Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Page 11
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 74 áta göngugarpur á „Laugaveginum" ilk 11 * ■ Ml U u WUJJIIIMIII ■ Ekkert sem þarf að hræðast - gengu í fjóra daga og þurftu að vaða á „Nei, nei, þetta er ekkert sem þarf að hræðast. Ég tala nú ekki um í góðu veðri, þá er þetta alveg leikur. Síðasti dagurinn var kannski einna erfiðastur, það var mikið vatn í ánum þarna og við áttum í svolitl- um erfiðleikum með að komast yfir þær og inn í Þórs- mörk- ina,“ sagði Sigríður Bárðardóttir, 74 ára göngugarpur sem lét sig ekki muna um að ganga hinn svokallaða Laugaveg, þ.e. frá Landmannalaug- um inn í Þórsmörk, með hópi af fólki. Hópurinn sem Sigríður fór með var fjóra daga á leiðinni og gisti þrjár nætur í skálum. Þau gengu einungis með léttan bakpoka sem hafði að geyma nauðsynjar dagsins en annar farangur þeirra var fluttur á milli skála í bíl. Sigríður, sem býr á bænum Jarðlangsstöðum upp með Langá, segist hafa mjög gaman af því að ferðast. Þegar blaðamaður tali af henni var Hér tekur Sigríður sér hlé á göngunni og undirbýr hádegisverð ásamt dóttur sinni og tengdasyni, Kristínu Einars- dóttur og Lárusi Sigurössyni. hún á Akureyri með eiginmanni sínum og dóttur og u.þ.b. að ljúka vikuferð hringinn í kringum landið. „Ég er ekkert vön fiallgöngum en hef þó alltaf hreyft mig eitthvað, far- ið t.d. í göngutúra á sléttlendi. Ég hafði mjög gaman af þessari göngu en við vorum þó alls ekki nógu heppin með veður. Þegar við fórum úr Hrafntinnuskeri á öðrum degi fengum við alveg kolvitlaust veður, rok og rigningu. Við héldum nú samt áætlun," sagði Sigríður og bætti því við að auðvitað væri nú ekkert við því að gera þó veðrið væri vitlaust. Þegar á hana var gengið viður- kenndi hún að reyndar hefði verið dálítið erfitt að klifra upp allar brekkurnar. „Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í þegar ég fór þetta. Ég bara skellti mér með,“ sagði þessi hressa kona. Aðspurð sagðist hún mæla ein- dregið með slíkum ferðum fyrir fólk á sínum aldri ef það væri sæmilega hraust og svolítið vant að hreyfa sig. „Við vorum tvær þarna á þess- um aldri því ég dró nágrannakonu mína með mér í gönguna. Ef maður bara fer þetta rólega og er ekki að æsa sig neitt þá getur þetta hver sem er, ég tala nú ekki um ef veðr- ið er gott,“ sagði Sigríður. Hún bætti við að maður gæti að visu alltaf búist við að það kæmi eitt- hvað upp á „en maður bara tekur því“. Hún sagðist ekki hafa fengið neinar harðsperrur eftir ferðina og var ekkert þreytt. Aðspurð hvort hún ætlaði að endurtaka slíka ferð svaraði hún að bragði: „Það er aldrei að vita en kannski ekki í sumar!“ -ingo Það var mikið vatn í ánum og dáiítið „basl“ að komast yfir, að sögn Sig- ríðar. kL •s.-. w L Frjáls samkeppni út í heim Brottför 30. júlí 1996 1 Fyrsta heimkoma Síðasta heimkoma 02 KEF-AMS Kr. 49.06C 6.ÁGÚST 30. ÁGÚST HV7652 KEF-AMS Kr. 24.870 31. JÚLÍ 208 KEF-CPH Kr. 99.300 31. JULI I 30. SEPT. I 30. JULI ‘97 Fl 452 KEF-LHR | Kr. 47.160 | 6. ÁGÚST | 30. ÁGÚST | Bb 306 KEF-STO Kr. 109.670 31. JULI 30. JULI '97 Fl 320 KEF-0SL Kr. 96.980 31. JÚLÍ 30. JÚLÍ'97 I 632 KEF-LUX Kr. 49.000 4. AGUST 30. AGUST Fl 526 KEF-BER | Kr. 58.800 | 06. ÁGÚST | 30. OKT. | Eins og staðan er 27. júlí 1996 FI=FLUGLEIÐIR HV=TRANSAVIA Öll flugfargjöld með flugvallaskatti KEF=KEFLAVÍK - AMS=AMSTERDAM - CPH=KAUPMANNAHÖFN 0SL=ÓSLÓLHR=L0ND0N, HEATHR0W - ST0=ST0KKHÓLMUR LUX=LUXEMB0RG - BER=BERLÍN Gnoðarvogi 44, Sími: 568 6255 FAX: 568 8518.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.