Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Side 10
10
„Við erum mjög hamingjusöm
yfir að vera komin með íslenskan
ríkisborgararétt. Áður en við feng-
um hann áttuðum við okkur á því
þegar við heimsóttum Júgóslavíu að
við áttum hvergi heima. Við vorum
ekki með ríkisfang í neinu landi.
Það eina sem við höfðum var júgó-
slavneskt vegabréf í gömlu
Júgóslavíu sem var ekki í
gildi vegna stríðsátakanna. í land-
inu þar sem við fæddumst og ól-
umst upp vorum við allt i einu orð-
in eins og útlendingar. Viö lentum
alis staðar í vandræöum vegna þess
að við vorum ekki með ríkisborg-
ararétt í neinu landi. Það fóru
straumar um okkur eins og
við værum orðið flóttafólk,"
sögðu hjónin og Bosníuser-
barnir (Mílan) Stefán og (Dij-
ana) Una Jankovic þegar DV
heimsótti þau í Grindavík. \
Þau fengu nýlega íslenskan
ríkisborgararétt ásamt tveim-
ur börnum sínum, (Jovana)
Lilju og (Marko) Valdimari.
Vildi heita Giggs
Það var ekki mikill vandi
fyrir þau að finna sér íslensk nöfn.
Stefán valdi sér nafn eftir einni fall-
egustu eyjunni í Svartfjallalandi.
Una tók nafnið eftir ánni sem renn-
ur í gegnum Bíha og Lilja, sem er 10
ára, valdi sér nafn eftir frænku
sinni sem passaði hana þegar hún
var lítil. Valdimar, sem er 5 ára,
kaus nafnið Giggs eins og knatt-
spyrnumaðurinn frægi, Ryan Giggs
hjá Manchester UTD, ber. En hann
tók hins vegar nafnið Valdimar eft-
ir fóður Unu.
Þegar Stefán og Una sögðu frá því
að þau væru komin með íslenskan
ríkisborgararétt mátti sjá tár
glampa í augum þeirra og hamingj-
an og gleðin leyndu sér ekki.
Hamingjusöm
í Grindavík
„Við erum svo hamingjusöm og
okkur hefur liðið alveg stórvel hér í
Grindavík. Þetta er besta fólk sem
við höfum þekkt um ævina. Það
hjálpaði okkur í gegnum lífið og erf-
iðleikana sem við áttum við að etja
fyrstu árin. Við stöndum í þakk-
arskuld við allt þetta góða fólk. Það
er svo gaman að vera Grindvíking-
ur,“ sögðu hjónin. Fjölskyldunni
hefur verið geysilega vel tekið í
Grindavík og þeir fjölmörgu sem
DV talaði við voru allir sammála
um að hún hefði fallið vel inn í um-
hverfið og væri mjög elskuleg og al-
veg dásamleg í alla staði.
Stefán hefur spilað knattspymu
með Grindvíkingum frá því að hann
kom hingað til lands 21. janúar 1992.
Hann hefur spilað geysilega vel með
liðinu og verið valinn besti leikmað-
ur Grindavíkur tvívegis og fyrirliði
liðsins. „Það var í janúar, sama ár
og ég kom hingað, að Lúkas Kostic,
sem þjálfar KR í dag, hringdi í mig
og spurði hvort ég vildi koma til ís-
lands og spila með Grindavík og ég
sló til, enda var stríðið að breiðast
út.“
Stefán
Jankovic
meö bikar-
ana sem
hann fékk er
hann var
valinn besti
leikmaður
Grindavíkur.
V ■
■NSl
ekki vel. Þau búa sem flóttafólk,"
segja Stefán og Una.
Stefán segist ekki hafa leikið
mjög vel með Grindavík fyrsta árið
sem hann dvaldi hér þar sem hugur-
inn hefði verið hjá fjölskyldunni.
Stríðið hafði þegar höggvið skarð í
nánustu fjölskyldu hans og Unu.
