Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 28
36 Kratar rífast á ísafiröi. Einræði og ein- stefna oddvitans „Það ríkir algjört einræði og einstefna. Sigurður R. Ólafsson situr bara sjálfur einn og ákveð- ur hvaða menn sitja í nefndum." Halldór Antonsson, Alþýðuflokknum á ísafirði, í Alþýðublaðinu. Ummæli Hlusta á rök en ekki nöldur „Ég er enginn þvergirðingur. Ég hlusta á rök. En ég beygi ekki af leið fyrir sífelldu nöldri." Sigurður R. Ólafsson, bœjarfulltrúi á ísafirði, í Alþýðublaðinu. ísland en ekki KA „Vernharð er að fara á Ólymp- íuleikana fyrir hönd íslands, en ekki KA.“ Kolbeinn Gíslason, formaður Júdó- sambandsins, í Morgunblaðinu. Örvæntingin skemmtilega „Þær virðast gefa þorra þjóðar- innar kærkomið tækifæri til að - fylgjast opinberlega með örvænt- ingu þeirra afla sem einmitt er svo ánægjulegt að sjá örvænta." Davíð Þór Jónsson, um forsetakosn- ingarnar, í Alþýðublaðinu. Einn fjöllistamannanna sem skemmtir með Cirkus Ronaldo í Hljómskálagarðinum. Listvið- burðir á listahátíð ídag Tónlist Zilia píanókvartettinn. Tónleikar í Loftkastalanum kl. 20.30. Klassískur kvartett, skip- aður fjórum konum, leikur verk eftir Schumann og Schubert. Le Grand Tango. Tónleikar og dans í Loftkastal- anum kl. 23.30. Uppselt var á fyrstu tónleikana og eru tónleik- arnir endurteknir í kvöld vegna fjölda áskorana. Lii Sviðslist Cirkus Ronaldo. Hljómskálagarðurinn kl. 20.00. Hópur belgískra fjöllistamanna 'sýnir listir sinar samkvæmt gamalli hefð. Galdra-Loftur. íslenska óperan kl. 20.00. Síð- asta sýning á þessu rómaða verki þar til í haust. FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 Súld eða rigning Skammt suðvestur af landinu er 1011 mb. lægð sem hreyfist vest- norðvestur. Um 300 km suðaustur af Hvarfi er 1005 mb. lægð sem þokast norðnorðaustur. 1037 mb. hæð er yfir Bretlandseyjum. Veðrið í dag í dag verður fremur hæg suðlæg átt en sunnan og suðaustan gola eða kaldi í nótt. Súld eða rigning verður með köflum um landið vestanvert en skýjað að mestu austan til. í nótt verður rigning sunnanlands og vest- an- en að mestu þurrt norðaustan- lands. Hiti 7 til 6 stig, hlýjast í inn- sveitum norðaustan til. Á höfuðborgarsvæðinu er fremur hæg suðlæg átt og dálítil súld eða rigning. Suðaustan gola eða kaldi og rigning í nótt. Hiti 8 til 11 stig. Sólarlag í Reykjavík: 24.00 Sólarupprás á morgun: 2.57 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.38 Árdegisflóð á morgun: 5.58 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 9 Akurnes skýjað 9 Bergsstaðir skýjaö 9 Bolungarvík Egilsstaóir skýjað 9 Keflavíkurflugv. alskýjað 9 Kirkjubkl. alskýjað 9 Raufarhöfn skúr 7 Reykjavík alskýjað 9 Stórhöfði úrkoma í grennd 9 Helsinki skýjað 10 Kaupmannah. léttskýjað 12 Ósló léttskýjað 11 Stokkhólmur súld á síó. klst. 10 Þórshöfn Amsterdam léttskýjaö 12 Barcelona mistur 20 Chicago léttskýjað 23 Frankfurt léttskýjaó 13 Glasgow skýjað 8 Hamborg skýjaó 11 London léttskýjað 13 Los Angeles léttskýjað 17 Lúxemborg heiöskírt 11 Madríd léttskýjað 19 París heiðskirt 13 Róm hálfskýjað 21 Valencia heiðskírt 20 New York heiðskírt 23 Nuuk alskýjaó 1 Vín léttskýjað 14 Washington léttskýjaó 22 Winnipeg léttskýjað 20 J0 Í iWllmW 9°L 7_ ' •LoRn 8° w 5« >. 9° I9# Logn - \ Veðrið kl. 6 í morgun Gunnar Tómasson, forseti Slysavarnafélags íslands: Hefur fylgt mér að vera mikið í félagsmálum DV, Suöurnesjum: „Ég hef haft mikinn áhuga á slysavörunum og björgunarmál- um frá því ég var ungur. Ég kom inn i björgunarsveitina i Grinda- vík sem unglingur og var síðan formaður sveitarinnar 1978-1987 og svo slysavarnadeildarinnar í Grindavík til 1993. Þessi áhugi hef- ur gert það að verkum að málin hafa þróast þannig að í dag er ég orðinn forseti Slysavarnafélags- ins,“ segir Gunnar Tómasson sem var kosinn forseti Slysavarnafé- lags íslands á landsþingi félagsins um siðustu helgi á Laugarvatni. Maður dagsins Gunnar hefur verið varaforseti félagsins frá 1990 og verið í stjórn frá 1982. Hann segir að það sé mjög áhugavert og spennandi að taka við forsetaembættinu. Forseti