Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 8
sælkerinn
LAUGARDAGUR 27. JULI 1996
Svalandi sumardrykkir
Bragöbætt mjólk getur verið
svalandi sumardrykkur sem tilvalið
er að gæða sér á við ýmis tækifæri.
Það er góð tilbreyting að fá sér
heimatilbúinn ávaxtadrykk eða
súkkulaðidrykk í stað gosdrykkja
með brauðsneiðinni eða hamborgar-
anum. Mjólk er auk þess hollur
drykkur.
Það þarf engin sérstök áhöld til
að búa til mjólkurdrykki. Venjuleg-
ur þeytari dugar en það verður
meira loft í drykknum ef rafmagns-
þeytari er notaður.
Hér fylgja nokkr-
ar uppskriftir en
gerið tilraunir
sjálf. Það er ör-
ugglega eitthvað
til í eldhússkáp-
unum eða ís-
skápnum sem
hægt er að nota.
Banana- og
súkkulaði-
drykkur
2 dl mjólk
1/2 banani
2 msk.
súkkulaðisósa eða
kókómalt
Stappið bananann. Blandið mjólk,
banana, súkkulaðisósu eða kókó-
malti saman. Þeytið og hellið í glas.
Berið strax fram. Skreyta má með
þeyttum rjóma og bananasneiðum.
Hindberjahristingur Jarðarberjadrykkur
ísmjólk
1 1/2 dl mjólk
3-4 msk. ís, til dæmis rommrús-
ínu-, núggat-
eða berjaís.
Blandið
mjólk-
inni sam-
an við
helming-
inn af
ísnum.
Þeytið.
Hellið í glas.
Setið afgang-
inn af ísnum út í
og beriö strax fram.
2 dl mjólk
3-4 msk. hindberjasulta
gjarnan ís en ekki nauðsynlegt
Blandið mjólk
berjasultu og
um, ef notað-
ur, saman.
Þeytið og
hellið í
glös. Berið
strax fram.
11/2 dl mjólk
1/2-3/4 dl ný jarðarber
2 msk. ís
ef til vill sykur
Blandið mjólk,
berjum,
helmingn-
um af ísn-
um og
sykri
saman.
Þeytið og
hellið í
glas. Bætið
í afgangin-
um af ísn-
um. Berið
strax fram.
Jöklasalat matgæðingur vikunnar
nlrlnonlní Vxtrlrivt ''■sátí**'
Jöklasalat þykir
skemmtilegra en margar
aðrar salatstegundur
vegna þess hversu stökkt
og safaríkt það er og
geymist lengi. Það er ým-
ist hægt að skera þaö nið-
ur í mjóar ræmur eða
nota blöðin heil og þá
gjaman undir egg, skel-
fisk eða kjöt.
Jöklasalatið fæst allan
ársins hring. Mælt er
með því að rífa blöðin af í
stað þess að skera þau af
því annars verður sárið
brúnt.
Hér kemur skemmtileg-
ur og öðruvísi kálböggull.
Uppskriftin er fyrir fjóra.
Lambakjöt í
jöklasalati
450 g þunnt skorið
lambakjöt
2 msk. olía
4 blöð af jöklasalati
1 msk. hoisinsósa
kóríanderlauf
Kryddlögur
4 msk. sojasósa
fimmta kryddið
2 msk. olía
safi úr 1/2 sítrónu
2 marin hvítlauksrif
1 tsk. engiferrót
og
Kjötiö látið
kryddleginum
liggja í
í að
minnsta kosti 30 mínútur.
Steikt í olíunni þar til það
er stökkt. Þurrkað á eld-
húspappir, sett á salats-
blað, hoisinsósu hellt yfir
| og skreytt með kóriander-
laufi. Berið fram auka ho-
isinsósu og jöklasalat
með.
Matgæðingur vikunnar:
Lúxusfiskréttur og
frískandi skyrterta
Keflvíkingurinn Kolbrún Sigur-
bergsdóttir býður upp á ljúffengan
fiskrétt, sem hún hefur þróað
smátt og smátt sjálf, og frískandi
og fljótlega skyrtertu sem hún sá
uppskrift að í Nýjum eftirlætis-
réttum.
