Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Page 15
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 15 „Af hverju labbarðu eins og langafi?" spurði dóttir mín daginn eftir að ég kom úr göngunni miklu. Langafi er orðinn 95 ára og eðlilega nokkuð farinn að gefa sig. Hann er því ekki jafn góður til gangs og áður. Baminu fannst hins vegar fráleitt að pabbinn væri í þessari stöðu, maður á besta aldri. En athugasemd stúlk- unnar var alveg rétt nema hvað langafi var betri til gangs en pabb- inn. Vinstri ganglimur var of- reyndur. Liðamót, vöðvar og sinar voru í döpru ásigkomulagi. Tíu tíma ganga Ástand þetta helgaðist af rúm- lega tíu tíma göngu sem pistil- skrifari fór í ásamt góðu fólki, óþjáifaður með öllu og eingöngu á bjartsýninni. í upphafi göngunnar lét ég sem mesti öræfaberserkur og hafði ekki áhyggjur cif neinu nema þvi hvort nægilegt nesti væri í bakpokanum. Þegar leið á gönguna tóku fætur að þyngjast, sérstaklega annar, og ég dróst nokkuð aftur úr. „Hver stakk upp á þessari vitleysu?" spurði ég ferðafélagana eftir þriggja tíma göngu. „Þú,“ sögðu allir í kór og bentu á mig. „Okkur hefði aldrei dottið þetta í hug ef þú hefðir ekki verið að suða um þetta árum sam- an. Þetta er gert fyrir þig og engan annan.“ Þar fékk ég það. Miskunn- in var engin og samúðin enn minni. Langt eyðines Við vomm stödd á Svinanesi í Reykhólahreppi í Austur- Barða- strandarsýslu. Það nes tilheyrði áður Múlahreppi en hann og aðrir hreppar í sýslunni sameinuðust í einn. Svínanesið er eyðines, líkt og öll Múlasveitin. Nesið er fal- legt, gróið og dýralíf fjölskrúðugt en langt er fyrir það að fara. Því átti ég eftir að kynnast. Það liggur á milli Kvígindisfjarðar, sem er 15 kílómetra langur, og Skálmarfjarð- ar sem er enn lengri. Það var því gömul þrá í bland við ævintýra- mennsku sem réð því að gengið ‘J[ V nothæfir á ganglim þessum. Að- eins ökklinn virkaði, sá liður sem ég var hræddastur um í byrjun. Sem betur fer færðist verkurinn hvorki ofar né til hliðar. Er hann mjög fullorð- inn? Svona staulaðist smalinn gamli það sem eftir var göngunnar. Aðr- ir hægðu heldur á sér og höfðu þann stirða í kall- og sjónfæri. Síð- asta spölinn gengu þeir bröttustu þó aðeins hraðar og komust til byggða nokkrum minútum á und- an þeim halta. Þar var fyrir fólk sem lofaði afrek göngumanna, þrek þeirra og þor. Jafnframt var greint frá því að enn væri að vænta smalans fyrrverandi og konu hans sem studdi hann síð- ustu metrana. „Er hann mjög full- orðinn?" spurði kona í hópnum þegar hún sá lokasprett smalans. „Þetta er allt of erfitt fyrir fólk sem er komið yfir sjötugt," bætti hún við þegar hún fékk ekki svar við spurningu sinni. Ég var ekki til gangs næstu daga. Hnéð virkaði ekki, læris- vöðva mátti vart hræra og mjaðm- arliður var úr lagi genginn. Þrátt fyrir það var ég alsæll. Ég hafði lokið göngunni þótt ég væri síðast- ur í mark. Gönguleiðin var falleg og þar hafði ég séð það sem mig langaði að sjá. Bíll út á fótinn? Konan fór betur út úr göngunni en ég og gat því keyrt fjölskyldu- bílinn. Ég sat í. Kúplingsfótur var löglega afsakaður. í þeirri stöðu sá ég mér leik á borði. „Hvernig er það,“ spurði ég frúna? „Fá ekki þeir sem haltir ganga bíl út á fót- inn? Ég sé mig tilneyddan að fá mér sjálfskiptan vagn.“ Ég nefndi jeppabifreið af ákveðinni gerð og bætti við viðbótarskráningunni Limited upp á útlensku. „Verður hjá þessu komist, góða mín?