Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 13 Dómsvaldið á villigötum Það er orðið al- varlegt umhugsun- arefni hvernig dómaframkvæmd- in er varðandi fikniefna-, skattsvika- ogkyn- ferðisafbrot. Skattsvik í úttekt sem gerð var fyrir nokkrum árum á skattsvikum kom fram að sektir sem undirréttur hafi dæmt í þessum málum sem hlut- fall af skattsvikum hafi verið frá 17%—116% og sekt- ir Hæstaréttar sem hlutfall af skattsvikum hafi verið frá 7% til 68%. Þannig er algengt að sektarupphæðin nái ekki einu sinni þeirri fjárhæð sem svikin hefur verið undan skatti. Varnað- aráhrif slíkra dóma hljóta því að vera lítil. Þegar um svo alvarleg brot er að ræða sem skattsvik vek- ur það furðu að svo lágum sektum skuli beitt sem raun ber vitni, þeg- ar heimilt er í skattalögum að beita sekt sem nemur allt að tí- faldri þeirri skattfjárhæð sem und- an er dregin. Undirrituð beitti sér fyrir því að lögfest var tiltekið refsilágmark, þannig að að lág- marki skyldi greiða í sekt þrefalda þá upphæð sem undan var dregin. Alþingi samþykkti lög um refsilág- mark sem miðar við tvöfalda þá upphæð sem undan var dregin. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvaða áhrif þessi breyt- ing hefur á dómafram- kvæmdina. Fíkniefni Það sama virðist upp á teningnum varðandi fíkniefnabrot. í nýlegri skýrslu um útbreiðslu fikniefna og þróun of- beldis, sem lögð var fram á Alþingi, kom fram að fyrir innflutn- ing á 1 kílói af hassi megi vænta 3ja mánaða fangelsisvistar en há- marksrefsingu, sem er 10 ára fangelsi, hefur aldrei verið beitt. - Þannig er áhættan lítil sem engin þegar sá sem flytur inn eitt kíló af hassi á einungis von á því að fá þriggja mánaða dóm verði hann gripinn með fíkniefni en veruleg- an ágóða sleppi hann en söluverð- mæti eins kílós af hassi er 1,5 milljónir króna. í yfirliti yfir upp- kveðna dóma í fikniefnamálum kemur fram að á árunum 1991-1995 voru kveðnir upp 84 dómar þar sem einnig var kveö- ið á um sektar- greiðslu og námu þær alls aðeins 6 milljónum króna. Þannig hafa á 5 ára tíma- bili sektar- greiðslur numið 6 milljónum króna á sama tíma og verð- mæti upptækra fikniefna var 175 milljónir króna. Það er því varla spurning að herða ber þegar í stað viðurlög við neyslu og dreifingu ávana- og fikniefna. Kynferðisafbrot í sömu skýrslu kemur fram að á sl. 10 árum hafa verið kveðnir um 179 dómar vegna kynferðis- Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður „Það veldur vissulega vonbrigð- um að í skýrslunni kom fram að ekki eru nein áform uppi um að þyngja refsingu vegna kynferð- isbrota eða gera ráðstafanir til að refsirammanum verði beitt þannig að hann hafi meiri varn- aðaráhrif. “ „Það er óskiljanlegt að dómsvaldið skuli jafnan beita lágmarksrefsingu, jafnvel í mjög alvarlegum brotum, þó svigrúm í refsilöggjöfinni sé miklu meira,“ segir Jóhanna m.a. í greininni. brota og einungis kveðið á um sektargreiðslu í 6 dómum af þess- um 179 að upphæð 424 þúsund krónur. Hvaða aðhald er í slíkum dóm- um þegar aðeins í 6 dómum af 179 er heildarfjárhæð sekta 424 þús- und krónur á 10 ára tímabili? Það veldur vissuleg vonbrigðum að í skýrslunni kom fram að ekki eru nein áform uppi um að þyngja refsingu vegna kynferðisbrota eða gera ráðstafanir til að refsiramm- anum verði beitt þannig að hann hafi meiri varnaðaráhrif. Þetta staðfestir einmitt það sem haldið hefur verið fram að þeir sem ger- ast sekir um kynferðislega mis- notkun, t.d. gegn börnum, sleppi við mjög vægar refsingar. Má í því sambandi nefna nýlegan dóm Hæstaréttar þar sem bótafjárhæð til bams sem misnotað hafði verið af föður sínum var lækkuð um helming. Ástæðan var sú að faðir- inn væri hvort eð er