Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 1996 15 Glæpir og stríðsglæpir „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ er fræg spurning Jóns Hreggviðssonar. Þetta vefst enn í dag fyrir mönnum. Það er til dæm- is í lagi að drepa menn í Líbanon, Tsjetsjeníu, Nagorno Karabakh eða Kúrdahéruðum Tyrklands en glæpsamlegt að drepa menn í Bosníu eða Kúrdahéruðum íraks. StríðsglæpadómstóUinn í Núrn- berg átti að vera sá grundvöllur sem alþjóðalög um glæpi gegn mannkyni áttu að byggjast á til frambúðar. Reyndin hefur hins vegar orðið sú hingað til að aðeins einn stríðsglæpur er skilyrðislaust glæpur gegn öllu mannkyni: að drepa gyðinga. Glöggir menn þykj- ast nú sjá að atburðir á Balkanskaga séu sambærilegir við glæpi Þjóðverja fyrrum. Nú skal leita sökudólga hjá stríðsglæpa- dómstóli SÞ í Haag. Leitin að Hitler Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður Júgóslavía var búin til. Þessi mál voru af ásettu ráði aldrei gerð upp en eldarnir kviknuðu á ný þegar Króatía ætlaði að innlima serbnesk héruð 1991. Ofureinföldun Hitt er annað mál að ekki er hægt að hunsa þau glæpaverk sem framin voru né eyða þeim úr minni umheimsins. Böðlana sjálfa ætti að leita uppi og dæma fyrir tiltekin og vel skilgreind óhæfu- verk. Ef sú leið er farin aö kenna leiðtogunum um allt saman er Tudjman í Króatíu fremstur meðal jafningja. Það er augljóslega ekki pólitískt raunhæft að saksækja hann. Stríðsglæpadómstólinn í Haag er pólitískur öryggisventill dug- lausra leiðtoga Evrópu sem eiga mesta sök á því hvernig allt þróað- ist í Bosníu og Króatíu. Mesti glæpurinn, stríðið sjálft, var ekki einstaklingsákvörðun, það var þjóðarvilji bæði meðal Serba og Króata. Réttarhöld yfir leiðtogum Serba einna en ekki hinna mundu aðeins ýfa upp gömul sár og gamla heift og torvelda sættir til fram- búðar. Gunnar Eyþórsson „Stríðsglæpadómstóllinn í Haag er póli- tískur öryggisventill duglausra leiðtoga Evrópu sem eiga mesta sök á því hvernig allt þróaðist í Bosníu og Króatíu.“ Fyrsti sökudólgurinn var Milos- evic Serbíuforseti sem átti að taka við af Saddam Hussein sem Hitler samtímans. Nú er að renna upp fyrir mönnum að málið var öðru vísi vaxið. Serbar og Króatar, sem voru meirihluti íbúa Bosníu, höfðu gert uppreisn gegn því að vera innlimaðir í ríki sem múslímar stofnuðu einhliða eftir að Króatar höfðu gert hið sama með stuðningi verndara sinna í Þýskalandi. Þar með urðu Kara- dzic Serbaleiðtogi og Mladic hers- höfðingi hans ígildi Hitlers. Ein- falt mál, eða hvað? Það finnst sjón- varpsáhorfendum á Vesturlönd- um. En Mladic og Karadzic eru hetj- ur í augum landa sinna. Þeir höfðu það fram að Bosníu hefur í raun verið skipt. Serbar í Bosníu munu síðar geta sameinast Serbíu sjálfri sem var tilgangurinn með öllu saman. Þetta á sér m.a. rætur í seinni heimsstyrjöld þar sem Króatar og múslímar útrýmdu Serbum skipulega af sínum svæð- um og drápu um 600 þúsund þeirra. Serbar hefndu sín síðar. Títo lét kyrrt liggja þegar ný Karadzic Serbíuleiðtogi og Mladic hershöfðingi hans ígildi Hitlers. - Einfalt mál eða hvað? Barnahjartaskurðlækningar heim Landssamtök