Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1996, Blaðsíða 10
10 MIDVIKUDAGUR 15. MAI1996 Spurningin Ertu búin(n) að fá þér útsæði? Ólafía Ársælsdóttlr kennari: Nei, ég geymi það þar til um næstu helgi. Ágúst Almy nemi: Nei, ég set ekki niður kartöflur núna, ég hef svo mikið að gera í prófunum. Björk Hafliðadóttir heimavinn- andi: Nei, ég ætla ekki að fá mér útsæði. Ríkharður Rósmundsson, vinnur á Vífilsstöðum: Nei, ég er nú ekki búinn að því. Helena Lind Ragnarsdóttir verkakona: Nei, ég ætla ekki að gera það. Lesendur Hvalfjarðarævintýrið Ólafur Guðmundsson vélstj. skrifar: Ég er þess fullviss að meirihluti þjóðarinnar er á móti neðansjávar- göngum og hefði heldur kosið brú yfir Hvalfjörð. Af þeirri umræðu að dæma sem farið hefur fram virðist meirihluti þess fólks og þeirrar um- ferðar sem er á leið vestur og norð- ur í land ætla að sneiða hjá göngun- um. Það hræðist þau. - Ég er nærri viss um að væri þarna til staðar hvort tveggja, göng og brú, veldu allir brúna en enginn góngin. Það hefur verið rætt um hagnað af göng- unum komist þau í gagnið. Að mínu mati verður um verulegt tap að ræða og engan veginn svara kostn- aði að halda þeim opnum. Öryggið er einn þátturinn og hann mun verða dýrkeyptur. - Mannskap þarf allan sólarhringinn, þrjá menn hvoru megin, öflugan dráttarbíl með slökkviútbúnaði ef slys ber að höndum, tvöfalt loft- ræstikerfi, myndband á nokkrum stöðum í göngunum, ásamt sím- stöðvum fyrir farþega ef eitthvað ber út af og vararafstöð verður að vera á staðnum ef rafmagn fer af kerfinu (i sambandi við loftræsti- kerfið) en það þarf að vera stöðugt á vegna mengunarinnar. Þama þarf og að vera bátur til staðar til að flytja yfir það fólk sem ekki vill fara göngin. Þannig er ekki hægt að reikna með að allir úr t.d. 40-60 manna rútubíl vilji ferðast neðansjávar og því verður að bjóða því fólki bátsferð yfir fjörðinn. - Að sjálfsögðu verður að taka tillit til farþeganna. Væri brú yfir Hvalfjörðinn þá væri þetta ekkert vandamál, fólk nyti bara útsýnisins og brúin myndi skila hagnaði. íslendingar ferðast mikið um helgar og leiðin hefur oft- ast legið austur fyrir fjall. Brú yfir Hvalfjörð myndi skapa nýja leið fyr- ir ferðafólk helganna í Borgarfjörð - brú fremur en göng Flestir veldu brúna yfir Hvalfjörð en ekki göngin væri hvort tveggja til stað- ar, segir m.a. í bréfinu. og lengra. Það færi kannski eins konar Hvalfjarðarhring. Ég hef enn fremur hugleitt hvað verður um allt það jarðefni - grjót og annað - sem kemur úr göngun- um. Skyldi hugmyndasmiðunum að göngunum ekki hafa dottið í hug að efnið mætti nota til að fylla upp garða beggja vegna Hvalfjarðar fyr- ir brú sem koma hlýtur síðar meir? Ef góngin komast nú ekki í gagnið eða bresta væri búið að undirbúa mikið fyrir brúargerð og spara miklar fiárhæðir fyrir þjóðarbúið. Þetta er umhugsunarefni fyrir þá sem stjórna og taka ákvarðanir gegn vilja fólksins í landinu. En það er fólkið sem borgar brúsann. í komandi forsetakosningum hefði verið upplagt að viðhafa sam- hliða atkvæðagreiðslu um það hvort fólk vill göng eða brú yfir Hvalfjörð. Þá hefði þjóðin borið ábyrgðina á Hvalfjarðarævintýrinu. Funklistinn ofan á Páll Árnason skrifar: Þeir eru daufir í dálkinn stjórn- málamennirnir fyrir vestan. Það er komið í ljós að fólk hefur ekki meiri trú á stjórnmálaflokkunum en svo að nýr listi ungs fólks, svonefndur Funklisti, fær mikinn framgang. Ætla þeir funklistamenn að halda áfram að grínast eða ætla þeir að taka á málunum af alvöru? Svona eru þeir að spyrja, sumir sem eru í óngun sínum vegna sigurs funk- listamanna. - Ég spyr á móti: Hafa stjórnmálin hér á landi yfirleitt ver- ið mikið annað en grín? Hefur eitt- hvað verið að marka þá menn sem sitja í stöðum og embættum ríkis- og sveitarstjórna? Sigur Funklist- ans er svar kjósenda við óstjórn, undirferli og hagsmunapoti einstak- linga innan íslenskra stjórnmála. Hildur Sigurðardótttr húsmóðir: Nei, ég ætla ekki að setja niður kartöflur, ég borða þær bara. Sægreifar skæla hátt: Nokkrar spurningar til formanns LIU Sigfús Skúlason trillusjómaður skrifar: í tilefni umræðna um síðustu at- burði í sjávarútvegsmálum - ekki síst þá er varða trillusjómenn beint - langar mig til aö beina eftirfar- andi spurningum til formanns LÍÚ: 1. Voru það ekki togarar og títt- nefnd „ryksuguskip" sem eyðilögðu Nýfundnalandsmiðin? 