framfærslu- skyldur gagnvart barni sínu. Þetta er fráleitt. Spyrja má hvort brotið sé ekki jafnalvarlegt þegar það beinist gegn eigin afkvæmi. Ef eitthvað er ætti það að vera litið alvarlegri augum. Alþingi taki í taumana Það er óskiljanlegt að dómsvald- ið skuli jafnan beita lágmarksrefs- ingu, jafnvel í mjög alvarlegum brotum, þó svigrúm í refsilöggjöf- inni sé miklu meira. Alþingi ber skylda til að fara yfir alla dóma- framkvæmd í þessum málaflokk- um og búa svo um hnútana að refsilöggjöfin verði virk og dóm- arnir veiti meira aðhald gegn svo alvarlegum brotum. Jóhanna Sigurðardóttir Aukin harka á vinnumarkaði Félagsmálaráðherra, Páll Pét- ursson, sá sig knúinn til þess að keyra í gegn lög á Alþingi sem skerða réttindi og starfsemi laun- þegahreyfingarinnar en breyta að sjálfsögðu í engu fáræðisvaldi at- vinnurekenda. Þetta gerir hann væntanlega vegna þess að verka- lýðshreyfingin hefur hagað sér svo illa undanfarin þjóðarsáttarár með hvers kyns upphlaupum og kröfum - eða hvað, ráherra? Ég er bankastarfsmaður og fell því undir lög um starfsmenn banka í eigu ríkisins, nr. 34 1977, og samkomulag og samskiptaregl- ur sem samningsaðilar hafa gert á grundvelli þeirra laga. í þessum lögum og samkomulagi eru í ýms- um atriðum stífari reglur um að- komu félagsmanna að gerð kjara- samninga, vinnuáætlun og að- komu sáttasemjara en eru í hinum nýju lögum Páls Péturssonar. M.a. þarf a.m.k. 50% þátttöku í at- kvæðagreiðslu til áð fella sáttatil- lögu. En munurinn er sá að aðilar voru sáttir við lögin og samkomu- lagið um útfærslu samningagerðar var gert með fullum stuðningi beggja aðila. Þannig eru aðilar sáttir við að vmna að gerð kjara- samninga samkvæmt þessum sam- skiptareglum. Lélegir ráðgjafar Með lagasetningu Páls er verið að ganga erinda annars aðilans, þ.e. atvinnurekenda. Slík lagasetn- ing og þvingun aðgerða mun aldrei skila öðru en deilum og ei- lífum árekstrum vegna fram- kvæmdar lag- anna. En Páli er kannski vor- kunn. Hann þekkir lítið til samningamála og samskipta á vinnumarkaði og hefur því mið- ur valið sér með eindæmum lé- lega ráðgjafa. Ég verð að viður- kenna að ég bjóst aldrei við þessari aðfór að frjálsri félagastarfsemi frá ráð- herra úr félagshyggjuflokki, þar sem fólk á að vera í fyrirrúmi. Tilefni skrifa minna er að nú virðist það vera regla í stjórnun fyrirtækja að sýna launþegum aukna hörku ef þeir leita réttar síns, að ég tali nú ekki um ef þeir eru svo ósvífnir að óska eftir hærri launum. Ríkisstjórn íslands hefur valið að skipa sér í flokk með öðrum at- vinnurekendum og stutt hörkuna með lagasetningu þar sem hörkunni verður ekki viðkomið með öðrum aðferð- um. ÖIl verkalýðs- hreyfingin sameinuð í andstöðu sinni við lagasetningu Páls og Friðriks lét í eyrum ráðherra sem hjáróma rödd tveggja eða þriggja manna á Ingólfstorgi. Er hægt að ímynda sér meiri hroka, sjálfbirgings- hátt og lítilsvirðingu hjá einum manni? Ég ætla ekki að skipta mér af pólitík- inni sem býr að baki þessari auknu hörku, enda hef ég megn- ustu óbeit á þvi þegar flokkspólitík og flokkshollusta truflar skynsemi manna, hvort sem er á ^lþingi eða í verka- lýðshreyfingunní. í þessari auknu hörku hefur Fé- lagsdómur fengið aukin verkefni. Ýmis ákvæði í samningum aðila eru teygð og toguð, gerð um þau ágreiningur og að lokum lendir allt hjá Félagsdómi og tilvist hans notuð eins og hver annar pískur. Ágreiningurinn fyrir Félagsdóm í samkomulagi okkar banka- starfsmanna við viðsemjendur okkar um gerð kjarasamninga stendur m.a. í 4. gr.: „Óski annar hvor aðila, að gefnu sérstöku til- efni, endurskoðunar á launalið kjarasamnings á samningstíman- um skulu aðilar þegar í stað hefja viðræður. Náist ekki samkomu- lag innan 30 daga skal ágreiningsatriðum skotið til úrlausnar gerðardóms...