Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Qupperneq 12
i2 erlend bóksjá LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 JjV Metsölukiliur |i m ® • 0 & Bretland Skáldsögur: 1. Patrlcla D. Cornwell: From Potter’s Fleld. 2. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 3. Mlchael Crlchton: The Lost World. 4. Pat Barker: The Ghost Road. 5. Danlelle Steel: Lightnlng. 6. Stephen King: The Bad Death of Edward Delacrolx. 7. Tom Sharpe: Grantchester Grind. 8. Nlck Hornby: Hlgh Fldellty. 9. Josteln Gaarder: Sophle’s World. 10. Joanna Trollope: The Best of Frlends. Rit almenns eðlis: 1. Erlc Lomax: The Rallway Man. 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 3. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 4. Margaret Forster: Hldden Llves: A Family Memoir. 5. Paul Theroux: The Pillars of Hercules. G. John Gray: Men Are from Mars. Women Are from ÍVenus. 7. Chris Ryan: The One that Got Away. 8. Garry Nelson: Left Foot Forward. 9. Will Hutton: The State We’re in. 10. Jung Chang: Wild Swans. Innbundnar skáldsögur 1. Terry Pratchett: Feet of Clay. 2. Robert Jordan: A Crown of Swords. 3. Danielle Steel: ÍMallce. 4. John Grlsham: The Runaway Jury. 5. Jllly Cooper: Apasslonata. Innbundin rit almenns eðlls: 1. Jack Ramsay: SAS: The Soldier’s Story. 2. Brian Scovell: Dlckle. 3. R. Bauval & G. Hancock: Keeper of Genesis. 4. Jane Goldman: The X-Flles Book of the Unexplalned. 5. Wendy Beckett: The Story of Palntlng. (Byggt á The Sunday Tlmes) vísindi________________ Lyfjasúpa við getuleysi Egypskir læknar segja aö krem sem inniheldur þrjú lyf hafi læknaö getuleysi hjá tveim- ur af hverjum þremur körlum : sem prófuðu það. Læknarnir segja aö kremið sé hættuiaust og geti orðið til mikillar blessunar fyrir þá karla sem ekki tekst að fá liminn tii að rísa, ýmist af lík- amlegum eða sálrænum orsök- | um. Meðferð við getuleysi felst alla jafna í því að lyfjum er sprautað beint í liminn. Þrjátíu og sex karlmenn á aldr- inum 31 til 65 ára tóku þátt í til- raun egypsku læknanna. Árang- ur var góöur og ekki komu nein- ar aukaverkanir í Ijós. Erfðabætt jurtaolía Jurtaolía er alla jafna talin hollari en dýrafita en nú eygja vísindamenn möguleika á því að I gera hana enn hollari með aðstoð | erfðatækninnar. Tveir banda- rískir vísindamenn kanna nú möguleikana á slíku og segja frá I í ritinu Nature Biotechnology. Málið snýst um að fá plöntur | sem notaðar eru til olíugerðar, eins og smjörkál, til aö framleiöa svokallaða gamma línólensýru sem er mjög mikilvæg fitusýra fyrir mennina. Það er t.d. gert með því að splæsa geni úr ákveð- inni bakteríu í jurtina. Þess kon- ar olía kemur þó ekki á markað í ; bráð. Umsjón Guðlaugur Bergmundssun Rithöndin afhjúpaði leynihöfundinn Síðan í janúar á þessu ári hefur það verið eftirlætisiðja stjómmála- manna í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og fjölmiðlamanna vestra að velta því fyrir sér hver væri höfundur Primary Colors, sem er lykilskáldsaga um forsetahjónin bandarísku, Bill og Hilary Clinton. Nú hefur stórblaðinu Washington Post loks tekist að afhjúpa höfund- inn sem reyndist vera þekktur bandarískur blaðamaður. Sá situr heldur betur í súpunni siðferðislega vegna þess að hann hafði hvað eftir annað neitað því opinberlega að vera höfundur skáldsögunnar og jafnvel gengið svo langt að leggja blaðamannsheiður sinn að veði. Gert út á nafnleyndina Skáldsagan gerist fyrir síðustu forsetakosningar og fjallar um ung- an demókrata, Jack Stanton, sem er að berjast fyrir útnefningu flokks síns sem forsetaefni. Þar er augljós- lega byggt á Bill og Hilary og nán- ustu ráðgjöfum þeirra - svo mjög að allir sem til þekkja gátu samstundið séð fyrirmyndir allra helstu sögupersónanna. Sú mynd sem dregin er upp af forsetahjónunum er afar neikvæð og