Lúxusfiskréttur
800 g ýsuflök
300 g rækjur
200 g ferskir sveppir
1 laukur
1/2 blaðlaukur
smjör
1 græn paprika
1 rauð paprika
2 gulrætur
1/2 dós ananaskurl og
safi
150 g rjómaostur
1 1/2 dl rjómi eða
kaffirjómi
1/2 tsk. salt
1/2 tsk. pipar eða
grófur sítrónupipar
1/2 tsk. paprikuduft
1 tsk. karri
1 1/2 tsk. súpukraftur
Ýsan roðflett og skorin
í bita. Laukur og blaðlauk-
ur saxaður og steiktur í
smjöri. Söxuðum
paprikum, gulrótar- og
sveppasneiðum bætt
út í ásamt anana-
skurlinu og safan-
um. Látið krauma
smástund. Setjið
rjómaost og
rjómann út í
og látið jafn-
ast út. Þá er
fiskurinn
settur út í og
allt látið
krauma í 8
til 10 mínút-
ur. Bætið nú
rækjunum út í
og sjóðið í 1 til
2 mínútur. Ber-
ið réttinn fram
með soðnum
hrísgrjónum og
hrásalati og
snittubrauði.
Skyrterta
250 g gróft hafrakex
80 g smjör
5 blöð matarlím
2 egg
140 g sykur
1 tsk. vanilludropar
2 1/2 dl rjómi
200 g skyr
ávextir og daimkúlur til skrauts
Kexi og bræddu smjöri blandað
saman. Matarlímsblööin lögð í bleyti.
Eggin þeytt og sykri og vanilludrop-
um bætt út í. Þeytt saman. Rjóminn
þeyttur. Skyrið hrært og blandað
saman viö rjómann. Skyrinu blandað
saman við þeyttu eggin.
Matarlimið leyst upp í 2 msk. af
sjóðandi vatni, hitinn látinn rjúka úr
og síðan hellt saman við skyrblönd-
una.
Blandan fryst í 2 tíma. Tekið út
tveimur tímum fyrir neyslu og
skreytt.
Kolbrún skorar á Boggu Sigfús-
dóttur að vera næsti matgæðingur.
g er mest fyrir þaö aö elda fiskrétti," segir Kolbrún Sigurbergsdóttir
úr Keflavík. DV-mynd ÆMK
Smurbrauð að
hætti Dana
Fallega skreytt smurt brauð er
augnayndi og ekki síöur spenn-
andi fyrir bragðlaukana. Frænd-
ur okkar Danir eru snillingar í
smurbrauösfaginu og frá þeim
eru eftirfarandi uppskriftir
komnar. Magnið sem er gefið
upp er miðað við eina sneið.
Menn drekka svo náttúrlega það
þeim sem þykir best með.
Rúgbrauð með
mygluosti
1 sneið rúgbrauð
30 g rjómaostur
1-2 salatblöð
40 g mygluostur að smekk
1 jarðarber, sítrónumelissu-
blað og pipar
Rúgbrauðssneiðin er smurð
með rjómaostinum og afgangur-
inn af ostinum síðan settur í
rjómasprautu. Salatblað og
mygluostur settur á sneiðina og
rjómaosti síðan sprautað ofan á.
Skreytt með jarðarberi, sítrónu-
melissublaöi og pipar.
Brauð með
eggjahræru og
reyktum silungi
1 blaðlaukur
2 tsk. smjör
1 egg, 2 msk. mjólk
salt, hvítur pipar
1 rúgbrauðssneið
1-2 salatblöð
1/2 flak reyktur silungur
kavíar, rjómi og dill
Blaðlaukurinn skorinn og hit-
aður i 1 tsk. af smjöri. Eggi,
mjólk, salti og pipar blandað
saman við og látið þykkna.
Brauðsneiðin smurð með 1 tsk.
af smjöri. Salatblað, eggjahræra
og silungur sett ofan á'. Skreytt
með kavíar, rjóma og dilli.