Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 27 dv______________________Menning í eðalf lokki Á sunnudaginn var voru haidnir tónleikar í íslensku óperunni á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Kom þar fram Fílharmóníukvartett Berlínar, en hann er skipaður leiðandi mönn- um úr þeirri rómuðu hljómsveit, Fílharmóníu- sveit Berlinar. Efnisskráin var sterk; leikin voru þrjú óum- deilanleg meistaraverk, eftir þá Haydn, Beet- hoven og Bartók. Tónlist Áskell Másson Strax í upphafi tónleikanna þegar fyrstu hljómar Strengjakvartetts op. 74.3 eftir Haydn, sem kallaður hefur verið „Reiterkvartett", lið- uðust um salinn, varð ljóst að hér voru sannir snillingar á ferð og enda var túlkun þeirra Dan- íels Stabrawa, Christians Stadelmanns, Neit- hards Resa og Jans Diesselhorsts slík að áheyr- endur sátu agndofa. Samhæfni þeirra, bæði í túlkun, tóni og viðbragði, er á þann veg að er sem ein sál ráði ferðinni. Hér var kafað í smæstu atriði, en þrátt fyrir gífurlega tækni Fílharmoníukvartett Berlínar. var það þó alltaf túlkunin sem sat í fyrirrúmi. Lýsir það í raun meðhöndlun þeirra á öilum verkefnum tónleikanna, en á eftir verki Haydns kom sjötti kvartett Bartóks (sá síðasti sem hann samdi) og eftir hlé hljómaði síðan kvartett Beethovens, op. 130, sem er viður- kenndur sem eitt mesta snilldarverk í þessu formi sem enn hefur fram komið. Sá listagald- ur sem áheyrendur á þessum tónleikum urðu aðnjótandi er ógleymanlegur og má með sanni segja að þessi kvaartett úr Fílharmóníusveit Berlínar sé hljómsveit sinni til mikils sóma. Tvö aukanúmer voru flutt; hluti úr 1. þætti fyrsta kvartetts Erwins Schulhoffs, sem er sér- staklega glæsilega skrifuð músík, skemmtileg og virkar vel, og 2. þáttur d-moll kvartetts Max Regers, sem einnig kom á óvart fyrir sakir þess hve skemmtilegur hann var, en fráhært hand- bragð hans sveik þó ekki fremur en endranær. Þetta voru einstakir tónleikar. Danska trfóið Tónleikar voru haldnir í Norræna húsinu á þriðjudaginn var. Píanótríóið Den Danske Trio lék þar fjögur tónverk eftir jafn mörg tónskáld, en tónleikarnir voru haldnir í samvinnu Nor- ræna hússins og Listahátíðar i Reykjavík. Það var samlandi þeirra flytjenda, Niels W. Gade, sem átti fyrsta verk tónleikanna, Tríó í F-dúr, op. 42. Þetta verk er í fjórum þáttum og eru þeir tveir síðustu leiknir án hlés. Það verð- ur að segjast að þessi tónsmíð skartár ekki miklum frumleika, þótt reyndar sé að öðru leyti vel unnin. Þau Bjarne Hanse, fiðluleikari, Svend Winslöv, sellóleikari, og Rosalind Bevan, píanóleikari, eru greinilega ágætir hljóðfæra- leikarar, en sem tríó leika þau af of milli Li rútínu, þannig að leikurinn verður óspenn- andi. Þetta átti við flutning allrar efnisskrár- innar, þótt reyndar lifnaði nokkuð yfir undir lokin. Tríó nr. 1 frá 1985 eftir Atla Heimi Sveinsson kom næst, en þetta verk er tileinkað Thor Vil- hjálmssyni og er í fjórum, mjög ólíkum þáttum. Það hefst á hömruðum píanóhljómum undir löngum nótum í fiðlu og sellói, annar þátturinn er pizzicato-þáttur m.a. með púða á strengjum píanósins, sá þriðji með sterku píanói og veik- um strengjum og sá fjórði með miklum and- stæðum í tónhæð og styrk, en hann er jafn- framt þeirra lengstur. Þetta verk Atla er mjög lauslega spunnið, það er laust við að vera al- vöruþrungið, en er að yfírbragði eins og sak- leysisleg hugleiðing. Tónlist Áskell Másson Eitt verk var frumflutt á tónleikunum, en það var Andalusiske efterkíange eftir Danann Hans-Henrik Nordström. Verkið var sérstak- lega samið fyrir hóp kvöldsins með styrk frá Statens Kunstfond í Danmörku, sem er stofnun sem mætti eiga sinn lika hér á landi. Verkið er samið á síðasta ári undir hughrifum frá ljóðun Federico García Lorca, en höfundurinn var bú- settur í Andalúsíu veturinn 1994-95. Lítil spænsk áhrif greinast í þessari tónsmíö. Fyrsti og síðasti þátturinn einkennast af mjúkum, draumkenndum hljómum, en tveir innþættirn- ír eru sterkari og búa yfir meiri andstæðum. Verkið er þó á heildina ekki sérlega áhugavert þótt höfundurinn kunni greinilega