Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Síða 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hafnhann haft að engu Hafnbann þaö sem norsk stjórnvöld hafa sett á íslensk fiskveiðiskip er óþolandi. Að sæta slíku af hálfu þjóðar sem á að kallast bræðraþjóð er með ólíkindum. Þessi að- gerð sýnir hroka og yfirgang norskra stjórnvalda. Af reynslu okkar í samskiptum við Norðmenn, undanfarin misseri, er þó einskis annars að vænta og ekkert annað en aumingjaskapur íslenskra stjórnvalda að láta þau mál ekki ganga lengra. Norðmenn brjóta freklega á ís- lenskum þegnum og komast upp með það. Nýjasta dæmið um fruntaskaþ Norðmanna er að út- hýsa togaranum Klakki úr norskri höfn. Togarinn var kominn til veiða í Smugunni þegar spil bilaði. Varahlut- ir voru ekki um borð. Skipstjórinn sótti því um leyfi til að koma til hafnar í Tromsö til að gera við spilið. Því var hafnað og varð skipið því að bíða utan flögurra mílna lögsögu Noregs meðan leitað var liðsinnis íslenskra stjórnvalda í málinu. Þær viðræður urðu þó til einskis. Það var því sérlega gleðilegt þegar það fréttist að starfsmenn Fiskiðjunnar-Skagfirðings, útgerðar skips- ins, hefðu snúið á Norðmenn og gert við skipið eftir þaulskipulagða aðgerð sem líktist helst vel lukkaðri hernaðaraðgerð. Áhöfn togarans og starfsmenn útgerð- arinnar samræmdu aðgerðir, greindu bilunina og fundu út hvaða varahluti þurfti. Viðgerðarmenn flugu utan, leigðu sér bát og gerðu við hið bilaða spil togarans fyrir framan nefið á Norðmönnunum. Hafnbann Norðmanna var þannig haft að engu og stjórnvöldum þar sent langt nef eins og þau áttu skilið. Þetta er áfall fyrir Norðmenn en að sama skapi sigur fyr- ir áhöfn Klakks og útgerð skipsins og um leið fyrir alla íslenska úthafsveiðasjómenn. Það er því skiljanlegt að meðal sjómanna og útgerðar- manna úthafsveiðaskipa ríki ánægja með aðgerðina sem gekk algerlega upp. Þeir hinir sömu vonast til þess að stjórnvöld dragi lærdóm af þessari aðgerð og hún verði til þess að ýta við þeim. Hafnbann það sem Norðmenn hafa sett á íslensk úthafsveiðaskip er með öllu óþolandi. Skipin eru við veiðar á alþjóðlegu hafsvæði og Norð- menn því réttlausir í fautaskap sínum. Klakksmálið nú er endurtekning á því er togaranum Má var meinað að leita hafnar í Noregi í fyrra. Þá var um það rætt að leita með málið til Alþjóðadómstólsins í Haag og láta reyna á rétt Norðmanna. Svo varð ekki, því miður. Reynslan hefur hins vegar kennt okkur að Norð- menn beita hörku í samskiptum við okkur og skilja þá væntanlega ekki annað af okkar hálfu. Norðmenn hafa sýnt það að þeir vilja deila og drottna á norðurhöfum og komast upp með það ef þeim er ekki svarað með viðeig- andi hætti. Á meðan norsk stjórnvöld sýna íslenskum sjómönnum sífelldan fjandskap sendi Landhelgisgæslan umsvifa- laust varðskip til Jan Mayen til þess að aðstoða norskan rækjutogara i vanda eftir að net hafði flækst í skrúfu skipsins. íslenskir sjómenn fylgjast með þessu og hafa sent DV skeyti þar sem spurt er hvort norska skipið hafi verið í neyð. Norsk yfirvöld aðstoða íslensk skip ekki nema þau séu sannanlega í neyð. í áðurnefndu skeyti til blaðsins er líka spurt hvort íslensk stjórnvöld þurfi að endurnýja varðskipin til þess að geta þjónustað