Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1996, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 1996 Utlönd r>v Veröandi forsætisráöherra ísraels: Setur öryggi og friðáoddinn Benjamin Netanyahu, leiðtogi Liku- dílokksins og verðandi forsætisráð- herra ísraels, hét því í fyrstu ræðu sinni eftir kosningarnar að halda áfram friðarviðræðum við alla ná- granna ísraela til að koma á öryggi og raunverulegum friði. Samningamanni Frelsissamtaka Palestínu, Hassan Asfour, gramdist að Netanyahu skyldi ekki minnast á sam- tökin í ræðu sinni en þau áttu hlut að því að koma á friðarsamkomulagi við Palestínumenn. Netanyahu hafði verið mótfallinn samkomulagi ísraela og Palestínumanna um sjálfstjórn þeirra síðarnefndu á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu. Hann hefur einnig úti- lokað afhendingu Gólanhæða til Sýr- lendinga. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Warren Christopher, gaf í skyn í gær að Bandaríkin þyrftu að breyta stefnu sinni varðandi Miðausturlönd vegna Benjamin Netanyahu, verðandi for- sætisráðherra ísraels, hélt í gær fyrstu ræðu sína eftir kosningasig- urinn. Símamynd Reuter úrslita kosninganna í ísrael. Utanríkis- ráðherrann sagði þetta eftir að hafa talað við Netanyahu í síma í gær. „Við þurfum að komast að því hverjar skoð- anir hans eru. Þangað til við vitum hverjar þær eru getum við ekki breytt stefnu okkar," sagði ráðherrann í við- tali við fréttamenn. Kosningasigur Netanyahus hefur valdið titringi innan bandarísku stjómarinnar. Christopher og aðstoð- armenn hans eru sérstaklega áhyggju- fullir en þeir höfðu vonast eftir friðar- samkomulagi ísraela og Sýrlendinga á þessu ári. Netanyahu sagði fyrir kosningarnar að hann myndi neita að funda með Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínumanna. Christopher létti þeg- ar hann frétti að háttsettur embættis- maður verðandi forsætisráðherra ísra- ela hefði rætt við einn af helstu aðstoð- armönnum Arafats. Sagðist Christoph- er telja það mikilvægt að ný stjórn ísraela hefði þá stefnu að hafa beint samband við Frelsissamtök Palestínu- manna. Reuter Betur fór en á horfðist þegar nautið í nautaatshringnum Las Ventas í Madríd krækti hornunum í nautabanann Victor Puerto og skellti honum. Puerto slapp þó ómeiddur og felldi að lokum nautið. Símamynd Reuter Allir hafa aðgang að útboðum á vegum ríkisins leWI “ , ^jsreksU'- .—„oia íaS & „prklafi- Vegae^bÓnÍn6 «***’ 4^**«*?*» l"6’VetWa6S' .aðsa«u*inaV' ísVa«ds,þant'9- „ svið'.samV- • .-'Avæö'i'Sar- , „acjne"'’ áþess"^ emde'""avæ . wnt a«a'a"dS . l,,r úamK .».„.Viíæf' úr ríVas'' re&' . „oti . „Aoanft, ?e u svVð', san'W’* vavsð'nSat' . ndsn'enn, þess" sv' , einkav-v &Ua lands'" .cglm mieVð'*tó{*" V ,v Uvnn'k«"'s’ Ítb0ðU10 at sens gVlda- ^ ‘ erUpÍ S ^1 kaTnV^ata Vertía£SteSUl evin've' á anna" "al ; vVnmnfe'" af ulg v m. he{m a'"'e"U „ „eel'jn'-^ .....vítðinB'' m Góð\>a öðI'"U fnda"""e'U lmís'ands"{' ' . r^lcv*"'^A Gv'jave's""' ve" >t,ia e*^* .