Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 Lesendur Vákort yfir leigjendur íbúða? ■ v J Útburður á leigjendum er ekki fátíður á húsnæðismarkaðnum. Spurningin Hvernig Ifst þér á að fá norskar kýr tii landsins? Gunnar Þórðarson skrifstofu- maður: Bara ágætlega. Sigurlín Ólafsdóttir sölumaður: Mér líst ekkert á það. Valgeir Gunnlaugur Vilhjálms- son, kennari á eftirlaunum: Illa. Sturla Þórðarson nemi: Ég hef enga skoðun á því. Valdís Valgarðsdóttir húsmóðir: Ég vil ekki fá þær, ég vil halda kúa- kyninu okkar. Karítas Jóhannsdóttir verslunar- maður: Mér líst ekki á það, heldur halda stofninum okkar hreinum. Þórdís Bachmann, Kaupmanna- höfn, skrifar: Síðan um miðjan febrúar hef ég freistað þess að fá leigjanda (les. sjálftökumann) út úr lítilli íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Ég hef á þeim tíma talað við héraðsdómara, lög- reglu og lögmenn - og 29. febrúar lagði lögmaður inn útburðarbeiðni fyrir mína hönd, þar eð ég bý er- lendis. Hinn 18. apríl stóð svo til að við- komandi mætti í Héraðsdómi. Kom þá í ljós að óvart hafði láðst að boða manninn, því honum býðst, ólíkt öðrum skuldurum, að halda uppi málþófi um skuldina. Nú segir lög- maður mér að viðkomandi hafi þannig „unnið sér tíma“! En fyrir- gefið; Er það ekki minn tími? Jú, al- deilis og auk þess mínir fjármunir. Leigan á þessari litlu íbúð er um 10 þús. kr. undir markaðsverði og þættust eflaust einhverjir góðir með það verð. Hjá Héraðsdómi virðist þó einu gilda hverjar aðstæður og stað- reyndir málsins eru - eftir tæpa þrjá mánuði, þar sem ljóst er að maðurinn hefur ekki greitt húsa- leigu og er búinn að meina eiganda aðgang með því að skipta um lás, skal handvömm Héraðsdóms, að boða ekki manninn samt, koma eig- anda tíl gjalda. Sem sé: Handvömm Héraðsdóms, þitt tap! Ekki er gott að vita til þess að í raun er verið að gefa viðkomandi „leigjanda" tæki- færi til að finna annað fórnarlamb til að flá næsta árið. Mér dettur í Skúli Hreinn Guðbjörnsson, for- maður starfsmannafélagsins, skrifar: Ég vil fyrir hönd Starfsmannafé- lags KVH koma á framfæri kvörtun vegna framkvæmdar er varðar helg- arpakka sem Hótel ísland gerði mér f.h. félagsins í árlega árshátíð. Fullrætt er af okkar hálfu við for- svarsmenn hótelsins og því er þetta bréf sent til birtingar. Hinn 27. mars sl. var staðfest pöntun er ég gerði við Jóhannes Bachmann um aðgang að Bítlaárun- um sem nú eru sýnd á Hótel íslandi en helgarpakkinn hljóðaði upp á þríréttaðan kvöldverð ásamt gist- ingu og morgunverði. Ákveðin var Ólafur Bjarnason skrifar: Er það ekki annars merkilegt að hvaðeina sem almenningur er aug- ljóslega á móti þá er vísasti vegur- inn að opinberir ráðamenn ríða á vaðið - einmitt með þann hlutinn, verkefnið, reglugerðina eða hvað- eina sem um ræðir. Það er einmitt þannig með Hvalfjarðargöngin. Um þau hefur verið deilt og spurt hvort fólk sé með þeirri framkvæmd eða á móti. Eitthvað um 70% í einni slíkri könnun, sem ég man eftir, var á móti. En að hlusta á álit almenn- hug hvort Húseigendafélagið vilji ekki koma upp sérstökum lista yfir „váleigjendur". Ég hef nú beðið um tafarlausan útburð. Verði hann ekki heimilaður mun ég óska eftir ýtarlegum skýr- ingum á því hvers vegna íslenskur dómari vill dæma af mér eign mína, því raunin verður sú, ef ég fæ ekki leyfi til að fá arð af eigninni heldur aðeins útgjöld þannig að ég missi hana. Ég sé þá ekki annað en um eignaupptöku dómsvalda sé að ræða. Hér í Danmörku taka svona mál einn mánuð og þá er skuldari kom- helgin 4.-5. maí 1996. Þetta var 65 manna hópur. Hinn 29. apríl var hringt og mér tjáð að ekki væri hægt að láta hóp- inn hafa herbergi á umræddu hóteli en í staðinn boðið að gista á öðrum hótelum úti í bæ og það ekki einu sinni öllum á sama hótelinu. Því var hafnað og varð ekkert úr þess- ari ferð vegna þessa. Bent skal á að ég hafði haft samband við Jóhannes Bachman nokkrum sinnum eftir að pöntunin var staðfest og aldrei var minnst á að ekki væri hægt að fá herbergi fyrr en 4 dögum fyrir brottfór eða þann 29. apríl. í samtali við Jóhannes kom fram að ekki væri þetta honum að kenna Hentugt í Hvalfjarðargöngin? ings? Af og frá. Er hér að skapast einhver tegund af þjóðfélagi sem er mun verra en þau „bananaþjóðfélög“ sem við stundum vitnum til þegar við þykjumst standa ofar í þjóðabandalaginu en við eigum