norska skipaflotann. Snilldaraðgerð útgerðar Klakks og áhafnar skipsins ætti að verða til þess að íslensk stjórnvöld rumski. Eng- inn efi er á að Norðmenn halda áfram fantaskapnum. Jónas Haraldsson LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 JLlV Einkavæðing Samaranch á ÓL hefnir sín í sextán ár hefur Juan Antonio Samaranch, áður erindreki ein- ræðisstjórnar Francos í fæðingar- héraði sinu, Katalóníu, stjórnað Alþjóða ólympíunefndinni með harðri hendi og ærnu yfirlæti. Meginkeppikefli hans inn á við hefur verið að ráða sjálfur vali sem flestra af nefndarmönnunum 93. Út á við hefur Samaranch lagt megináherslu á að kaupsýsluvæða Ólympíuleikana sjálfa i stórum stíl þótt enn sé haldið í hann við auglýsingar á leikvöngum og bún- ingum keppenda. Að hans dómi er skrautfjöðrin í eigin hatti og Ólympíunefndarinnar í aðdrag- anda yfirstandandi leika í Atlanta samningur við bandaríska sjón- varpsfyrirtækið NBC um dreifing- arrétt ljósvakamiðla frá ÓL fram til 2008 um Ameríku, Ástralíu og Evrópu og á heildargreiðsla NBC fyrir einkaréttinn að nema fimm og hálfum milljarði dollara. Engin launung er á að meginá- stæðan til að Samaranch og hans menn beittu sér fyrir því fyrir sex árum að færa bandarísku suður- ríkjahorginni Atlanta réttinn til að sjá um leikana á aldarafmæli þeirra endurvakinna voru gylli- boð kunnasta fyrirtækis þar um slóðir, Kókakóla. Framleiðendur óhollustudrykkjarins hafa haft að- setur í Atlanta frá því löngu áður en þeir fjarlægðu kókaínið úr öllu nema nafninu. Samruninn við Kókakóla vegna leikjanna í Atlanta er svo náinn um þessar mundir að fyrirtækinu og gripum tengdum því er helgað- ur mikill hluti efri hæðar Ólymp- íusafnsins í Lausanne, heimaborg Ólympíunefndarinnar. Afleiðin- garnar af því að láta fjársterka auglýsingakaupendur sitja í fyrir- rúmi en íþróttirnar sjálfar og áhorfendur þeirra á hakanum hafa verið að koma í ljós í Atlanta þá daga sem liðnir eru frá því Muhammad Ali var leiddur fram farlama af parkinsonveiki til að kveikja af veikum burðum Ólymp- íueldinn á leikvanginum í Atl- anta. Berlegast hefur ófarnaðurinn, sem hlýst af ráðslagi Samaranch og félaga, birst í frammistöðu tölvufyrirtækisins IBM sem keypti auglýsingaaðstöðuna sem fylgir því að koma upp tölvukerfi fyrir leikana í Atlanta. Það reynd- ist svo seinvirkt að gagnsemin fyr- ir fréttamenn og aðra aðila fór að verulegu leyti forgörðum af þeim sökum einum. Þar á ofan reyndust upplýsingarnar í tölvukerfmu svo rangar eða villandi að þar má engu treysta. Þyngd keppenda og hæð, í þeim greinum sem slíkt skiptir máli, er einatt tilgreind helmingi meiri eða minni en rétt tala. Fregnir af ófremdarástandinu Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson við framkvæmd ÓL í Atlanta hafa tekið álíka rúm í fréttamiðlum um víða veröld það sem af er og af úr- slitum í íþróttagreinum. Ringul- reiðin hefur meira að segja haft merkjanleg áhrif á úrslit þar sem keppendur hafa fallið úr keppni vegna þess að í umferðaröngþveit- inu komust þeir ekki í tæka tíð á skráningarstaði eða var beint ókunnugum á ranga staði. Billy Paine, sem stjórna átti skipulagningu leikanna í Atlanta, var búinn að stæra sig af að þar færi fram „mesti friðsamlegi stór- viðburður frá seinni