„Þetta var mjög erfitt ár en ég ætl-
aði ekki að fara til baka. Ég var
staðráðinn í að berjast hér í Grinda-
vík fyrir veru minni og halda
áfram að berjast fyrir fjöl-
skyldu mína. Ég hefði ekki
getað þetta án aðstoðar
fólksins hér í Grindavík."
voru í króatíska liðinu menn á borð
við Davor Suker og Vlavovic sem
spiluðu í sama liöi og ég. Þá var
Lúkas Kostic þar einnig. Þetta voru
allt snillingar í Iiðinu,“ segir Stefán.
Hann lék með stórliðinu Rauðu
stjömunni 1982-83. Þá lék hann í
annarri deild með liði í heimabæ
sínum, Bíha í Bosníu, 1983-85. Árin
1985-91, þegar hann var á hátindi
ferils síns, lék hann með Osijek í
Króatíu í fyrstu deildinni. Ári síðar
kom hann til Grindavíkur.
Misstu allar
Draumurinn
varð að engu
Stunginn með hníf
í bakið
Þau segja að erfiðasta árið í lífi
þeirra hafi verið fyrsta árið sem
þau dvöldu hér á-landi. Systir Stef-
áns varð fórnarlamb stríðsins. Hún
fékk svo ranga læknismeðhöndlun
sem leiddi hana til dauða. Una
missti föður sinn stuttu síðar. „Fað-
ir minn, sem átti við veikindi að
stríða, þurfti að fara í stríðið. Það
þurftu allir að gera því hermennirn-
ir brenndu allar eigur og hús þeirra
sem ekki tóku þátt í stríðinu. Faðir
minn var ekki í víglínunni. Hann sá
aðeins um að færa hermönnunum
vatn. Á leiðinni á veitingastað var
hann stunginn með hníf í bakið af
króatískum vini sínum og í for meö
honum var múslími," segir Una.
Sárt að vita ekkert
„Þetta fyrsta ár okkar hér á landi
var okkur erfitt, enda missir okkar
mikill, og okkur leið alveg hræði-
lega illa. Við vorum yfir tvo mánuði
að ná okkur. Þá áttum við erfitt með
svefn og þurftum að taka svefnlyf til
að ná svefni. Við töluðum hvorki ís-
lensku né ensku og vissum ekkert
hvað yrði um fjölskyldu og ættingja
okkar. Það var mjög sárt að vita
ekkert," sögðu hjónin.
Stefán á eina systur og móður
sem búa í Serbíu. Faðir hans lést
11. júlí í fyrra en hann var búinn
að missa allar eigur sínar vegna
stríðsins. Stefán segir að faðir
hans hefði annars lifað mun
lengur. Áður en striðið hófst
var hann á eftirlaunum sem
síðan voru tekin af honum.
Una á bróður og móður sem
einnig búa í Serbíu. „Við
sendum þeim alltaf peninga
og reynum að aðstoða þau
eins og við getum. Þeim líður L'lia>
Stefán er þekktasti
knattspyrnumaðurinn
sem hefur komið
hingað til lands og
leikið knattspyrnu.
Hann var valinn besti
vamarleikmaðurinn i Júgóslavíu
tímabilið 1989-90 af íþróttafrétta-
mönnum þar í landi og voru stóru
liðin þegar farin að veita honum
athygli. Júgóslavar voru með sterk
félagslið og sterkt landslið á þessum
tíma. Mörg stórlið voru að spá í að
fá hann í sínar raðir. Þá átti hann
svo gott sem sæti í landsliðinu sem
var á leiðinni til Ítalíu í heims-
meistarakeppnina. Þar voru njósn-
arar frá mörgum löndum sem ætl-
uðu að skoða hann.
