Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Side 22
lögreglan ekki á spor hans fyrr en ábending barst um að grunsamlegur maður byggi í einbýlishúsi sem gekk undir nafninu La Voulzie en það var einmitt í útborginni Saint Clou. Þegar tveir rannsóknarlögreglu- menn komu að húsinu stóð við það bíll sem kom heim og saman við lýs- ingu á bílnum sem Lesobre hafði átt. Enginn var þó í húsinu en lög- reglumennirnir biðu uns maður, sem kvaðst heita Karrer, kom að því. Hann bað rólega um að mega sjá skilríki löggæslumannanna. Hann fékk að sjá þau en þegar hann var beðinn um að sýna sín eigin skilríki dró hann upp skammbyssu og skaut íimm skotum að lögreglu- mönnunum. Fyrir mikla heppni særðist aðeins enn þeirra, á upp- handlegg, en hattur annars fauk af. Öðrum þeirra tókst að ná í hamar sem lá rétt hjá og rota árásarmann- inn. „Æfing" Þegar afbrotamaðurinn rankaði við sér var hann spurður að því hvort hann vildi segja nokkuð áður en hann yrði færður á lögreglustöð. Hann hristi þá höfuðið en sagðist myndu leysa frá skjóðunni þegar hann hefði fengið að hvíla sig. „Þið verðið ekki fyrir vonbrigð- um,“ sagði hann. Maðurinn reyndist heita Eugen Weidmann og hann játaði á sig morðin á Couffy, Leblond og Lesobre. En hann nefndi lika nöfn þriggja manna sem hann sagði félaga sína. Einn þeirra hét Roger Million og var hann handtek- inn skömmu síð- ar. Weidmann hafði ekki játað á sig allt enn þá. Hann hélt þvi fram að morðin hefðu verið eins konar æfing fyrir mannrán sem staðið hefði til að fremja. Hefði ætlunin verið að ræna auðmönn- um og halda þeim þar til lausnargjald fengist greitt. Sagðist hann veröa að játa á sig morð á bandarískri stúlku, Jean de Koven, vorið 1937, en hún hefði tengst þessari áætlun. Weidmann sagðist hafa boðið henni heim í húsið í Saint Clou með það í huga að hafa hana þar í haldi. Hann var sagður laglegur, á sinn suðurevrópska máta. Hann var vel máli farinn og töfrandi framkoman heillaði konur. Þá þótti hann ómissandi í hanastélsboðum og á góðgerðarsamkomum og hann dáði móður sína. Engu að síður var hann einn kal- drifjaðasti morðingi í Evrópu og hafði öll helstu einkenni raðmorð- ingja. Hann hét Eugen Weidmann og kom til Parísar árið 1937 eftir að hafa setið í fangelsi í Þýskalandi þar sem sagt var að honum hefði verið geflð að sök að hafa „unnið gegn fasistum". Eftir að hann kom til Parísar hófst morðalda í Frakk- landi og í fyrstu stóð lögreglan uppi ráðalaus. Karlar og konur hurfu. Sumir fundust aldrei, hvorki lifandi né sem lík. Engar vísbendingar komu í ljós og það var sem hvorki væri hægt að greina sérstakt mynst- ur né óyggjandi ástæður til morð- anna fyrr en óvæntur atburður færði rannsóknarlög- reglumönnum það sem þeir höfðu leitað svo mikið að. En þá hófst umfjöllun um manninn sem skráði feril sinn svo skýrum stöf- um á síður af- brotasögunnar í Frakklandi að hans er enn minnst. Einkabílstjóri myrtur Fyrsta fórnardýrið var miðalda einkabílstjóri, Joseph Couffy. Hann fannst við veginn frá París til Or- leans þann 8. september 1937. Hafði hann verið skotinn í hnakkann og bíll hans var horfinn. Ekkja fórnarlambsins sagði lög- reglunni að maður hennar hefði verið fenginn til þess að aka ókunn- um manni nær þvert yfir landið eða að Miðjarðarhafsströndinni. Engin sérstök ástæða fyrir morðinu fannst, ef frá var talið að hugsan- lega gat morðingjanum hafa gengið það til að stela bílnum. En það þótti ekki sérstaklega sennilegt því ætla mátti að þann stuld hefði mátt fremja án þess að viðkomandi gerð- ist sekur um morð. Þá var ljóst að Couffy hafði ekki haft neitt fé að ráði á sér. Eiginkona hans sagði að hann hefði komist að samkomulagi við farþegann um að fá greitt einu sinni á dag svo hann ætti ætíð fyrir bensíni, mat og gist- ingu. Auglýsingin banvæna Næsta morðið uppgötvaðist 17. október í Neuilly. Kyrrstæður bíll með fullum ljósum um miðja nótt vakti athygli í íbúðahverfi. Lögregl- unni var gert aðvart og aftan við bílinn fann hún Roger Leblond leik- stjóra. Daginn fyrir morðið hafði hann átt stefnumót við ónefndan mann sem hafði svarað auglýsingu Leblonds sem var að leita að fjár- sterkum manni sem vildi leggja fé í uppsetningu leikrits. Leblond hafði verið skotinn í hnakkann og úr vös- um hans hafði nokkrum frönkum verið stolið. Þremur dögum síðar hvarf fast- eignasalinn Raymond Lesobre í einu úthverfa Parísar, Saint Clou. Það síðasta sem um hann var vitað var að