Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Side 50
58 kvikmyndir LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 13 V K V I K M V ILD A 1J jj irkirk Frosin lík og ófrísk lögga Bræðurnir Joel og Ethan Cohen hafa allt frá því þeir gerðu sina fyrstu kvikmynd, Blood Simple, ver- ið í nokkrum sérflokki í amerískri kvikmyndagerð. Sjálfstæði þeirra sem kvikmyndagerðarmanna er slíkt að í eina skiptið sem þeir fara að leikreglum í Hollywood þá mis- tekst þeim og er þá átt við The Hudsucker Proxy. Og þótt sú mynd - sé almennt talin þeirra lakasta kvik- mynd er engum blöðum um það að fletta að hún er gerð af snillingum og hefur margt við sig sem auðvelt er að sjá að enginn meðaljón getur gert. Reynslunni ríkari fara þeir bræður aftur á byrjunarreit i Fargo og ef það er einhver mynd þeirra sem hægt er að líkja Fargo viö þá er það Blood Simple. Það sem sameinar þær fyrst og fremst er stíllinn, hvern- ig venjuleg en ruddaleg morðsaga verður að listrænu verki. Það sem fyrst kemur á óvart er að Coen-bræður skuli fara að rifja upp gamalt og óhugnanlegt sakamál. Einhvern veginn hefur maður haft það á tilfinningunni að hugmyndaflugið og sköpunargleðin væri það mikil að þeir þyrftu ekki á slíku að halda. En þótt um sanna sögu sé að ræða þá er ekki verið að gera hana sem sennilegasta, heldur tekst þeim að gera hana að óvenjukraftmiklu og sérstöku skáldverki. í raun er ómögu- legt að segja til um hvar sannleikurinn endar og skáldskapurinn byrjar. Slík er snilld þeirra bræðra aö þegar á heildina er litið þá skiptir það engu máli. í Fargo segir frá hinum duglausa bílasölumanni Jerry Lundegaard, sem er í miklum peningavandræðum. Til að leysa sín mál fær hann tvo skúrka til að ræna eiginkonunni og er ætlunin að láta tengdaföðurinn borga, sá er vellauðugur og hefur hina mestu andstygð á tengdasynin- um. Allt frá byrjun fer áætlunin úrskeiðis og ræningjarnir skilja eftir blóði drifa slóð. Til sögunnar kemur lögregluforinginn Marge Gunder- son, sem kominn er sjö mánuði á leið. Hún hefur ekki mikla reynslu af morðmálum og veit ekkert um að mannsrán hefur verið framið þegar hún hefur rannsókn á einkar ógeðfelldum morðum, en hún hefur sinn eigin hátt á rannsókninni sem reynist árangursríkt í lokin þótt segja megi að tilviljanir ráði meira og minna ferðum hennar. Frances MacDormand skapar sérlega skemmtilega persónu úr Gund- erson, hún virðist einfóld, en veit sínu viti og er samt algjör sveitamann- eskja inn við beinið. Ef það er einhver sem Gunderson minnir á í rann- sóknarstörfum þá er það Columbo, sem eins og Gunderson virtist oftar en ekki ekki vita neitt í sinn haus og afsakaði sig með einfeldni sinni. Steve Buscemi og Peter Stormare eru mátulega brjálaðir til að trúa því að það sé akkúrat á þann hátt sem sýndur er hvernig persónumar bregð- ast við óvæntum vandamálum. William H. Macy er í vanþakklátu hlut- verki bleyðunnar Lundegaard og fer vel með sinn texta eins og aðrir. Það eina sem hægt er að finna að snjallri útfærslu Coen-bræðra á morðsögunni er enska „skandinavískan", sem samkvæmt þessu hlýtur að vera töluð í Minnesota. Það verður dálítið þreytandi að heyra ofnotk- un á vissum áherslum, leikararnir hætta stundum að vera persónurnar og verða leikarar. Þetta er minni háttar galli á annars frábærri kvik- mynd. Að lokum má geta firnagóðrar kvikmyndatöku Roger Deakins, sem er köld og raunveruleg eins og aðstæðumar bjóða upp á. Leikstjóri: Joel Coen. Handrít: Ethan og Joel Coen. Kvlkmyndataka: Roger Deakins. Tónllst: Carter Burwell. Aðallelkarar: Frances McDormant, Steve Busceml, Wllllam H. Macy og Peter Storm- are. Hilmar