Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Page 33
LAUGARDAGUR 27. JULI 1996 trimm £4 K? mJ'' Púttkeppni, þar sem heimilisfólk á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfiröi og Grund í Reykjavík og Ási í Hverageröi leiddi saman hesta sína, fór fram fyr- ir nokkru eins og viö sögöum frá hér á trimmsíöunni. Hér birtum viö myntf af sigursveit Hrafnistu. F.v. Salvör Á. Siguröardóttir, Eyjólfur Júlíusson, Víglundur Kristinsson og Sturla Pétursson. Sá síöastnefndi var auk þess meö lægstan höggafjölda allra keppenda. VOLVO S40 D AG A R TIL STEFNU - stattu þig! Styrktaraðili Reykjavíkurmaraþons | Sjálfboðaliðar við Reykjavíkur maraþon Nú nálgast að fjölmennasta einstaka keppni í almennings- ;i íþróttum, Reykjavíkur mara- þon, fari fram en það verður 18. ágúst nk. Slík keppni verður | ekki haldin án aðstoðar fjölda sjálfboðaliða. Þeir sem áhuga hafa á að leggja málinu lið og aðstoða eru beðnir að hafa sam- j band við skrifstofú Reykjavíkur maraþons í síma 588 3399. ••• fram uitdan ••• SRI Chinmoy hefst 8. ; ágúst kl. 20 við Ráðhús Reykjavíkur. Vegalengd er 5 km. Verðlaun fyrir fyrstu í mark. Upplýsingar Sri Chinmoy- maraþonliðið í síma 553 9282. Jöklahlaup USÚ verð ur 10. ágúst nk. og hefst kl. 11 á Höfn í Hornafirði. Vegalegndir eru 3 og ,10 i km. Upplýsingar hjá As- mundi Gíslasyni í síma 478 1550. ....................... Hreyfing og útivist fólks fer vaxandi um allt land og þá ekki síöur á Akranesi en annars staöar. KKK-trimmhópurinn á Skaganum var stofnaður 1992 í tilefni 50 ára afmælis kaupstaöarins. Káin þrjú stóöu upphafiega fyrir Kátu kerling- arnar og karlarnir, þó svo eitthvaö sé fátt um þá síðarnefndu - í þaö minnsta veröur ekki komið auga á þá á mynd- inni. í byrjun studdi bæjarfélagiö viö starfið en síöan hefur þaö þróast í umsjá félaga og góöra leiöbeinenda. I byrj- un var þaö Kristinn Reimarsson íþróttakennari en Hallveig Skúladóttir sér nú um þjálfun og leiöbeiningar. Æft er þrisvar í viku, mánudaga, miövikudaga og föstudaga, kl. 18.30. Byrjaö er á upphitun. Síöan er gengiö og skokkaö eftir áhuga og getu hvers og eins og aö lokum er teygt og togaö í íþróttahúsi. DV-mynd Valdís Hrafn, Loki og Skuggi: Ganga daglega sjö til átta kílómetra - ferðirnar með hundana orðnar jafn nauðsynlegar og matur og svefn Að vera með hund á heimilinu þýðir að hvem einasta dag ársins verðum við að fara með hann í gönguferð og það tvisvar á dag, sagði Hrafn Sigurðsson í viðtali við DV, en hann er einn þeirra mörgu borgarbúa sem hafa hunda á heim- ili sínu og það tvo. „Ég gæti trúað að daglega gengjum við, ég og Skuggi og Loki, eina sex til sjö kíló- metra. Síðan fórum við gjaman eitt- hvað út fyrir bæinn um helgar og þá er gengið lengra. „Mín hreyfmg og útivist tengist að mestu hundunum," segir Hrafn en auk þess stundaði hann badmint- on tvisvar í viku um árabil með fé- lögum sínum. Skuggi, sem er f]ög- urra ára, og Loki, þriggja ára, eru af labradorkyni, sérstaklega geðgóðir og meðfærilegir í þéttbýli. Hreyfing- arþörf þeirra er hæfileg fyrir fólk sem vill halda útivist sinni í hófi en reglulegri. „Agi og reglusemi er einmitt það sem nauðsynlegt er ef halda á hunda,“ segir Hrafn. „Einu gildir hvort rignir, hríðar, vindurinn næðir eða allt er teppt af snjó, hund- arnir vilja út og verða að komast. Þeir kunna reyndar best við sig í kafsnjó og eru aldrei glaðari en þá. Reyndar er góða skapið einkenni labradora." - En hvað fær eigandinn út úr þessu