Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 1996 Spurningin Hvern ætlarðu að kjósa í for- setakosningunum? Anna Kristín Sigurðardóttir nemi: Það er óákveðið. Inger Tara Leve nemi: Ég hef ekki minnstu hugmynd um það. Jón Rafn Valdimarsson nemi: Ætli ég skili ekki bara auðu. Kristinn Vilbergsson nemi: Ég er ekki búinn að ákveða það. Stefán Emil Jóhannsson fram- reiðslumaður: Ó. Grímsson. Brynhildur Björnsdóttir nemi: Guðrúnu Pétursdóttur. Lesendur Samskipti aðila á vinnumarkaðinum Frumvarp félagsmálaráðherra er íhlutun í réttindi launþega, segir m.a. í bréf- inu. Björgvin Þorvarðars. skrifar: Frumvarp Páls Péturssonar félags- málaráðherra um samskipti aðila á vinnumarkaðnum, sem hann hefur marglýst yflr að hann ætli að berja í gegn um þingið með illu eða góðu, er enn ein sönnunin um hlutdrægni ríkisvaldsins í málum atvinnurek- enda og launþega. Frumvarpið er líka enn ein staðfesting þess að Framsóknarflokkurinn kann ekki enn að tala við verkalýðshreyfing- una og það sem verra er; ætlar sér ekki að læra það. Þegar rikisstjórn, sem saman stendur af lýðræðislega kjörnum fulltrúum, tekur jafn einarða af- stöðu með öðrum aðilanum, í þessu tilfelli atvinnurekendum, er ekki allt með felldu. Atvinnurekendur telja það auðvitað í sína þágu að verkfallsréttur sé skertur eða nán- ast tekinn af eins og frumvarp fé- lagsmálaráðherra mun í raun leiða til. En getur verið að lýðræðislegur meirihluti sé að baki slíkum aðgerð- um? Ég leyfi mér að draga það í efa og leyfi mér raunar að fullyrða að ef kosið yrði með þessi málefni uppi á borðinu liti pólitískur raunveru- leiki öðruvísi út. Maður hlýtur að álíta að pólitísk spilling og ósvífni hafi náð nýjum hæðum þegar kjörn- ir fulltrúar meirihluta þjóðarinnar leyfa sér að ganga þvert á vilja um- bjóðenda sinna, sjálfsagt í þeirri vissu að ekki sé hægt að hrófla við valdakerfinu og hlutirnir séu fljótir að gleymast í vitund almennings. íhlutun í réttindi launþega og mál- efni, sem felast í frumvarpi félags- málaráðherra, snertir svo óþyrmi- lega þvílíkan fjölda fólks og skerðir kjör og réttindi þess svo að það mun ekki gleymast. Einungis það að launþegar munu búa við skert lýð- réttindi og lakari launakjör en áður hafa þekkst hér á landi mun tryggja að hlutirnir falla ekki í gleymsku. Nú er það svo að sitjandi ríkis- stjórn lýðræðisríkis ber ekki ein- ungis að framfylgja vilja meirihlut- ans heldur jafnframt að gæta hags- muna minnihlutans. Verði frum- varp Páls Péturssonar og önnur fumvörp ríkisstjórnarinnar, sem lögð eru fram beinlínis í þeim til- gangi að skerða rétt launþega lands- ins, að lögum þá á tíminn eftir að dæma um þessar afurðir hennar. Þegar handhafar ríkisvalds fara fram á slíkan hátt verða skilin milli harðstjórnar og lýðræðislegs stjórn- arfars óljós. Eggjasalmonella - ekki greinst í eggjum Jón Gíslason, forstöðumaður Hollustuverndar ríkisins, skrif- ar: Vegna umfjöllunar DV um salmonellamál 19. og 20. apríl sl. vill Hollustuvernd ríkisins taka eftirfarandi fram: Salmonella enteritidis hefur að undanförnu valdið tveimur tilvikum matarsýk- inga. í skírnarveislu sl. haust og nýlega í tengslum við bolludaginn. Ekki tókst að finna þau matvæli sem ollu sýkingunni í skírnarveisl- unni en frekari greining úr saur- sýnum þeirra sem sýktust sýndi að um var að ræða afbrigði af Salmonella enteritidis sem greinst hefur í eggjum í öðrum ríkjum eins og á Bretlandi. Þessi tegund Salmonella hefin- hins vegar ekki greinst í eggjum hér á landi. Frek- ari greiningu á Salmonella enteritidis, sem var orsök sýking- arinnar eftir bolludaginn, er ekki lokið. Eins og kunnugt er greindist Salmonella enteritidis úr sýni sem tekið var þar sem rjómabollur voru framleiddar en enn er ekki ljóst hvernig salmoonellamengun- in barst inn í fyrirtækið. Ekkert kom fram í fjölda sýna, sem tekinn var af hráefnum á framleiðslustað, þar á meðal eggjamassa. Salmon- ella hefur ekki greinst í sýnum sem tekin hafa verið. Því er ekki ljóst hver uppruni matarsýkingar- innar er. Aths. blaöamanns, Stefáns Ás- grímssonar: Forstöðumaður Hollustuverndar gerir ekki efnislegar athugasemdir við um- Qöllun DV af salmonellasýkingunni á Ríkisspítulum i ofanrituðum pistli, enda hefur allt viðkomandi málinu sem hann rekur komið fram í fréttum DV og í fréttaljósi si. laugardag. Athugasemdin lýsir því einungis