Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1996 11 r>v______________________________Fréttir Þangskurður aldrei hafíst fyrr: Þörungaverksmiðjan að verða ábatasamt fyrirtæki - í samvinnu bandaríská fyrirtækisins NKC og heimamanna DV, Hólmavik: Víða um landið koma fram áhrif hins nýliðna og milda vetrar. Hjá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum hófst þangskurður 12. apríl sem er um það bil mánuði fyrr en venjulega og hefur líklega ekki hafist fyrr að vori frá upphafi þangskurðar á þessu svæði, að sögn Bjarna Óskars Hall- dórssonar framkvæmdastjóra. Hann segir skilyrðin í sjónum vera með allra besta móti þetta árið. Lítill ís hafi verið á Breiðafirði í vet- ur og í stuttan tíma. Hvort tveggja sé ólíkt venju og það eigi sinn þátt í hve allt sjávarlíf býr nú við góðar að- stæður. „Starfsemin öll byggist á afar vist- og umhverfisvænum grunni því lík- legt má telja að það sé aðeins til bóta fyrir lífríkið að þangið sé skorið á þetta fjögurra til fimm ára fresti eins og venja hefur skapast um og það er ekki hugsanlegt að þessi auðlind beri af því skaða,“ segir Bjarni. Sölumálin hafa verið í góðu horfi upp á síðkastið og verð heldur farið hækkandi. Straumhvörf urðu á vor- dögum er varðar eignahlutfóll í verk- smiðjunni þvi þá urðu eigendaskipti að 67% hlutabréfa sem voru í eigu is- lenska ríkisins þegar Nutra Sveet Kelco Company (NKC), sem er dótt- urfyrirtæki stórfyrirtækisins Mons- anto, keypti hlut íslenska ríkisins á Þörungaverksmiðjan á Reykhólum. tæpar 30 milljónir króna. Monsanto er bandarískt fyrirtæki sem veltir milljörðum dollara árlega. Helsta ástæðan fyrir kaupunum er sú að verksmiðja NKC í Girvan í Skotlandi hefur verið stærsti við- skiptavinur þörungaverksmiðjunnar frá upphafi starfseminnar fyrir um 20 árum. Nú vill þetta stórfyrirtæki með eignaraðild sinni tryggja sér hráefni til framtíðar. í fréttatilkynningu segja hinir nýju eigendur að þeir fari út í þessa fjárfestingu vegna þess að þeir telji að hægt sé að breyta verksmijunni I ábatasamt fyrirtæki í samvinnu við heimafólk á Reykhólum og það verði forgangsverkefni að útvega tækni- og fjárhagslegan stuðning til þess að tryggja að núverandi starfsemi eflist DV-mynd Guðfinnur sem mest. Þá segjast þeir munu ráð- stafa afrakstrinum í samræmi við endurnýjun auðlindarinnar sem sé lykilatriði í alheimsstarfsemi NKC. Bjarni Óskar framkvæmdastjóri segir að fljótlega verði haflst handa við endurbætur bæði á húsnæði og búnaði eins og þurrkara verksmiðj- unnar. Þá verði einnig bætt við prömmum til að slá þangið og al- mennt megi segja að fram undan sé frekar bjart og meira öryggis og festu muni gæta en verið hafi lengi. Verksmiðjan nýtir heitt vatn úr þremur borholum sem henni til- heyra. í vetur voru starfsmenn 17-18 en verða 22-23 í sumar en aúk þess vinna nokkrir sem verktakar við þangskurð og fleira. -GF Sumarskólinn sf. Eins og undanfarin sumur veröur Sumarskólinn sf. með kennslu í fjölmörgum framhaldsskólaáföngum. Yfír 40 áfangar veröa í boöi. Kennt verður samkvæmt námskrá Menntamálaráöuneytisins. Allir áfangar eru matshæfir. Skólinn hefst 31. maí og lýkur 3. júlí. Kennt veröur á kvöldin í Háskóla íslands. Skólagjald er kr. 12.900 fyrir einn áfanga, en kr. 18.900 fyrir tvo áfanga. Nemendur mega mest taka tvo áfanga. Innritun verður virka daga frá 20.-29. maí kl. 16:30-19:00 I Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi. Nánari upplýsingar fást í símum 565-6484 og 564-2100. Elliðaárnar: Kýla- veiki komin til að vera Talið er mjög ólíklegt að hægt sé að komast fyrir kýla- veiki í Elliðaánum þrátt fyrir miklar sóttvarnaraðgerðir. Veikin greindist þar i fyrrasum- ar og hníga sterk rök að því að hún hafi borist þangað með flökkufiski. Kýlaveiki er land- læg erlendis en ekki er vist að sjúkdómurinn þurfi að hafa mikil áhrif á laxaframleiðslu hér því að reynslan sýnir að stofnar erlendis byggja upp ákveðið ónæmi fyrir honum og blossar hann þá aðeins upp við vissar aðstæður svo sem í mikl- um hita og litlu vatnsrennsli. Þá eru um þessar mundir að hefjast víðtækar rannsóknir, sem Reykjavíkurborg stendur fyrir, á vatnasvæði Elliðaánna. Metin verða áhrif orkufram- leiðslu og aukinnar byggðar á ámar ásamt fleiri þáttum. Hingað til hefur skólpi verið hleypt í sjóinn við ósa ánna. Fyrirhugað er að ráða bót á því á næsta ári og er það liður í því að fegra strendur borgarinnar. Regnvatn verður þó ennþá leitt í árnar og eru engar áætlanir uppi um að breyta því. Mikið hefur verið lagt upp úr þvi að engin röskun verði á El- liðaánum eða lífríki þeirra með- an á framkvæmdum við brýr á Vesturlandsvegi stendur. Nefna má sem dæmi að verktakinn má ekki setja neitt sem tengist brú- arsmíðinni ofan í árnar né skemma bakkana næst þeim. Framkvæmdir eru nú vel á veg komnar og er stefnt að þvi að El- liðaárbrúin sjálf verði steypt í kringum 15. júní en fram- kvæmdum á að vera lokið 1. október. -SF Ég skipti líka á Sierrunni minni og Baleno Inga Lóa Armannsdóttir og dóttir hennar Sanara Þorvaldsdóttir Komdu sjálfum þér oq fjölskyldu þinni á óvart. Prufukeyrðu Baleno í dag! SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.