hundastandi sem stendur virka daga sem helga og aldrei frí? „Við hjónin erum bæði töluvert göngufólk," segir Hrafn. „Konan mín, Guðrún Hannesdóttir, gengur mikið þó svo göngurnar með hund- ana komi aðallega i minn hlut. Gild- ir þá einu hvort við erum hér í borginni eða í sumarbústað fjöl- skyldunnar. Þessar ferðir eru orðn- ar mér jafnmikil dagleg nauðsyn og matur og svefn. Vegna þess að bæði ég, Loki og Skuggi erum vanafastir fórum við oft um sömu slóðir og það er skemmtilegt að skoða síbreytileg- ar myndir sömu staðanna, hvort heldur er í þéttbýlinu eöa austur á Þingvöllum. Auðvitað verður að hafa vara á sér á götunum því margt vekur forvitni hundanna og vissara að vera við öllu búinn ef til dæmis köttur birtist." Reykjavíkur maraþon 18. ágúst: Hlauparinn með fallegasta hlaupastílinn hleypur ekki endilega hraðast Hlaupastíll manna er misjafn líkt og göngulag fólks. Allir hafa sinn hlaupastíl og það getur verið mjög erfitt að breyta honum. Hlauparinn með fallegasta hlaupastílinn hleyp- ur ekki endilega hraðast. I sjálfu sér er ekki ráðlegt að vera um of upp- tekinn af hlaupastíl sínum. Hlaupa- stíllinn lýtur að mestu leyti náttúru- og erfðalögmálum. Jafnframt lagast hlaupastíllinn af sjálfu sér með tím- anum. Menn skyldu varast að reyna að breyta skreflengd sinni. Þú átt að hlaupa með þeirri skreflengd sem þér finnst þægilegast og eðlilegast Umsjón Ólafur Geirsson að nota. Það eru samt nokkur atriði sem vert er að hafa til eftirbreytni þegar við skokkum. Þegar við skokkum ættum við að hafa hnefa lauskreppta og olnbogar mega sveiflast aðeins inn á við. Gott er að hafa litlar handahreyfingar á skokkhraða. Höfuð á að vera stöðugt og við eigum að lenda á hæl og fráspyrna á að koma frá tábergi. Axlir eiga að vera afslappaðar. 8. vika. 28/7 -3/8, / .... _rJ J j:J JJjJ /jJjJ 10 km 21 km 42 km Sunnudogur 14 km ról. 24 km ról. 32 km ról. Mónudagur Hvíld Hvild Hvíld Þriðjudagur 8 km (Hraðaleikur) 12 km (Hroðoleikur) 12 km (Hraðaleikur) Fyrsl 2 km ról. og siíon Fyrsl 2 km ról. og síðon Fyrst 2 km ról. og síðan 2 mín hrolt og 1 min hægt 4 min hrctt og 2 mín heeg 4 min hrott og 2 min hægt lil skiplé. Samtols 6x2x)=)8 min. lil skiplis. Samtals 5x4x2=30 Ttin. til skiplis. Somlols 5x4x2=30 mir Að lokum 2 km rólego. Að lokum 3 km ról. Að lokum 3 km ról. Miðvikudagur lOkmról. 15 km ról. 18 km ról. Rmmtudagur 6 km jofnl 8 km jofnt 10 km jofnt Föstudogur Hvild 8 km ról. 8 km tól. Laugardagur 6 km frísklego 10 km frisklego 10 km Irhklego Samt.: 44 km 77 km 90 km Bjöllur tilgangslausar Geir hjólreiðamaður hafði sam- band við okkur vegna tilmæla skokkara um að hjólreiðamenn væru með bjöllur á hjólum sínum og hringdu þeim öðrum til viðvör- unar. Geir sagðist ekki telja neitt gagn af bjöllunum og meira að segja mundu gangandi og skokk- andi vegfarendur um stíga þétt- býlisins aðeins hrökkva í kút við hringingu og jafnvel fara fyrir hjólin fremur en að varast þau. „Ég tel,“ segir Geir, „að best sé að skjótast fram úr göngufólkinu hljóðlega. Það hefur reynst mér best. Auk þess er nú farið að af- marka sérstaka braut fyrir okkur hraðfara hjólamenn á göngustíg- unum. Ef gangandi gæta þess að vera á sínum vegarhluta þá er engin hætta og allir una glaðir viö sitt,“ sagði Geir hjólreiðakappi. f—^1 Bj"""! ■ Ba 7®r Jm wlíágfe! Æk. ^ A££989 er styrktaraðili C^úSSB1 0HSkandia j^ífj Reykjavíkurmaraþonsins jxmsm FIMSKIP volvo éddá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.