Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 28
 lÆu Vinningstölur miðvikudaginn 19.6/96 E................ % 18 Y 25 X 26 29Y31X40 34 44 47 Vlnningar Fjöldi vinnínga Vinningsupphxð l.toft .1 41.750.000 2. S af i $0 271.330 3. 5o ft 35 42.630 4. 4 oft ,187 1.810 S.laft' r603 240 OdaivkiningsupþhMð Á Islandi 42.TiT.orO 967.670 Vinningstölurl C 19.6/96 KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Bj550 5555 Frjalst ohaÖ dagblaÖ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ1996 ÖVj Báturinn fannst mannlaus í minni Dýrafjaröar laust fyrir k 1. 23.00 á þriðjudagskvöld. Isafjörður Báturinn tilkynnti sig síöast kl. 2 1.45 á Sjómaður týndur: Fjörur gengnar í dag er ætlunin að ganga fjörur á nesjunum milli Táiknafjarðar, Arn- arfjarðar og Dýrafjarðar í leit að sjó- manni sem týndur er af trillubátn- um Gylli BA. Maðurinn lét síðast heyra frá sér á mánudagskvöldið og var þá allt í lagi um borð. Undir miðnætti á þriðjudag fannst bátur hans út af Dýrafirði og — hefur mannsins verið leitað síðan á sjó og landi. í gær var varðskip á svæðinu og björgunarsveitarmenn gengu fjörur en án árangurs.. Ekkert er vitað um með hvaða hætti slysið bar að höndum. -GK Forsetakosningar: Mega kjósa aftur Þeir sem hafa kosið Guðrúnu Pétursdóttur utan kjörstaðar í kom- andi forsetakosningum geta kosið aftur óski þeir þess nú eftir að Guð- rún hefur dregið framboð sitt til baka. Búið er að prenta kjörseðla fyrir forsetakosningarnar með nöfnum þeirra fimm sem verið hafa í fram- boði. í dag verður haldinn fundur með umboðsmönnum forsetafram- bjóðendanna þar sem tekin verður ákvörðun um hvort prentaðir verða nýir kjörseðlar með nöfnum þeirra flögurra sem nú eru eftir eða hvort kjörseðlarnir sem prentaðir hafa verið verða notaðir. -S.dór Hvolsvöllur: Alvarlegt ' slysáein- breiðri brú Ungur maður var fluttur alvar- lega slasaður með þyrlu til Reykja- víkur eftir árekstur tveggja bíla í Rangárþingi um kvöldmatarleytið i gær. Tveir bílar mættust á ein- breiðri brú í Landeyjunum og er talið að kvöldsólin hafi blindað öku- mann annarrar bifreiðarinnar. Hinn slasaði var einn í bíl. Hann beinbrotnaði og var fluttur til með- ferðar á Sjúkrahús Reykjavíkur. Hann er ekki í lífshættu. Fernt var í hinum bílnum og slapp það án telj- -^andi meiðsla. -GK FERPA SELARDAI^S SONDINN EKKII HNAPPHELDUNA? íþróttakennari við Grunnskólann í Stykkishólmi segir upp störfum: Var í sambandi við nemanda í 10. bekk - móðir stúlkunnar kærði kennarann og rannsakar RLR nú málið Iþróttakennari við Grunnskól- ann í Stykkishólmi hefur sagt upp starfi sínu í framhaldi þess að hann hefur verið kærður til lög- reglunnar fyrir ástarsamband sitt við nemanda sinn í 10. bekk skól- ans siðasta vetur og í sumar. Samkvæmt heimildum DV komst á náið samband milli kenn- arans og stúlkunnar í vetur. Var það á vitorði margra við skólann og í bænum. Var skólastjórinn m.a. gagnrýndur fyrir að aðhafast ekkert í málinu. í sumar urðu nemendur við skólann að sögn vitni að nánu sambandi stúlkunnar við kennara sinn. Gerðist það á samkomu nem- endanna í Stykkishólmi. Eftir það kærði móðir stúlkunnar íþrótta- kennarann til lögreglunnar en. stúlkan er undir lögaldri. Stykkishólmslögreglan vísaði rannsókninni þegar til Rannsókn- arlögreglu rikisins. Hafa nemend- ur og kennarar við skólann í Stykkishólmi verið yfirheyrðir af RLR en rannsókn er ekki lokið. Gunnar Svanlaugsson, skóla- stjóri Grunnskólans i Stykkis- hólmi, staðfestir við DV að íþrótta- kennarinn hafi sagt upp af ástæð- um sem hann vildi ekki tjá sig um frekar. íþróttakennarinn hefur starfað við skólann um fimmtán ára skeið. Gunnar sagði að kenn- arinn hefði sagt upp af eigin hvöt- um í sumar og hefði hann ekki verið þvingaður til að segja upp. Ríkharður Hrafnkelsson, formað- ur skólanefndar, vildi ekki heldur tjá sig um mál íþróttakennarans. -GK Tvö stórstirni á popptónlistarsviðinu eru komin til landsins vegna tónleika sem þau halda á Listahátíð í Reykjavík. David Bowie kom til landsins í gær og Björk Guðmundsdóttir í morgun. Björk var nánast óþekkjanleg, svarta hárið farið og Ijósir lokkar komnir í þess stað. Hún vildi ekkert við fjölmiðla tala í morgun en poppþyrstir geta séð hana á tónleikum í Laugardalshöll annað kvöld. Einar Örn Benediktsson tók á móti Björk. Sjá bls. 2. DV-mynd ÆMK Veðrið á morgun: Léttskýjað víðast hvar Á morgun verður fremur hæg norðyestlæg átt eða haf- gola. Skýjað með köflum norð- austanlands en annars léttskýj- að víðast hvar. Hiti verður 8 til 21 stig, hlýj- ast í innsveitum suðvestan til. Veðrið í dag er á bls. 36 Guðrún Pétursdóttir hætt: Eins og góður skilnaður „Þetta var eins og góður skilnað- ur, aðdragandinn var erfiður en ákvörðunin ekki sem slík,“ sagði Guðrún Pétursdóttir m.a. á blaða- mannafundi á Hótel Sögu síðdegis í gær þegar hún tilkynnti að hún hefði dregið forsetaframboð sitt til baka. „í þessum kosningum hljóta menn að keppa að sigri, og sigur- vegarinn verður aðeins einn. Ég tel óraunhæft eins og málum er nú komið að halda baráttunni áfram og leggja þá miklu vinnu sem því mundi fylgja á mína góðu stuðn- ingsmenn um land allt. Ég legg áherslu á að enginn hefur þrýst á mig að draga framboð mitt til baka. Guðrún sagði að kosningabarátt- an hefði tekið þá stefnu að í megin- dráttum hafi þjóðin skipað sér í tvær fylkingar. Hún sagðist eiga þar við fylkingar um • Ólaf Ragnar Grímsson og Pétur Kr. Hafstein. Hún taldi að nafna sín Agnarsdóttir ætti á brattann að sækja, m.a. fyrir það að vera kona. -bjb Verð kr. 1.199.000.- Bílheimar ehf. Sœvarhöföa 2a Sími: 525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.