því hversu málið er viðkvæmt. Blaðamður telur ólíklegt að hinir sýktu í ofannefndri fermingarveislu segi þaö ýkjur að sýkingin hafi verið illvíg og DV hefur ekkert fullyrt um að egg hafl valdið salmonellamengun í rjómabollum, aðeins sagt að grunur hafi beinst aö eggj- um sem notuð voru í baksturinn og stað- fest hefur verið af rannsóknaraðilum. Ofdrykkjuþjóð í vanda Gísli Einarsson skrifar: Skyldu margar þjóðir í hinum vest- ræna heimi eiga við jafn mikið áfeng- isvandamál að stríða og við íslend- ingar? Það er að vísu rætt um að Danir drekki mikið áfengi, líka Frakkar. En hjá þeim er ekki sá vandi til staðar sem hér er. Að fólk hópist saman sérstaklega til að drekka áfengi - og það úti undir beru lofti miðsvæðis í höfuðborginni. Sá sérstaki háttur drykkjuskapar er þó ekki eini lösturinn á íslend- þjónusta allan sólarhringii sima 5000 íilli kl. 14 og 16 Landlæg græðgi kannski undirrótin? ingum sem eru ofurseldir áfengi. Við íslendingar drekkum sífellt of mikið í einu. Undir þeim kringum- stæðum verður fólk leiðinlegt og hinum fáu sem enn eru lítt eða ekki drukknir, t.d. á veitingastöðum, til verulegs ama og oft skaða á sál og líkama. Það atriði er sérstaklega einkennandi fyrir íslendinga. Þegar á allt er litið erum við Is- lendingar ofdrykkjuþjóð í veruleg- um vanda. Vandinn myndi ekkert aukast við sölu á léttu áfengi í mat- vöruverslunum en hann myndi kannski ekki minnka heldur. En ástandið yrði ef til vill þolanlegra. Allt flug til Keflavíkur Hrafnhildur skrifar: Ég vil taka undir forystugrein DV sl. mánudag svo og með þeim sem hafa skrifað um málefni Reykjavíkurflugvallar og bent á með rökum að allt flug, þ.m.t. innanlandsflugið, gæti rétt eins verið rekið frá Keflavíkurflug- velli. Ég bý í grennd við aðflug og flugtök flugvéla í borginni. Það er ekki friðsæll staður. En verri er hættan sem stöðugt vof- ir yfir þéttri byggöinni í grennd við suma brautarendana. Hag- ræðið af því að flytja flugið til Keflavíkur er nauðsynleg endur- bót á samgöngukerfinu þangað suður eftir, t.d. með einteinungi eða járnbraut. Allt mælir með flutningi flugs til Keflavíkur. Margir orðnir biskupar Egill Egilsson hringdi: Mörgum þykir sem þeir séu nú orðnir æði margir „biskuparnir" í landinu. Ég á við þá embættis- menn opinbera og hálfopinbera, sem tala og haga sér eins og þeir séu einir á stalli og engum háð- ir. Fyrst má telja biskup íslands, enginn virðist yfir hann settur, þá bankastjórana sem tala digur- barkalega um eigið ágæti. Og banka sem eru falli næst, vegna lána til fyrirtækja og gæðinga sem vitað er að aldrei greiða til baka. Það er áberandi hvað þess- ir menn telja sig valdamikla. Mér sýnist allt embættismanna- kerfið ganga út á þetta eina. Misjöfn málning Gústaf skrifar: Ég hef verið að nota málningu í talsverðum mæli undanfarið og keypt hana eftir hendinni og á ýmsum stöðum. Málningin er vægast sagt misjöfn að gæðum. Stundum er hún varla nothæf vegna þykktar og í hana setjast óvenju fljótt kekkir. Þetta er oft og tíðum sama tegund málning- ar. Það er eins og blöndun eða annað sé þarna að verki. En eitt verður að játa, þjónustan hefur batnað hvað afgreiðslu snertir, nú er opið alla til kl. 21. Að vísu bara í Metró en þar er líka fin þjónusta. Kaffihús í Ástralíu Lísa skrifar: Mikið er ég fegin að fá upplýs- ingar um Café Firenze í Melbo- ume í Ástralíu! Ég varð himin- lifandi að lesa um þetta í blaði landsmanna, Mogganum mínum. Og hér var um tveggja dálka grein að ræða. Ofsalega góður matur, svona alveg eins og mað- ur ímyndar sér að ítölsk mamma búi til. Ef maður skyldi nú skreppa til Melbourne eitthvert kvöldið! - Nei, ég meina nú ein- hvern tíma á næstu árum. Ég man þó alla vega nafnið „Café Firenze „licensed“ verði ég ekki orðin kölkuð. Kerfið og dýra leiöin I.B.S. skrifar: Mér líkar alls ekki aö maður sé látinn greiða skatta fyrir aðra. Dæmi: erlendur ferðamaður t.d. frá Asíu sest að hér á landi. Hann er búinn að vera eitt ár en hefur ekki atvinnuleyfi en óskar eftir skattkorti til að borga skatta og skyldur. Honum er neitað en verður samt að vinna fyrir sér. Hann kemst í heilsu- gæslu og fær mæðralaun eða kemst á félágslegt framfæri. Enn má minnast á innflutta vinnu- afliö í eitt ár. Þarna velur kerfið dýru leiðina, sem er hvorki mannvænleg né bætandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.