hjartasjúklinga (LHS) voru stofnuð 8. október 1983. Á fyrsta fréttamannafundi samtakanna var.lýst því mark- miði að hjartaskurðlækningar yrðu fluttar hingað heim. Tæp- um þremur árum síðar voru svo fyrstu kransæðasjúklingarnir skornir upp á Landspítalanum. Strax í upphafi var ákveðið að afla fjár með sölu barmmerkis og vinna þannig að þeim markmið- um sem samtökin höfðu sett sér. Merkjasalan í júnímánuði árið 1985 hóf LHS merkjasölu undir slagorðinu „Tökum á, tækin vantar“. Til- gangm-inn var að safna fé til tækjakaupa á fyrirhugaða hjarta- skurðstofu á Landspítalanum. Ennfremur var unnið að því með ýmsu móti að nýtt hjartaþræð- ingartæki var keypt til landsins. Önnur merkjasala fór svo fram í júní 1986 undir nýju slagorði: „Ert þú hjartagóður?" í þetta sinn var söfnunarfénu varið til tækjakaupa fyrir endurhæfingar- stöð hjartasjúklinga að Reykja- lundi. Eftir þetta var merkjasöl- um í nafni samtakanna haldið áfram annaðhvert ár með ágæt- Kjallarinn Ingólfur Viktorsson fyrrv. formaður LHS um árangri. Litla rauða hjartað var orðið þekkt af góðum verk- um. Söfnunarfénu var að mestu varið til tækjakaupa fyrir sjúkra- hús víðsvegar um landið ásamt fleiri verkefnum tilheyrandi heil- brigðisþjónustunni. Til dæmis studdum við hjúkrunarfræðinga til farar á fræðsluráðstefnur er- lendis og Bromton-spítalann í London til að talsetja á íslensku fræðslumynd í þágu hjartasjúk- linga. Árið 1988 var stór merkjasala hjá LHS undir slagorðinu „Söfn- um kröftum“ og gaf hún mjög góðan árangur. Söfnunarféð rann allt til endurhæfingarstöðvar hjarta- og lungnasjúklinga hér í Reykjavík, sem gengur nú undir nafninu HL-stöðin. Hún hóf starf- semi sína 1. apríl 1989 og hefur síöan verið fullskipuð hjarta- og lungnaendurhæfingarsjúkling- um. Ódýrari aðgerðir hér Samkvæmt upplýsingum frá Grétari Ólafssyni, yflrlækni brjóst- holsskurðdeildar Landspítalans, er í dag búið að gera á átjánda hundrað opnar hjartaskurðaðgerðir á deild- inni. Nú er svo komiö að allar hjartaskurðaðgerðir á fullorðnum eru gerðar hér á landi. Vegna fjár- og tækjaskorts er hins vegar meira en helmingur aðgerða á börnum enn gerður erlendis þrátt fyrir að aðgerðir séu ódýrari hérlendis og árangur ekkert síðri en hjá öðrum þjóðum sem við viljum bera okkur saman við. „Allar barnahjartaskurðaðgerðir heim“ er nú eitt af okkar aðalbar- áttumálum þvi lækna eigum við á heimsmælikvarða. Dagana 2. til 4. maí verður sjöunda merkjasala Landssamtaka hjartasjúklinga und- ir kjörorðinu „Tökum á, tækin vantar". Enn sem fyrr er tilgangur söfnunarinnar að afla f]ár til brýnna verkefna. Við heitum á alla þá sem aflögu- færir eru að láta fé af hendi rakna og taka vel á móti sölufólki söludag- ana okkar. Ingólfur Viktorsson „Nú er svo komið að allar hjartaskurðað- gerðir á fullorðnum eru gerðar hér á landi. Vegna Qár- og tækjaskorts er hins vegar meira en helmingur aðgerða á börnum enn gerður erlendis...