Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 Fréttir DIAUMALIÐ Þú færð allar upplýsingar um stöðu þína í leiknum og stöðu efstu liðanna í síma 904 1015 .V .. 0?' Verð 39,90 mínútan. Skóverslun Steinars Waage var fyrsta íslenska verslunin sem gerði samning viö Europe Tax-free Shopping. Frá vinstri á myndinni eru John Rassing, framkvæmdastjóri ETS í Danmörku, Steinar Waage og Jónas Hagan Guð- mundsson, framkvæmdastjóri ETS á íslandi. 550 5000 Jara og Einar gera góð kaup! Smáauglýsingar Nú geröu þau Jara og Einar góð kaup. Þau keyptu Siemens þurrkara sem var auglýstur í smáauglýsingum DV síöastliöinn laugardag. Hann er 4ra ára gamall og þau fengu hann á aðeins 26.000 kr. en nýr kostar um 60.000 kr. Þessa dagana eru þau aö flytja inn í íbúðina sína og eru byrjuð aö koma nýju hlutunum fyrir. Þau vantar enn allt milli himins og jarðar, s.s. sófabord, boröstofuborð og stóla, hornskáp meö gleri, náttborö, bókahillur, þurrkaro, vesk, blöndunartceki, eldhúsviftu, standlampa, sjónvarp, örbylgjuofn, blóm o.fl. DV gefur þeim 300.000 kr. í brúöargjöf til aö byggja upp framtíðarheimili sitt meö hlutum sem þau finna í gegnum smáauglýsingar DV. Þau eiga 214.500 kr. eftir. Hvað kaupa þau nœst? Nú er tími til að selja! a\\t mil// hlrtji, Europe Tax Free Shopping: Verslanir endurgreiða ferðamönn- um vaskinn Nokkrar íslenskar verslanir eru famar aö bjóða upp á Europe Tax- free Shopping, þ.e. erlendir ferða- menn geta fengið virðisaukaskatt endurgreiddan af þeim vörum sem keyptar eru í verslununum. Europe Tax-free Shopping, ETS, hefur opn- að skrifstofu á íslandi og mun leið- beina verslunum og ferðamönnum hvemig hægt verður að nýta sér þessa þjónustu. íslendingar hafa án efa rekist á vömmerki ETS á ferðalögum sínum erlendis enda em límmiðar og skilti fyrirtækisins uppi í 120 þúsund verslunum í 22 'löndum um allan heim. Að ETS á íslandi hf. standa Félag íslenskra stórkaupmanna, Kaup- mannasamtök íslands og ETS Europe. Þessir aðilar, ásamt Lands- banka íslands, hafa staðið að undir- búningi verkefnisins. ETS á íslandi og Landsbankinn hafa gert með sér samning um að bankinn annist þjónustu við endurgreiðslur virðis- aukaskattsins. Erlendir ferðamenn á leið frá íslandi, sem og íslending- ar á heimleið erlendis frá, geta inn- leyst endurgreiðsluávísanir hjá úti- búum Landsbankans. Verslanir fá ávísanir frítt. ETS á rætim sínar að rekja til við- skiptahugmyndar sem þróuð var í Svíþjóð árið 1980. Tilgangur fyrir- tækisins er fjármálamnsýsla og þjónusta vegna endurgreiðslu virð- isaukaskatts af vörukaupum er- lendra ferðamanna. Árið 1994 var velta ETS 8,7 milljarðar króna og eigið fé í kringum 1,3 milljarðar. -bjb Akranes: Fjórir vilja verða menn DV, Akranesi: Umsóknarfrestur um stöðu bæj- arlistamanns á Akranesi rann ný- verið út. Fjórir sóttu um stöðuna, Orri Harðarson, Philippe Richart, Hrönn Eggertsdóttir og Kristján Kristjánsson. Bæjarstjóm tekur ákvörðun hver fær stöðuna og verð- ur það tilkynnt 17. júní. Uppgjör bæjarsjóðs Akraness | Qóra fyrstu mánuði ársins sýnir 12,6 millj. króna meiri tekjur en ráð var fyrir gert en útgjöld voru í sam- ræmi við fjárhagsáætlun. Hinar aukna tekjur fara í gangstéttagerð og lagningu slitlags á Víkurbraut. Brynja Þorbjömsdóttir, sem gegnt hefur starfi atvinnufulltrúa Akraness undanfarin þrjú ár við góðan orðstír, hefur sagt starfi sínu lausu. Hún hefur ráðið sig sem full- trúa bankastjóra hjá íslandsbanka. -DÓ Erró-sýning í Vín - frá Maó til Madonnu Sýning á hátt í 90 málverkum eft- ir Erró var opnuð í Ludvig- safninu i Vín í Austurríki í gær. Sýningin stendúr til haustsins og er ein sú stærsta sem haldin hefur verið á verkum Errós. Verkin era flest lán- uð af Listasafni Reykjavikur. Sýn- ingin ber yfirskriftina „Frá Maó til Madonnu". Gunnar Kvaran hefur tekið þátt í aö undirbúa sýninguna en hann var viðstaddur opnunina ásamt Erró sjálfum. 1 tengslum við sýninguna hefur verið gefin út vegleg sýning- arskrá sem einnig er fáanleg á geisladiski. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.