„Það voru komin mörg tilboð frá
liðum í Frakklandi, Belgíu og Tyrkl-
andi. Ég varð síðan fyrir áfalli þeg-
ar ég var að spila með Osijek í Króa-
tíu 1991. Ég meiddist á síðustu
mínútunni. Krossbandið í hnénu
gaf sig þegar ég kom illa niður eftir
að hafa fariö í skallaeinvígi eftir
hornspyrnu. Ég komst ekki í gegn-
um læknisskoðun og missti af öllu
gamninu. Þarna urðu draumar mín-
ir um að gerast atvinnumaður utan
heimalands míns að engu. Allir
félagar mínir, sem ég spilaði
með, eru atvinnumenn í
dag um víða ver-
öld. Á Evr-
ópumóti
landsliða
nýlega
eigur sinar
Stefán og Una eru frá Bíha í Bosn-
íu. Þau ákváðu að fara í frí til
heimaborgar sinnar sumarið 1991
til að hitta ættingja sína. En þá var
stríðið að brjótast út í Króatíu og
ekki varð aftur snúið. Þau misstu
allar sínar eigur og íbúð í Króatíu
þar sem Stefán hafði leikið knatt-
spyrnu í sex ár. Allt í einu stóðu
þau uppi allslaus. Það eina sem þau
áttu var lítill farangur sem þau
höfðu með sér í litlum handtöskum
og lítil stytta frá Tyrklandi.
Þau dóu ekki ráðalaus og settu á
stofn krá í Bíha. Stefán stofnaði
einnig fyrirtæki ásamt vini sínum.
Þegar Lúkas Kostic hringdi svo og
bað hann að koma til Grindavíkur
sló hann til. Stríðið var að brjótast
út og reynslan frá sumrinu áður,
þegar þau misstu aleigu sína, var
enn í fersku minni.
r
Ast við fyrstu sýn
Stefán og Una kynntust 1982 á krá
í heimabæ sínum. Una segist hafa
verið á leiðinni í háskóla en Stefán
spilaði knattspyrnu.
Þau segja að það
hafi verið ást við
fyrstu sýn og Una
hætti við há-
skólanám. Aður en þau komu hing-
að starfaði hún í banka en hún hef-
ur lokið námi á viðskiptabraut í
framhaldsskóla. „Ég hafði ekkert
fylgst með knattspyrnu og aldrei
farið á leiki þótt ég byggi nánast við
hliðina á knattspymuvellinum,"
segir Una.
Una, sem kom hingað til lands
með bömin mánuði á eftir Stefáni,
hefur þjálfað yngri flokkana í
Grindavík með góðum árangri. Stef-
án hefur starfað í fjögur ár í neta-
gerð hjá Krosshúsi í Grindavík.
„Mér líkar mjög vel vinnan í neta-
gerðinni. Þetta er frábært fólk sem
ég vinn með. Það hefur veitt mér og
fjölskyldu minni ómetanlega hjálp,"
segir Stefán.
Una hefur unnið hjá knattspyrnu-
deildinni og líkar það mjög vel. Hún
stefnir á að halda námi sínu áfram
ef hún fær metiö það nám sem hún
hefur þegar lokið í Júgóslavíu.
Þau tala bæði sæmilega íslensku,
enda hafa þau fengið góða aðstoð frá
vinum sínum, kunningjum og
Grindvíkingum almennt við að tala
málið. Hins vegar tala börn þeirra
hjóna góða íslensku og sérstaklega
Lilja. Þeim gengur vel í skóla og
voru mjög fljót að aðlagast íslensk-
um venjum og aðstæðum.
Viljum eyða ævi
okkar í Grindavík
En á fiölskyldan einhverja fram-
tiðardrauma?
„Það er að kaupa hús hér í
Grindavík þar sem við viljum eyða
ævi okkar. Þá ætlum við að lifa líf-
inu og ferðast um bæði hér á landi
og erlendis. Við ætlum að fara til
Júgóslavíu í haust í heimsókn til
ættingja. Draumur okkar er að eiga
þar lítinn sumarbústað sem við get-
um verið í þegar við komum til að
heimsækja ættingjana," segja þau
með bros á vör.
„Ég ætla að taka vini mína hér í
Grindavík til Júgóslavíu og sýna
þeim landið. Því er ég meðal annars
búinn að lofa Hjálmari Hallgi'íms-
syni, knattspyrnu- og lögreglu-
manni, og hann
sleppur alls ekki
við að fara
þangað,“ segir
Stefán.
-ÆMK
Una, Stefán og Valdimar Jankovic una sér vel í Grindavík og ætla að eyða ævinni þar.
DV-myndir ÆMK