«. uátt v „ara & _ hátt, ^ f átsáfu Ve' vertð annan ^ af Ulg VnpU hefut «««, >«»». «■T ReVns'a« a{ sta st að '""T ^luna'''"'^ fes"" 46 8M' Verklagsreglur um útboð á ríkisrekstri Kynntu þér rétt þinn við útboð á ríkis- og sölu á hlutabréfum í ríkiseign, trvggja rekstri. öllum landsmtinnum jafnan rétt og jafnt tækifæri til þátttöku. Verklagsreglurnar fást hjá fjárniála- ráðuneytinu og verðbréfafvrirtækjum. Reglurnar eyða jafnframt þeirri óvissu sem oft hefur fylgt mismunandi aðferð um við útboð. Jafn réttur - þitt tækifærí FRAMKVÆMDANEFND UM EINKAVÆÐtNGU Díana prinsessa: Biður foreldra að hvetja börn sín - deilt um horaðar fyrirsætur Díana prinsessa hef- ur nú blandað sér i umræð- una um mynd- ir af horuðum fyrirsætum í tískublöðum. í grein í breska blaðinu Sunday Ex- press í gær óskar prinsessan eft- ir því að meiri skilningur sé sýndur þeim sem þjást af sjálfsvelti og lotugræðgi. Díana, sem hefur viður- kennt að hafa þjáðst af lotu- græðgi, sagði að foreldrar og aðr- ir sem annast börn þyrftu að styðja þau til þess að þau létu ekki undan þrýstingi nútíma þjóðfélags. Þessi tilmæli prinsessunnar eru birt aðeins nokkrum dögum eftir að deila reis um myndir af grindhoruðum fyrirsætum í tískublaöinu Vogue. Deilan hófst þegar svissneska úraverksmiðjan Omega tilkynnti á fimmtudaginn að hún ætlaði að hætta að aug- lýsa i blaðinu. Forstjóri verk- smiöjunnar, Giles Rees, sagði að sér þætti það ábyrgðarleysi af leiðandi tímariti, sem ætti að vera fyrirmynd, að birta myndir af stúlkum sem litu út eins og þær þjáðust af sjálfsvelti. Einn af ritsfjórum Vogue sagði um valið á fyrirsætunum að oft væri um að ræða stúlkur á táningsaldri og að þær væru þá eðlilega enn mjög grannar. Ráðamenn úraverksmiðjunnar skiptu svo um skoðun á fostudag- inn og tilkynntu að þeir myndu halda áfram að auglýsa í blaðinu. Samkvæmt rannsóknum er talið að sjúk- lingum með sjálfsvelti fjölgi vegna þess að grindhoruðum fyrirsætum er haldið á lofti. Fólki finnist það ekki vera eins og það á að vera þegar þaö ber sig saman við fyr- irsæturnar. Díana prinsessa gat þess í blaða- greininni í gær að mataræðis- vandamál virt- ust stafa af óöryggi í æsku. Hún sagði að foreldrar, kennarar og vinir þyrftu að hvetja börn og sýna þeim að þau séu mikils metin til að koma í veg fyrir að þau fái minnimáttar- kennd. Breskt blað greindi frá því í síðustu viku að Vilhjálmur prins, sem erfa á krúnuna eftir föður sinn, hefði tilkynnt að hann vildi ekki verða konungur. Breska blaðið Sunday Mirror fullyrti í gær að Karl prins tæki yfirlýs- ingu sonarins með jafnaðargeði og að Díana væri að reyna að telja syninum hughvarf í róleg- heitunum. Díana heldur til Bandaríkjanna í þessari viku til að safna fé til krabbameinsrannsókna. Hún kemur til Chicago síðdegis á þriðjudag og tekur þar þátt í íburðarmiklum kvöldverði á mið- vikudaginn. Búist er við að ágóði af miðasölu að kvöldverðinum verði 1 milljón doUara. Prinsessan mun dvelja í sex herbergja forsetasvítu á Drake hótelinu með útsýni yfir Michig- anvatn og kostar nóttin 2 þúsund dollara. Reuter Díana prinsessa heldur til Chicago í þessari viku. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.