Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 37 DV Edda Borg leikur ásamt hljóm- sveit í Deiglunni. Gamlar og nýjar djassperlur Á djasstónleikum á Listasum- arskvöldi á Akureyri er þaö söngkonan Edda Borg sem kem- ur fram ásamt hljómsveit sinni. Dagskráin samanstendur af nokkrum helstu perlum djassins ásamt nýrri lögum í útsetningu Eddu og félaga. Edda Borg hefur að undan- fómu sungið djass í dúói með Hilmari Jenssyni gítarleikara, í tríói með Birni Thoroddsen og Sýningar Bjama Sveinbjörnssyni og með eigin hljómsveit, sem að þessu sinni er skipuð Kjartani Valde- marssyni á píanó, Bjarna Svein- bjömssyni á kontrabassa, Pétri Grétarssyni á trommur og Sig- urði Flosasyni á saxófón. Tónleikarnir í kvöld, sem hefjast kl. 22, verða næstsíðustu tónleikara Eddu í bili en hún er á föram til Bandaríkjanna þar sem hún mun sinna tónlistinni um hríð. Þórey Sigþórsdóttir leikkona hefur umsjón með dagskránni og flytur meðal annars einleik- inn Skilaboð til Dimmu. Ungar skáldkonur í opnu húsi í Norræna húsinu í kvöld verður dagskrá í umsjón Þóreyjar Sigþórsdóttur leikkonu þar sem kynntur verður skáld- skapur eftir nokkrar efnilegustu ungu skáldkonur íslands. Dag- skráin er flutt á íslensku og sænsku og hefst kl. 20. Háskólafyrirlestur um forsetavald í Ungveija- landi, Slóvakíu og Tékklandi verður í dag kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesari er dr. Spencer M. Zifcak. Fyrirlestur- inn er á ensku og er öllum op- inn. Samkomur Skógarganga kvöldsins Á vegum skógræktarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verður boðið í skógargöngu í kvöld kl. 20. Mæting er við Fossvogsstöð og gengið inn Fossvogsdal aö Rafveituheimilinu. Gleðisveitin Rjúpan mun fara með lausmæli á veitingahúsinu Torginu við Ráðhústorg á Akureyri í kvöld. Á dagskrá eru ýmis lög en inn á milli er farið með óbundið mál og níðvísur. Veitinga- og skemmtistaðm-- inn Astro er í Austurstræti og þar er lifandi tónlist í hávegum höfð. í kvöld kemur þar fram ný hljómsveit sem heitir Gloss og kynnir hún sjálfa sig og tónlist- arstefnu sem hún hefur valið sér en í hávegum hjá sveitinni er disco og soul. Gloss er engin smásveit því innanborðs eru átta ungir tón- listarmenn og em blásturshljóð- færi í hávegum höfð. í kvöld mun Gloss meðal annars kynna nýtt lag sem tekið hefur verið upp með s''eitinni og heitir það Salsa. Meðlimir Gloss eru: Sæv- Skemmtanir ar Garðarsson, trompet, Freyr Guðmundsson, trompet, Jón Ingvar Bragason, básúna, Matthías V. Baldursson, hljóm- borð og saxófónn, Finnur P. Magnússon, trommur, Hjalti Grétarsson, gítar, Kristinn Guð- mundsson, bassi, og söngkonan með hljómsveitinni er Helga J. Úlfarsdóttir. Astró: Gloss kynnir Salsa Hljómsveitin Gloss er átta manna hljómsveit. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Finnur P. Magnússon, Sævar Garðarsson, Helga J. Úlfarsdóttir, Hjalti Grétarsson, Jón Ingvar Bragason, Kristinn Guðmundsson og Matthías V. Baldursson. Á myndina vantar Frey Guðmundsson. Bílstjórar virði hraða- takmarkanir Færð er víðast hvar góð á helstu þjóðvegum landsins. Vegir á hálend- Færð á vegum inu eru enn margir hverjir blautir og ekki búið að opna nema lítinn hluta og þá fyrir jeppa og fjallabíla. Á nokkrum leiðum em vegavinnu- flokkar að störfum við lagfæringar og eru bílstjórar beðnir um að virða