Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1996, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 1996 Afmæli Kristleifur Kolbeinsson Kristleifur Kolbeinsson vélvirki, Dalseli 15, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Kristleifur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og í Ámessýslu. Hann lærði vélvirkjun í Héðni. Kristleifur var vélstjóri tií sjós í nokkur ár og yfirvélstjóri á Lóran- stöðinni á Gufuskálum í sjö ár. Hann er nú öryggisráðgjafi hjá Vara hf. Kristleifur hefur sinnt ýmsum fé- lagsstörfum. Hann hefur m.a. verið formaður Félags járniðnaðar- manna, hefur setið í stjórn Hand- knattleiksráðs Reykjavíkur, verið formaður Ungmennafé- lagsins Reynis á Hellis- sandi í þrjú ár, setið í stjórn Leikklúbbs Hell- issands og situr nú í stjóm Hestamannafélags- ins Andvara. Fjölskylda Kristleifur kvæntist 10.7. 1965 Stefaníu Erlu Gunnarsdóttur, f. 17.4. 1945, meðferðarfulltrúa. Hún er dóttir Gunnars Konráðssonar, verka- manns 'á Akureyri, og Steliu Stefánsdóttur, sjúkraliða þar. Börn Kristleifs og Stefaníu Erlu eru Kolbrún, f. 24.10. 1964, leikskólakennari i Reykjavík, en maður hennar er Þormóður Þor- móðsson og eiga þau tvo syni; Arndís, f. 22.11.1965, skrifstofumaður á Hvols- velli, en maður hennar er Óskar Harðarson og eiga þau tvö hörn; Gunnur Stella, f. 19.4. 1969, skrif- stofumaður i Reykjavík en maður hennar er Reynir Kristinsson; Þórð- ur, f. 9.4. 1971, nemi við KHÍ í Reykjavík, en kona hans er Drífa Jenný Helgadóttir; Ágústa Dröfn, f. 5.11. 1972, húsmóðir í Kópavogi en maður hennar er Eggert Þór Kristófersson og eiga þau tvö böm. Bróðir Kristleifs, sammæðra, er Marteinn Guðlaugsson, húsgagna- smiður í Reykjavík. Albræður Kristleifs eru Kjartan Kolbeinsson, búsettur á Akureyri; Guðmundur Arnar Kolbeinsson, húsasmiður í Reykjavík. Foreldrar Kristleifs: Kolbeinn Guðmundsson, f. 24.10. 1909, verka- maður í Reykjavik, og Arndís Krist- leifsdóttir, f. 26.11.1913, d. 17.5.1993, húsmóðir. Kristleifur tekur á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 8.6. milli kl. 18.00 og 21.00. Kristleifur Kolbeins- son. Hinrik Andrésson Hinrik Andrésson, umboðsmaður Olíuverslunar íslands á Sigiufirði, til heimilis að Hlíðarvegi 42, Siglu- firði, er sjötugur í dag. Starfsferill Hinrik fæddist á Siglufirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann stundaði þar nám við Barnaskóla Siglufjarðar og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Hinrik hóf störf hjá Olíuverslun íslands 1948 og hefur starfað hjá því fyrirtæki óslitið síðan og verið um- boðsmaður þess á Siglufirði frá 1970. Hinrik hefur starfað í Lions- klúbbnum á Siglufirði um árabil og setið í stjórn hans. Þá var hann gjaldkeri Siglufjarðarkirkju i tæp tuttugu ár. Fjölskylda Hinrik kvæntist 5.10. 1957 Mar- gréti Pétursdóttur, f. 20.2. 1923, hús- móður. Hún er dóttir Péturs Jóns- sonar, bónda í Tungukoti á Vatns- nesi, og k.h., Kristínar Jónsdóttur húsfreyju. Börn Hinriks og Margrétar eru Theodór, f. 25.7. 1951, viðskiptafræð- ingur í Reykjavík, kvæntur Árnýju Elíasdóttur kennara og eiga þau tvo syni; Jón Andrés, f. 19.5. 1958, bygg- ingameistari á Siglufirði, kvæntur Jónínu Brynju Gísladóttur húsmóð- ur og eiga þau einn son; Ingibjörg, f. 6.2. 1962, læknir í Sviþjóð. Systkini Hinriks: Hafliði, f. 1920, látinn, fulltrúi hjá Sjálfstæðis- flokknum í Reykjavik; Sigríður Jó- hanna, f. 1923, húsmóðir í Hafnar- firði. Foreldrar Hinriks voru Andrés Hafliðason, f. 17.8. 1891, d. 6.3. 1970, kaupmaður og umboðsmaður Olíu- verslunarinnar á Siglufirði, og k.h., Ingibjörg Jónsdóttir, f. 12.11.1890, d. 26.5. 