2. Var Hannes Hafstein að hætta mannslífum að óþörfu við togara- töku um síðustu aldamót? 3. Voru ekki botnvörpur þess tima eins og barnaleikföng miðað við „ryksugurnar" nú á dögum? 4. Er gott fyrir umhverfi og hrygningarstaði þorsksins og ann- arra fisktegunda að „hefla" hraun- botn með stórvirkum veiðarfærum „Eru „ofurtrillur" höfuðóvinír þorsksins og annarra fisktegunda?" spyr bréf- ritari m.a. HÍiÍiÉ! þjónusta allan sólarhringii sima heðWhritigidí JL^^sso 5000 milli kl. 14 og 16 nútímans? 5. Eru togveiðar og dragnótaveið- ar betri, verri eða jafn vistvænar og handfæraveiðar? 6. Veit formaður LÍÚ að 80-90% af þorski, sem veiðist á handfæri og er sleppt, lifa? 7. Þurfa stórútgerðir frystitogara að leigja gjafakvóta á 80-90 kr./kg til að bjarga úthafsveiðum sínum? Og má ekki kalla þau „þrælaskip" sem leigja þann kvóta á svo háu verði? 8. Hefur Landhelgisgæslan verið á villigötum við að taka dragnóta- og togskip á árum áður þar sem nú eru „lögleg togsvæði"? 9. Eru „ofurtrillur" og aðrir smá- bátar höfuðóvinir þorsksins og ann- arra fisktegunda? Hér er nóg komið af spurningum en gætu verið mun fleiri. Þar á með- al varðandi það sem sægreifar halda fram; að smábátar hafi farið fram úr áætluðum afla. Sem að visu er rétt en um leið gleyma þeir hve gífurlegu magni fisks er kastað af kvótaskipunum. - Telji formaður LÍÚ einhverjar spurninganna of vis- indalegar ætti ekki að vera í kot vís- að hjá spekingum LÍÚ og Fiskistofu. Með fyrirfram þakklæti. IKEA sannar gíldí sitt Jón Þórðarson skrifar: Skyldi íslenskur húsgagna- iðnaður ekki bara hafa farið svona illa af of hárri verðlagn- ingu einni saman? IKEA er gott dæmi um hinar ágætustu vörur og raunar flest sem mann van- hagar um innanstokks á mjög sanngjömu verði. Ágætar bóka- hillur keypti ég t.d. á 11 þús. kr. eininguna sem er boðin á rúmar 20 þús., og það á rýmingarsölu, annárs staðar. Einnig fullkomið skriíborð af algengri stærð á um 20 þús. kr. en kostar tæpar 40 þús. kr. á sömu „rýmingarsölu" sem ég heimsótti. - Það virðist því sem IKEA sanni gOdi sitt á íslenskum markaði. Fótafúnir veð- urfræðingar? Eyþór hringdi: Mér finnst alveg dæmalaust að veðurfréttir hér í sjónvarpi skuli enn vera eins og þær voru á fyrstu dögum íslenska sjón- varpsins. Alls staðar eru hvers kyns kort, skýjafar og lægðir, vindur og hiti sýnt með effektum sem eru sem raunverulega hreyfingar. Hér situr veðurfræð- ingur með sitt prik eins og fóta- fúið gamalmenni og bendir og bendir. - Kemur alltaf upp í huga mér „Sitting Bull"-ímynd- in. En gamanlaust: Má ekki tæknivæða veðurfréttir og lána þá veðurfræðingum staf eða prik aö staulast við? D-listann skorti hugul- semina Árný hringdi: Ég las skondna frétt i DV sL mánudag. Þar sagði - í máli og mynd - af tyeimur frambjóðend- um á ísafirði; Þorsteini nokkrum, efsta manni D-lista sem átti afmæli á kjördag, og svo Hilmari, efsta manni hins nýja Funklista þar vestra. Hilmar þessi færði efsta manni D-listans óvænta afmælisgjöf í tilefni tíma- mótanna. Þetta er hugulsemi sem lýsir kannski hvað þeir frambjóðendur á Funklistanum eru árvökulir. Ekki virtist sömu hugulsemi hafa gætt I garð efsta manns Funklistans frá neinum hinna srjórnmálaflokkanna. Er von á öðru en fylgistapi? Fagnafram- boði Jóns Ragnar Sigurðsson skrifar: Ég er einn þeirra sem fagna því innilega ef Jón Baldvin Hannibalsson lætur til skarar skríða og býður sig fram til for- seta Islands. Það má búast við al- vöru kosningabaráttu ef svo verður, enda ekkert sjálfsagðara en tekist sé verulega á um emb- ætti forseta landsins líkt og ann- ars staðar. Forseti íslands á ekki að sitja í neinu silkiembætti eða vera smjattpatti á innlendum eða erlendum vettvangi. Okkur vantar ekki markaðsmann á Bessastaði heldur gáfaðan og skýran „folketaler" líkt og karl faðir Jóns var talinn hér á sín- um tíma. Embættinu væri borg- ið með Jóni Baldvin og hinni frá- bæru konu hans, Bryndísi. Vopnaða löggæslu Elsa skrifar: Ég get ekki séð annað en hér verði að koma upp vopnaðri lóg- gæslu. Þjóðfélagið er gegnsýrt af spillingu og spellvirkjar vaða uppi með aðsúg aö fólki og eign- um þess. Er eitthvað að.því að hafa vopnaða löggæslu líkt og alls staðar annarp staðar? Óbóta- menn láta sér fátt fyrir brjósti brenna annað en löggæslu sem hefur í fullu tré við þá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.