skilið? Einhvers konar sjálftökuþjóðfélagi, þar sem enginn þarf að samþykkja eitt eða annað, menn bara taka sér völd og fram- inn út. Honum er aldrei veittur frestur til að halda uppi málþófi. Staðreyndirnar tala bara sínu máli. Ég veit að ég er ekki fyrsti leigusali heima sem lendir í þessu og slæmt til þess að vita að ég verð heldur ekki sá síðasti. Verst er þó hið al- gjöra áhugaleysi dómsvalda á að hjálpa þeim sem greiða skatta og skyldur af eigninni. Er hugtakið um réttarvernd sakamanna búið að út- rýma mannréttindum okkar hinna? Þurfa íslenskir húseigendur að leita til Mannréttindadómstólsins til að ná réttlæti? eða veitingasölum á Hótel íslandi heldur hótelinu sjálfu en mér skilst að þar séu aðskildar deildir og vil ég því ekki kenna honum um sér- staklega. Hins vegar vil ég Hótel ís- land viti að enginn hefur farið jafn illa með okkur hjá Starfsmannafé- lagi KVH og þetta hótel og því vil ég láta óánægju okkar í ljósi. Því verð- ur ekki með orðum lýst hve leitt fólkið varð og munum við því trú- lega ekki leita til þessa hótels í framtíðinni. Ég vil því draga hótelstjóra Hót- els íslands til ábyrgðar fyrir þetta endeihis klúður. kvæma. Segja svo gjarnan (og bara kannski): Við þurfum ríkisaðstoð. En taka hana svo hvort sem er. Ég sá mynd í dagblaði hér þar sem unnið var að byrjunarframkvæmd- um við Hvalfjaröargöngin. Myndin sýndi stálgrind svipaða bragga- grindunum á stríðsárunum. Þeim má svo bara smeygja inn og niður undir Hvalfjörð, eftir að búið er að Helgarpakki á Hótel íslandi - kvörtun frá Starfsmannafélagi KVH Hvalfjarðargöng þrátt fyrir allt? DV Ekki nefskatt fyrir RÚV Kristín Árnadóttir hringdi: Ég skal ekki trúa því að í stað áskriftargjaldsins til RÚV eigi að koma nefskattur á alla lands- menn sem náð hafa 16 ára aldri. Að sjálfsögðu á skylduáskriftin að RÚV að falla brott og enginn nefskattur eða annar skattur að koma til. Ef nauðsynlegt þykir að reka eitthvert útvarp sem landsmenn greiða er nóg að hafa Rás 1 (Gufuna gömlu og góðu) en hvorki Sjónvarp né Rás 2. Og alls ekki Sjónvarpið. Það er líka dýrasti hluti rekstrar RÚV. Rík- isútvarp með einni rás má rétt- læta en aðeins hana eina. Og nef- skattur er bara bull og kjána- háttur. íslenskur veit- ingastaður í er- lendri stórborg? Lárus skrifar: Nú hefur enn einu sinni ver- ið ýtt á flot þeirri óheillavæn- legu hugmynd að koma upp ís- lenskum veitingastað í erlendri stórborg þar sem kynna megi ís- lensk matvæli. Hver man ekki veitingastaðinn í London sem við greiddum með i eitt eða tvö ár en fór svo á hausinn? Það má með sanni segja að hér sé bara „gæluhugmynd" á ferð. Þetta verður aldrei fýsilegur kostur fyrir neinn annan en þann sem getur kreyst peninga út úr hinu opinbera. Orlofsuppbót aldraðra Bergþór Guðmundsson hringdi: Orlofsuppbót aldraðra er greidd þrisvar sinnum á ári. Næst á að greiða í júníbyrjun. Þetta verkar þannig að hækkun- in næst fer bara í skattinn og meira til. Þetta er náttúrlega ófært og til skammar. Þetta hef- ur veriö mikið rætt í Sjálfsbjörg og víðar í félögum okkar ör- yrkja. Þó gerist ekkert. Skora ég á ráðamenn að taka nú á sig rögg og létta þessum álögum af okkur sem ekkert getum misst. Lítið í eigin barm, léttið okkur lífið, það getið þið sé viljinn nægur. Forkólfar með fimmföld laun Þórólfur hringdi: Hún var smellin greinin hjá Reyni Traustasyni í DV sl. laug- ardag um baráttudag launþeg- anna 1. maí. Svona skrif skilja flestir. Eða hverjir trúa því sem forystumenn launþegasamtak- anna segja svo ár eftir ár? Ryðg- uðum og úreltum vopnum veifað og verkfóllum hótað og svo þeg- ar lúðrablæstrinum lýkur þá stendur 50-þúsund króna konan eða maðurinn í nákvæmlega sömu sporum. Nei, hér eru alltof margir launþegaforkólfar með fimmíold laun og þeir mega missa sig, hver um annan þver- an. Veðdeild svarar seint eða ekki Reynir hringdi: Ég hef þurft að ná símasam- bandi við Veðdeild Landsbank- ans að Suðurlandsbraut 24 en þrátt fyrir ítrekaöar hringingar hefur sífellt verið á tali. Ég reyndi síðast sl. mánudag eftir hádegi, allt frá kl. 13.10 til kl. 15.30, og gafst þá loks upp. Ég veit að þama er mikið álag oft og tíðum en mér er sama, þama verður aö vera betra simakerfi eða þjónusta sem annar og tekur á móti símtölum og raðar þá upp í forgangsröðun. Ekkert slíkt er um að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.