Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1996 15 Þjóðleg heimssýn og hæf ni „Draga verður í efa að nokkur íslenskur stjórnmálamaður hafi af eigin rammleik aflað sér jafn víðtækra persónulegra sam- banda á alþjóðavettvangi og Ólafur Ragn- ar Grímsson.“ Framboð Ólafs Ragnars Gríms- sonar til embættis forseta íslenska lýðveldisins hefur mælst vel fyrir. Verulegur hluti kjósenda telur að hann sé rétti maðurinn til þess að gæta í hvívetna hefða og virðingar embættisins en vinna því um leið ný lönd eins og nauðsynlegt er á hverjum tíma. Ólafur Ragnar Grímsson er doktor í stjórnmálafræðum og byggði upp nýja deild í stjórnar- fars- og stjórnsýslufræðum við Há- skóla íslands. Hann á að baki glæsilegan feril í þjóðmálum og á alþjóðvettvangi. Draga verður í efa að nokkur íslenskur stjórn- málamaður hafi af eigin rammleik aflað sér jafn víðtækra persónu- legra sambanda á alþjóðavettvangi og Ólafur Ragnar Grímsson. Kjallarinn Sigrún Sturludóttir Á forsetastóli yrði eitt helsta verkefni hans að gera íslendinga að aufúsugestum um víða veröld og ljúka íslandi og möguleikum þess upp fyrir erlendum sam- verkamönnum og tignum gestum. Kunnátta hans og hæfni til þess að virkja sambönd í þágu þjóðarinn- ar gætu reynst dýrmætur orku- gjafi í þjóðlífinu. Þjóðleg heimssýn Ólafs Ragnars Grímssonar, íjölbreytt reynsla og alþjóðleg tengsl, reglusemi og dugnaður, fágun og virðuleiki í fjölskyldulífi eru eiginleikar sem gera hann að hæfasta frambjóð- anda til forseta sem völ er á. Það er honum og mikill styrkur að hafa við hlið sér glæsilegan sam- starfsmann og eiginkonu þar sem er Guörún Þorbergsdóttir. Sigrún Sturludóttir Alþjóðlegt samstarf og út- flutningssókn Auk tengsla sem myndast hafa í' opinberum störfum hefur hann unnið mikið starf í þágu friðar og afvopnunar og m.a. tekið þátt í því að móta alþjóðlegar tillögur um takmarkanir á útbreiðslu kjarn- orkuvopna og um bann við til- raunum með gjöreyðingarvopn. Vegna þessara starfa sinna hafa honum hlotnast verðlaun og við- urkenningar á alþjóðavettvangi. Hann hefur stjórnað alþjóðlegu þingmannasamtökunum Parla- mentarians for Global Action, set- ið í stjórn Rajiv Gandhi-stofnunar- innar á Indlandi og rekið erindi ís- lenskra fyrirtækja í mörgum fjar- lægum löndum. Með því síðast- nefnda hefur hann fylgt eftir í verki stefnumótun sinni um út- flutningssókn sem aflvaka til þess að auka almenna hagsæld á ís- landi. Reglusemi og dugnaður Á hverjum tíma verður að meta hvernig forseti geti best unnið í þjóðarþágu og treyst undirstöður þjóðlífsins. Það er sannfæring fjöl- marga að Ólafi Ragnari Grímssyni muni takast að bæta við nýjum þáttum í hlutverk forsetaembætt- isins og auðnast að gera það enn mikilvægara en það hefur verið. Ólafur Ragnar Grímsson ásamt konu sinni. „...fágun og virðuleiki í fjölskyIdulífi eru eiginleik- ar sem gera hann að hæfasta frambjóðanda til forseta sem völ er á,“ segir greinarhöfundur m.a. Hreyfing Jóhönnu Það væri synd að segja að Þjóð- vakabiaðið sé líflegt blað. En 15. maí sl. birtist þar á forsíðu frá- sögn af svörum dómsmálaráðu- neytis við spurningum tveggja þingmanna, Ástu R. Jóhannesdótt- ur og Einars K. Guðfinnssonar um fjölda gjaldþrota hjá einstakling- um hér sl. 10 ár og hlut opinberra innheimtumanna í gjaldþrota- beiðnum. Fátt nýtt kemur þarna fram nema helst það að 76% gjaldþrota- beiðna 1995 komu frá innheimtu- mönnum ríkisins. Það kemur ekki á óvart að nær tvö þúsund manns hafi orðið gjaldþrota hér sl. 3 ár, eða rúmlega þrir á dag í fyrra sé miðað við virka daga. Áhugaleysi ráðamanna um skráningu og reyndar málið í heild kemur held- ur ekki á óvart og ég hef ekki séð umfjöllun um svör ráðuneytisins annars staðar. Ráðuneytinu er vorkunn Árið 1988 voru stofnuð Samtök fólks í greiðsluerfiðleikum sem á sínum tíma söfnuðu upplýsingum og frá seinni tímum má benda á skýrslu Félagsvísindastofnunar frá apríl 1995 og skýrslu frá Afl- Kjallarinn Jón Kjartansson frá Pálmholti form. Leigjendasamtakanna vaka Reykjavíkur þar á undan