“ spurði ég og horfði blítt á konuna. Úr augunum skein sársauki þess manns sem hífir fótinn upp í bif- var fyrir nesið. Ekki skynsemi. Pistilskrifari var í sveit á þess- um slóðum fyrir margt löngu og gekk þessa leið eitt sinn sem smali. í minningunni voru engar harðsperrur eftir þá ferð og báðir ganglimir í góðu lagi. Það var því stefnt að því að ganga sömu leið þótt liðnir væru þrír áratugir eða svo. Göngumenn voru fimm; við hjónin, systir smalans gamla og tveir mágar. Gengið í skrifstofu- brókum Það viðraði vel á okkur í upp- hafi göngunnar frá bænum Kvig- indisfirði í botni samnefnds íjarð- ar. Nesti var i poka og gönguskór á fótum. Að öðru leyti var pistil- skrifarinn i sínum skrifstofubrók- um enda hálfbuxur og sportsokkar ekki í hans eigu. Tilgangur farar- innar var að skoða eyðibýli á leið- inni, njóta náttúrunnar og dýra- lífsins. Einkum vonuðumst við til að sjá erni sem vitað er að halda sig á þessum slóðum. Þótt ég væri borubrattur í upp- hafi ferðar óttaðist ég nokkuð um ökklana þótt í gönguskóm væri. Engir slóðar eru lengur á þessari leið enda fáir á ferð nema fuglinn fljúgandi og lágfóta. Við vorum sitt á hvað niðri í fjöru eða í þýfl og þvi veruleg hætta á að misstíga sig, sérstaklega fyrir óvana skrif- stofumenn. Mágar mínir voru nokkuð brattir; annar er fugla- skoðari, og því vanur kargaþýfinu, og hinn golfari af guðs náð eða gylfingur, eins lagt hefur verið til að sá þjóðflokkur kallist. Hið sama á við um systur mína; hún er gylfmgur og því vanari göngu en við hjónakornin. Það verður sem sagt að viðurkennast að við vorum öftust - konan þó á undan manni sínum. Fótur þvælist fyrir Allt gekk þó að óskúm framan af og raunar út fyrir nesið. Við sáum margt spennandi af fomum minjum og ekki brást örninn okk- ur. Gott ef við sáum ekki fimm slíka glæsifugla og flugkúnstir eft- ir því. Sú sjón ein var ferðarinnar virði, hvað sem líður ganglimum. Laugardagspistill Jónas Haraldsson Fimm fyrstu klukkutímar göng- unnar liðu við þolanlega líðan en þá tók að káma gamanið. Ferðafé- lagarnir voru nokkuð hressir og héldu vel áfram. Ástand eiginkon- unnar var eftir atvikum en vinstri fótur pistilskrifara hætti að hlýða skipunum. Enn var gangan aðeins hálfnuð og yst á eyðinesi er fátt til bjargar. Þangað verður ekki ekið á bíl og því þrautalendingin að halda áfram göngunni, hvað sem leið fætinum. Verkurinn færðist upp Mágar mínir em gamansamir báðir tveir og leiddist ekki ástand- ið. Þeir sáu fyrir sér að sækja þyrfti skrifarann með þyrlu og yrðu það nokkur tíðindi með mynd í ónefndu síðdegisblaði. Ég fullvissaði þá um að svo yrði ekki. Fyrr skriði ég á leiðarenda. Verkurinn byrjaði neðan við hné og færðist í það sjálft. Það varð sífellt erfiðara að beygja líf- færið. Áfram var þó gengið enda fimm tíma ganga eftir og ómældir kílómetrar í þýfi, kafgrasi, kjarri og fjöru, ýmist sendinni eða grýttri. Smám saman færðist verk- urinn ofar, upp eftir lærinu og í mjaðmarlið. Voru þá tveir liðir lítt reið sína og kemur honum ekki á tengslafetilinn eins og kúplingin heitir í ökukennslunni. „Þú getur bara setið í hjá mér,“ sagði konan og vorkenndi mér ekkert. „Ég veit ekki betur en ég hafi keyrt þig undanfarna daga og það hefur ekki væst um þig.“ Eftir það fór mér að batna. Mátt- ur kom í lærið, hnéð og mjaðmar- liðinn. Ég er því ekki eins harður á heitinu sem ég gaf undir lok Svínanesgöngunnar; að gera þetta aldrei aftur. Hver veit? Undarlegar augnagotur En það er eitt undarlegt sem fylgir því að sitja í bíl hjá eigin- konunni og bíða jafnvel í farþega- sætinu meðan hún skýst inn í búð eða annarra erinda. Fólk -horfir þannig á mig að mér finnst ég hafa keyrt fullur. Það skín úr augunum á fólkinu og á vörum þess má lesa spurninguna: Var hann tekinn á bílnum, vesalingurinn? Ætli hann missi skírteinið í ár eða lengur? Augnagotur þessar og pískur ýta enn undir batann í vinstra ganglim. Æra mín er að veði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.