sæmilega til verka. Síðasta verkið á þessum tónleikum var hið mikla meistaraverk Sjostakovitsj, Tríó nr. 2 í e-moll, op. 67. Hér, eins og áður sagði, lifn- aði nokkuð við flutningurinn á köflum, en síð- asti þátturinn var of hægt leikinn og varð því fremur þunglamalegur en dramatiskur. Alþjóðlegur djasskvintett Sigurðar Flosasonar. Alþjóðlegur djasskvintett Sigurðar Flosasonar Föstudagskvöldið 7. júní var Sigurður Flosa- son mættur í Loftkastalann með nýjan kvin- tett. Tvo meðlimi hans þekkjum við vel, pían- istann Eyþór Gunnars- son og danska bassist- ann Lennart Ginman, en mér telst til að hann sé nú kominn hingað í þriðja skiptið. Hann kom hér fyrst þegar fyrri plata Sigurðar var í burðarliðnum, og síðan aftur á RúRek með Blackman Thomas og rapp- sveit hans. En auk þessara léku nú með Sig- urði skólabróðir hans frá Indiana, rísandi stjarna í New York, trompetistinn Scott Wend- holt, og trommuleikarinn John Riley, en hann er helst kunnur fyrir að spila með Village Vangu- ard stórsveitinni. Tónlistin sem þeir fluttu var öll eftir Sigurð. Tónsmíðarnar eru svip- aðar og „Gengið á lagið“ forðum, og stíll og flutningur með svipuðu sniði, laglínur kynnt- ar af báðum blásurum i upphafi, yfirleitt sam- stiga raddir, oft í ferundum eða fimmundum, hljómagangur frekar einfaldur en utan ströng- ustu hefða. Hrynur er fjölbreyttari en á eldri plötunni, og oft af latneskum toga í bland. Fyr- ir minn smekk mætti gjaman útsetja tónlist- ina svolítiö meira, þótt reyndar sé nóg á að hlusta þegar svona færir menn spila. Erfitt finnst mér að taka einstök númer fram yfir önnur, en valsinn „Illar tungur" fór vel í mig, og þá sérstaklega sóló Sigurðar. Skólafélagi hans, Wendholt, er trompetisti í mýkri kantin- um, lætur lönd og leið alla effekta og skraut- sýningar en blæs fallegar línur átakalaust. Stíll hans er því ekki með öllu ósvipaður Sigurð- ar sjálfs þótt yfirleitt gusti held- ur meira af Sigurði. Hrynsveit- in stóð sig frábærlega, og átti Eyþór ekki minnstan þátt 1 því að mata menn á fjölbreyttum mótífum að vinna úr, en þessi píanisti okkar er alveg makalaus tímavél. Riley er fagmaður af bestu sort, hirðir upp allt sem er að gerast í músík- inni átakalaust, leikur hans var gifurlega fjöl- breyttur, og minnti mig leikmanninn á Alphonse Mouzon þegar hann lék með McCoy Tyner forðum. Leik- ur Ginmans hefur alltaf farið vel í mig, það er yfirleitt mikið að gerast, og nettlegur sláttur hans gefur honum töluvert vald á styrknum. Það kom t.d. vel í ljós í sólói hans í lokanúmerinu, „Tíminn drepinn", lag sem ég held aö ég hafi heyrt áður í Perlunni, þegar Sigurður með fulltingi ungra nemenda úr FÍH- skólanum safnaði fé fyrir tónlistarhúsi, ásamt mörgum öðrum djassistum. Þetta voru gefandi tónleikar í besta gæðaflokki eins og vænta mátti af hendi Sigurðar Flosasonar, og er hann ótvírætt í forystuhlutverki í Islenskum djassi. Ég vil nefna að lokum að kynningar hans voru skemmtilegar og gefandi, en á það hefur oft skort hjá djassmönnum íslenskum. Djass Ársæll Másson #1^ Verktakar - bændur Sveitarfélög Uppgerðir hjólavagnar á frábæru verði. Burðargeta 1-6 tonn. 4x4 drif. 2x4 drif. Skutuvogi 12A, s. 581 2530 Toyota LandCruiser GX '95, ssk., 5 d., vínrauður, ek. 26 þús. km, 38” dekk, intercooler. Verð 4.850.000 stgr. VW Golf CL '96,5 g„ 3 d„ blár, ek. 6 þús. km, sem nýr. Verð 1.100.000 stgr. Ford Mustang GT '94, ssk„ vínrauður, ek. 20 þús. km, 17" álfelgur, hlaðinn aukahlut- um. „Sjón er sögu ríkari.” Verð 2.800.000. Honda Civic VTI '92,5 g„ 3 d„ rauður, ek. 77 þús. km, topplúga, álfelgur, CD o.fl. _ Toppeintak. Verð 1.350.000. i. Mazda 626 2,0 GLX '92, ssk„ 4 d„ vínrauð- ur, ek. 49 þús. km, allt rafdr., álfelgur, skemmtilegur vagn. Verð 1.450.000. Renault Laguna RT '95, ssk„ 5 d„ grænn, ek. 17 þús. km, álfelgur, allt rafdr. „Fer á kostum." Verð 1.680.000. Volvo 460 '95,5 g„ fjólublár, ek. 19 þús. km, álfelgur, spoiler.Verð 1.480.000. Opið mánudaga til föstudaga kl. 10-19 og laugardaga kl. 12-16.30. VERIÐ VELKOMIN!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.