Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Side 51
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ1996 kvikmyndir Frú Winterbourne í Stjörnubíói: Ófrísk öskubuska Stjörnubíó hefur hafiö sýningar á gamanmyndinni Frú Winterbourne (Mrs. Winterboume), sem segja má að sé nútima öskubuskusaga nema það að í þetta sinn verður öskubuska ófrísk og eignast barn áður en hún hittir prinsinn. Aðalpersónanan er Connie Doyle, ósköp venjuleg stúlka sem kemur full af vonum og væntingum til New York. í stórborginni er hún heimilislaus og auðvelt fórnarlamb lífsreynds manns sem notfærir sér hina reynslulausu Connie, gerir hana ófríska og neitar HVERNIG VAR MY Friðrik Eysteinsson: Ég bjó í Minnesota þar sem myndin gerist og mér finnst hún frábær. Þórður Jónsson: Mér finnst þessi mynd mjög góð. Agnar Guðmundsson: Hún er öðruvísi en aðrar myndir og það gerir hana ágæta. Hreinn Halldórsson: Þetta er ekki þessi dæmigerða Hollywood-mynd og það er til- breyting. Mér finnst hún mjög góð. svo að sjálfsögðu að vera faðirinn. Connie er örvæntingarfull og í reiði- leysi fer hún óvart inn í járnbrautar- lest sem er á leiðinni til Boston í stað þess að fara í neðanjarðarlest í New York. í lestinni hittir hún fyrir Pat- riciu Winterbourne sem einnig er ófrísk og er á leiðinni að hitta tilvon- andi tengdafjölskyldu sína sem er vell- rík. Járnbrautarlestin fer út af teinun- um og ferst Winterboume. Connie vaknar upp átta dögum síðar og er þá orðin móðir og ekki nóg með það, all- ir halda að hún sé frú Winterbourne. Aðalhlutverkið leikur Rickie Lake, þekkt gamanleikkona í Bandaríkjun- um sem hefur haft eigin sjónvarpsþátt, The Ricki Lake Show, um nokkurt Ricki Lake leikur hina seinheppnu Connie sem lendir í miklu öskubuskuævintýri. skeið, samtalsþátt sem á auknum vin- sældum að fagn.a. Hún hóf kvikmynda- feril sinn í kvikmynd Johns Waters, Hairspray og lék síðan bæði I Cry Baby og Serial Mom fyrir Waters. Auk þess að leika í myndum Johns Waters, lék hún í Working Girl, Cookie, Inside; Monkey og Last Exit to Brooklyn. Aðr| ir þekktir leikarar í myndinni e: Shirley MacLaine og Brendan Fraser Leikstjóri er Richard Benjamin sem hafði getið sér gott orð sem leik- ari áður en hann sneri sér að kvik- myndum. Fjórtán ár eru nú siðan hann leikstýrði sinni fyrstu kvik- mynd, My Favorite Year, en fyrir leik sinn i henni fékk Peter O’Toole til- nefningu til óskarsverðlauna. Aðrar kvikmyndir sem hann hefur leikstýrt eru Made in America, Mermaids, Racing with the Moon, The Money Pit, Little Nikita, City Heat, My Step- mother Is a Alien, Milk Money og Downtown. Sem leikari kom Benjamin fyrst fram í Goodbye Columbus árið 1969, lék hann þar á móti Ali MacGraw sem einnig var að leika í sinni fyrstu kvik- mynd. Benjamin lék í einum tuttugu kvikmyndum áður en hann sneri við blaðinu. Má nefna Catch 22, Diary of a Mad Housewifa, Portnoy’s Complaint, Housecalls og The Sunshine Boys en fyrir leik sinn í henni hlaut hann Golden Globe verðlaunin sem besti leikari í aukahlutverki árið 1975. -HK Hinn sívinsæli Nicolas Cage: Dýrkar son sinn - á sjálfur stórfurðulegan föður „Ég er eiginlega búinn að fá nóg af því að leika furðulega, dramatíska og óútreiknanlega karaktera og vil helst ekki vera hin reiðiblandna, tvístraða sál lengur. Sjálfur er ég miklu meira fyrir gamanleik og tel hann henta mér betur,“ sagði Nicolas Cage sem hefur á sér orð fyrir það i Hollywood að vera einn villtasti og furðulegasti leikarinn þar um slóðir, sem eitt sér verður að teljast stórmerkilegur árangur. „Ég var vanur að gera mig sífellt að fífli þegar ég var barn og þannig eignaðist ég oftast vini. Gamanleikur er mér því eðlislægur en ég hef ýtt þeirri hlið til hliðar í þeim hlut- verkum sem ég hef oftast leikið. Ég geri þó lítið af því að fara á gamanmyndir því flestar þær sem sýndar eru í dag ganga út á það hvað leik- arinn er sniðugur. Mér finnst það fárán- lega meira fyndið en það sniðuga og fila því t.d. David Lynch mjög vel,‘ sagði Nicolas. Sonurinn mikilvægur Nicolas á þriggja ára son með