Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1996, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 1996 17 I>v Fréttir Trillukarlarnir á Hofsósi eru ánægð- ir með lífið þessa dagana því að Hofshreppur er í stórframkvæmdum við höfnina. Verið er að lengja höfn- ina um 20 metra og verður nú „frið- arhöfn" þar sem engin bönd héldu bátunum áður. Bræðurnir Halldór Karel Jakobsson og Lárus Hjalti Jakobsson, sem gera út trillu frá Hofsósi, voru ánægðir þar sem þeir voru að ganga frá netum eftir róður í síðustu viku. DV-mynd GHS Hofsós: Varnar- garður bætir líf trillukarla Viðamiklar framkvæmdir eiga sér stað þessa dagana á Hofsósi í Skagafirði og er verið að byggja skjólgarð gegn suðvestanáttinni í höfninni. Framkvæmdirnar hófust í byrjun siðustu viku og lýkur þeim nú um mánaðamótin. Framkvæmd- irnar kosta um sjö milljónir króna og greiðir ríkið 90 prósent af kostn- aðinum og Hofshreppur 10 prósent. Höfnin á Hofsósi hefur verið trillukörlunum erfiður ljár í þúfu því að smábátarnir hafa verið í stór- hættu þar 1 suðvestanátt. Fimm menn gera út smábáta frá Hofsósi, þar af bræðurnir Halldór Karel Ja- kobsson og Lárus Hjalti Jakobsson, en þeir eru mjög ánægðir með fram- kvæmdirnar. „Það var ófært að vera með bát hér áður. en nú verður þetta friðar- höfn. Hér héldu þeim engin bönd en nú verður hægt að láta bátana liggja við bryggju," sögðu þeir bræður þar sem þeir voru að ganga frá netum eftir róður í síðustu viku. Auk fjögurra smábáta er gerður út rækju- og snurvoðarbáturinn Berghildur frá Hofsósi. -GHS Fjaðrabúðin PARTUR auglýsir Eigum fyrirliggjandi hin viðurkenndu dráttarbeisli frá MONOFLEX í Svíþjóð. Sem dæmi um tegundir: ToyotaCarina 1994 Toyota Corolla touring 1994 Mitsubishi Lancer, 4 dyra, 1993 Mitsubishi Lancer, 5 dyra, 1993 Subaru Legacy 1990-1994 Subaru Impreza, 4 og 5 dyra, 1995 Suzuki Baleno, 4 og 5 dyra, 1995 Volvo 850 station 1993 Jeep Cherokee 1988 Einnig dráttarbeisli í ýmsar fleiri tegundir og eldri ár- gerðir. Upplýsingar í símum 587 3720 og 567 8757. FJAÐRABÚÐIN PARTUR HF. tíuþúsundkróna greiðslu upp í nýtt GOðOOÖÖÖÖ S4MKVÆ&T 10<Ám. 36 > i-v. SEÐLABANKÍ Í . ÍSLANDS •• við tokum gamla myndbandstækið sem.. GÖ0ÖUÖÖÖÖ sAttKvmrr iððUM Nft.» , t ■» 4 s. iljárL SEÐLABANKí tfch ÍSLANDS 6OÖUÖO0ÖG SEÐLABANKí.:; ISLANDS V GGOOOOOQO J SAMKV/Ewrr lóoum m. s® 5. UAi SEÐLABANKi ÍSLANDS G00000000 ’ ■ fespKP SAMKVÆMT tÖOm m. 3S s.míím BRAUTARHOLTI ÖG KRINGLUNNI SÍMI 562 5200 / Í J ^ . .... SEÐLABANKI "A % ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.