svört. Sagan var sett á markað undir höfundarheitinu „Anonymous" og það vakti strax mikla umræðu vestra um hugsanlegan höfund, ekki síst þar sem sýnt þótti að hann þekkti persónulega til kosningabar- áttu Clintons fyrir fjórum árum. Ýmsir ráðgjafar forsetans voru nefndir til sögunnar og svo blaða- menn sem voru í fylgdarliði hans fyrir flórum árum. Þeirra á meðal Joe Klein, höfundur Primary Colors. Umsjón Elías Snæland Jónsson var Joe Klein, dálkahöfundur hjá Newsweeek, en hann neitaði því hvað eftir annað opinberlega að vera höfundur sögunnar. Vegna umtalsins sló sagan í gegn og varð metsölubók. í kjölfarið fylgdu samningar um pappírskilju- útgáfu og kvikmyndaréttinn. Er talið að höfundurinn muni alls fá í sinn hlut jafnvirði um 400 milljóna íslenskra króna. Fjölmiðlar vestra hafa mikið reynt til þess að hafa upp á höfund- inum, en framan af gekk það svo treglega að Clinton forseti sagði í gríni og alvöru að það hver væri höfundur Primary Colors væri eina leyndarmálið sem tekist hefði að varðveita í Washingtonborg. Gátan leyst Netið þrengdist þegar tölvusér- fræðingur notaði forrit til að bera skáldsöguna saman við texta nokk- urra hugsanlegra höfunda. Niður- staða tölvunnar var skýr: Joe Klein hafði skrifað bókina. En hann þrætti enn og þar við sat. En fyrir skömmu komust blaða- menn Washington Post yfir inn- bundið eintak af fyrsta handriti sög- unnar - þar sem höfundurinn hafði handskrifað inn leiðréttingar. Sér- fræðingur var þegar fenginn til að bera rithönd Kleins saman við krot- ið á handritinu og niðurstaðan var afgerandi. Þegar blaðið hafði birt niðurstöð- ur sínar kom Joe Klein loksins fram í dagsljósið og játaði að hafa skrifað söguna. Um leið hófst mikill darrað- ardans í fjölmiðlutn vestra sem töldu að með því að ljúga að frétta- mönnum hafi Klein misst allan trú- verðugleika sem blaðamaður. Hann stendur hins vegar með pálmann í höndunum fjárhagslega. Og frægð hans mun enn aukast þeg- ar ný stórmynd eftir sögunni, með Tom Hanks og Emmu Thomson í aðalhlutverkum, sér dagsins ljós. Ný skáldsaga er líka inni í mynd- inni. Skáldsögur: 1. Stephen Klng: The Green Mlle: Coffey's Hands. 2. Pat Conroy: P Beach Muslc. 3. Sandra Brown: IThe Wltness. 4. T. Clancy & S. Pleczenlk: Games of State. 5. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 6. Stephen King: The Green Mlle: The Mouse on the Mlle. 7. Dean Koontz: The Eyes of Darkness. 8. Stephen Klng: Rose Madder. 9. Stephen King: The Green Mile: The Two Dead Glrls. 10. John Grisham: The Ralnmaker. 11. Mary Hlggins Clark: Let Me Call You Sweetheart. 12. Richard Ford: Independence Day. 13. Jouh Saui: Black Lighting. 14. Llnda Howard: : Shades of Twiiight. 15. Carol Higgins Clark: lced. Rit almenns eölis: 1. John Felnsteln: A Good Walk Spolled. 2. Mary Pipher: Reviving Ophelia. 3. Thomas Cahlll: How the Irish Saved Civllization. 4. Mary Karr: The Llar's Club. 5. Jack Mlles: God: A Blography. 6. James Carville: We’re Rlght, They’re Wrong. 7. Isabel Allende: Paula. 8. B.J. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Llght. 9. Andrew Weil: Spontaneous Healing. 10. J.M. Masson & S. McCarthy: When Elephants Weep. 11. Helen Prejean: Dead Man Walking. 12. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 13. Ann Rule: Dead by Sunset. 