Can Dance.
Ballet
Segja má að verk Davids
skiptist í níu hluta en það er
samið við valda kafla úr átta
sinfóníum eftir Boyce. Af mönn-
um hlaut fyrstu verðlaun í sam-
keppni dansskálda á Norður-
löndum 1988. Það var samið fyr-
ir íslenska dansflokkinn. Bresk
hljómsveit á tónlistina við verk
Láru og um það segir hún m.a.
þetta: „Tónlistin við verkið
spannar flest af því sem
skemmtilegt er að dans nái að
koma til skila, þ.e. fegurð,
spennu og kraft.“
Grieg-tón-
leikar í Lista-
safninu
í kvöld mun
norski píanó-
leikarinn Einar
Steen-Nokleberg
leika á tónleik-
um í Listasafni
íslands. Á efnis-
skrá eru stærstu
píanóverk landa
hans Edvards Einar Steen-
Griegs. Nokleberg.
Stj ómmálafundur
Alþýðubandalagið heldur al-
mennan stjómmálafund í kvöld
kl. 20.30 i gamla skólanum á
Grenivík.
Félagsvist
Félagsvist verður í Risinu, vest-
ursal, kl. 14.00 í dag. Göngu-Hról-
far fara frá Risinu kl. 10.00 í fyrra-
málið.
Samkomur
Félag ekkjufólks og
fráskilinna
Fundur verður í kvöld kl. 20.30.
Nýr fúndarstaður, Templarahöll-
in, Eiríksgötu 5. Nýir félagar vel-
komnir.
Félagsvist og dans
Spiluð verður félagsvist og
dansað að Gjábakka, Fannborg 8,
í kvöld kl. 20.30.
Laugardagsganga
Vikuleg laugardagsganga Hana
nú í Kópavogi veröur farin í
fyrramálið kl. 10.00 frá Gjábakka,
Fannborg 8.
Mace (Angela Bassett) og Lenny Nero
(Ralph Fiennes) lenda í miklum
hremmingum á nýársnótt.
Skrýtnir dagar
Skrýtnir dagar (Strange Days)
sem Háskólabíó sýnir er framtíðar-
mynd en gerist þó ekki í fjarlægri
framtíð því hún gerist þegar árið
2000 er að ganga í garð. Sögusviðið
er Los Angeles og allir eru upp-
veðraðir út af aldamótaárinu. Aðal-
persónan er Lenny Nero, fyrrum
lögga sem fer hinn breiða veg og
nýtir sér ólifnaðinn í borginni. Fyr-
ir honum er borgin eins og risa-
fæðukeðja, staður þar sem þeir sem
mega sín einhvers geta ráðiö lögum
og lofum. í byrjun hefúr vinkona
hans samband við hann og biður
hann um hjálp en áður en hann veit
Kvikmyndir
hvað það er sem hún er hrædd við
er hún drepin. Og þar sem Lenny er
með upptöku af dauða hennar er
hann allt í einu orðinn bráð fyrir
morðingja og síðustu stundirnar á
öldinni snúast því um að reyna að
halda lifi fram yfir aldamót.
Það er breski leikarinn Ralph
Fiennes sem leikur Lenny Nero,
aðrir leikarar eru Angela Bassett,
Juliette Lewis og Tom Sizemore.
Leikstjóri myndarinnar er Kathryn
Bigelow.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Skrýtnir dagar
Háskólabíó: Dauðamaður nálgast
Laugarásbíó: Nixon
Saga-bíó: Babe
Bióhöllin: Faðir brúðarinnar II
Bióborgin: Copycat
Regnboginn: Á förum frá Vegas
Stjörnubíó: Draumadísir
Austfjörðum. Einnig er hálka á
Mosfells- og Hellisheiði. Á einstaka
leiðum sem liggja hátt er snjór á
vegum, tO dæmis á Vopnafjarðar-
heiði fyrir austan, og þar var einnig
skafrenningur. Á Vestfjörðum er
Eyrarfjall ófært og er ekið þess í
stað fyrir Reykjanes. Þá má geta
þess, fyrir þá sem ætla á skiði í Blá-
fjöll, að vegaryfirborð á leiðinni frá
Sandskeiði í Bláfjöll er gróft.
Sónata á Sóloni íslandusi:
Gamalt og nýtt á rólegum nótum
í kvöld leikur hljómsveitin
Sónata á Sóloni íslandusi. Hljóm-
sveit þessi var stofnuð fyrir um
það bU hálfu ári og er upprunnin í
Menntaskólanum á Akureyri.
Segja má að sveitin hafi byrjað á
plötuútgáfu því fyrir jól kom út
platan Hugarflugur og mun Sónata
spUa lög af plötunni í bland við
þekkt dægurlög, gömul og ný.
Tónlist Sónötu er mest á róleg-
um nótum og hefur hún nokkra
sérstöðu hvað varðar skipan hljóð-
Skemmtanir
færa en aðeins er leikið á tvö hljóð-
færi, píanó og óbó, og til viðbótar
eru þrír söngvarar. Þeim tU að-
stoðar í kvöld verður flðluleikari.
Þau sem skipa Sónötu eru: Einar
Örn Jónsson, píanó, Gunnar Ben.,
óbó, Jón S. Snæbjömsson, söngur,
og systurnar Anna S. Þorvaldsdótt-
ir og Theodóra L. Þorvaldsdóttir,
sem báðar syngja. Sónata mun
hefja leik um klukkan 23.
Hálka
á heiðum
Góð færð er á vegum landsins en
hálka er á heiðum á Vestfjörðum og
Færð á vegum