Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 Fréttir Dagur meö Pétri Kr. Hafstein forsetaframbjóðanda: - grasrótarvinna frambjóöendanna felst í brosjl og ótal handaböndum Hagkaup við Garðatorg var skoðað hátt og lágt og starfsfólk, sem og gestir, heilsuðu gestunum. DV-mynd JAK Ekki eru allir vegfarendur með kosningarétt en fá sína athygii engu að síður. Pétur og inga Ásta hittu þessi ungmenni á Garðatorgi. DV-mynd JAK Það var áberandi að þeim starfs- mönnum stöðvarinnar, sem ræddu við hjónin, var ofarlega í huga sá samdráttur sem orðið hefur í skipa- smíðum og viðgerðum á undanförn- um árum. Einn þeirra benti þeim hjónum t.d. á að í stöðinni væru nú starfandi um 160 manns, flestir þeirra væru komnir á og yfir miðj- an aldur en síðan væru örfáir nem- ar komnir til starfa. Þarna vantaði því nánast inn í eina kynslóð iðnað- armanna við smíðarnar. Togari skoðaður Pétur og fylgdarlið ásámt Magn- úsi Má Þorvaldssyni, „varakosn- ingastjóra" á Akureyri, fór víða um stöðina, m.a. um borð í þýska togar- ann Cuxhaven, en starfsmenn voru að leggja síðustu hönd á frágang þar um borð eftir að hafa breytt skipinu í frystitogara, og þá var flotkvíin nýja skoðuð. Það er áberandi aö nokkur feimni og stífni virðist fylgja vinnustaða- heimsóknum sem þessum þar sem frambjóðendur ganga um vinnu- svæði og taka fólk tali, enda eru menn mismunandi frakkir og til- búnir að tjá sig við slíka gesti. Pét- ur segir hins vegar að slíkar vinnu- staðaheimsóknir frambjóðenda hafi ótvírætt gildi. „Þessi þáttur kosningabaráttunn- ar er mjög reynsluríkur, hann gefur manni innsýn í þau störf sem verið er að vinna í þjóðfélaginu og það er gagnlegt fyrir frambjóðendur og ekki síst forseta að hafa innsýn í þennan þátt þjóðlífsins. Mér finnst þetta alls ekki á neinn hátt þving- andi og ég held að fólk skilji það að við erum að kynna okkur og að kynnast starfseminni í hinum ýmsu fyrirtækjum," sagði Pétur. 3000 atkvæði á dag Töluglöggur maður reiknaði út að hver forsetaframbjóðandi þyrfti að heilsa um 3000 atkvæðisbærum mönnum á dag í tvo mánuði ef hann ætlaði að heilsa öllum kjósendum. Þetta mun vera útilokað þótt eng- inn hafi beinlínis reynt að rétta fram höndin svo oft á einum degi. Engu að síður beita allir forseta- frambjóðendurnir þessari aðferð og ferðast um til að heilsa fólki og brosa við því. Á einum degi er hægt að heilsa býsna mörgum ef farið er í fjölmenn fyrirtæki. Þegar DV fylgdi Pétri Kr. Haf- Pétur Hafstein, Inga Ásta kona hans, sonurinn Pétur, Ólafur Sverrisson, yfirverkstjóri Slippstöðvarinnar, og Magnús Már Þorvaldsson frá kosningaskrifstofu Péturs á Akureyri ræða málin. DV-mynd gk Viðurkennd aðferð DV, Akureyri: Pétur Kr. Hafstein, Inga Ásta kona hans og sonur þeirra, Pétur, heimsóttu fyrirtæki víðs vegar norðanlands og sunnan í síðustu viku. Dagskráin var'þéttskipuð þeg- ar DV fylgdi þeim um fyrirtæki í Garðabæ og síðar á Akureyri. Fyrir norðan var m.a. komið við í Slipp-. stöðinni Odda. Pétur á taii við einn af starfsmönn- um Slippstöðvarinnar Odda. DV-mynd gk Hjá Silfurtúni í Garðabæ eru fram- leiddir eggjabakkar úr úrgangs- pappír. Þar stóð Arngrímur Stefáns- son við vélina og átti orðastað við Pétur og Ingu Ástu. DV-mynd JAK FORSETA stein og Ingu Ástu konu hans á ferð um Garðabæ voru fyrirtækin þrædd og heilsað upp á fólk. Fyrir fram- bjóðanda er þetta mun léttara verk en að sitja undir skotárásum fjöl- miðlamanna sem oft biða bara eftir mistökum til að hanka frambjóð- andann á. Andrúmsloftið í heimsóknunum á vinnustaðina er öllu afslappaðra og umsvifalaust er frambjóðandinn kominn inn á gafl; það er boðið í kaffi og starfsemin útskýrð. Á ein- um stað er verið að framleiða eggja- bakka og á öðrum er verið að þjóna fólki og á enn öðrum eru peningar taldir. Þessi grasrótaraðferð gengur upp hér á landi vegna þess að lands- menn eru ekki ýkja margir. Það er mögulegt að heilsa stórum hluta kjósenda. í öðrum löndum hafa slík- ar vinnustaðaheimsóknir engan til- gang nema fjölmiðlar séu með i för og greini frá hve frambjóðandinn er alþýðlegur. Vinnustaðaheimsóknir eru líka aðferð sem forsetaframbjóðendur hafa óspart notað frá því Gunnar Thoroddsen og Kristján Eldjárn átt- ust við árið 1968. Þessi aðferð skipt- ir enn meira máli fyrir það að per- sóna frambjóðandans vegur þyngra en málefnin. Verðandi forseti eða forsetahjón eiga allt sitt undir því að hrífa kjósendur með framkomu sinni. -gk Sérfræðingar í kosningaáróðri eru sannfærðir um að þessi aðferð skilar árangri. Það skiptir máli að ná að taka í höndina á sem flestum fyrir kjördag. Ef einum manni er heilsað segir hann tíu frá kveðju frambjóðandans. I sparisjóðnum var boðið upp á kaffi baksviðs og rætt um reynsluna af kosn- ingabaráttunni til þessa. DV-mynd JAK Gefur innsýn í störf sem unnin eru í þjóðfélaginu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.