módelinu Christina Fulton. „Sonur minn er mér allt. í hvert sinn sem ég fæ tækifæri til að óska mér einhvers snýst óskin um hann. Ég einfaldlega óska honum alls hins besta. Hann er mér það mikilvægasta í lífmu, mikilvægara en starfsfer- illinn, leiklistin og allt annað. Ég held að fólk geti ekki gert neitt jákvæðara en að eignast börn. Hann hefur breytt mér mjög mikið og segja má að hann hafi tamið mig. Hér áður fyrr fannst mér það stórfínt að vera tal- inn skrýtinn og hafa furðulegan smekk. Núna vil ég ekki að son- ur minn fái rangar hug- myndir um mig og haga1 mér því í samræmi við það,“ sagði Nicolas. Nicolas Cage í sinni nýjustu kvikmynd, The Rock. Sjálfur á Nicolas stórfurðulegan föður sem lagði á það áherslu í uppeldinu að „örva“ ímyndunarafl þeirra bræðra. „Ég man eftir honum sem eins konar Sean-Connery eða James Bond týpu með Ph.D. Það var eitthvað mjög svo fag- mannlegt við hann og hann nálgaðist hlutina alltaf frá mjög frumlegri hlið og hélt manni vel við efnið. Ég man að einu sinni brotnaði höfuð af einu leikfanginu mínu og ég var al- veg niðurbrotinn. Þá gróf pabbi höfuðið úti í garði og sagði mér að vökva það af og til. Þetta gerði ég samviskusamlega og tveimur dögum seinna var þar komið stórt plöntulíki. Ég opnaði það og í því var nýtt sams konar leikfang. Eftir það plantaði ég alls kyns smábílum í moldina í þeirri von að einn góðan veðurdag fengi ég bíl í fullri stærð. Það bar þó ekki tilætlaðan árangur." Hann segir föður sinn þó af og til hafa gengið of langt. „Ég man sérstak- lega eftir einu tilviki þegar við feng- um ekkert að borða á þakkargjörðar- daginn. Þá kom pabbi heim með plastdiska og litakassa og sagði okk- ur að teikna á diskana það sem okk- ur langaði að borða. Þetta var svolít- ið fyndið og áhugavert en það breytti þvi ekki að við vorum svangir." Móðurmissir Nicolas missti móður sína ungur. „Mamma var veik í mörg ár og ég eyddi heilmiklum tíma við sjúkrabeð hennar ásamt tveimur eldri bræðrum mínum, Christopher og Marc,“ sagði hann. Hún lést svo þegar ég var tólf ára.“ Faðir hans var þvi eina fyrirvinnan og framfleytti þeim á kennaralaunum. Nicolas var í Beverly Hills grunnskól- anum en fannst hann aldrei falla inn í hópinn þar. „Þar áttu allir ríka for- eldra og komu í skólann á Porsche eða Ferrari en ég tók strætó. Ég gat því aldrei boðið dömu út því ekki var hægt að ætlast til þess að hún færi með mér í strætó." Shirley MacLaine leikur hina forríku Winterbour- ne. Shirley MacLaine Shirley MacLaine til- heyrir eldri kynslóðinni í Hollywood. Hún er búin að vera á stjörnu- himninum í ein fjörutíu ár. Hún hefur leikið í mörgum klassískum kvikmyndum. Má þar nefna Around the World in 80 Days, The Apart- ment, Irma la Douce, Some Came Running, Can Can, The Children’s Hour, Being there, Sweet Charity og The Turning Point. Hún á að baki margar óskarstil- nefningar og fékk óskar- inn fyrir leik sinn í Terms of Endearment árið 1984. Shirley MacLaine Beatty (hún er systir Warren Beattys) var að- eins tveggja ára þegar hún hóf nám í dansi og þeir miklu danshæfileik- ar sem hún hafði má sjá í Can Can og Sweet Charity. Hún var aðeins fjögurra ára þegar hún kom fyrst fram. Þegar hún var sextán ára göm- ul hafði hún þegar mikla reynslu sem dans- ari og flutti til New York í leit að frægð og frama. Þar komst hún fljótt á svið sem dansari i söng- leikjum á Broadway, auk þess sem hún vann sem módel. Stóra tækifærið Hennar stóra tæki- færi kom árið 1954. Hún hafði verið ráðinn sem dansari í nýjum söng- leik, Pajama Game, og einnig sem varamaður aðalleikkonunnar, Carol Hanney. Stuttu eftir frumsýningu fótbraut Hanney sig og MacLean tók við hlutverkinu í miðri sýningu. Á sýn- ingunni var kvikmynda- framleiðandinn Hal Wallis sem hreifst af henni og tók hana upp á sína arma og eftir það var gatan greið fyrir hana og kom frægðin fljótt. Á síðustu árum hefur MacLaine skrifað metsölubækur um and- leg málefni en hún er sannfærð um að hún hafi verið til í fyrra lífl. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.