Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Side 19
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1996 31 Menning Viöar Gunnarsson kominn til að syngja Gottskálk hinn grimma í Galdra-Lofti: Verkið á mikla möguleika í óperuhúsum erlendis „Mér líst rosalega vel á þetta. Músíkin í óperunni er mjög góð en ég á bara eftir að sjá hana i endan- legri mynd. Ég fékk nóturnar fyrst út til Þýskalands á faxi og æfði mig ásamt píanóleikara. Hann er einn af hljómsveitarstjórum hússins og leist mjög vel á óperuna. Ég tel mikla möguleika á að þetta verk geti farið á fjalir í óperuhúsum er- lendis, ekki sist í Þýskalandi," segir Viðar Gunnarsson bassasöngvari í samtali við DV en hann er nýlega kominn til landsins frá Essen í Þýskalandi til að syngja hlutverk Gottskálks hins grimma í uppfærslu íslensku óperunnar á Galdra-Lofti, nýrri óperu eftir Jón Ásgeirsson. Óperan verður frumflutt á Listahá- tið í Reykjavík nk. laugardag. Viðtalið fór fram fyrir hvíta- sunnuhelgi en þá var Viðar á leið- inni aftur til Essen til að syngja í einni sýningu í óperunni þar. Hann var væntanlegur til baka í gær og verður á íslandi fram yfir sýningar á Galdra-Lofti. Viðar hefur frá því í haust verið fastráðinn hjá óperu- - segir Viöar húsinu i Essen sem 1. bassasöngv- ari og er með samning þar til haustsins 1997. Viðar hóf söngnám hjá Garðari Cortes i Söngskólanum í Reykjavík árið 1978. Var þar í þrjú ár og árið 1981 fór hann út til frekara söng- náms í tónlistarháskólanum í Stokkhólmi. Árið 1984 kom hann til íslands og starfaði næstu sex árin við söng í íslensku óperunni og Þjóðleikhúsinu og ýmislegt fleira. Það var síðan árið 1990 að Viðar fór ásamt konu sinni, Guðbjörgu Bergs, til Wiesbaden en saman eiga þau tvö börn. Þess má geta að Kristinn Sigmundsson starfaði í Wiesbaden- óperunni þegar Viðar kom þangað. „Eftir nokkur góð ár í Wiesbaden gafst mér tækifæri til að skipta um hús og bauðst samningur-í Essen í haust. Maður þroskast með nýjum og breyttum verkefnum og því til- valið að skipta um vettvang," segir Viðar en óperuhúsið í Essen er ekki nema 8 ára gamalt. Það var tekið í notkun árið 1988 og er hannað frá a til ö af Finnanum Alvar Alto, sem m.a. í viðtali og líst m.a. hannaði Norræna húsið í Reykjavík. Viðar segir að húsið sé einstaklega skemmtilegt og vel hannað með sérlega góðum hljóm- burði. Hljómsveitargryfjan getur tekið 130 manna hljómsveit. Viðar hefur sungið í 9 uppfærsl- um í Essen í vetur og fengið lofsam- lega dóma hjá gagnrýnendum. Hann byrjaði á því að syngja hlutverk Leporello í Don Giovanni eftir Moz- art. Síðan tóku við stór hlutverk í óperum eins og Don Giovanni, Töfraflautunni og Rínargullinu. Fjórar óperur á nokkrum dögum Viðar hefur ekki bara sungið í Essen frá því í haust. Honum er minnisstæð törn sem hófst með því að hann var beðinn, í miðjum æf- ingum í Essen, að syngja í óperunni í Stuttgart í Meistarasöngvaranum frá Núrnberg. Hann þáði boðið og þegar frá Stuttgart kom til Essen beið tilboð um að syngja hlutverk Sarastro í Töfraflautunni hjá ópe- runni í Augsburg í Bæjaralandi. vel á óperuna Viðar fór til Augsburg og söng þar. Þegar hann kom þaðan til æfinga í Essen á ný var komið tilboð frá Hollandi. Enn sló Viðar til og söng þar í Á valdi