Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1996 9 DV Útlönd Efni sem dregur úr frjósemi finnst í barnamjólk í Bretlandi: Stjórnvöld sökuð um yfirhylmingu - landbúnaöarráöuneytiö segir enga hættu á feröum Læknar og neytendafélög sökuðu bresk stjórnvöld í gær um að hylma yfir sannanir um að nokkrar al- gengustu tegundir barnamjólkur innihaldi efni sem gæti dregið úr frjósemi. Aðilar þessir krefjast þess að breska landbúnaðarráðuneytið upp- lýsi í hvaða níu tegundum barna- mjólkur megi finna svo mikið af efninu phthalates að það hefur dreg- ið úr magni sæðisfrumna hjá til- raunastofurottum. „Mæðrum mun finnast þetta skelfilegt," sagði John Chisholm hjá bresku læknasamtökunum. „Þær eiga heimtingu á að vita allar stað- reyndir málsins svo þær geti valið mjólk sem er hættulaus." Landbúnaðarráðuneytið, sem liggur þegar undir miklu ámæli fyr- ir meðhöndlun sina á kúariðumál- inu, sagði að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur. „Það er engin hætta á ferðum. Þetta er óæskilegt. Við erum að vinna í málinu. Það er engin ástæða til að nefna tegundina á nafn,“ sagði Tim Boswell aðstoðarlandbúnaðar- ráðherra í samtali við breska út- varpið, BBC. Samtök framleiðenda barna- mjólkurblöndu sögðu að fréttirnar gætu „valdið óþarfa ótta hjá mæðr- um“. Samtökin sögðu að nýleg rann- sókn á vegum landbúnaðarráðu- neytisins á phthalates í matvöru hefði sýnt fram á mjög lítið magn efnisins í fæðukeðjunni, þar á með- al í mjólkurblöndum fyrir ungbörn. „Magnið er vel innan hættu- marka og ungbörnum stafar engin hætta af,“ sagði í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér. Neytendasamtökin bresku sök- uðu stjórnvöld um að láta viðskipta- hagsmuni ráða ferðinni. Gavin Strang, þingmaður Verka- mannaflokksins, sem er í stjórnar- andstöðu, sagði: „Það er ekkert sem réttlætir þennan leyndarhjúp. Mæð- ur verða áhyggjufullar, þær eru að leita ráða og almenningur á að fá að vita hvaða tegundir um er að ræða.“ Umrætt efni, sem notað er til að mýkja plastefni eins og PVC, er víða að finna í náttúrunni og það er eitt þeirra efna sem vísindamenn kenna um fækkun sæðisfrumna hjá körl- um á Vesturlöndum. Reuter JAKKARIMIR KOMNIR AFTUR Pantanir óskast sóttar KRINGLUNNI SfMI 581 1717 Franska leikkonan Ariele Dombasle virðir frétta- menn í Cuernavaca í Mexíkó fyrir sér þegar til- kynnt var um gerð myndarinnar Dagurinn og nóttin. Arieie mun leika í myndinni á móti Alain Delon og Marianne Decourt, meðal annarra. Leikstjóri verður Fransmaðurinn Bernard-Henri Lévy, öllu þekktari sem heimspekingur en kvik- myndagerðarmaður, þótt hann hafi eitthvað fengist við hið síðarnefnda. Símamynd Reuter Norðmenn komn- ir í hvalastríð við umheiminn DV Kaupmannahöfn: Hvalveiðistríð Noregs við umheiminn hófst fyrir alvöru í síðustu viku þegar 30 hvalveiði- skip hófu veiðar á þeim 425 dýrum sem veidd verða í ár. Hörð viðbrögð hafa komið frá mörg- um löndum, meðal annars Þýskalandi og Banda- ríkjunum. Hvalfriðunarsinnar hafa þegar hafið aðgerðir og strax í byrjun mánaðarins hóf Paul Watson skæruhernað sinn þegar hann viður- kenndi að hafa reynt að sökkva hvalveiðiskip- inu Elin Toril í Lofoten. Stuðningsmenn hans opnuðu lokur í skipinu en áhöfnin náði að bjarga því. Kjötið af dýrunum sem nú verða veidd fer á innanlandsmarkað en hvalveiðimenn vonast til þess að útflutningur verði heimilaður. Er þá einkum horft til hvalspiksins en Japanar borga 5-30 þúsund krónur fyrir kílóið. Spikið er meg- inuppistaðan í hvalabeikoni sem Japanar elska. Á heimamarkaði er hvalkjötið dýrara en innan- lærisvöðvi úr góðu nauti. -pj MONGOOSE AVONGOOSE Oryggishjálmur, (JAGO 304) fylgir hverju hjóli FRITT á meðan tilboðið stendur yfir! Fjallahjól í öllum stæröum og mikið úrval fylgihluta. Sérhannaðir hnakkar og hjólafatnaður fyrir konur frá Terry. Komdu við, kiktu á hjól og aukabúnað og fáðu eintak af nýjum bæklingi! CAP leiéandi á sínu sviðí FJALLAHJÓLABÚÐini - FAXAFENi 14 - REYKJAVIK - S: S68 5580 - netfang: gap@centrcmt.is Sýna þarf aðgát á öflugu hjóli og nota hjálm. Mongoose Sycamore, alvöru fjallahjól með ýmsum aukabúnaði. ...og eitt af því er vandað reiðhjól sem hentar við íslenskar aðstæður. Mongoose alvöru fjallahjól hafa fyrir löngu sannað sig við íslenskar aðstæður, - um það geta mörg þúsund eigendur vitnað. Reiðhjólahjálmar eru nauðsynlegir til að verja höfuð þeirra sem ferðast á hjóli og Ieggjum við hjá GÁP Fjallahjólabúðinni mikla áherslu á það atriði. Til að tryggja viðskiptavinum okkar aukið öryggi efnir GÁP Fjallahjóiabúðin til HJÁLMADAGA í versluninni og fylgir nú frír hjálmur hverju reiðhjóli til I. júní. Hugsaðu um öryggið - það gerum við !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.