Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 32
Alla lcmgmréagai Vertu uiðbútnfn} | vinningi! KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ1996 ^ Helgarblaö DV: Alforstjórinn í Helgarblaði DV á morgun kenn- ir margra grasa. Opnuviðtalið er ' 'við Rannveigu Rist, sem tekur við starfi álforstjóra í Straumsvík um áramót, og lesendur fá að kynnast konunni, sem mun stjórna stærsta iðnfyrirtæki landsins. í blaðinu verður einnig viðtal við Björk Guðmundsdóttur söngkonu og Jón Rúnar Arason tenór. Einnig verður umfjöllun um anorexíu og bíla forsetaframbjóðendanna auk margvíslegs annars efnis. -GHS ísafjörður: Jón Bald- vin vill nýtt félag „Ég geri mér vonir um að fólk nái saman um að setja á laggimar nýtt félag jafnaðarmanna í hinu samein- aða sveitcufélagi og sameinist innan þess um það starf sem fram undan er,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- —fEon, formaður Alþýðuflokksins, við DV í morgun. DV spurði flokksformanninn um deilurnar innan Alþýðuflokksins á ísafirði og viðbrögð hans og forystu flokksins við þeim. Jón Baldvin kvaðst treysta samflokksmönnum sínum þar vestra til að jafna þenn- an ágreining og að hann væri tilbú- inn að fara vestur til að miðla mál- um gerðist þess þörf. Það væri ljóst að þessi krytur snerist ekki um meirihlutasamstarfið, sem sam- staða væri um. Hann sneri ekki að flokknum heldur virtist eingöngu vera spurning um samkomulag ein- staklinga og ágreiningur um vinnu- brögð. -SÁ Utanríkisráðuneytið: Allt gert til aö tryggja umgengnis- rétt Sophiu „Utanríkisráðuneytið hefur farið fram á það að tryggt verði að um- gengnisréttur Sophiu Hansen við dætur sínar verði virtur. Það verð- ur fylgst með og því fylgt eftir og ráðuneytið mun gera allt sem í þess valdi stendur til að réttur Sophiu verði ekki brotinn," sagði Benedikt Jónsson, sendifulltrúi í utanríkis- ráðuneytinu, í samtali við DV í morgun. Hann var spurður hvort ákvörð- un hefði verið tekin um að vísa máli Sophiu til mannréttindadómstóls Evrópu. Hann sagði að málinu hefði verið vísað til hæstaréttar Tyrk- lands. Engin ákvörðun yrði tekin um framhaldið fyrr en dómur lægi þar fyrir. Úr axlarlið Vélhjóiamaður fór úr axlarlið þegar hann féll af hjóli sínu á gamla Suðurlandsveginum á Hellisheiði, skammt fyrir vestan Kambana. Missti maðurinn stjórn á hjólinu í lausamöl. Lögreglu á Selfossi var tilkynnt um slysið á ellefta tímanum í gær- kvöld og kom hún manninum á slysavarðstofuna. Meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. -GK Rússneski píanósnillingurinn Evgeny Kissin kom til landsins í gærkvöldi frá London í tilefni af Listahátíð í Reykja- vík en hann heldur einleikstónleika í Háskólabíói á morgun kl. 16. Kissin, sem er 24 ára, er talinn einn fremsti píanó- leikari heims í dag en hann lék á sínum fyrstu tónleikum aðeins 10 ára gamall. Sex ára lék hann eigin útsetningu af Hnotubrjóti Tjækovskí, nótnalaust! Við komuna til landsins sagði Kissin við DV að hann hefði sérstaka ánægju af íslandsförinni og hlakkaði mikið til tónleikanna. Þó hann hefði aldrei komið áður til íslands sagðist hann vita tölu- vert um land og þjóð. DV-mynd ÆMK Enn farið i Mjolnisholtið Lögreglan gerði í gærkvöld hús- leit í húsi við Mjölnisholt þar sem lengi hefur leikið grunur á að fikni- efnaneytendur hefðust við. Þar fundust nokkrir skammtar af amfetamíni og voru þrir menn færð- ir til yfirheyrslu. Lögregla hefur oft áður farið í þetta tiltekna hús í leit að fikniefnum og þýfi. I gærkvöld voru einnig fjórir aðr- ir teknir með fikniefni í miðbæn- um. í öllum tilvikum reyndist um amfetamín að ræða en óverulegt magn hjá hverjum. -GK Þrettán tyrkneskar sjónvarpsstöðvar Qölluðu um mál Sophiu Hansen: Fréttamennirnir klöppuðu allir þegar Sophia kom út - hún stendur sig eins og hetja, segir Sigríður Sigurbjörnsdóttir „Hún stendur sig eins og hetja. Það er ótrúlegt að brotna aldrei í öllum þessum viötölum en sýna samt djúpar tilfinningar. Þessu hefur fólk tekið eftir og talar um,“ segir Sigriður Sigurbjörnsdóttir, skrifstofústjóri hjá Kögun, en hún er nú stödd í Istanbul. Sigríður hefur eins og aðrir ís- lendingar í Istanbúl fylgst náið með framgöngu Sophiu Hansen í réttarhöldunum í gær og ótal sjón- varpsviðtölum í gærkvöld. Það efni hafa sjónvarpsstöðvamar end- urtekið í morgunþáttum sínum. „Það var frá því sagt hér í gær að allir fréttamennirnir á einni stöðinni hefðu klappað þegar Sophia kom út úr viðtali. Ég skil að vísu ekki hvað er sagt en það er engu að síður greinilegt að þetta er mál málanna hér í Istanbúl og Sophia hefur sannarlega náö að bræða hjörtu landsmanna,“ sagði Sigríður. Ekki færri en þrettán sjónvarps- stöðvar fjölluðu um mál Sophiu í gær. Sigríður sagði að sumar þeirra væru greinilega hlutdrægar og sýndu bara myndir af Halim A1 og hans fólki. Aðrar stöðvar hafa meira jafnvægi á umfjölluninni og segja frá málinu frá báðum hlið- um. „Þetta er miklu meira fjölmiðla- mál en ég átti von á þegar ég kom út. það er bókstaflega allt undir- lagt og ótrúlegt að Sophia skuli ekki gefast upp undir öllu þessu álagi. Hún er greinilega stressuð en brotnar aldrei," segir Sigriður. Hún hitti í gær hollenska konu sem á í sama vanda og Sophia. Hennar mál hefur þó enn ekki vakið umtalsverða athygi í Tyrk- landi en Sigríður sagði að þessi kona hefði ekki átt orð yfir styrk Sophiu. Blöð í Tyrklandi hafa fjallað ítarlega um málið í morgun og er enn sem fyrr að blöð bókstafstrú- armanna draga taum Halims og leggja áherslu á að forræðismálið eigi sér trúarlegar rætur. Aðrir ijölmiðlar fjalla um málið sem mannréttindamál og gera mikið úr broti Halims á öllum úrskurðum um umgengnisrétt Sophiu og dætra hennar. -GK , HÆTTÍ N ALFDRSTJORINN A l?A AÐ VERA „RÓTARLEGUR“? J Veörið á morgun: Rigning eöa súld Á morgun verður suðlæg átt, víða kaldi. í flestum landshlut- um verður lengst af rigning eða súld. Þó verður að mestu þurrt norðaustan til á landinu. Hiti verþur 9 til 11 stig en allt að 14 til 17 stig norðaustanlands og austan. Veðrið á morgun er á bls. 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.