Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Side 26
38 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1996 Fréttir Hagstætt stéttar- félagsverð í sumar Stéttarfélögin undirrituðu í gær samning við Samvinnuferðir-Land- sýn sem mun tryggja þeim félags- mönnum launþegahreyfingarinnar sem hyggja á ferðalög í sumar hag- stætt verð á þjónustu af ýmsum toga. Flug fram og til baka á alla áfang- astaði Flugleiða verður á sérstöku stéttarfélagsverði, afsláttur á nokkr- um háfjallaleiðum BSÍ, tilboð á hót- elum og gistiheimilum víða um land og loks ódýrir bílaleigubiiar. Sem dæmi um verð má nefna að far með Flugleiðum til hvaða áfangastaðar sem er kostar 5.830 kr. nema til Vestmannaeyja en þangað kostar farið 4.830 kr. Ávísanir á miða verða aðeins seldar 3. til 6. júní og 1. til 4. júlí. Farið var með fulltrúa stéttarfélag- anna í stutta rútuferð um vesturbæ Reykjavíkur og fór undirritunin svo fram við Ægisíðu. Eftir hana var boðið upp á léttar veitingar áður en haldið var heim á leið. -SF Fulltrúar stéttarfélaganna undirrituöu samningana við Ægisíöu. DV-mynd BG ir ^ " j . ;”*«**■ i " —" ; 'kr ' - 1 P íí í bJ gljlT' Ólafur Gústafsson hífir balana frá boröi úr Hrönn ÍS á Suöureyri. Hann hefur veriö meö skásta afla krókabáta síö- ustu daga. DV-mynd R. Schmidt Suöureyri: Aflaleysi vegna mikils ætis DV, Suðureyri: Skipstjórar krókabáta á Suður- eyri hafa fengið lítinn afla undan- farið á grunnslóð út af Vestfjörðum. Þeir segja mikið æti í sjónum hamla veiðum. Krókabátarnir hafa því þurft að róa út fyrir 20 míiurnar til að fá betri afla. Á tímabili voru bátarnir bundnir við bryggju svo dögum skipti vegna aflaleysis en nú virðist fiskiriið vera að glæðast lítiilega. Afli línu- báta hefur verið frá nokkur hundr- uð kílóum upp í 3,5 tonn á 20 bala. Steinbíturinn er að mestu horfinn og sá guli orðinn allsráðandi í uppi- stöðu aflans. RS Ert þú aS fara að gifta þig eSa er einhver sem þú þekkir í giftingarhugleiSingum? Þá getur þú tekið þátt í þessum skemmtilega brúðkaupsleik þar sem filvonandi brúðhjón geta unnið glæsileg verðlaun. Þátttakendur þýði og staðfæri þessa vinsælu amerísku hjáfrú eða hefð sem flestar brúðir á Islandi spá mikið í fyrir stóru stundina. Notast skal við orðin gamalt, nýtt, lánað og blátt og skal merkingin eiga við brúðkaupið. ISometíiiiy oíd, sometíing ntw, somtúing Borrozoed and something bíue. Glæsilegir vinningar fyrir þau heppnu. 18 mynda brúðarmyndataka á Ljósmyndastofu Sigríðar Bachmann Undirföt á brúðina frá versluninni Selenu í Kringlunni Ráðgjöf og hármeðferð fyrir brúðkaupið fyrir brúðina og brúðgumann og einnig hárgreiðsla fyrir bæði á sjálfan brúðkaupsdaginn hjá Hárgreiðslustofunni Kristu í Kringlunni. ^ Brúðarförðun hjá Snyrtistofunni FACE, Borgarkringlunni. Rómantískur kvöldverður fyrir 2 í Skíðaskálanum í Hveradölum. Nafn brúðar:. Nafn brúðguma:. Heimilisfang:___ Póstnúmer:______ Sendandi:________ ' . Sími: Þátttökuseðlum skal skila til DV, Þverholti 11,105 Reykjavík, fyrir 3. júní, merkt: Brúðhjón. Nöfn vinningshafa verða birt í DV laugardaginn 8. júní. Fimm efstu í B-flokki. DV-mynd Örn Skagaflörður: Hestamenn fögnuðu sumri DV, Fljótum: Skagfirskir hestamenn fögnuðu sumri með hestamannamóti á Hofs- gerðisvelli við Hofsós sumardaginn fyrsta. Hestamannafélagið Svaði stóð fyrir mótinu sem var opið öll- um hestamönnum í héraðinu. Þátt- taka var líka mikil; 21 í B-flokki, 16 í tölti og 15 í A-flokki enda veður ágætt. Helstu úrslit urðu: A-flokkur gæðinga: 1. Skór frá Bjarnanesi, knapi og eigandi Bjarni Jónasson, 8,22 2. Brynjar frá Sleitustöðum, knapi Þórir Jónsson, eigandi Sig- urður Sigurðsson, 8,06 3. Blakkur frá Úifsstöðum, knapi og eigandi Ingóifur Helgason, 7,88 4. Flosi frá Frostastöðum, knapi og eigandi Sigurbjörn Þorleifsson, 8,14 5. Fála frá Sigríðarstöðum, knapi Þórarinn Arnarson, eigandi Lúðvík Ásmundsson, 7,88 B-flokkur gæðinga: 1. Sleipnir frá Skarði, knapi og eigandi Bergur Gunnarsson, 8,42 2. Glói frá Hjaltastöðum, knapi Anna Sif Ingimarsdóttir, eigandi Ingimar Ingimarsson, 8,16 3. Ötull frá Ásgeirsbrekku, knapi Þórarinn Arnarson, eigandi Arna Björg Bjarnadóttir, 8,34 4. Reynir frá Vatnsleysu, knapi Björn Jónsson, eigandi Vatnsleysu- búið, 8,34 5. Ösp frá Kýrholti, knapi Harald- ur Bjarkason, eigandi Hilmar Hilm- arsson, 8,34 ’l'öit: 1. Ösp, knapi Haraldur, eigandi Hilmar. 2. Pjakkur, knapi og eigandi Magnús Magnússon. 3. Eva frá Langhúsum, knapi og eigandi Sigurbjöm Þorleifsson. 4. Gjafar frá Stóra-Hofi, knapi Hilmar Símonarson, eigandi Símon Gestsson. 5. Þráður frá Syðri-Hofdölum, knapi og eigandi Steinar Gunnars- son. Unglingaflokkur: 1. Jóhann -Lúðvíksson á Hrafni, 7,90 2. Þröstur Valgeirsson á Gusti, 7,50 3. Jón G. Kristinsson á Gerplu, 7,50 -ÖÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.