Karlsson Kafbátaforingi á ryðkláfi Stutt er síðan Háskólabíó hóf sýn- ingar á gamanmyndinni Bilko lið- þjálfa, sem „ekki var gerð með sam- þykki hersins", eins og sagði í lok myndarinnar. í bólakafi (Down Per- iscope) gæti sjálfsagt einnig haft þessa tilvitnun neðanmáls, því þess- ar tvær gamanmyndir eru að mörgu leyti líkt uppbyggðar og nánast báð- ar lítil stuðningur við foringja í her Bandaríkjanna. í bólakafi er eins og Bilko liðþjálfi gerð í kringum einn gamanleikara og það er frammistaða leikarans sem gerir í raun útslagið. í Bilko var það Steve Martin, reyndur í farsahlut- verkum og í í bólakafi er það nýliði í kvikmyndum, Kelsey Grammer, sem ber hitann og þungann í myndinni. Grammer hefur verið í talsverðu uppáhaldi hjá undirrituðum. í Staupasteini var hann, sem sálfræöingurinn Frasier, í lokin orðin ein skemmtilegasta persónan og í þáttaröðinn Frasier hefur hann haldið áfram að kitla hláturtaugarnar og það verður að segjast eins og er að það er enginn byrjendabragur á honum í hlutverki sjóliðsforingjans Tom Dodge sem urðu á ein afdrifarík mistök og er því settur út i horn. Hans draumur er að fá kafbát til umráða. Illgjarn hershöfðingi, sem ekki þolir Dodge, sér til þess að hann fær gamlan ryðkláf úr síðari heimsstyrjöldinni til umráða í stað kjamorkukafbáts sem vár draumur- inn og til að bera salt í sárin er Dodge fengin áhöfn sem er samansafn af aulum sem lítið kunna. í bólakafi er uppfull af fimmaurabröndurum sem áður hafa verið not- aðir, en leikgleðin er nokkur og lyftir það stöðluðum persónum upp. Myndin hefur ágæta stígandi og er stundum fyndin og þótt það sé lítið mál að sjá hver framvindan verður er viss húmor í handritinu sem skil- ar sér ágætlega. En þegar á heildina er litið er í bólakafi í þynnra lagi og fátt eftirminnilegt. Lelkstjóri: David S. Ward. Handrit: Hugh Wllson, Andrew Kurtzman og Eliot Wald. Aóalleikarar: Kelsey Grammer, Lauren Holly, Rob Schelder, Harry Dean Stanton og Bruce Dern. Hilmar Karlsson Sérsveitin (Mission Impossible) hefur verið mjög vinsæl í Banda- ríkjunum undanfarnar vikur og nálgast 200 milljóna dollara markið í aðsókn. Myndin er gerð eftir göml- um og vinsælum sjónvarpsþáttum sem sýndir voru seint á sjöunda áratugnum og snemma á þeim átt- unda. Tom Cruise, sem leikur aðalhlut- verkið, er einnig einn af framleið- endum myndarinnar og það var hann sem átti hugmyndina að því að gera kvikmynd upp úr þessum vinsæla sjónvarpsmyndaflokki. Það var árið 1992 sem Tom Cruise stofn- aði framleiðslufyrirtæki ásamt Paulu Wagner, fyrrverandi leikkonu, sem sneri sér að umboðs- mennsku fyrir leikara og var meðal annars með Tom Cruise á sínum vegum. Mission: Impossible er fyrsta kvikmyndin sem fyrirtæki þeirra framleiðir og er því ekki ann- að hægt að segja en að vel sé farið af stað. Þegar búið var að semja við Paramont um dreifingu og fleira sem viðkom framleiðslunni var að finna leikstjóra. Það var nánast til- viljun að Brian De Palma var ráð- inn. Cruise og hann hittust í kvöld- verðarboði og það rifjaðist upp fyrir Cruise að De Palma hafði leikstýrt The Untouchables, sem einnig var byggð á eldri sjónvarpsseríu, og þar hafði De Palma tekist vel upp. Dag- inn eftir hafði Cruise samband við Wagner og lagði fyrir hana hug- myndina um að fá De Palma til að leikstýra. Wagner leist vel á. De Palma, sem ekki hafði átt láni að fagna með síðustu myndir sínar, var strax tilbúinn að taka að sér verkið. Tom Cruise leikur njósnarann Ethan Hunt sem forðar sér frá kröftugum vatnsgusum. Hann er einnig annar framleiðenda myndarinnar. vinna með ensku tækniliði við gerð Interwiew with the