Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 JjV Rannsóknir á sviði mannerfðafræði á Islandi: Hefjum upplýsingaöflun innan fjögurra vikna og starfsemina innan 8 vikna, segir Kári Stefánsson prófessor „Við erum þessa dagana að ráða starfsfólk, semja um leiguupphæð fyrir húsnæði, bíða eftir tækjabún- aði og skipuleggja breytingar á um- ræddu húsnæði. Viö höfum þegar ráðið tvo fasta starfsmenn og von- um að starfsemin geti hafist innan 8 vikna. Upplýsingaöflun ætti að geta farið af stað innan fjögurra vikna,“ sagði Kári Stefánsson, prófessor í Bandaríkjunum, í viðtali við Helg- arblaðiö. Kári var staddur hér á landi í síðustu viku og hefur reynd- ar komið hingað einum tíu sinnum frá áramótum til að stofnsetja nýtt íslenskt fyrirtæki á sviði mann- erfðarannsókna, deCODE genetics. Kári hefur búið í Bandaríkjunum sl. 20 ár og er nú búsettur í Boston. Hann er prófessor í taugalækning- um, taugalíffræði og taugameina- fræði við Harvard Medical School og enn fremur yfirlæknir við tauga- meinafræðideild Beth Israel-sjúkra- hússins. Hann á íslenska konu, Val- gerði Ólafsdóttur, og þrjú börn. Val- gerður var við nám i félagssálfræði og starfar nú við rannsóknir á sam- skiptum mæðra og ungra barna. Börnin þeirra þrjú, 12 og 19 ára gamlar stúlkur og 24 ára sonur, eru öll í námi í Bandaríkjunum. Húsnæði Hans Petersens valið Kári er búinn að vinna að stofnun deCODE genetics í rúmt ár og hefur tekist að afla tíu milljón dollara (u.þ.b. 680 milljóna ísl. króna) í áhættufjármagn frá bandarískum fjárfestum. Fyrirtækið verður þó að meirihluta í eigu íslendinga því út- færsla hugmyndarinnar er talin meira virði en fjármagnið. Húsnæð- ið sem hann hefur augastað á er hús Hans Petersens á Lynghálsi en það þykir kjörið fyrir reksturinn, m.a. vegna þess að þar er mjög gott loft- ræstikerfi. Ekki tilraunir með fólk Starfsemi deCODE genetics kem- ur til með að byggjast á þvi að leita að stökkbreytingum í erfðavísum sem valda ýmsum erfiðum og al- gengum sjúkdómum. ísland þykir sérstaklega heppilegt fyrir slíkar rannsóknir bæði hvað varðar erfða- stofn landsmanna og sögu þjóðar- innar. „Það eru e.t.v. 5 sambærileg fyrirtæki til i heiminum en þau eru öll byggð á þeirri hugmynd að erfða- tæknin sem slík skipti sköpum. Við teljum fólkið sem við höfum aðgang að sem þjóð hins vegar skipta sköp- um. Einstofna þjóð eins og hér er ákveðin fyrirmynd til slíkra rann- sókna. Ég vil þó taka fram að þaö er ekki verið að gera tilraunir með fólk eða á fólki heldur leita að göll- um í erfðaefni fólks með erfiða sjúk- dóma, eins og t.d. sykursýki, geð- klofa og þunglyndi," sagði Kári. Erfðaefni borin saman Hann sagði rannsóknirnar eink- um felast i því að taka blóðsýni úr fólki með slíka sjúk- dóma, einangra erfðaefn- in og bera þau saman við erfðaefni úr heilbrigð- um einstakling- um. Kári vonast til að slík blóð- sýnataka, eða upplýsingaöflun, geti hafist innan fjögurra vikna. Aðspurður sagðist hann ekki geta sagt til um hvort lögð yrði meiri áhersla á að rannsaka einn sjúkdóm umfram annan. „Áherslurn- ar markast af svo mörgu, m.a. hvaða sjúk- dóma lyfjafyrirtækin leggja áherslu á, hvaða sjúk- dóma auðvelt verður að rannsaka á meðal ís- lend- inga og sérþekkingu og vísindaá- huga starfsmannanna," sagði Kári. Bara íslenskir starfsmenn Þeir tveir starfsmenn sem þegar hafa verið ráðn- ir til verkefnisins eru þeir Guðmundur Sverrisson, heilsu- gæslulæknir í Hafnarfirði, og Hjálmar Kjartansson