Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Qupperneq 2
lo sumarhús MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 DV Kristján Sæmundsson sækir bústaðinn aiit árið: Veturínn hefur ótvíræða kosti Frístundafarsíminn: Góður kostur fyrir sumarbústaðaeigendur Það eru ekki allir sumarbústaða- eigendur sem vita að Póstur og sími býður þeim upp á góða lausn varð- andi fjarskipti með svokölluðum frí- stundafarsíma en hann er sniðinn að þörfum þeirra sem vilja hafa far- símann sem öryggistæki og nota hann nær eingöngu utan álagstíma. Með álagstíma er átt við virka daga á milli kl. 8 og 18 en þá er t.d. mun dýrara að hringja úr frí- stundafarsíma en úr venjulegum farsíma. Hver mínúta kostar þá tæplega 50 kr. en kostar 16,60 úr venjulegum farsíma. Sé síminn hins vegar eingöngu notaður á kvöldin og um helgar, eins og oft er raunin í sumarhúsum, kostar hver mínúta 16.60 eins og al- mennt í farsímakerfinu en auk þess býðst eigendunum að greiða einung- is 2.490 kr. í stofngjald, í stað rúm- lega 11 þúsunda fyrir venjulegan farsíma, og innan við þriðjung af venjulegu fastagjaldi. -ingo Bústaðurinn í vetrarskrúða. Það er oft góð stemning í heita pottinum en á myndinni eru systkini Kristjáns ásamt mökum sínum og börnum. „Við förum a.m.k. einu sinni í mánuði í sumarbústaðinn og stund- um tvisvar til þrisvar, mest í helg- arferðir. Bústaðurinn er upphitaður og þarna er allt'til alls, sængurfót, hlífðarfatnaður, pottaf, pönnur og jafnvel handþeytari,“ sagði Kristján Sæmundsson, matreiðslumaður hjá Sjónvarpinu, en hann er einn þeirra sem fara í sumarbústaðinn sinn jafnt á veturna sem á sumrin. Bú- staðinn hefur hann átt í félagi við kunningja sinn, Hallgrím Guð- mundsson, í tólf ár en hann er 53 fermetrar að stærð og er staðsettur í Vörðufelli í Iðulandi, rétt hjá Skál- holti. „Við skiptum vikunum á mUli okkar út árið þannig að ég á bústað- inn aðra hverja viku. Ef hinn fer ekki er hægt að vera lengur. Annars erum við báðir mjög duglegir að fara. Frá bústaðnum er stutt í Heklu og Tindfjöll og einungis um 2 kfló- metrar í næstu verslun sem er Laugarás. Það er einnig stutt í næstu sundlaug í Aratungu eða Brautarholti," sagði Kristján. Rétt hjá eru þrír aðrir bústaðir og staðnum. Hann hefur alltaf ferðast mikið og gerir enn. „Ég byggði bústaðinn á sínum tíma af því að ég hafði áhuga á því að breyta tU. Það er öðruvísi stemn- ing þarna. Það er t.d. ekkert raf- magn svo við lýsum með olíuljósi, kerti eða gasi. Svo erum við reynd- ar með lítið sjónvarp sem við tengj- um við bílinn svo við getum horft á fréttirnar og krakkarnir á barnaefn- ið,“ sagði Kristján. Hann sagði barnabörnin mjög hrifin af því að koma í sveitina en þar er m.a. búið að koma upp sand- kassa, rólum og lítUli rennibraut fyrir þau. „Svo erum við með heitan pott og útisturtu sem að okkar mati er með besta útsýni á landinu." Kom sár upp skógi Sumrin fara mikið í að dytta að og svo hefur Kristján ræktað mikið upp landið í kringum bústaðinn. „Þegar við byggðum keyptum við plöntur fyrsta árið og fluttum upp eftir. Síðan höfum við flutt mikið af fræjum og trjám úr garðinum okkar og plantað, eða í kringum 1000-1500 plöntur. Þar á meðal er birki, fura, aspir, reynitré, greni og víðir, en víðirinn hefur dafnað hvað síst. Það er farið að sjást í skóginn töluvert frá veginum en þarna voru engin tré áður. Það fer heilmikill tími í það á sumrin að setja niður, bera á og reyta frá,“ sagði Kristján sem einnig hefur komið sér upp mat- jurtagarði við bústaðinn þar sem hann setur árlega niður 25 kg af út- sæðiskartöflum. -ingo svo skemmtilega vill til að tveir þeirra eru einnig í eigu starfs- manna Sjónvarpsins. „Það þekkjast því allir mjög vel og geta farið í heimsókn til hinna,“ sagði Kristján. Veturnir hafa kosti Hann sagði veturna hafa ótví- ræða kosti. „Ég hef alltaf sótt í snjó- inn, stundað mikið skíði og göngu- skíði, og svo förum við feðgarnir í gæs og rjúpu á haustin," sagði Kristján. Þá fara þeir jafnvel í helg- arferðir á Tindfjöll í gæsaskyttirí og einnig segir Kristján vinsælt að fara í heilsdagsgönguferðir út frá bú- Baðir eigendurnir asamt eiginkonum sinum, syni Kristjans og tengdadóttur. F.v. Sæmundur Kristjánsson, Vigdís Aðalsteinsdóttir (eiginkona Kristjáns), Rebekka Gunnarsdóttir, Hallgrímur Guðmundsson, Kristján, Árný Marteins- dóttir og kollurinn á barnabarninu, Vigdísi Birnu. l'WIMGAJARN 00 í<AM’i!SAUtV«i;R Þýsk gæðavara - traustari festing urval! Simuni ggmwm No.4 HOOF iEMENT «0*TA FWN R00F COATING w m »UCK ff q efnið - veldu Rutland! ! Þ.ÞORGRÍWSSOM & CO ÁRMÚLA 29 - 108 REYKJAVÍK -S: 5538640 & 568 6100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.