Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Page 27
LAUGARDAGUR 27. JULI1996 27 Björk á sviði í kjól íslensks hönnuðar Rafstöð og rafsuda • Yanmar dísilvél m/rafstarti • 3 fasa 4,5 KVA - 6,8 A • 1 fasa 3,5 KVA - 15,9 A • 180 Asuða Verð kr. 320.000 anvsk. Björg Ingadóttir, hönnuður í Spaksmannsspjörum, varð óvenju hrifin þegar hún sá mynd af Björk í DV núna í vikunni. Söngkonan var á sviði í Sviss og klæddist kjól sem Björg hannaði og saumaði. „Þetta var alveg æðislegt. Ég er einlægur aðdáandi Bjarkar og þess vegna var þetta enn stórkostlegra. Ég var auövitað að vonast til að hún myndi nota kjólinn og koma fram í honum opinberlega einhvers stað- ar,“ segir Björg. Forsaga málsins er sú að vinkona Bjarkar var á leið í heimsókn til hennar og kom áður við í verslun Bjargar. „Ég var að vinna í þessum módelum og sá fyrir mér að þetta væri ekta kjóll fyrir Björk. Ég ákvað að gefa henni svona kjól og valdi lit sem ég vissi að væri flottur á hana. Mig grunaði nú ekki að hún væri orðin ljóshærð en hann er engu að síður mjög flottur á henni. Hún hefur líka verið mikið í ljósum litum. Björk opnaði pakkann á með- an vinkonan var hjá henni og var mjög ánægð með kjólinn. Svo var maður að vonast til að hún myndi nota hann og kæmi einhvers staðar fram opinberlega í honum. Björk hefur ekkert komið í búðina mína. Hún hefur náttúrlega engan tíma til þess. Vonandi á hún bara eftir að gera það.“ Kjóílinn unninn úr gömlum lager Kjóllinn frægi er úr angóraull og fóðursilki og er hvítur og grár. „Það sem er líka svolítið skemmtilegt við þetta er að kjóllinn er unninn úr gömlum lager Fínullarverksmiðj- unnar sem ég hef verið að endur- nýta. Út frá pilsinu kemur risa- hanki á hliðinni sem maður vefur um sig og setur yfír öxlina eins og tösku. Kjóllinn hangir í raun á öxl- inni á henni og vefst utan um hana. Mér finnst það í raun bráðfyndið að þarna var kominn bolur á svið í Sviss sem búið var að afskrifa sem Sparifatnaöur á börn sem Björg hefur hannaö. Björk á tónleikum í Sviss í kjóinum sem Björg hannaöi og gaf henni. Símamynd Reuter lager á íslandi." Björg lærði fatahönnun í Kaup- mannahöfn og rekur verslunina Spaksmannsspjarir ásamt Valgeröi Torfadóttur hönnuði. Síðasta hálfa árið hefur Björg einnig hannað útivistarfatnað hjá Max. Björg og Valgerður hafa rekið Spaksmannsspjarir í rúm þrjú ár. „Þetta gengur alltaf betur og betur. Við höfum fullt af skemmtilegum viðskiptavinum og fáum margar fyrirspurnir erlendis frá sem við höfum ekki getað sinnt. Ferðamenn, sem koma hingað, hafa tekið með sér bæklinga frá okkur út og svo höfum við tekið þátt í sýningum bæði i Noregi og Þýskalandi. Við erum bara tvær og höfum ekki get- að annað eftirspurn erlendis frá. Helst þyrftum við að komast í út- flutning því íslendingar eru fáir og við erum alltaf að selja sama fólk- inu,“ segir Björg. Lista- og viðskiptakonur Það eru helst listakonur og kon- ur í viðskiptalífinu og í ábyrgðar- stöðum sem láta hanna á sig fót hjá Björgu og Valgerði. „Þeim fjölgar alltaf útivinnandi konunum sem þurfa að vera finar upp á hvem dag og vilja láta taka eftir sér. Margar þurfa að fara oft á ráðstefnur er- lendis og þykir þá gaman að vera í íslenskum fatnaði. Við viljum gjam- an vera með viðskiptavini á sem flestum aldri. Stærsti hópurinn er sennilega á aldrinum 30 til 50 ára,“ greinir Björg frá. Hún segir þær ekki hafa fengið nein laun í raun í upphafi. En núna er að verða breyting á. Auk þess að hanna á fullorðna er Björg að búa til eins konar þjóðbún- inga á stelpur og stráka. „Þetta er alveg nýtt. Ég hugsaði með mér að þetta væri ágætis spariklæðnaður í staðinn fyrir matrósaföt og hentar bæði að sumri og um jól. Sem hönn- uður á íslandi þarf maður að vera með puttana í öllu. Það þýðir ekki að sérhæfa sig í einhverju eins og títt er erlendis. Þar einbeita sumir hönnuðir sér bara aö yfirhöfnum, svo eitthvað sé nefnt.“ -IBS I GabrTeíð Björg Ingadóttir hönnuöur meö angorabol og fóðursilki eins og kjóll Bjarkar er saumaöur úr. DV-mynd GS naust Sími 562 2262 Borgartúni 26, Reykjavík Bíldshöfða 14, Reykjavík Skeifunni 5, Reykjavík Bæjarhrauni 6, Hafnarfiröi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.