1961, húsmóðir. Hinrik tekur á móti gestum á Hót- el Læk á Siglufirði í dag, milli kl. 17.00 og 20.00. Menning Menning - Djass Ann Farholt skemmtir Reykvíkingum Ann Farholt söng með kvartett sínum fyrir okkur Reykvíkinga í Leikhúskjallaranum, eftir að hafa verið í Vestmannaeyjum daginn áður. I kvartett hennar léku þeir Henrik Bay gítaristi, Guífe Pallesen kontrabassisti og Andy Eberhart trommuleikari. Undirrit- aður hafði heyrt hljóðritanir með Ann Farholt áður og þá með Jesper Thilo. Bassistinn Pallesen er þekktur í faginu og hefur leik- ið með mörgum þekktustu spilur- um Dana og ameríska altsaxistan- um James Moody auk Ellington- Djass Ársæll Másson stórsveitarinnar, svo eitthvað sé nefnt. En hinir tveir voru mér með öllu ókunnir fyrir þessa tón- leika. Á efnisskránni voru ein- göngu þekktar djassperlur og hófst leikurinn með „It Don’t Mean a Thing if It Ain’t Got That Swing“ og fékk Guffi að syngja með. Eins og Dönum er lagið, þá var stemningin létt og fór þar Pallesen fremstur í að vera með létt grín á ýmsum augnablikum. Öll fjögur áttu þau reyndar sinn þátt í glensinu, en þó gítaristinn sýnu minnst. Hann var aftur á móti sá sem sýndi mest í spila- mennskunni og átti hreint ótrúlega tekníska spretti á köflum. Spilamennska hans og „sound“ var mest af mjög hefðbundnum toga og línurn- ar yfirleitt mjög nálægt hljómunum, þótt öðru brygði fyrir. Hann átti tvö ansi snot- ur „intró“, annað í „Vem kan segla förutan vind“, brotin hljómaröð með mikið af opn- um strengjum, og hitt í „But Beautiful“, en þar notaði hann hið fallega og sérstæða lag Djangos Reinhardts, „Nu- ages“, sem inngang. Ann Far- holt er kraftmikil og góð söngkona og afbragðs skemmtikraftur og söng mús- íkalskt af öryggi. Mikla hrifn- , ingu vakti er hún tók sig til og hermdi eftir sleðabásúnu firnavel. Trommuleikarinn og bassistinn spiluðu ágætlega, en eyddu mestri orku í að skemmta fólki eftir öðrum leiðum með ágætum árangri, og voru þessir tónleikar dönsk skemmtun af bestu sort. Aukalag fengu svo áheyrendur vitaskuld, blús þar sem Ann Farholt lagði kvenfólkinu til hollráð í karlamálum við mikinn fögn- uð, og var þá Rúnar Georgs- son fenginn til að taka þátt í spiliríinu og glensinu, vita- skuld tilkippilegur. Ársæll Másson Til hamingju með afmælið 3. jum 85 ára Jónína Þórðardóttir, Hátúni 10, Vík í Mýrdal. Ragnar Erlendsson, dvalarheimilinu Vesturhlíð, Reykjavík. 80 ára Soffía Guðmundsdóttir, Akurgerði 17, Akranesi. Sigríður Vilhjálmsdóttir, Birkigrund 9 B, Kópavogi. 75 ára Heiður Júlíusdóttir, Norðurgötu 10, Akureyri. Björgólfur Stefánsson, Háholti 13, Keflavík. Björn Bjarnason, Lækjargötu 13, Hvammstanga. Sigríður Bárðardóttir, Jarðlangsstöðum, Borgarhreppi. 70 ára María Pétursdóttir, Engihjalla 9, Kópavogi. 60 ára Guðmann Sveinsson, Huldulandi 3, Reykjavík. Sigurður H. Sigurðsson, Breiðagerði 13, Reykjavík. 50 ára Unnar Halldór Ottesen, Hjallalundi 11 G, Akureyri. Jóhann Júlíus Hafstein, Melhaga 9, Reykjavik. Birna Jónasdóttir, Reynilundi 1, Akureyri. Hörður Ómar Guðjónsson, Blöndubakka 8, Reykjavík. Hann er að heiman. Hrönn Þormóðsdóttir, Heiðargarði 9, Keflavík. 40 ára Ólafur Ellertsson, Bæjargili 7, Garðabæ. Guðbergur Davlð Davíðsson, Öldugötu 54, Reykjavík. Sigurbjörg E. Guðmundsdóttir, Ljósabergi 48, Hafnarfirði. Vemharður Hafliðason, Hafnartúni 28, Siglufirði. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Ásvallagata 60, þingl. eig. Dagbjört Sigfirmsdóttir, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, föstudaginn 7. júní 1996 kl. 15.30.__________ Barónsstígur 2, 02-01-01, þingl. eig. Neskjör hf., gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, föstudaginn 7. júní 1996 kl. 16.15. Barónsstígur 2, hluti, þingl. eig. Iðn- lánasjóður, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, föstudaginn 7. júm 1996 kl. 16.00.___________ Gyðufell 6, íbúð á 3. hæð t.v. merkt 3- 1, þingl. eig. Hulda Hrönn Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna og Gjaldheimtan í Reykjavík, föstudaginn 7. júm 1996 kl. 13.30.____________________ Hamraberg 20, þingl. eig. Kristín Magnadöttir, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins, Byggingarsjóður verkamanna og Gjaldheimtan í Reykjavík, föstudaginn 7. júní 1996 kl. 14.00.____________________ Klapparstígur 1, hl.í íbúð á 1. hæð, merkt 0101, þingl. eig. Jóhann Sig- urðsson, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður ríkisins, föstudaginn 7. júní 1996 kl. 15.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.