er æðsti maður stjórnar félagsins og stýrir fundum þess og vinnur að framgangi og framkvæmd mála við framkvæmdastjóra félagsins. „Starfið leggst mjög vel í mig og það verður nóg að gera hjá mér. Nokkur verkefni eru fram undan hjá félaginu. Eitt er að fá heild- Gunnar Tómasson. stæða löggjöf um björgunarmenn í samvinnu við Landsbjörg. Annað verkefnið er að fá ríkisvaldið til að koma á móts við sjálfboðaliðasam- tök í björgunarmálum, slysavama- félagi og Landsbjörg. í almanna- varnamálum þarf að koma á sam- ræmdum almannavarnaskóla. Svo er á döfinni að við höfum alltaf haft mjög mikinn áhuga á þvi að koma á nýliðafræðslu fyrir sjó- menn til viðbótar við þá öryggis- fræðslu sem fyrir eru í Slysa- varnaskóla sjómanna". Gunnar er framkvæmdastjóri og einn af eigendum sjávarútvegs- fyrirtækisins Þorbjörns hf. í Grindavík. Hann er einnig í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, SÍF og samtökum fisk- vinnslustöðva. Gunnar segir að hann hafi ákveðið að eyða frítíma sínum í félagsstörf. Það hafi fylgt honum i gegnum tíðina að vera mikið í félagsmálum. Hann var formaður Ungmennafélags Grindavíkur á sínum tíma og í stjórn þess og keppti með körfu- boltaliði félagsins þegar það tók í fyrsta skipti þátt í íslandsmóti. „Ég hef aldrei fengið að spila með þessum hetjum sem eru að spila þar í dag. Maður hefur bara feng- ið að njóta þess að horfa á og styðja við bakið á þeim ef það hef- ur verið hægt.“ Gunnar á nokkur áhugamál, „Fyrir utan björgunar-, slysavarna- og sjávarútvegsmál hef ég mjög mikinn áhuga á íþrótt- um og þá sérstaklega körfubolta. Þá er ég mikill útivistarmaður og ferðast mikið bæði á vetri og sumri um allt land. Ég reyni að vera með fjölskyldunni í svoleiðis ferðum.“ Eiginkona Gunnars er Rut Óskarsdóttir og eiga þau fjóra drengi, Tómas, 23 ára, Jóhann Vigni, 19 ára, Brynjar Örn, 14 ára, og Óskar, 8 ára. -ÆMK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1535: Myndlistarsýningar á listahátíð Sigríður Sigurjónsdóttir Loftkastalinn. William Morris og verk hans Þjóðarbókhlaðan. Osvaldo Romberg Perlan. Eftirsóttir einfarar Gallerí Hornið. Jón Axel Björnsson Gallerí Borg. Páll á Húsafelli Listasafn Sigurjóns. Hreinn Friðfinnsson Sólon Islandus. Karl Kvaran Norræna húsið. Carl Andre Önnur hæð. Pia Rakel Sverrisdóttir Norræna húsið, anddyri. Andres Serano Sjónarhóll. Dauðinn í íslenskum veruleika Mokka. Rachel Whiteread íslensk grafík. Robert Shay Gallerí Úmbra. Ragna Róbertsdóttir Ingólfsstræti 8. Svavar Guðnason Listasafn ASÍ. Silfur í Þjóðminjasafni Þjóðminjasafn íslands. Austurrisk myndlist: Egon Schiele og Arnulf Rainer Listasafn íslands. Tolli Gallerí Regnboginn. Fjörvit Nýlistasafnið. Benedikt Gunnarsson Gallerí Stöðlakot. Bridge Samningurinn er ekki góður en suð- ur getur varla sagt minna á spilin eftir dobl norðurs. Vinningsleiðin eftir tígulútspil frá vestri er ekki einu sinni augljós þó allar hendur sjáist en þó vel hugsanlegt að hún finnist við borðið án þess að horft sé á hendur AV. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og enginn á hættu: « K5 W ÁK42 ♦ K7652 4 76 4 Á986432 V D107 4 4 ÁG 4 10 ♦ 9 ♦ Á83 4 K10985432 Vestur Norður Austur Suður 14 dobl 24 54 p/h Við fyrstu sýn virðast vera tapslag- ir í spaða eða tígli og því mætti helst ekki tapa nema einum slag á tromp. En hvers vegna spilar opnari út tígli?. Hlýtur það ekki að vera út frá einspili. Sá sem spilar út einspili gerir það ekki frá öruggum tromp- slögum. Þyí er næsta öruggt að vest- ur á ekki ÁD i laufi en hann gæti átt ÁG. Sennileg skipting spilanna hjá vestri er 6-4- 2-1, eða 7-3-2-1. Ef skipt- ingin er sú síðarnefnda er hægt að endaspila vestur. Drepa útspilið á ás, taka ÁK í hjarta og henda spaða- einspilinu heima, trompa hjarta og spila síðan laufkóngnum frá hend- inni. Staðan er þá þessi: » K5 V 4 ♦ K765 4 76 4 Á986432 «4 -- 4 -- 4 ÁG 4 -- «4 -- ♦ 83 4 K1098543 Vestur getur tekið tvo slagi á tromp en verður síðan að spila spaða sem gefur sagnhafa ellefta slaginn. Bítur á jaxlinn. Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.