hraðatakmarkanir sem þar eru. Þá em bílstjórar einnig beðnir að fara varlega þar sem ný klæðing er, en hún getur valdið steinkasti. Hálka og snjór s Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir C^) Lokað^0011 ^ Þungfært (g) Fært fjallabílum Systir þriggja Litla stúlkan á myndinni fæddist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 2. mai, kl. 9.18. Hún var við Barn dagsins bræðra fæðingu 3405 grömm að þyngd og 50 sentímetra löng. Foreldrar henn- ar era Halla Stefánsdóttir og Sig- urður Gestsson. Hún á þrjá bræöur sem heita Friðfinnur, Margeir og Stefán. Gene Hackman sýnir góðan leik í hlutverki þingmanns sem er með allt niðrum sig. Fuglabúrið Sambíóin og Háskólabíó hafa sýnt að undanförnu gaman- myndina Fuglabúrið (The Birdcage) með Robin Williams og Nathan Lane í aðalhlutverk- um. Mynd þessi hefur verið óhemjuvinsæl hvar sem hún hef- ur verið sýnd. í Fuglabúrinu leika Robin og Nathan Armand og Albert, mið- Kvikmyndir aldra samkynhneigt par sem lif- ir fjölskyldulíii, og hafa þeir alið upp son annars þeirra. Sá er orð- inn traustur, ábyggilegur og þroskaður ungur maður. Vand- ræðin byrja þegar sonurinn kemur heim og tilkynnir trúlof- un sína og dóttur mjög íhalds- sams þingmanns. Þingmaðurinn á í erfiðleikum í stjórnmálabar- áttunni og hann hugsar gott til glóðarinnar, gifta dótturina og bæta ímynd sína í leiðinni en auðvitað veit hann ekkert um fjölskylduaðstæður tilvonandi tengdasonar. Þingmannshjónin eru leikin af Gene Hackman og Dianne Wiest. Leikstjóri mynd- arinnar er Mike Nichols sem á að baki glæsilegan feril, ekki bara í kvikmyndum heldur einnig i leikhúsum á Broadway. Nýjar myndir Háskólabíó: Innsti ótti Laugarásbíó: McMullen-bræð- urnir Saga-bíó: Allir i boltanum Bíóhöllin: í hæpnasta svaði Bíóborgin: Trainspotting Regnboginn: Skítseiði jarðar Stjörnubíó: Einum of mikið Krossgátan r~ r~ r~ r~ u- T~\ 1 r* 10 1 " /i ÍT“ n llo FT 1 TT 1 ?T w Lárétt: 1 rétt, 7 skoðun, 8 fiskur, 10 runur, 11 möndull, 12 deila, 14 frjáls, 16 söngur, 18 viðkvæm, 20 keyrði, 21 höfði, 23 fálm, 24 síða. Lóðrétt: 1 fifl, 2 bilun, 3 mark, 4 ró- leg, 5 ljósið, 6 tíndi, 9 litu, 13 næð- ing, 15 iðnaðarmann, 17 hreyfa, 19 hljóði, 20 vein, 22 bor. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 öndvegi, 7 rýr, 8 ögur, 10 klók, 11 glæ, 12 fimur, 14 11, 15 óði, 16 lúin, 17 alinn, 19 krár, 20 agn. Lóðrétt: 1 örk, 2 nýliðar, 3 drómi, 4 vökulir, 5 egg, 6 gullin, 9 rælni, 12 fólk, 13 Rúna, 18 lá. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 123 20.06.1996 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollqenqi Dollar 66,780 67,120 67,990 Pund 103,130 103,650 102,760 Kan. dollar 48,790 49,090 49,490 Dönsk kr. 11,4110 11,4710 11,3860 Norsk kr 10,2720 10,3280 10,2800 Sænsk kr. 10,0770 10,1330 9,9710 Fi. mark 14,4130 14,4990 14,2690 Fra. franki 12,9520 13,0260 13,0010 Belg. franki 2,1349 2,1477 2,1398 Sviss. franki 53,3600 53,6500 53,5000 Holl. gyllini 39,2000 39,4300 39,3100 Þýskt mark 43,9400 44,1700 43,9600 ít. líra 0,04362 0,04390 0,04368 Aust. sch. 6,2430 6,2820 6,2510 Port. escudo 0,4272 0,4298 0,4287 Spá. peseti 0,5210 0,5242 0,5283 Jap. yen 0,61810 0,62180 0,62670 írskt pund 106,020 106,680 105,990 SDR 96,46000 97,04000 97,60000 ECU 83,1100 83,6100 83,21000 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.