örlaganna. Að lokinni sýningu í Hollandi tóku við sýning- ar á þeirri óperu í Essen sem hann hafði verið að æfa. Þarna ók Viðar eina 2 þúsund kílómetra um Evrópu á nokkrum dögum til að syngja í fjórum óperusýningum. „Þetta get- ur verið flækingslíf. Maður er ekki fastur í einhverju einu húsi,“ segir Viðar. Eins og áður sagði er hann samn- ingsbundinn í Essen til haustsins 1997. Eftir það er óráðið hvað Viðar tekur sér fyrir hendur. Fyrirspurn- ir hafa borist honum vegna ársins 1998 og nokkuð ljóst að hann verður áfram í óperuhúsum á meginlandi Evrópu. Næsta vetur verður a.m.k. nóg að gera. Fyrirhugað er að Viðar syngi í 12-13 óperuuppfærslum í Essen. Þar á meðal eitt af drauma- hlutverkum bassasöngvarans, hlut- verk Fiesco í Símoni Boccanegra eftir Verdi. Ekki kominn á toppinn Aðspurður segir Viðar að hann sé ekki kominn á topp síns ferils. Sem söngvari sé hann alltaf að læra eitt- hvað nýtt. „Ég tel að mér fari fram með hverju verkefni sem ég glimi við. Raddlega séð er ég nokkuð vel á vegi staddur. Bassasöngvarar eru lengur að ná toppi en t.d. tenór- söngvarar en hafa lengri líftíma með röddina, ef svo má segja.“ Þrátt fyrir nokkurra ára dvöl er- lendis segist Viðar hafa fylgst vel með íslenskum óperu- og söngheimi. Gróskan hafi aldrei verið meiri en í dag og áhuginn geysilegur. „Framleiðslan er með ólíkindum og við eigum marga mjög góða og efnilega söngvara sem sumir hverj- ir eru farnir að syngja við góðan orðstír í óperuhúsum víða um Evr- ópu. Sem dæmi nefni ég að við óper- una í Wiesbaden, sem er 250 þúsund manna borg, var ekki einrLeinasti söngvari þaðan á meðan ég söng þar,“ segir Viðar Gunnarsson. -bjb Viðar Gunnarsson bassasöngvari er kominn til landsins til að syngja hlut- verk Gottskálks hins grimma í óperunni Galdra-Lofti en Viðar er fastráðinn hjá óperuhúsinu í Essen í Þýskalandi. DV-mynd GVfl GRIPTU • • o M E Ð A N Einfalt, sterkt og fallegt 6 manna amerískt fellihýsi á „EGGJANDI4Í verði FELLIHÝSIÁ VERÐITJALDVAGNS. 395.000 *Gildir meðan birgðir endast á staðfestum pöntunun Venjulegt verð kr. 465.000,- stgr. TITANehf. Lágmúla 7 108 Reykjavík Sími 581 4077 Fax 581 3977 Verð stgr. <S ; ■; - Íf-íwswr' i v .■ ■ ***' ] IK- f Vferið sfgrj 44.500 Vferð stgr. 48.600,- GR 1400 • H: 85 B: 51 D: 56 cm • Kælir: 140 I. GR 1860 • H:117 B: 50 D: 60 cm • Kælir: 140 Itr. • Frystir: 45 Itr. GR 2260 1 H:140 B: 50 D: 60 cm 1 Kælir:l 80 Itr. Frystir: 45 Itr. Verð stgr. 59.980,- GR 2600 • H:152 B: 55 D:60cm • Kælir: 187 Itr. • Frystir: 67 Itr. GR 3300 ■ H:170 B: 60 D: 60 cm 1 Kælir: 225 Itr. 1 Frystir: 75 Itr. .../ elclhúsið og sumarbústaðinn. _r-i BRÆÐURNIR fflORMSSON Lágmúla 8 • Sími 553 8820 Umbo&smenn um land allt Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búðardal Vestfiröir: Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Norðurland: Kf.Steingrímsfjarðar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Siglufiröi.Ólafsfiröi og Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf.Vopnfiröinga.Vbpnafiröi. Stál, Seyðisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf.Fáskrúösfirðinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell.Keflavík. Rafborg, Grindavík. ...........................

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.