Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 23
23 Er húsið með fiötu þaki? Þú gerir það vatnshelt með einni yfirferð af ROOF KOTE. Efniðsem limist við næstum öll þakefni, t.d. tjöru og asfalt. Auðvelt í notkun og endist 10 sinnum lengur en tjara og asfalt. Taktu á málinu og kynntu þér möguleikana á viðgerð- um með ROOF KOTE, TUFF KOTE og TUFFGLASS viðgerðarefnun- um. Efnin voru þróuð 1954 og hafa staðist tímans raun. Heildsala: G.K. Vilhjálmsson Smyrlahrauni 60 - S. 565 1297 Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var einu sinni spurð að því hvers vegna frægðarferill hennar hefði hafist svo seint á lífsleiðinni. „Ég var snemma með réttu hugmyndirnar í kollinum en ég var ekki með réttu röddina," á forsætisráðherrann að hafa svarað, að því er greint er frá í þýska tímaritinu Ftir Sie. Rödd Thatcher var áður skræk og skjálfandi. Hún fór í raddþjálfun og þá varð breyting á. Eftir þjálfunina gat hún ekki aðeins flutt kjarnmikl- ar ræður með ákveðinni rödd held- ur einnig veitt viðtöl með svo hlýj- um og tilfinningaríkum raddblæ að fréttamenn gleymdu að spyrja gagn- rýninna spurninga. í endurminningum sínum segir Margaret djúpa öndun skipta máli. „Hjá stjórnmálamönnum verður röddin að koma frá öllum líkaman- um til þess að menn skynji að við- komandi standi við það sem hann segir.“ En þetta á ekki bara við um stjórnmálamenn. Hljómmikil rödd er miklu meira sannfærandi en rödd sem hljómar eins og hún sé brotin eða kreist upp úr barkanum. Andvarp Madonnu Söngkonan Madonna hefur lýst því yfir að hún hafi verið óþreytt við að leita eftir sérstökum kyn- Madonna hefur komið sér upp sér- stökum kynþokkafulium raddblæ. Eftir að hafa farið í raddþjálfun gat Margaret Thatcher farið að láta til sín taka. þokkafullum raddblæ. Hún fann loks það sem hún leitaði að: and- varp. „Poppsöngkona verður að hafa dillandi mýkt uppgjafar í rödd sinni.“ Greinarhöfundur í þýska tímarit- inu leggur til að konur æfi sig í tvenns konar raddblæ, raddblæ Margaretar Thatcher og Madonnu. Allar aðrar tónhæðir séu þar á milli og þróist af sjálfu sér þegar hinar tvær eru þjálfaðar. Hér á eftir fylgja leiðbeiningar tímaritsins sem vitn- ar í ráðleggingar talþjálfa: Kynþokkafull rödd Góð æfing fyrir spennta rödd er að liggja á bakinu og andvarpa í hvert skipti sem maður andar frá sér. Fullyrt er að hlýja komi í rödd- ina með því að ímynda sér að mað- ur sé að borða uppáhaldsréttinn og gefi frá sér ánægjuhljóð í leiðinni. Þekkt ráð er að hlæja í síma. Það er sagt gera röddina vingjarnlegri. Talþjálfar vara þó við þvinguðum hlátri. Betra er að ímynda sér að maður sé að tala af hjartans ein- lægni og ekki bara 1 síma. Það vek- ur sjálfstraust og röddin verður hlýrri. Ákveðin rödd Þegar við höldum að við séum ekki nógu sterk verður röddin óstyrk. Gott ráð við þvi er að ganga um gólf og láta streituna líða burt. Hinn frægi forstjóri, Lee Iacocca, ráðleggur mönnum að standa þegar þeir þurfa að tala um mikilvæg mál- efni í síma. Áður en farið er til samningavið- ræðna eða haldin er hátíðarræða er ágætt að tala upphátt við sjálfan sig heima. Ef aðstæður leyfa það ekki er hægt að raula lágt. Gott er að drekka heitt vatn. Það er í raun smyrsl fyrir raddböndin og vinnur gegn streitu. Þeir sem eru með hljómmikla rödd anda djúpt. Geispi er góð æf- ing. Og þegar forstjórinn heldur „ræðu“ er gott að rúlla tungunni eft- ir gómnum á meðan maður hlustar, anda síðan djúpt - og rödd manns verður ákveðnari þegar maður svar- ar. Hægt að læra af börnum Frægur þýskur talþjálfi segir að hjá litlum bömum sé líkami, sál og rödd ein heild. Hljóðin sem þau búa til við leik eru til eftirbreytni þegar æfa á röddina. Talþjálfar taka hins vegar fé fyrir að láta fullorðna gera hið sama. VAKA-HELCAFELL » Lifandi útgáfa - í 15 ár » mdí Gei BOKASUMAR ZuricH Brottför aðfaranótt laugardaga Síðasta heimflug 24. ágúst ^®iin kr. Frankfurt Brottförá laugardögum Síðasta heimflug31. ágúst 24.750 kr. Berlín Brottförá laugardögum Síðasta heimflug 31. ágúst 24.330 kr. Köln Brottför aðfaranótt laugardaga Síðasta heimflug 31. ágúst .370 kr. Munchen Brottför á sunnudögum Síðasta heimflug 1. sept. *Innifalið: Flug, innritunargjald ogflugvallarskattar. Bamaafsláttur 5.000 kr„ bömyngri en 2 árafáfrítt. ATLAS-korthafar, munið 4.000 kr. ferðaávísunina! London Brottförá þriðjudagskvöldum Síðasta heimflug 20. sept. & FLUGFEL4GIÐ AliAHW /f-yzríföí ■jyu't' -jþip ■ Ssmi/lnniilepíipLaiiisfii Reykjavflc: Austurstræti 12 • S. 5691010 • Símbréf 552 7796 og 5691095 Telex 2241 • Innanlandsferðir S. 569 1070 Hótel Sðgu viö Hagatorg • S. 562 2277 • Slmbréf 562 2460 Hafnarfjörður: Bæjarhrauni 14 • S. 5651155 • Slmbréf 565 5355 QATLAS P Keflawfk: Hafnargðtu 35 • S. 421 3400 • Slmbréf 421 3490 Akranes: Brelðargötu 1 • S. 431 3386 • Slmbréf 431 1195 EUPOCARO Akureyrl: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Slmbréf 461 1035 Vestmannaey|ar Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Slmbréf 481 2792 Einnig umboðsmenn um iand allt Flogið vikulega í breiðþotu:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.