14. Thomas Moore: Care of the Soul. 15. Balley Whlte: Sleeplng at the Starlite Motel. E(Byggt á New York Times Book Review) I DV Læknaþættir gefa villandi upplýsingar um skyndihjálp Sjónvarpsáhorfendur fá rangar upplýsingar um áhættuna og hugs- anlegan ábata af skyndihjálp þegar þeir horfa á læknisfræðisinnaða þætti á borð við Bráðavaktina, Neyðarlínuna 911 og Læknamið- stöðina. Þetta eru niðurstöður rann- sóknar þriggja lækna sem starfa við hermannasjúkrahúsið í Durham í Norður-Karólínu. Einn framleiðenda Bráðavakt- arinnar segir að þáttur sinn hafi reynt að veita áhorfend- um innsýn í skyndihjálp, hún veiti þeim þá spennu sem þeir sækist eftir og ekki séu neinar sannan- ir fyrir því að þættir þessir hafi áhrif á ákvarðanatöku sjúk- linga um hvort þeir eigi að heimila skyndi- hjálp. Niðurstöður lækn- anna birtust í læknablað- inu New England Joumal of Medicine fyrir skömmu. Vísindamenn eru margír hverjir gramir yfir því hvernig rannsóknir í vísindum og læknis- fræði eru hunsaðar eða jafnvel af- bakaðar í sjónvarpsefni. Þremenn- ingarnir, undir forastu Susan Diem, halda því hins vegar fram að sjón- varpsefni, þar á meðal dramaþættir, séu mikilvæg uppspretta upplýs- inga um skyndihjálp fyrir sjúklinga. Þegar læknarnir höfðu horft á 22 þætti af Bráðavaktinni, 22 af Læknamiðstöðinni og 50 af Neyðar- línunni 911, komust þeir að þeirri niðurstöðu að í þáttunum væri ekki farið rétt með ástæðurnar fyrir því að skyndihjálp væri beitt. Einnig væri ekki rétt sagt frá þvi hverjar líkurnar væru á að halda lífi eftir aö hafa fengið skyndihjálp og hversu líklegt væri að fötlun fylgdi i kjölfarið á endurlífgun. í þáttunum var sextíu sinnum gripið til skyndihjálpar en aðeins sjö þeirra sem fengu slíka meðferð höfðu undirliggjandi sjúkdóm þar sem endurlífgunar er venjulega þörf. í raunveruleikanum eru 75 til 95 prósent þeirra sem fá skyndi- hjálp með undirliggjandi hjartasjúk- dóm. í sjónvarpinu lifðu 75 prósent þeirra sem fengu skyndihjálp þegar til skemmri tíma er litið, samanbor- ið við 40 prósent í raunveruleikan- um. „Útkoman úr skyndihjálp í sjón- varpinu var yfirleitt annaðhvort fullur bati eða dauði,“ skrifa Diem og félagar hennar í grein sinni. Raunveruleikinn er hins veg- ar sá að aðferð þessi getur haft í för með sér langvar- andi þjáningar, alvarleg- ar taugaskemmdir eða lítt virðulegan dauð- daga. „Með því að forðast það að sýna allar mögulegar útkomur úr skyndihjálp snið- ganga þessir þættir þau flóknu siðferðis- mál sem læknar, sjúkl- ingar og íjölskyldur þeirra þurfa að íhuga,“ segja læknarnir. Neal Baer, einn framleiðenda Bráðavaktarinnar, segir í svargrein að Diem og félagar hennar hafi dregið upp „mjög skakka mynd“. Hann segir að Bráðavaktin hafi fjallað um aflar hliðar skyndihjálp- ar en fólk sem vilji fá nákvæma lýs- ingu á því í sjónvarpi verði að skilja eðli dramatísks sjónvarpsþáttar. „Það er oft mjög rólegt á alvöru slysavarðstofu, jafnvel leiðinlegt; sjónvarpsmynd getur ekki leyft sér það,“ segir Baer. Eldri en alheimurinn Stjarnvísindamenn í Edinborg á Skotlandi eru í nokkrum j vanda. Þeir haía jú fundið j stjörnuþoku sem virðist vera eldri en sjálfur alheimurinn. í grein, sem James Dunlop skrifar í tímaritið Nature, segir ■ að fundur stjörnuþoku þessarar j sé innlegg i umræðuna um j hvenær Miklihvellur hafi fætt af sér alheiminn og hvort hann j muni þenjast út í hið óendanlega eða falla að lokum saman. Stjömuþokan, sem ber nafnið j 53W091, er svo langt í burtu að það hefði tekið ljósið frá henni næstum því jafn langan tíma og j alheimurinn er gamall að berast til jarðar. Alheimurinn var um 1,6 millj- j arða ára gamall þegar ljósið, sem nú sést í stjörnusjónaukum, yfir- gaf stjörnurnar í stjömuþokunni. Nákvæm rannsókn á stjörnu- þokunni bendir hins vegar til aö stjörnumar í henni séu um 3,5 milljarða ára gamlar. Ekki stungið í ástarleik Það gengur víst ekki átaka- j laust fyrir sig þegar broddgeltir j para sig en strax skal tekið fram ' að dýrin stinga sig alls ekki á ; broddunum við ástarleikina. Broddgeltir eðla sig á sama ! máta og önnur spendýr. Kven- j dýrið stendur á fjórum fótum og j karldýrið fer upp á þaö. Að sögn j Helges Walhovds við háskólann í j Árósum hefur það ekki sést að i kvendýrið leggist á bakið við j þetta tækifæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.