“ Með og á móti Getur Hótel Keflavík átt nafnið Reykjanesbær? Réttmætur eigandi „Hótelið getur fengið einkaleyfi á nafnið eins og hver annar. Reykjanesbær var ekki til þegar hót- elið sótti um þetta nafn og er frjálst að sækja um nafn sem er ekki í notkun annars staðar. Sam- Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel Keflavíkur. kvæmt einkalejfastofunni er vörumerk- ið Reykjanesbær sem ég sótti um núm- er 42. Þá getur verið um ruglingshættu að ræða gagnvart bænum þannig að við urðum að sælýa um einkaleyfi til þess að það myndi ekki vera ruglingur í ffamtíðinni á þessum tveimur nöfnum. Reykjanesbær var ekki skráður fyrr en 10. október samkvæmt lögum og sam- kvæmt sömu lögum er Hótel Keflavík réttmætur eigandi nafnsins Reykjanes- bær og mun nota það í framtíðinni, sem þýðir það í rauninni að þeir aðilar sem starfa á sama svæði eða í svipaðri þjón- ustu geta ekki báðir notað saman nafn vegna ruglingshættu. Út frá þeim lögum sem ég hef kynnt mér og athugað þá eru lögin mjög skjT um það að einkaleyfi skuli veitt þebn sem sækir um fyrstur og Reykjanesbær var ekki til þegar ég sótti um nafnið. Þannig að þetta liggur nokkuð ljóst fyrir og einkaleyfastofan hefur staðfest það að mörgu leyti í bréfaskriftum á milli okkar og þeirra. Ég get ekki séð það hvaða rök bæjaryf- irvöld hafi til að hagga þebn úrskurði að við fáum ekki nafnið. Félagsmála- ráðuneytið sem staðfestir við bæjaryfir- völd að þau megi nota-nafiiið Reykja- nesbær gerir það lika eftir að við sótt- um um einkaleyfið." Sveitarfélagið á nafnið „Að okkar mati á sveitarfé- lagið Reykjanes- bær nafnið sem varð til við sam- einingu Keflavík- ur, Njarðvíkur og Hafna. Sú samein- ing fór frarn 11. júní 1994 eins og menn muna. 8. apríl 1995 fóru fram kosningar á nýjan leik um nafn á hinu nýja sveitar- félagi og fékk þá nafnið Reykjanesbær flest gild atkvæði. Strax í bebiu fram- haldi af þeim kosningum samþykkti bæjarstjóm og sendi félagsmálaráðu- neytinu ósk um staðfestingu á nafninu Reykjanesbær. Það gerðist um mánaða- mótin í byrjun maí 1995. Staðfestingin barst 26. september 1995 og er birt í B- hluta Stjómartíðinda sem voru gefin út 28. september 1995. Þar er þetta auglýst samkvæmt lögum og þar segir að nafn hins nýja sveitarfélags skal vera Reykjanesbær og auglýsingin öðlast þegar gildi og undir það skrifar Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra og Sesselja Árnadóttir. Ef einhver ber brigður á það að nafnið sé eign sveitarfélagsins þá er farið eftir lögum um sveitarstjómir og nöfn sveitarfélaga. Ef einhver vafi er á því og ef einhver sækir um einkaleyfi á þessu sama nafni eftir að þessi stað- festing hefur borist þá hlýtur það vera rétt að viðkomandi snúi sér til félags- málaráðuneytis. Því vai’la fer ráöuneyt- ið að staðfesta nafn sem einhver annar á. Við vitum ekki betur í dag en að við eigum nafnið og við höfum farið eftir þeim leiðbeiningum og þeim lögum og reglum sem í landinu gilda um nafngift- ir sveitarfélaga. Ef Hótel Keflavík eða einhver annar sækir um einkaleyfi á nafninu Reykjanesbær þá má vel vera að hann geti fengið einkaleyfi á því til þess að reka t.d. ferðaskrifstofu eða hafa vöruframleiðslu með þeirri nafngifl. Það er ekki þar með sagt að það útiloki að sveitarfélagið heiti sama nafni.“ - ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.