Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Side 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1996
Spurningin
Ertu hlynnt(ur) hvalveiðum?
Edvin Fernando nemi: Nei, mér
finnst hvalkjöt vont.
Arnar Snæbjörnsson nemi: Mér
er alveg sama.
Lárus Þorvaldsson vélstjóri:
Já, ég er hlynntur þeim.
Stefán Sverrisson rafeinda-
virki: Já.
Sigrún Björnsson hjúkrunar-
fræðingur: Ég er á báðum áttum.
Gylfi Sigurjónsson sjómaður:
Jahá, það má drepa þá alla.
Lesendur_________________
Hvernig forseta?
Guðrún Pétursdóttir forsetaframbjóðandi. - „Kemur fram sem allra jafningi
með hlýlegum og eðlilegum hætti,“ segir bréfritari m.a.
Jóhanna G. Möller söngkona
skrifar:
Eðli forsetaembættisins veldur
því að miklu skiptir hverjir per-
sónueiginleikar þess eru sem því
gegnir. Kynferði þess sem situr á
Bessastöðum skiptir mig því litlu
máli. En ég vil fá á Bessastaði for-
seta sem sökum greindar sinnar,
menntunar og dómgreindar er við-
ræðuhæfur hvar sem hann fer, hér
heima eða heiman, við hvern sem
er. Allt frá þeim sem kallaðir eru
höfðingjar til hinna sem ekkert eiga
undir sér - allt frá þeim sem notið
hafa bestu menntunar og skara
fram úr til hinna sem hafa orðið að
sætta sig við minna.
Ég treysti Guðrúnu Pétursdóttur
til að uppfylla þessar kröfur. Víð-
tæk menntun hennar, bæði á sviði
hugvísinda og raunvísinda, ljá
henni óvenju víða sýn. Persónugerð
hennar hefur forðað henni frá að
hreykja sér af velgengninni, þannig
að hún kemur fram sem allra jafn-
ingi, með hlýlegum og eðlilegum
hætti.
Ég met sjálfstæði fólks mikils.
Þeir sem ekki eru bundnir á klafa
flokka eða valdakerfa eða múl-
bundnir af hagsmunatengslum eru
mér að skapi. - Forseti þarf að vera
sjálfstæður og frjáls og kunna að
beita því frelsi, ef og þegar þörf
krefur. Guðrún Pétursdóttir á þetta
frelsi. Það er henni eðlislægt. Hún
þorir að beita því og kann að fara
með það.
Fortíð hennar hefur ekki fjötrað
hana. Kannski háir það henni í
kosningabaráttunni að geta ekki
skírskotað til hollustu sinnar við
flokksmaskínur eða fésýslumenn.
Mér segir þó svo hugur að þegar al-
menningur í landinu fer að skoða
hug sinn í alvöru, þegar kjördagur
nálgast, kunni hann að meta
einmitt þetta - að hún er ein af okk-
ur.
Menntun og mannúð eru þættir
sem ég veit að Guðrún Pétursdóttir
mun leggja áherslu á í embætti
þjóðhöfðingja. Slíkan þjóðhöfðingja
þurfum við sem fremstan meðal
jafningja þegar við göngum á vit
nýrrar aldar. - Og svo spiliir ekki
að hann hafi skopskyn.
Skinhelgi verkalýðsforystunnar
2/3 atkvæða þarf á ASÍ-þingi
Guðmundur Ólafsson skrifar:
Flestir munu vera sammála því
að þing Alþýðusambands Islands,
sem nú er afstaðið, hafi verið meira
og minna innanhússkarp milli for-
ystusveitar launþegafélaganna um
hverja ætti að kjósa til mannaforr-
áða. Á þinginu var „plottað sundur
og saman“ eins og einn lítið eitt
beiskur stuöningsmaður fulltrúa
Verkamannasambandsins orðaði
það í einu dagblaðanna. Þingið var
einn allsherjar vígvöllur fyrir upp-
steyt gegn núverandi stjórnvöldum
og endaði í fjöldaflutningum þátt-
takenda til Reykjavíkur til að steyta
hnefana framan í einn ráðherra og
forseta Alþingis.
Og ekki er samræminu fyrir að
fara og sýnir að verkalýðsforystan
er vanhæf til að standa fyrir fjöl-
mennum samtökum á borð við laun-
þegahreyfingu. Á ASÍ-þinginu var
borin fram tillaga frá einum fulltrú-
anum og fékk hún um 54% atkvæða.
En það nægir ekki þar, því í lögum
ASÍ segir að tillaga verði að ná 2/3
atkvæða til að verða samþykkt!
Á Alþingi hefur verið í bígerð ný
löggjöf um verkföll og vinnudeilur
m.a., þ. á m. skynsamlegt ákvæði
um að verkfallsboðun í launþegafé-
lögunum þurfi að hafa a.m.k. 1/3 fé-
lagsmanna svo að verkfallsboðun
teljist lögmæt. Þá ætla verkalýðsfor-
ingjar að rífa úr sér augun af undr-
un og hneykslan og segja að hér sé
um að ræða aðför að verkalýðs-
hreyfingunni! - Jafnvel þótt laun-
þegar vilji losna undan áþján svo-
nefndra stjórnenda verkalýðsfélag-
anna.
Byggingaþröng við Listabraut
K.I. skrifar:
Tilgangurinn með þessum línum
er að koma á framfæri óánægju
minni og annarra íbúa í nágrenni
við mig varðandi úthlutun nokk-
urra lóða og bygginga sem fyrir-
hugað er að byggja við Listabraut
hér í Reykjavík. Þarna er m.a. um
að ræða byggingu fyrir SÁÁ, Rauða
krossinn og heilsugæslustöðvar.
