Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 32
mmMsm 40 unglingaspjall LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 13'"Vr Hártíska unglinganna: Skærir hárlitir og stuttar klippingar „Þaö er eiginlega allt í tísku, bara það sem hver og einn vill. Það sem þó e.t.v. einkennir unglingana í dag eru fríkaðir, sterkir hárlitir, svona svolítið ýktir,“ sagði Heiöur Óttars- dóttir, eigandi Hár-Expo á Lauga- veginum. Hún sagði skærrauða, bláa, ijólubláa og gula liti mest áber- andi. Hártíska unglinganna í dag ber að sögn Heiðar dálítinn keim af 7. áratugnum en hún er sambland af pönki, diskói og öllu mögulegu. „Stelpurnar fara sérstaklega út í pönkið en þar er mikið um stuttar klippingar sem eru e.t.v. með mis- munandi lengdum í. Algengt er að vera t.d. með lengri topp, svona Twiggy-stíl með pönk útfærslu," sagði Heiður. Strákarnir hrifnir af Blur Heiður sagði stelpurnar einnig gera meira af því að heillita hárið þó það færðist í vöxt að strákamir gerðu slíkt hið sama. „Strákarnir eru voðalega hrifnir af útliti strák- anna í Blur og Oasis en hárið á þeim er klippt í bítlastíl sem færður hefur verið í örlítið nútímalegra horf,“ sagði Heiður. Aðspurð sagði hún jafnframt að alltaf væri eitt- hvað um strípur og styttur. „Stytt- umar hafa verið mikið í tísku hjá fullorðna fólkinu en unglingarnir vilja gjarnan vera öðruvísi. Reynd- ar fylgir hártískan mjög oft fatat- ísku hvers tíma.“ -ingo Stuttar klippingar með mismunandi lengdum í, t.d. síöum toppi, eru vinsæl- ar hjá unglingunum í dag. Bretland: Vélknúin hlaupahjól nýjasta æðið hin hliðin Cicciolina er fallegust - segir Úlfur Eldjárn „Mér fmnst þetta einstaklega skemmtilegt,“ segir Úlfur Eldjárn um undirleik sinn og þriggja ann- arra meðlima hljómsveitarinnar Canada hjá Skara skrípó í Loft- kastalanum þessa dagana. Hljómsveitin Kósý, sem Úlfur er einnig í, tók sér frí eftir að hafa gefið út plötu um jólin. Síðast- liðið vor tók Úlfur stúdents- próf og er nú við verslunar- störf hjá Máli og menn- ingu. Hann kveðst ekki tilbúinn að gefa út yfirlýs- ingu um hvað hann ætli að gera í vetur. Fullt nafn: Úlfur Eldjárn. Fæðingardagur og ár: 3. september 1976. Kærasta: Sigrún Ólafs- dóttir. Börn: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Verslunarmaður og tón- listarmaður. Laun: Góð og blessuð. Áhugamál: Útivera og gleðistund- ir. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að hitta gamla vini eftir að hafa ekki séð þá í langan tíma. Hvað fmnst þér leiðinlegast að gera? Að vera aögerðalaus. Uppáhaldsmatur: íslensk lambasteik. Uppáhaldsdrykkur: Camp- ari. Hvaða íþrótta- maöur stendur fremstur í dag? Magnús Schev- ing. Uppáhaldstíma- rit: Séð og heyrt. Hver er falleg- sónu langar þig mest að hitta? Sergej Gainsbourg. Uppáhaldsleikari: Guðrún Ás- mundsdóttir. Uppáhaldsleikkona: Sjá ofan. Uppáhaldssöngvari: Raggi Bjarna. Uppáhaldsstj ómmálamaður: Jón Baldvin Hannibalsson. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Droopy. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir en ég geri ekki upp á milli stöðvanna. Uppáhaldsmatsölustaður: Homið. Hvaða bók langar þig mest að lesa? The Godfather. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 1 og Aðalstöðin á kvöldin. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þeir era allir i uppáhaldi hjá mér. Hvaða sjónvarpsstöð horf- ir þú mest á? Ríkissjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ómar Ragnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Bíó- barinn. Uppáhaldsfélag í íþrótt- um: KR. Stefnir þú að ein- hverju sérstöku í framtíðinni? Ég stefni að einhverju sér- stöku en ég veit ekki að hverju. Hvað ætlar þú að gera í sum- arfríinu? Ég fer ekkí i sum- arfrí. asta kona sem þú hefur séð fyr- ir utah kærustuna? Cicciolina. Ertu hlynntur eða andvfgur rík- isstjóminni? Frekar hlynntur. Hvaða per- - Björk meðal frægra eigenda Nýjasta æðið á götum Lundúna- borgar era vélknúin hjól, sem líta út eins og hlaupahjól, og meðai eig- enda slíkra farartækja eru söngkon- an Björk, Noel Gallagher í Oasis og Bob Geldof, að því er breska blaðið Sunday Express greinir frá. Hlaupa- hjólin hafa einnig sést á nýjustu myndböndum hljómsveitanna Oce- an Colour Scene og Underworld. Lögreglumenn í Japan ferðast um á vélknúnum hlaupahjólum en í Bretlandi eru ökumenn þeirra stöðvaðir af lögreglunni. Þar er lög- reglan á þeirri skoðun að menn eigi ekki að vera á strætum úti á slíkum fararskjótum sem kosta frá 50 þús- undum íslenskra króna og upp í 100 þúsund. Yfirvöld vita heldur ekki hvaða lög ná yfir hlaupahjólin og trygg- ingafélög vilja ekki tryggja þau. Hjólin ganga fyrir blöndu af bens- íni og olíu. Hægt er að fella þau saman þannig að þau komast fyrir í bakpoka. Breskir lögreglumenn eru ekki Meira aö segja upparnir hafa fengið hrifnir af því aö ekiö sé um stræti og sér hlaupahjól. torg á vélknúnum hlaupahjólum. Meg sýnir kroppinn Leikaraparið Meg Ryan og Denn- is Quaid tóku sig vel út er þau mættu til frumsýningar kvikmynd- arinnar „Courage under Fire“ í Hollywood fyrir skömmu. í myndinni fer Meg með annað aðalhlutverkið á móti Denzel Was- hington og þykir hafa skilað hlut- verki sínu nokkuð vel. Við framsýn- inguna var Meg í þröngum síðum kjól með hlébarðaáferð sem faldi ekkert, enda hefur hún ekkert að fela.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.