Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Page 17
Finnur Þór Friðriksson, sem til
margra ára var rafvirki Sjúkrahúss
Skagfirðinga, lét flughakteríuna ná
yfirhöndinni fyrir nokkrum árum
og starfar nú sem þotuflugmaður
hjá Atlanta flugfélaginu. Finnur var
einn þeirra Króksara sem tóku sig
saman í lok áttunda áratugarins og
fóru að læra að fljúga með tilkomu
nýja flugvallarins á Sauðárkróki
sem nú nefnist Alexandersflugvöll-
ur. Keyptar voru litlar vélar af
nokkrum hópum og á skömmum
tima voru komnar 5 einkaflugvélar
á staðinn.
Með auknum álögum ríkisins á
flugvéla- og varahlutakaup minnk-
aði flugáhugi manna og Sauðár-
krókur, líkt og önnur sveitarfélög,
varð fyrir barðinu á þeirri þróun.
Nú hefur Finnur áhuga á því að rífa
upp áhugann á Króknum og hefur
fengið nokkra „gamla flugkappa“ til
að taka skírteinið af hillunni, ef svo
má að orði komast. í því skyni hafa,
auk Finns, nokkrir tekið sig saman
um að reka tveggja sæta vél af gerð-
inni Sky Hawk.
Rifist um
að komast á loft!
„Það var mikill drifkraftur í
þessu í kringum árið 1978. Þá minn-
ir mig að 18 manns hafi komið í
flugkennslu og áhuginn blundað
lengi í mönnum. Fyrst var bara ein
vél á staðnum og það var bókstaf-
lega rifist um að komast á loft,“
sagði Finnur þegar hann rifjaði um
gamla tíma. Þegar hann byrjaði að
Finnur Þór Friðriksson, þotuflugmaður hjá Atlanta, er hér til hægri á mynd-
inni fyrir utan flugstöðina á Sauðárkróksflugvelli ásamt Árna Blöndal sem
hætti sem flugvallarstjóri og umboðsmaður Flugleiða um síðustu áramót
eftir áratuga starf í áætlunarfluginu. Finnur og Árni voru sammála um aö rífa
þyrfti upp einkaflugið á Króknum eftir margra ára lægð, ekki síst í tilefni
þess að nýi flugvöllurinn fagnar 20 ára afmæli á árinu.
DV-mynd bjb
læra að fljúga hafði hann uppi
áform um að gerast flugkennari og
starfa sem slíkur á Sauðárkróki.
Síðan reyndist áhuginn á fluginu
ekki nægur á Króknum og Finnur
„datt inn í áframhaldið," eins og
hann orðaði það, þ.e. hann gerðist
fljótlega atvinnuflugmaður hjá Atl-
anta.
„Ég hef enn mjög gaman af því að
gripa í þessar litlu vélar. Það er
skemmtileg og i rauninni nauðsyn-
leg tilbreyting frá þotunum. Maður
fær meiri tilfinningu fyrir því að
fljúga," sagði Finnur.
Skattmann bað
um áhafnarlista
Til marks um auknar álögur rík-
isins á flugið sagði Finnur að það
hefði verið orðið meiriháttar mál að
reka flugvél. Flugrekstarleyfi hefði
þurft til að því tilskildu að hlutafé-
lag væri til staðar. Um leið og hluta-
félag var stofnað hefði skatturinn
komið tvíefldur til sögunnar.
„Þeir héldu að þetta væri þvílíkt
batterí að einu sinni fékk ég bréf frá
skattinum þar sem ég var sérstak-
lega beðinn um áhafnarlista," sagði
Finnur og gat ekki annað en hlegið
að vitleysunni í kerfinu.
Þegar gróskan var sem mest í
fluginu á Króknum voru haldnir
svokallaðir flugdagar með þátttöku
einkaflugmanna af öllu landinu.
Flugdagarnir vöktu mikla athygli
og einn stærsti viðburðurinn í 20
ára sögu Sauðárkróksflugvallar
hins nýja, sem nú nefnist Alexand-
ersflugvöllur.
