Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Page 32
mmMsm
40
unglingaspjall
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 13'"Vr
Hártíska unglinganna:
Skærir hárlitir
og stuttar
klippingar
„Þaö er eiginlega allt í tísku, bara
það sem hver og einn vill. Það sem
þó e.t.v. einkennir unglingana í dag
eru fríkaðir, sterkir hárlitir, svona
svolítið ýktir,“ sagði Heiöur Óttars-
dóttir, eigandi Hár-Expo á Lauga-
veginum. Hún sagði skærrauða,
bláa, ijólubláa og gula liti mest áber-
andi.
Hártíska unglinganna í dag ber
að sögn Heiðar dálítinn keim af 7.
áratugnum en hún er sambland af
pönki, diskói og öllu mögulegu.
„Stelpurnar fara sérstaklega út í
pönkið en þar er mikið um stuttar
klippingar sem eru e.t.v. með mis-
munandi lengdum í. Algengt er að
vera t.d. með lengri topp, svona
Twiggy-stíl með pönk útfærslu,"
sagði Heiður.
Strákarnir hrifnir af Blur
Heiður sagði stelpurnar einnig
gera meira af því að heillita hárið
þó það færðist í vöxt að strákamir
gerðu slíkt hið sama. „Strákarnir
eru voðalega hrifnir af útliti strák-
anna í Blur og Oasis en hárið á
þeim er klippt í bítlastíl sem færður
hefur verið í örlítið nútímalegra
horf,“ sagði Heiður. Aðspurð sagði
hún jafnframt að alltaf væri eitt-
hvað um strípur og styttur. „Stytt-
umar hafa verið mikið í tísku hjá
fullorðna fólkinu en unglingarnir
vilja gjarnan vera öðruvísi. Reynd-
ar fylgir hártískan mjög oft fatat-
ísku hvers tíma.“
-ingo
Stuttar klippingar með mismunandi lengdum í, t.d. síöum toppi, eru vinsæl-
ar hjá unglingunum í dag.
Bretland:
Vélknúin hlaupahjól nýjasta æðið
hin hliðin
Cicciolina er fallegust
- segir Úlfur Eldjárn
„Mér fmnst þetta einstaklega
skemmtilegt,“ segir Úlfur Eldjárn
um undirleik sinn og þriggja ann-
arra meðlima hljómsveitarinnar
Canada hjá Skara skrípó í Loft-
kastalanum þessa dagana.
Hljómsveitin Kósý, sem Úlfur er
einnig í, tók sér frí eftir að hafa
gefið út plötu um jólin. Síðast-
liðið vor tók Úlfur stúdents-
próf og er nú við verslunar-
störf hjá Máli og menn-
ingu. Hann kveðst ekki
tilbúinn að gefa út yfirlýs-
ingu um hvað hann ætli
að gera í vetur.
Fullt nafn: Úlfur Eldjárn.
Fæðingardagur og ár: 3.
september 1976.
Kærasta: Sigrún Ólafs-
dóttir.
Börn: Engin.
Bifreið: Engin.
Starf: Verslunarmaður og tón-
listarmaður.
Laun: Góð og blessuð.
Áhugamál: Útivera og gleðistund-
ir.
Hefur þú unnið í happdrætti
eða lottói? Nei.
Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera? Að hitta gamla vini eftir
að hafa ekki séð þá í langan tíma.
Hvað fmnst þér leiðinlegast að
gera? Að vera aögerðalaus.
Uppáhaldsmatur: íslensk
lambasteik.
Uppáhaldsdrykkur: Camp-
ari.
Hvaða íþrótta-
maöur stendur
fremstur í dag?
Magnús Schev-
ing.
Uppáhaldstíma-
rit: Séð og heyrt.
Hver er falleg-
sónu langar þig mest að hitta?
Sergej Gainsbourg.
Uppáhaldsleikari: Guðrún Ás-
mundsdóttir.
Uppáhaldsleikkona: Sjá ofan.
Uppáhaldssöngvari: Raggi
Bjarna.
Uppáhaldsstj ómmálamaður:
Jón Baldvin Hannibalsson.
Uppáhaldsteiknimyndaper-
sóna: Droopy.
Uppáhaldssjónvarpsefni:
Fréttir en ég geri ekki upp á
milli stöðvanna.
Uppáhaldsmatsölustaður:
Homið.
Hvaða bók langar þig mest
að lesa? The Godfather.
Hver útvarpsrásanna
finnst þér best? Rás 1 og
Aðalstöðin á kvöldin.
Uppáhaldsútvarpsmaður:
Þeir era allir i uppáhaldi
hjá mér.
Hvaða sjónvarpsstöð horf-
ir þú mest á? Ríkissjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður:
Ómar Ragnarsson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Bíó-
barinn.
Uppáhaldsfélag í íþrótt-
um: KR.
Stefnir þú að ein-
hverju sérstöku í
framtíðinni?
Ég stefni að
einhverju sér-
stöku en ég
veit ekki að
hverju.
Hvað ætlar þú
að gera í sum-
arfríinu? Ég
fer ekkí i sum-
arfrí.
asta kona sem þú hefur séð fyr-
ir utah kærustuna? Cicciolina.
Ertu hlynntur eða andvfgur rík-
isstjóminni? Frekar hlynntur.
Hvaða
per-
- Björk meðal frægra eigenda
Nýjasta æðið á götum Lundúna-
borgar era vélknúin hjól, sem líta
út eins og hlaupahjól, og meðai eig-
enda slíkra farartækja eru söngkon-
an Björk, Noel Gallagher í Oasis og
Bob Geldof, að því er breska blaðið
Sunday Express greinir frá. Hlaupa-
hjólin hafa einnig sést á nýjustu
myndböndum hljómsveitanna Oce-
an Colour Scene og Underworld.
Lögreglumenn í Japan ferðast um
á vélknúnum hlaupahjólum en í
Bretlandi eru ökumenn þeirra
stöðvaðir af lögreglunni. Þar er lög-
reglan á þeirri skoðun að menn eigi
ekki að vera á strætum úti á slíkum
fararskjótum sem kosta frá 50 þús-
undum íslenskra króna og upp í 100
þúsund.
Yfirvöld vita heldur ekki hvaða
lög ná yfir hlaupahjólin og trygg-
ingafélög vilja ekki tryggja þau.
Hjólin ganga fyrir blöndu af bens-
íni og olíu. Hægt er að fella þau
saman þannig að þau komast fyrir í
bakpoka.
Breskir lögreglumenn eru ekki Meira aö segja upparnir hafa fengið
hrifnir af því aö ekiö sé um stræti og sér hlaupahjól.
torg á vélknúnum hlaupahjólum.
Meg sýnir
kroppinn
Leikaraparið Meg Ryan og Denn-
is Quaid tóku sig vel út er þau
mættu til frumsýningar kvikmynd-
arinnar „Courage under Fire“ í
Hollywood fyrir skömmu.
í myndinni fer Meg með annað
aðalhlutverkið á móti Denzel Was-
hington og þykir hafa skilað hlut-
verki sínu nokkuð vel. Við framsýn-
inguna var Meg í þröngum síðum
kjól með hlébarðaáferð sem faldi
ekkert, enda hefur hún ekkert að
fela.