sem m.a. olli því að „greiðsluvandi heimilanna" varð eitt helsta kosn- ingamálið í síðustu þingkosning- um og vitaskuld lofuðu allir skjótri lausn. Að kosningum loknum hvarf málið vitaskuld af dagskrá því sýndarmennskan ríður ekki við einteyming i íslenskri pólitík. Fé- lagsmálaráðuneytið kom að vísu upp ráðgjafarstöð, eða „hunda- hreinsunarstöð", eins og ég kalla hana gjarnan. Samkvæmt uppl. frá Húsnæðis- stofnun hafa 3500 manns leitað þangað. Þar af hefur þriðjungur farið út hreinsaður, þriðjungur hreinsaður til bráðabirgða og loks er þriðjungi sturtað í gúanóið. Ráðuneytinu er að vísu vorkunn því einföld lausn er ekki til að óbreyttu kerfi og stöðugt koma nýir í skuldarennuna. Þetta er þó aðeins toppurinn á þeim ísjaka sem húsnæðiskerfið er. Fortíðarblár Þjóðvaki Einu sinni var til „Hreyfing Jó- hönnu“ sem fékk yfir 30% fylgi í skoðanakönnunum. Fólkið í land- inu var að rísa upp gegn flokks- valdinu og hafði fundið leiðtoga sem það treysti. Ég gekk strax í þessa hreyfingu og reyndi þar fram á síðasta dag stofnfundarins að móta stefnu í þá veru að losa fólk undan þessum ósköpum sem hér er lýst. Flestir vita hvernig því lauk, og nú mælist „Þjóðvaki" með 0,6% fylgi, enda löngu orðinn fortíðar- blár af uppdráttarsýki og andlegri geldingu svo helst minnir á Al- þýðubandalagið og „verkalýðsfor- ystuna". Jón Kjartansson „...nú mælist „Þjóövaki“ með 0,6% fylgi, enda löngu orðinn fortíðarblár af upp- dráttarsýki og andlegri geldingu svo helst minnir á Alþýðubandalagið og „verka- lýðsforystuna“.“ Með og á móti Ótakmarkaður aðgangur að læknaskýrslum Aðgangur skal vera frjáls „AUt frá þvi að núverandi landlæknir tók við störfum fyrir aldarfjórðungi hefur embætt- ið lagt á það áherslu að meginreglan skuli vera sú að fólk hafi frjálsan að- gang að eigin sjúkraskrám. Fjölmargir son aðstoðarland- sjúklingar |æknir- hafa verið aðstoðaðir við að nálgast þessi gögn. Fáir efast nú um að sjúklingar eigi að hafa að- gang að því sem um þá er ritað, með eins fáum undantekningum og mögulegt er, og þá með hags- muni þriðja aðila í huga sem kann að hafa rætt mál sjúklings við lækninn i trúnaði. Þetta á sérlega við um sjúkraskrár geð- sjúkra og mótstaða sumra geð- lækna er vel skiljanleg, einkum hvað varðar afturvirkni lag- anna, enda var á árum áður margt fært í sjúkraskrár í trausti þess að aðgangur væri takmarkaður. Rétt er því að hafa varnagla um úrskurðarvald landlæknis í einstökum málum, enda vist að því verður beitt af hófsemd." Afturvirkni laga ólýðræðisleg „Sjúkraskrár eru í eðli sínu ekki hefðbundin afgreiðsluskjöl stjórnvalds. Þau eru að hluta vinnutæki þar sem saman er safnað upplýsingum úr ýmsum áttum til að komast að vanda sjúklings, greina hann og meðhöndla. Að hluta til er í sjúkraskránni velt upp ýms- um möguleik- um á grein- ingu og með- ferð sem nán- ari uppvinnsla ýmist staðfest- ir eða útilokar. Forsendur annarra en heilbrigð- isstarfsfólks til að meta þessi vinnugögn eru því veikar. Langoftast hafa læknar ekkert á móti því að sjúklingar lesi sjúkraskrár sínar og gerist þetta oft. Er þá setið saman yfir gögn- unum og óljós atriði skýrð eftir atvikum. Þegar læknar hafa ekki talið sjúklingi í hag að sjúkra- skráin sé afhent hefur sá mögu- leiki verið fyrir hendi að senda gögn til landlæknis og tel ég það farsælan farveg. Afturvirkni laga er lýðræðis- lega ósamþykkjanleg. Gildir að jöfnu hvort um er að ræða refsi- lög, skattalög eða önnur lög. Tel ég af og frá að annað gildi um birtingu sjúkragagna. Á hverj- um tíma verða íslendingar að geta treyst því að gildandi lög gildi en ekki einhver lög sem síö- ar verða sett. Er ég því á móti skilyrðislausri afhendingu sjúkragagna sem rituð eru fyrir 1990. -SF Kjallarahöfundar Æskilegt er að kjallaragreinar berist á tölvudiski eða á netinu. Hætt er við að birting annarra kjallaragreina tefjist. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is Sveinn Magnús- son, varaformaður Læknafélags ís- iands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.