Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1996, Blaðsíða 7
[ MIDVIKUDAGUR 15. MAI1996 Sandkorn Fljótamaður forfallast Ritsrjórar hér- aðsfréttablaöa vita það manna best hvað það er er- fitt að vera fá- liðaðir. Á Feyki á Sauð- árkróki gegnir hörkutól mikið úr JTjótunum öllum störfum sem nöfnum rjáir að nefna og er svo um fleiri landsbyggðarblöð. Svo vel vill til að Fljótamaðurinn félagi okkar er maður heilsuhraustur og því hafa aldrei orðið vanhöld á út- gáfu blaðsins i þau átta ár sem hann hefur starfað þar. Nú brá hins vegar svo við að þann 1. maí kom ekkert blað út eins og þó haföi verið boðað. Skýringin kom í lítilli klausu í fyrsta tölublaði maimánaðar. Ritsrjóri blaðsins. blaðamaöur, ljósmyndari, auglýs- ingastjóri, skrifstofumaður, rukk- ari og sendill „veiktust allir í einu". Ekki þú líka, Jón Baldvin Jón Baldvin Hannibalsson fór til ísafjarð- ar skömmu fyrir sögulegar kosningar þar til bæjarsrjórn- ar og var ætl- unin að þjappa saman flokks- mönnum enda útlit fyrir að Alþýðuflokkur- irin þurrkaðist út í sjálfum kratabænúm. Hvort sem það er Jóni Baldvin að þakka eða ekki þá náði einn alþýðuflokksmaður sæti i bæjarstjórn. Á baráttufundi krata bar það hins vegar helst til tíðinda að ekki færri en fimm stigu í pontu og báðu Jón „í öllum bænum að fara nú ekki i forseta- framboð". Ölið sopið úr pappaglösum Frá Akureyri eru sögð þau tíðindi að veit- ingamenn eigi I vandræðum meðaðfá heimild bæjar- ins tíl að selja öl utandyra. Vilja kráaeig- endur skenkja gestumog gangandi öUð úti þegar sólin skín og nú munu þeir hugsa gott til glóðar- innar ef i hönd fer sólríkt sumar. En á Akureyri má bara drekka bjór innan fjögurra veggja og með þaki yfir. Þó sannast í þessum máli eins og svo mörgum öðrum að krókar eru fram hjá öllum lög- um. Noröanmenn serja nefnilega ölið i pappaglös og með þau gjös má fara út ef þjónarnir „sjá það ekki" og þegar út er komið sér lögreglan ekki hvað er í glösun- um. Veitingarnar sjást hins vegar á gestunum með tíð og ttma. I skjóli veður- stofustjóra Á Vopnafirði eru menn líka að hugsa um öl og sól. Þar hefur nú verið opnaður Veð- urbarinn og mun nafngift- in eiga að minna fólk á að veður eru hvergi blíðari en á Vopna- firði. Veður- barinner skreyttur veðurkortum og veður- skeytum frá Vopnafirði. Þar er t.d. greint frá að hiti fór yfir 30 stig í jýni árið 1988 og fleiri heitar frétt- ir eru úr veðurlífi fjarðarins. Til að kóróna allt hefur Magnús Jóns- son veðurstofusrjóri verið útnefnd- ur vemdari staðarins. Hann var þó ekkl viðstaddur formlega opn- un á dögunum, enda veðurtepptur í Reykjavik... Umsjón: Gísli Kristjánsson Fréttir Togarar mokveiða karfann á Reykja- neshrygg DV, Sauöárkróki: Skagafjarðartogararnir, Málmey og Skagfirðingur, hafa veitt mjög vel á karfamiðunum á Reykjaneshryggnum að undanförnu. Málmey er nýkominn með á fjórða hundruð tonn af unnum fiski að verðmæti 35 millj. króna. Unn- in voru um borð 30 tonn á sólarhring. Skagfirðingur hefur eingöngu veitt karfa og landar í vikunni um 300 tonn- um eftir 10 daga veiðiferð. „Við vinnum karfann líka á Krókn- um þegar um svona mikið magn er að ræða. Gott fyrir okkur að þetta gengur svona vel á úthafsveiðunum þar sem sá afli er utan kvóta. Þá eru hin skipin í grálúðu og þar er um ódýran kvóta að ræða. Ágætis reytingur hjá Hegranes- inu, Skafta og Klakk í Víkurálnum," sagði Gísli Svan Einarsson útgerðar- stjóri Skagfirðings. -ÞÁ V^ HERRABUXUR ^ 3.900, áður 5.900 ULLARJAKKAR 6.900, áóur 12.900 ULLARFRAKKAR 7.900, áður 15.900 GEFJUN HERRAFATAVERSLUN SNORRABRAUT 56 SÍMI 552 2208 S-K-l-F-A-N DprrKior\riiMM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.