heimsstyrj- öld“. Nú velkist enginn i vafa um að Atlantamenn hafa notað undir- búningsárin sex lakar en dæmi eru til. Samgöngur eru í algerum ólestri vegna þess að sjálfboðalið- ar sem fengnir voru til að sjá um leiðsögn og akstur hafa ekki feng- ið þjálfun að gagni. Þar við bætist að leiðamerkingar eru ýmist ófull- nægjandi eða beinlínis villandi fyrir aðkomufólk og finnst útlend- ingum ljóst að um þær hafi vélt fólk sem aldrei hefur komið út fyr- ir landsteina Bandaríkjanna, kannski ekki einu sinni rikis- mörk Georgíu. Um aðbúnað áhorfenda er gjarnan vitnað til hreinlætisað- stöðu á aðalsundstaðnum þar sem gert var ráð fyrir 13.500 gestum, þar af um 1000 frá fjölmiðlum. Þarna var komið upp tveim laus- um salernum sem' stífluðust að sjálfsögðu fljótlega. Lofthiti í Atl- anta hefur verið um 35 stig á sels- íus og rakastig í lofti nálægt 90%. Vandræðagangurinn setti veru- legan svip á setningarathöfnina. Vagnar með sveitir þátttökulanda urðu svo seinir vegna umferðar- öngþveitis að fólkið varð að hlaupa langa leið upp skábraut og komu þá hóparnir mjög slitrótt inn á leikvanginn. Að athöfn lok- inni var bandaríska hópnum ekið rakleitt til búða sinna en keppend- ur frá öðrum löndum urðu að bíða klukkutímum saman eftir flutn- ingi þegar verst lét. Samaranch á fréttamannafundi í aðalstöðvum Alþjóða ólympíunefndar- innar í Lausanne. skoðanir annarra____________________r>v Mikilvægí friáls markaöar „Nútima kapítalismi virkar ekki ef markaðsöflin | fá ekki að leika lausum hala. Bandaríkjamenn hlíta Iþeirri grundvallarreglu enda er þar að finna afar öflugan markað fyrir ný störf. En Evrópubúar | hundsa regluna og hefur ekki tekist að skapa eins mörg störf. Undarlegt er hve fáir hagfræðingar I skilja ástæður þess mismunar sem er á atvinnu- ; sköpun í Bandaríkjunum og Evrópu.“ R.J. Samuclson í Hcrald Tribune 24. júlí E Meira réttaröryggi Lögmenn hafa fyrir Jongu sent frá sér áætlun um betrumbætur á réttaröryggi. Leggja þeir til að gæsluvarðhald vari lengst sex mánuði nema í alger- um undantekningartilvikum. Virða ber þá reglu að | hinir handteknu og menn í gæsluvarðhaldi séu sak- | lausir þar til annað sannast. Aðstæður í Danmörku bjóða beinlínis upp á ranglæti með löngum biðtíma MNMiMMMMiMMMMMMttMmaMmMmimMKMaaiMiMiMstMttMmwHKMmMMMimMMtmmtMmMinMmmMtMSittii við dómstólana, seinagangi í rannsókn réttarlækna auk kæruleysis dómstóla varðandi rökstuðning gæslu varðhaldsúr skurða. “ Úr forustugrein Politiken 23. júlí Ólympíumet í heimsku „Alþjoða ólympiunefndin, sem hugsar fyrst og fremst um peninga, með mikilmennskubrjálæðing- inn Samanarach fremstan í flokki, hafnaði Aþenu á 100 ára afmæli leikanna, að sögn vegna lélegs sam- göngunets og mengunar. Með græðgina að leiðar- ljósi vildu menn þjónka Coca Cola sem aðalkostun- araðila og bandarísku sjónvarpsstöðvunum. í Atl- anta felst mengunin hins vegar í skipulagslegri van- hæfni og alþekktum tviskinnungi Bandaríkja- manna sem birtist í reykingabanni, velþóknun á augljósu svartamarkaðsbraski og ömurlegum skemmtigörðum kostunaraðila. Hlutir sem hafá for- gang í aðbúnaði íþróttafólksins. Þetta virðist ólymp- íumet í heimsku." Úr forustugrcin Jylkinds-Postcn 24. júli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.