Vampire, og hafði kunnað mjög vel við þau vinnubrögð sem þar fóru fram, fannst mér sjálfsagt að fá sem flesta sem störfuðu við þá mynd til að starfa við gerð Mission: Impossible. Jon Voight var fyrsti leikarinn sem ráðinn var og leikur hann Jim Phelps sem stjórnar leyniþjónustu- hópnum. Jim Phelps er eina persón- an úr sjónvarpsþáttunum sem er notuð beint í myndina. Persónan sem Tom Cruise leikur er ný en þótt hún hafi ekki verið til í sjónvarps- þáttunum er hún byggð á persónu sem Martin Landau lék í þáttunum. Evrópskir leikarar Leikarar voru nú ráðnir í hlut- verkin hver af öðrum og þar sem myndin gerist í Evrópu og var tekin þar var sjálfsagt að ráða evrópska leikara í nokkur hlutverk. Emmanuelle Beart er einhver vin- sælasta og besta leikkona Frakka í dag og er Mission: Impossible fyrsta bandaríska kvikmyndin sem hún leikur í. Brian de Palma hafði mik- inn áhuga á að fá hana í aðalkven- hlutverkið. Beart var hikandi. Hún sagði við De Palma að hún væri ekki sterk í enskunni: „Ég sagði við hann að ef hann virkilega vildi að ég léki í myndinni þyrfti ég að fá einkakennara í ensku. Það gekk eft- ir og í fjóra mánuði var ég í ensku- námi. Það má segja að ég hafi ein- göngu samþykkt að leika í mynd- inni vegna De Palma. Þegar ég hitti hann fyrst hafði hann mjög góð áhrif á mig með sínum mikla og skemmtilega húmor.“ Jean Reno, sem leikur stórt hlut- verk í myndinni, er einn þekktasti franski leikarinn í dag og má segja að kvikmyndin Leon hafi gert hann að stjörnu í Bandaríkjunum. Tvær þekktar enskar leikkonur voru einnig fengnar til að leika, Vanessa Redgrave og Kristin Scott-Thomas. Þá má nefna Ingeborg Dapkunaite, sem er uppalin í Vilnius í Litháen en hefur leikið í meira en tuttugu rússneskum kvikmyndum, og rú- meska leikarann Ion Caramitru sem er einn frægasti leikari Rúm- ena. Misgott gengi De Palma Brian de Palma er einn af þeim frábæru leikstjórum sem skaust upp á stjömuhimininn í Hollywood í lok sjöunda áratugarins og í byrj- un þess áttunda. Hann hefur leik- stýrt mörgum góðum kvikmyndum en á einnig að baki nokkrar mis- lukkaðar myndir. Bestu sakamála- myndir hans eru Carrie, The Fury, Dressed to Kill og Body Double. Þá hefur hann gert tvær góðar mafíu- myndir, Scarface og The Untoucha- bles, og stríðsmyndina Casualities of War. Nýjustu myndir hans er Carlito’s Way og Raising Cain. Sú kvikmynda hans sem þekktust er að endemum er Bonfire of Vanties sem margir hafa vilja brennimerkja sem eina af verstu kvikmyndum sem gerðar hafa verið. Brian de Palma fæddist í Newark í New Jersey en ólst upp i Fíladelf- íu. Fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd hét The Wedding Party og þar kynnti hann fyrir heiminum tvo nýja leikara, Robert De Niro og Jill Clayburgh. Það voru þó tvær næstu kvik- myndir hans, Greetings og framhald hennar Hi Mom, sem vöktu athygli á honum og urðu til þess að hann fékk tækifæri til að leikstýra í Hollywood. -HK Brian De Palma og Tom Cruise fara yfir málin við tökur á Mission: Impossible. Með alþjóðlegu yfirbragði Næsta skref vár að ráða leikara og fylgjast með störfum handritshöf- undanna Davids Koepps og Roberts Towne og má segja að leikarar hafi verið ráðnir um leið og hlutverkin urðu til. Cruise segir að De Palma hafi átt mestan þátt í að ákveða hvaða leikarar yrðu ráðnir og það var einnig hans tillaga að láta myndina gerast í London: „Brian kom með þá stórkostlegu hugmynd að hafa myndina alþjóðlega, ekki einbeita okkur að Bandaríkjunum, og stakk upp á Prag og London sem tökustöðum og þar sem ég hafði ný- lokið við að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.