Svo vel bar í veiði að þegar DV-
menn voru á ferðinni á flugvellin-
um ásamt Finni hittum við á Árna
Blöndal, sem í um 30 ár var flugum-
sjónarmaður á vellinum og umboðs-
maður Flugleiða, þar til um síðustu
áramót að hann hætti formlega
störfum. í þetta sinn var hann í af-
leysingum en arftaki hans í flugum-
sjón er Sigurður Frostason en um-
boðsmaður Flugleiða er nú Kristján
Blöndal.
Góð samleið
með áætlunarfluginu
Árni, eða Addi, eins og hann er
gjarnan kallaður, sagðist vera sam-
mála Finni um að rífa þyrfti upp
einkaflugið á Króknum. Það hefði á
sínum tíma átt góða samleið með
áætlunarfluginu og skapað þó-
nokkra „traffik" á vellinum.
Árni er samtvinnaður sögu áætl-
unarflugs til Sauðárkróks og hóf
ungur störf hjá föður sínum, Val-
garð Blöndal, sem var flugvallar-
stjóri gamla vallarins. Árni sagði
byltingu hafa átt sér stað í aðstöðu
til að taka á móti áætlunarvélum en
ný flugstöð var tekin í notkun árið
1989. Til marks um breytta tima þá
þurfti hann á gamla vellinum að
ganga út með vindmæli og „gá til
veðurs". Vindáttina urðu menn að
segja til um sjálfir en mælirinn gaf
upp styrkinn. Mannshöndin kemur
hvergi nærri þessu í dag.
-bjb
Eina almannatengslastofan utan Reykjavíkur á Króknum:
Skagfirðingar eru opnir og skemmtilegir
- segir Deborah Júlía Robinson frá Suður-Afríku
Líklega er eina alvöru
almennatengslafyrirtækið
utan Reykjavikur rekið á
Sauðárkróki. Þá eru ekki
taldar með auglýsinga-
stofur sem hafa almanna-
tengsl sem hliðargrein.
Fyrirtækið nefnist PR-
stofan og eigandinn er
Deborah Júlía Robinson
frá Suður-Afríku, lærður
almannatengill og kenn-
ari.
Deborah kom frá Flat-
eyri til Sauðárkróks árið
1991 ásamt manni sínum,
Rögnvaldi Guðmunds-
syni, sem tók við stjóm á
fyrirtækinu RKS-
skynjaratækni. Hún byrj-
aði á því að kenna í
Gagnfræðaskólanum og
einnig heima hjá sér með
einkakennslu. Þá tók hún
að sér þýðingar á fimm
bókum fyrir Gísla Páls-
son á Hofi og smátt og
smátt fékk hún fleiri
verkefni sem tengdust
hennar fagi, almanna-
tengslum. Þetta endaði
með því að hún stofnaði
fyrirtækið PR-stofuna fyr-
ir tveimur árum og fékk
aðstöðu í Stjórnsýsluhús-
inu.
Hún er með 15-20 fyrir-
tæki í Skagafirði og víðar
í sinni þjónustu. Eitt af
þeim er Fiskiðjan-Skag-
firðingur en Deborah hef-
ur séð um fréttabréf fyrir
það öfluga útgerðarfyrir-
tæki.
Aðspurð hvemig Skag-
firðingar kæmu henni
fyrir sjónir sagði De-
borah í samtali við DV
að þeir væm opnir og
skemmtilegir en að vísu
mætti skilningur á henn-
ar fagi vera meiri. Að-
eins einn maður á Sauð-
árkróki, Einar Svansson
hjá Fiskiðjunni Skagfirð-
ingi, skildi hennar fag
fullkomlega.
„Við Einar tölum sama
tungumál en aðra þarf ég
að fræða meira um mitt
starf. Alls staðar hef ég
þó mætt jákvæðu hugar-
fari gagnvart faginu,“
sagði Deborah.
-bjb
Deborah Júlía Robinson almannatengill starfar í sumar í móttökunni á Hótel Áningu en aðalvertíð PR-stofunnar er yfir vetrartímann. Hún
segir Skagfirðinga opið og skemmtilegt fólk en aö skilningur á hennar fagi mætti vera meiri.
DV-mynd ÞÖK