hann fór til fundar við ónefndan mann sem hafði lýst áhuga sínum á að kaupa fasteign. Af viðskiptunum varð ekki því Lesobre fannst myrtur í kjallara- tröppum hússins sem hann hafði skrifstofu sína í. Veski hans var horfið en í því höfðu þó aðeins ver- ið fáeinir frankar. Mynstrið skýrist Eftir þriðja morðið varð rannsóknarlögreglunni ljóst að sami maðurinn myndi hafa verið að verki í öll skipt- in. Einnig var ljóst að hann gekk undir ýmsum nöfnum. Nokkur vitni höfðu fundist, fólk sem hafði séð til manns- ins með fómar- lömbum 4 |eiö tM aftökunnar. hans, og bar þeim saman um að hann hefði ýmst talað þýsku eða ensku. Hann var sagður bjóða af sér góðan þokka. Á þessum tíma vom ekki ýkja margir í París sem svöruðu til þeirrar lýsingar sem nú lá fyrir á þeim manni sem grunaður var um morðin þrjú. Engu að síður komst LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 JLlV Fórnarlömbin sex. Að ofan frá vinstri: Roger Leblond, Raymond Lesobre, Jean de Koven, Jeanine Keller, Joseph Couffy og Fritz Frommer. Eugen Weidmann á leiö á lögreglustöð með áverkann eftir hamarinn, En þegar hún hefði farið að berjast um til að reyna að komast undan hefði hann kyrkt hana og grafið lík- ið í garðinum fyrir framan húsið. Hefðu félagar hans ekkert vitað um þetta morð því þeir hefðu ekki ver- ið í borginni þegar hann framdi það. Enn fleiri morð Næst játaði Weidmann að hafa skotið fyrrverandi félaga sinn, Fritz Frommer, því hann hefði grunað hann um að vera útsendaa lögregl- unnar. Lík Frommers fannst í garð- inum bak við húsið í Saint Clou. Sjötta fónarlambið var þjónustu- stúlka, Jeanine Keller. Weidmann sagðist hafa framið þetta morð eftir skyndilega hugdettu. Hann hefði lokkað hana með sér með loforði um að koma henni í starf hjá ríkri fjölskyldu í Argentínu. Stúlkan hefði trúað sér og farið með sér út í skóg í Fontainbleau. Það hefði verið í september 1937, nokkru áður en Couffy fannst myrtur. Weidmann fékk Jeanine til að skoða gryfju sem ræningjar höfðu notað forðum daga þegar þeir veittu ferðamönnum fyrirsát. Þar sagðist hann hafa skotið hana í hnakkann, en síðan grafið líkið í gryfjunni. Hvorugri konunni hafði verið misboðið kynferðislega. Weidmann var fenginn til að sýna lögreglunni gryfjuna, og þá settist hann á stein og fór að gráta. Þegar hann var spurður að því hvort hann sæi eftir að hafa framið afbrotin svaraði hann um hæl: „Auðvitað ekki. Ég var bara að hugsa um hana mömmu.“ Aftakan Eugen Weidmann var dæmdur til dauða og skyldi ljúka ævinni undir fallöxinni. Þann 18. maí 1939 rann aftökudagurinn upp. Hinn dæmdi var færður úr klefa sínum í Saint Pierre fangelsinu og að venju skyldi aftakan fara fram opinber- lega. Fjöldi fólks kom til að verða vitni að henni. Margir voru þó óstyrkir og fengu sér bjór eða vín til að styrkja taugarnar áður en höfuð- ið skyldi skilið fá búk Weidmanns. Þegar sá dauðadæmdi var loks leiddur fram af tveimur mönnum var hann rjóður í framan en honum haföi verið gefið romm til að róa sig. Böðullinn var hins vegar óvan- ur og hafði ekki gengið rétt frá fal- löxinni. Stöðvaðist hún þvi nokkrum sinnum í miðju fallinu. Varð fangavörður að halda í eyru Weidmanns meðan aftökutækið var lagfært. Það má þó segja Weidmann til hróss að á þessari erfiðu stundu sýndi hann engin viðbrigði við nið- urlægingarópum áhorfenda. Loks tókst að hálshöggva hinn dæmda og þusti þá að fólk til að þurrka upp blóð úr honum með vasaklútum sínum. Afnám opinberra aftaka Þegar Daladier Frakklandsforseti sá myndir af aftökunni i blöðunum daginn eftir varð honum svo mjög brugöið að hann sagðist myndu beita sér fyrir lagabreytingu svo op- inberar aftökur yrðu ekki fleiri. Viku síðar náði hún fram að ganga. Fallöxinni var hins vegar beitt í rúma Qóra ártugi enn en síðast var hún notuð 1981. Eugen Weidmann varð sá síðasti sem tekinn var af lífi í fallöxinni fyrir síðari heimsstyrjöldina. Þótt hann hafi játað á sig þau morð sem að ofan segir frá hefur verið talið að hann kunni að hafa gerst sekur um fleiri morð. Eftir styrjöldina vakn- aði á ný áhugi á máli hans en þá hafði um skeið verið á kreiki orðrómur um að hann hefði ekki að- eins verið afbrotamaður heldur einnig gengið erinda nasista. Aldrei varð þó neitt úr frekari rannsókn því ljóst varð að eftir að þýski herinn hertók París 1940 tók Gestapo öll skjöl um hann til sín og hafa þau ekki fundist síðan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.