Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1996, Blaðsíða 9
r » I [ i MIÐVIKUDAGUR 15. MAI1996 Utlönd Brasilíska klámmyndastjaman Anna var mætt á kvikmyndahátíðina í Cannes í gær þar sem hún beraði á sér barm- inn í sólinni. Anna vonast til að fá Hot d'Or verðlaunin en sérstök klámmyndahátíð er haldin samhliða hinni hefð- bundnu kvikmyndahátíð. Símamynd Reuter Morðrannsókn í Kólóradó gefur óhugnanlegar vísbendingar: Barnið barið til bana með skó og keðju Átján mánaða stúlkubarn, sem grunur leikur á að 10 ára drengur hafi misþyrmt til dauða í Denver I Kólóradóríki, dó eftir alvarleg höf- uðmeiðsl sem rekja má til barsmíða með skó og keðju. Drengurinn, sem grunaður er um verknaðinn, er enn í haldi á unglingaheimili en eftir er að ákæra hann formlega. Við krufningu á barninu komu í ljós áverkar á höfði sem virtust vera eftir skó og á baki voru greini- legir áverkar eftir keðju. Dagblöð í Denver fullyrða að hundakeðja hafí verið notuð við ódæðið. Samkvæmt skýrslum um málið fannst dauður köttur við hlið barnsins þegar sjúkraflutnmgafólk kom á vettvang en ekki er staðfest að hann tengist verknaðinum. Ekki þykir leika vafi á að áverkarnir á barninu hafi orð- ið til á laugardagskvóldinu en það lést á sunnudagsmorgun. Stúlkubarnið hafði verið í umsjá drengsins þrátt fyrir að 19 ára drengur væri til staðar í húsinu. Sá mun hins vegar hafa verið sofandi þegar voðaverkin áttu sér stað en hringdi eftir sjúkrabíl þegar upp- götvaðist að barnið var hætt að anda. Drengurinn, sem grunaður er um verknaðinn, er eitt sex barna sem búa í niðurníddu húsi í Denver. Hafa nágrannar kvartað þráfaldlega við yfirvöld vegna vanhirðu barn- anna. Reuter Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Frá og með 15. maí 1996 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1.flokki1989 1.flokki1990 2.flokki1990 2.flokki1991 3.flokki1992 2.flokki1993 2. flokki1994 3.flokki1994 ¦ 22. útdráttur ¦19. útdráttur 18. útdráttur 16. útdráttur 11. útdráttur 7. útdráttur 4. útdráttur 3. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu miðvikudaginn 15. maí. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. H&2 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Lj HÚSSKÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKIAVÍK • SÍMI 569 6900 í^ K A N A D A V/VVV ^" V o* • » J m • • ^ • • • Viðskipti í Nova Scotia Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum í Nova Scotia leita eftir samstarfi við fslendinga. Aðstæður til viðskipta í Nova Scotia eru mjög hagstæðar. Flugleiðir hófu áætlunarflug þangað 14. maí, tvisvar í viku. Þetta er einstakt tækifæri fyrir framsækin íslensk f^rirtæki sem vilja sækja á ný mið! Fjölmörgfyrirtœhifrá Nova Scotia verða með sýningarbása á Hótel Sögu 22. mai enfulltrúar þeirra verða einnig i Háshólabiói 23. og 24. mai. Advance Laboratories Ltd. - framleiðir umhverfisvæn hreinsiefni fyrir allan iðnað. Atlantic Canada World Trade Centre - styrkur þess felst í viðskiptaráðgjöfum fyrirtækisins um heim allan sem þjóna aðildarfyrirtækjum. Beachcomber Enterprises - minjagripir og gjafavðrur sem tengjjast sjó og sjómennsku. Frekari upplýsingar: Aðalræðisskrifstofa Kanada. Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavik. Merkt: Nova Scotia/Iceland Program. Sími: 568 0820. Fax: 568 0899. ivom\ Láttu sjá þig á Nova Scotia dögunum sem haidnir verða dagana 22. - 24. maí nk. Hingað fjölmenna fulltrúar ferða-. viðskipta- og menntamála með ítarlegar upplýsingar um land og þjóð í máli og myndum. Cherubin Metal Works Ltd. - fjölbreytilegt og nýjungagjamt fyrirtæki i málmiðnaði og framleiðslu. Divers World - allt fyrir kafarann. Dow & Duggan Log Homes - bjálkahús i einingum, stór og smá. Dover Mills Ltd. - einn framsæknasti komframleiðandi Kanada. Eyking Brothers Farms Ltd. - rækta margar tegundir grænmetis. Kenny & Ross - þaravinnsla og framleiðsla á fiskilími og gelatíni úr fiskroði. Lord's Nova Balsam Christmas - ræktar og selur jólatré og kransa. Maritime Paper Products Ltd. - framleiðir allar gerðir af bylgjupappir. Phoenix Aerotech Ltd. - framleiðir Phoenix Wailer, nýtt og háþróað tæki til að fæla fugla frá flugvöllum. Scotian Gold Copperative Ltd. - fulltrúi fyrirtækja sem rækta um 25% af heildarmagni ávaxta í Nova Scotia.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.