“ Þetta ákvæði hefur staðið óbreytt I tæp 20 ár, án ágreinings um þá sjálfsögðu túlkun sem í orðunum liggur. En viti menn. Nýja starfsmannastefnan, þ.e. að gera ágreining um réttindi sam- kvæmt samningum aðila, teygði anga sína inn í raðir samn- inganefndar bank- anna. SÍB var knúið til að senda ágrein- inginn fyrir Félags- dóm og kosta til vinnu og fjármun- um til að fá niðurstöðu dómsins um túlkun. Að sjálfsögðu vann SlB málið fyrir Félagsdómi en bank- arnir töpuðu máli fyrir dómnum i annað skipti á fjórum árum. Er ekki kominn timi til að snúa af þessari óheillabraut, sem sam- skipti atvinnurekenda og launa- manna virðast vera á, og snúa sér í staðinn sameinuð að því verkefni að nýta þekkingu okkar, tíma og fjármuni til að tryggja öllum landsmönnum mannsæmandi lífs- viðurværi? Friðbert Traustason „Tilefni skrifa minna er að nú virðist það vera regla í stjórnun fyrirtækja að sýna launþegum aukna hörku ef þeir leita réttar síns, að ég tali nú ekki um ef þeir eru svo ósvífnir að óska eftir hærri launum Kjallarinn Friðbert Traustason formaður Sambands íslenskra bankamanna Meö og á móti Hjálmar Arnason alþingismaöur. Að verja Kolbeinsey Ekki spurning í mínum huga „í mínum huga er það ekki spurning. Ég tel það vera algert ábyrgð- arleysi af okk- ur sem sjálf- stæðri þjóð ef við látum Kol- beinsey hverfa. Og fyrst menn eru sammála um að það sé hægt að verja eyj- una á að gera það. Það hljóta all- ir að sjá að hagsmunirnir sem eru í húfi eru gífurlegir. Þeir eru svo miklir að það væri hand- vömm og ábyrgðarleysi gagnvert þjóðinni að láta efnahagslögsögu okkar minnka um þúsundir fer- kílómetra. Það hljóta eiginlega allir að sjá að í rauninni þarf ekki frekari rök fyrir því að verja eyjuna. Og þó að það kosti einhver hundruð milljóna, jafn- vel milljarða króna að styrkja hana þá eru það minni hagsmun- ir fyrir meiri. Við erum að tala um veiðistofna á þessu svæði, sem við værum í raun að færa öðrum þjóðum ef við verjum ekki eyjuna. Og við erum ekki að færa þeim þessa stofna bara til einnrar vertíðar eða svo. Nei, við værum að afsala okkur þeim um aldur og ævi. Þess vegna erum við að verja ef til vill fleiri hund- ruð milljarða króna verðmæti með því að kosta einum til þrem- ur milljörðum króna í að varð- veita Kolbeinsey um alla framtíð. Ég tel því engan minnsta vafa á því að við eigum að leggja mikið í sölurnar til að verja eyjuna." Það er ekki sama hvað það kostar „Það má segja að það fari eftir verð- inu hvort verja eigi Kol- beinsey eða ekki. Ef hægt er að verja eyj- una fyrir ein- hverja millj- ónatugi eða jafnvel hund- ruð milljóna getur verið að það sé rétt að gera það. En ef kostn- aðurinn við að verja hana fer upp í einhverja milljarða króna þá tel ég ekki rétt að gera það. í þessu máli eins og öllum öðrum málum sem kosta peninga verða menn að bera saman efnahags- lega hagsmuni sem eru í húfi og það sem kostað er til. Menn verða að taka tillit til þess sem þeir ætla aö kosta til og þess sem er að tapast ef eyjan er ekki var- in. Ég geri mér alveg grein fyrir því að hér er um tilfinningamál að ræða. Menn vilja auðvitað ógjaman sjá landhelgi íslands minnka. En efnahagslögsagan er auðvitað efnahagslögsaga og hún snýst um fjárhagslega hagsmuni. Og ef okkar fjárhagslegu hags- munir af stærri lögsögu eru ekki svo miklir þá er ekki réttlætan- legt að eyða milljörðum króna í að verja þessa hagsmuni. Það gefur að minum dómi augaleið. Fyrir mér snýst þetta um hvað það kostar mikla peninga að verja Kolbeinsey hvort við ráðumst í það verk eða ekki.“ ' -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.