Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1996
17
Fréttir
Eggjaferð í Látrabjarg:
Eggjafiöringur kom-
inn í Vestfirðinga
DVjsafirði.
Björgunarsveitarmenn fóru í
Látrabjarg og tóku 2000 svartfugls-
egg í Barðinu - svartfuglinn er hálf-
um mánuði fyrr en venjulega með
sitt varp. Vorið er tími svartfugls-
eggjanna og grípur um sig ólækn-
andi þrá hjá bjargmönnum að sækja
sér egg. ísfirðingar munu þegar
vera farnir í Hælavíkurbjarg og
Hornbjarg þar sem er eitt mesta
fjörefnisforðabúr heimsins. Ekki er
Látrabjarg síðri gullkista eggja-
tínslumanna og þangað fór leiðang-
ur á laugardag. Þá fóru menn úr
björgunarsveitinni Blakki á Pat-
reksflrði ásamt félögum úr björgun-
arsveitinni Tindum í Hnífsdal og
björgunarsveitinni á Tálknafirði í
Látrabjargið í eggjaleiðangur. Var
sigið niður á svokallað Barð sem er
klettadrangur neðan við bjargið og
þar náðu menn í 2000 svartfuglsegg.
Það er mál manna að svartfuglinn
sé allt að hálfum mánuði fyrr á ferð-
inni með sitt varp en oft áður. Þyk-
ir mönnum sem svartfuglinn hafi
stungið múkkann af í varpinu núna,
en múkkinn er ekkert að rugla með
varptímann þó veðurlagið breytist
og heldur sig við að verpa á sama
tíma og venjulega.
Þá fór Rögnvaldur Bjarnason með
tvo fjölskyldumeðlimi út í Blakk á
sunnudaginn í stuttan eggjaleiðang-
ur og nældu þau sér í 160 egg. í
Blakknum er þó nær eingöngu um
múkkaegg að ræða. -HK
Frá Látrabjargi þar sem menn úr björgunarsveitinni Blakki á Patreksfiröi
ásamt félögum úr björgunarsveitinni Tindum í Hnífsdal og björgunarsveit-
inni á Táiknafirði fóru í eggjaleiðangur á dögunum. DV-mynd Rögnvaldur
Þátttakendur á ráðstefnunni.
DV-mynd Páll
Norræn ung-
bændaráðstefna
á Höfðabrekku
DV.Vik:
Umræðuefnið var ferðaþjónusta
og landnýting ferðamennskunnar á
ungbændaráðstefnu NSU að Höfða-
brekku 15.-19. mai. NSU, Nordisk
samorganisation for Ungdomsar-
bejde, er samheitið á samtökum
bræðrafélaga Ungmennafélags ís-
lands á Norðurlöndunum.
Slíkar ráðstefnur eru haldnar ár-
lega til skiptis á Norðurlöndunum.
Þátttakendur voru 35 frá Noregi,
Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og ís-
landi. Varaformaður NSU, Pálmi
Gíslason, fyrrum formaður UMFÍ,
setti ráðstefnuna og Jón Erlingur
Jónasson, aðstoðarmaður landbún-
aðarráðherra, flutti ávarp.
Fyrirlesarar voru þrír, Paul Ric-
hardsson, framkvæmdastjóri Ferða-
þjónustu bænda, Sveinn Jónsson,
bóndi á Kálfsskinni, og Sigurður
Guðmundsson, forstöðumaður þró-
unarsviðs Byggðastofnunar. Paul og
Sveinn fjölluðu um uppbyggingu og
dreifingu á ferðaþjónustu bænda á
íslandi - um bændagistinguna í
hnotskurn og landnýtingu í þágu
hennar. Erindi Sigurðar fjaffaði um
stefnumótun og atvinnuþróunar-
verkefni í tengsfum við ferðaþjón-
ustu bænda. Þátttakendum var síð-
an skipt upp í hópa sem fjölluðu um
þessi málefni og skiluðu niðurstöð-
um.
Þessar ráðstefnur eru ekki ein-
göngu fundarsetur og ræðuhöld því
19. maí var notaður til margs konar
útivistar, m.a. voru gróðursettar 50
trjáplöntur í skógarreit sem verið er
að koma upp á Höfðabrekku. Þar
var afhjúpað minnismerki sem
UMFÍ gaf húsráðendum að Höfða-
brekku.
Þá var haldið út á Mýrdalssand í
eggjatínslu og var keppni um hver
tíndi mest en þarna voru að mestu
leyti máfsegg. Eftir hádegi var keppt
í silungsveiði í tjörnunum hjá Höfða-
brekku, keppni í dráttavélaakstri og
hestaferð um nágrennið. Síðan var
kvöldvaka. Á laugardeginum var
skoðunarferð um Mið-Suðurland.
Farið var í Byggðasafnið í Skógum, í
Þórsmörk, og að Þorvaldseyri undir
Eyjafjöllum og í útsýnissiglingu á
hjólabát frá Vík. -PP
2
*
*
§
Því þá efna Bónus Radíó 09
íþróttir fýrir alla til fjölskyldu-
skokks 09 þú gætir jafnvel
unnið þér inn vegleg taeki -
bara fyrir ai vera með!
Til dæmis:
* Samsung-sjónvarpstæki
með innbyggðu myndbandstæki
* Siemens GSM-sfma
* Samsung-hljömflutningstæki
* Ferðatæki með geislaspilara
* Og fullt, fullt af fleiri
góðum vinningum...
Ekki missa af tækifærinu - þú þarft
ekki að vera góður hlaupari til að
vinna... þi/T það verður ekkert
kapphlaup - bara vera með I
IÞHOTTIR FVRIH RLLfl
Opið hjá Sjóvá-Almennum
Með hækkandi sól breytist afgreiðslutíminn hjá
Sjóvá-Almennum. Frá 28. maí verður
opið frá klukkan 8 til 16.
SJOVAOrrALMENNAR
Sími 569 2500 • Grænt númer 800 5692
O)
s
s
(O
¥