viðskiptafræð- ingur sem er nýkominn frá Banda- ríkjunum. Guðmundur kemur í framtíðinni til með að sjá um gagna- úrvinnslu fyrirtækisins en báðir verða þeir allt í öllu til að byrja með. Stefnt er að því að eftir 2 ár verði um 100 starfsmenn hjá deCODE genetics, margir þeirra hámenntaðir vísinda- og tæknimenn. Kári sagði að til stæði að manna fyrirtækið eingöngu íslendingum. „Ég tel að það eigi eftir að verða mjög auðvelt að manna það eingöngu íslend- ingum, a.m.k. til að byrja með. Það er töluvert mikið af íslenskum sérfræðingum er- lendis búinn að hringja í stóran hóp þeirra. Þeir hafa allir tekið mér mjög vel og finnst þetta spennandi. Ég held að styrkur fyrirtækisins komi ekki bara til með að felast í eðli íslensku þjóðarinnar heldur einnig í gæðum íslensku visinda- mannanna sem að rannsóknunum starfa. Ég hef mjög mikla reynslu af því að vinna á rannsóknarstofum erlendis og ég verð að segja að ég er mjög hrifinn af íslenskum vísinda- mönnum. Við höfum aðgang að geysilega góðu fólki og ég er mjög spenntur að starfa með því,“ sagði Kári. Hann lagði þó áherslu á að þama sæi hann tækifæri fyrir alls konar fólk því þarna væri á ferðinni nýr iðnaður með tilheyrandi atvinnu- sköpun og hugsanlegri útvíkkun á öðrum sviðum. Gangi þetta vel telur Kári bandaríska fjárfesta líklegri til að fjárfesta í öðrum verkefnum hér á landi í framtíðinni. „Svo hlýtur það að teljast hagur fyrir okkur sem þjóð að leggja mikið af mörkum við rannsóknir á hæsta stigi til að leysa gátuna um erfiða sjúkdóma. Ég tel okkur geta grætt óendanlega á þessu.“ Dýrar rannsóknir Hann sagðist aðspurður ekki bú- ast við byltingu á sviði erfðafræði- rannsókna með tilkomu nýja fyrir- tækisins heldur yrði þar eitthvað lagt af mörkum til hægfara breyt- inga innan vísindanna. „Ég á þó von á að það gerist hraðar hjá okk- ur en hjá sambærilegum fyrirtækj- um því við höfum hér bæði góða þjóð og mikið fjármagn úr að spila," sagði Kári. Aðspurður hversu dýrar slikar rannsóknir væru sagði hann það kosta margar milljónir dollara að rannsaka hvern sjúkdóm. „Ég hef alið þá löngun með mér að vinna að mannerfðafræðirannsóknum á hæsta stigi en jafnvel ríkar stofnan- ir í Bandaríkjunum eiga ekki næga peninga til að styrkja þær. Þetta var því eini möguleikinn fyrir mig til að fjármagna þær rannsóknir sem mig langar mest til að vinna að og í leið- inni að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins sem ól mig,“ sagði Kári, en hugmyndin er að nota verðmæti þeirra niðurstaðna sem fást til að fjármagna rannsóknirnar. Frí frá störfum Rannsóknarniðurstöðurnar koma m.a. til með að gagnast lyfjaiðnaðin- um þar sem upplýsingarnar geta gert lyfjafyrirtækjunum kleift að búa til ný lyf við sjúkdómum. Kári segir átta stór lyfjafyrirtæki hafa sýnt málinu áhuga en að hann hefði ekki leyfi til að greina frá nöfnum þeirra á þessu stigi. Kári segist sjálfur koma til með að gegna stöðu framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu en hann ætlar að taka sér ársfrí frá störfum sínum í Bandaríkjunum með haustinu. Gangi allt eins og í sögu kemur vel til greina af hans hálfu að flytja til islands og starfa eingöngu að þess- um rannsóknum í framtíðinni. -ingo Kári Stefánsson prófessor vinnur markvisst að því þessa dagana að koma hér á fót íslensku fyrirtæki á sviöi mann- erfðafræðirannsókna. Gert er ráð fyrir að þar muni starfa í kringum 100 manns eftir 2 ár. DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.