Búið er að auglýsa byggingu SÁÁ
og Rauða krossins, en svo virðist
sem aðrar og fleiri byggingar eigi
lika að setja þarna niður.
Það vantar ekki að sífellt sé rætt
um að hafa íbúðarhverfin það sem
kallað er „manneskjuleg", og þetta
svæði hefur manni fundist að væri
tilvalið fyrir fólkið. Þarna fá sér
margir göngutúr og þarna eru böm
að leik. Einmitt í samræmi við hið
manneskjulega umhverfi (svo ég
noti það orð enn einu sinni). Þetta
þjónusta
allan
i sima
5000
i kl. 14 og 16
Afstöðumynd lóðar og þeirra húsa sem væntanleg eru við Listabrautina.
svæði væri upplagt til að hafa á
bekki, tré, jafnvel tjörn. - Eitthvað
fyrir fólkið.
Þegar R-listinn komst í borgar-
stjórn var talað digurbarkalega um
þessi atriði. Núna er hverri bygg-
ingunni eftir aðra klúldrað upp og
þrýstihópar látnir ráða því hver fær
lóðirnar. Kannski þarf R-listinn að
hugsa til næstu kosninga. En mér
er sama. - Umferðin í kringum
svona mörg hús með þetta víðtæka
starfsemi mun skapa algjört hættu-
ástand.
Byggingar eins og fyrir SÁÁ og
Rauða krossinn geta auðveldlega
verið utan borgarmarkanna. Ef til
vill spurning um heilsugæslustöð,
enda væri sú bygging nóg á þessu
svæði, þegar tekið er tillit til hinn-
ar stóru byggingar Ríkisútvarpsins
og lóðarinnar sem hún stendur á og
klipið er nú af til úthlutunar fyrir
allar viðbótarbyggingarnar.
Áburðarlaust
Kristin hringdi:
Ætla bændur að láta bjóða sér
eina ferðina enn þessa einokun?
Nú hefur verið áburðarlaust í
a.m.k. hálfan mánuð og samt var
ekki lægsta tilboði tekið erlendis
frá en nokkur tilboð bárust um
áburð. Þótt innflutningur sé nú
frjáls á áburði er staðreyndin sú
að Áburðarverksmiðjan er með
allan markaðinn og því ætlast
menn til að varan sé til þegar
menn þurfa á henni að halda
eins og framkvæmdastjóri
Áburðarverksmiðjunnar tekur
réttilega fram í DV sl. þriðjudag.
Því er nú aðeins eitt ráð til - að
standa sig.
Amerísku gólf-
teppin fást
ekki
Ragnar skrifar:
Ég var að lesa bréf sem fjallaöi
um amerísk gólfteppi sem sögð
eru vera með þeim betri þar sem
á annaö borð er mikið gengið og
álag umtalsvert. Ég hef sömu
reynslu af amerískum gólftepp-
um sem eru algengust á markaði
þar vestra. En hér á landi fást
þessi teppi ekki og tel ég ástæð-
una vera þá sem tiltekin var í
áðurnefndu bréfi - að verslanir
hér vilji ekki bjóða þau til sölu
vegna þess að þá yrði salan mun
dræmari þegar fram liðu stundir
vegna hinnar góðu endingar.
Þessu er samt óþarfi að kyngja
átölulaust og þurfa teppakaup-
menn að gefa frekari skýringar
en ég hefi ekki séð neina frá
þeim um málið.
Vond er
vafasöm fortíð
Ingibjörg Jónsdóttir skrifar:
Mér finnst það færast i vöxt að
stjórnmálaflokkar og jafnvel ein-
stakir stjórnmálamenn séu að
ráða til sín eða hafa á sínum
snærum ýmsa þá sem teljast
verða hafa vafasama fortíð. Þetta
var nú einu sinni kallað að hafa
ekki gott „rygte“ upp á dönsku.
Og svona menn, sem kannski
eru gjaldþrota eða hafa verið
orðaðir við fjármálaróstur eða
annað þaðan af verra, eru ekki
heppilegustu pappírarnir fyrir
stjórnmálin eða einstaklinga
innan þeirra til að byggja upp
trúnaðartraust við flokksmenn
eða kjósendur almennt.
Furðulegt ASÍ-
þing
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Mikið hefur verið rætt um allt
og ekkert á undangengnu ASÍ-
þingi en það er lítið talað um að
lækka starfsaldur niður í 65 ár,
þótt margir kjósi ekkert fremur
en að fá þeim reglum breytt. Og
ekkert er minnst á alltof lágan
lífeyri við starfslok. Krafan ætti
að vera: skattleysi þegar menn
hætta störfum. Vaknið nú,
ágæta ASÍ-forusta. Við treystum
ykkur en ekki ríkisvaldinu.
„Rage against
The Machine“
Örn Sigurösson skrifar:
Nýlega sá ég myndband með
nýju lagi, Rage against the
Machine. Æðisgengið lag og ég
keypti plötuna strax og er hún
ein besta plata sem ég hef heyrt..
En á vinsældalistunum sem birt-
ust i DV síðast var platan í 6.
sæti bandaríska listans en innan
sviga stóð „1. sæti“ eins og hún
hefði verið í 1. sæti vikuna áður.
En platan var einfaldlega ekki á
listanum sem birtist þá. Það er
of gott til að vera satt, ef Rage
against the Machine hefur náð 1.
sæti í Bandaríkjunum. Gott væri
að fá skýringu síðar á þessu mis-
ræmi.